Morgunblaðið - 29.04.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
31
Áhugamenn í V-Hún. um stjórnarskrármálið:
Olafi G. Einarssyni svarað
Ólafur G. Einarsson alþm. ritai
grein í Morgunblaðið þann 15.4. sl
og varpar fram nokkrum spurn-
ingum til „áhugamanna í V-Hún.
um stjórnarskrármálið".
I upphafi greinar sinnar lýsir
Ólafur undrun sinni yfir því að
málflutningur okkar skuli „bein-
ast í svo einkennlegan farveg
þ.e.a.s. að hvetja til andstöðu við
þau sjálfsögðu mannréttindi að
þegnar þessa lands skuli hafa sem
jafnastan kosningarrétt".
Við frekari lestur greinarinnar
virðist Ólafur alþm. aðeins telja
jöfnun atkvæðavægis hið eina sem
máli skiptir í jafnréttismálum
þegnanna. Ef lýðræði sem jafn-
réttishugsjón á að standa undir-
nafni, verður að taka tillit til fleiri
þátta jafnréttis svo sem aðstöðu
til atvinnuvals, heilbrigðisþjón-
ustu, menntunar, samgangna svo
eitthvað sé nefnt.
Þar sem þetta grundvallaratriði
virðist ekki vera fyrir hendi hjá
þingmanninum verða fyrrnefndar
spurningar hans nokkuð froðu-
kenndar.
Svör vid 1., 2., 3., 4., 5. og 9.
spurningum Ólafs.
Áhrif íbúa stór-Reykjavíkurs-
væðisins á löggjafar- og fram-
kvæmdavaldið eru ákaflega mikil
einmitt fyrir nærveru Alþingis,
þar eru og höfuðstöðvar embætt-
ismannakerfisins, stjórnmála-
flokkanna, fjölmiðlanna, hags-
munasamtaka og verkhönnuða.
Þetta er mjög svo einfalt mál og
viðurkennt af öllum þorra manna.
; Það telst því algjörlega óréttlæt-
anlegt að bæta ofan á því „kosn-
ingaréttlæti" að hafa jafnt at-
kvæðavægi, þar og annars staðar,
enda þekkist slíkt ekki í ýmsum
þeim löndum, þar sem lýðræði
þykir vera hvað mest til fyrir-
myndar, enda þótt höfuðstöðvar
þeirra sé langt frá því að vera
slíkt „stórveldi" í viðkomandi ríki
og Reykjavík og nágrenni er í ís-
lenska ríkinu.
Svar við 6. spurningu:
Við teljum að alþingismenn geri
sér ekki leik að því að valda íbúum
annarra kjördæma óþægindum, —
alþingismenn Reykjavíkur og
Reykjaness ekki undanteknir í því
efni. Hins vegar eru alþingismenn
umbjóðendur kjósenda sinna og
hljóta því að draga taum þeirra.
Sé dæmi tekið um skiptingu
fjármagns til atvinnuuppbygg-
ingar eða þjónustustarfa, er ekki
hægt að nota sömu krónuna nema
einu sinni. Þannig má segja að
þeir séu beittir órétti, sem undir
verða.
Dæmi um misrétti er t.d. þegar
ríkinu var gert skylt að fjármagna
80% af byggingu 1000 íbúða í
Breiðholti og víðar á höfuðborg-
arsvæðinu meðan að slík fyrir-
greiðsla fyrirfinnst hvergi á
landsbyggðinni. Er þetta einnig
dæmi um aðgerðir stjórnvalda til
búseturöskunar í landinu.
Svar við 7. spurningu:
Hlutfallið % af heildartölu
þingmanna, sem hámark er ekki
fundið með tölfræðilegum aðferð-
um, heldur er það sú niðurstaða að
nú sé mælirinn fullur hvað snertir
síaukin völd og óeðlilega mikil
áhrif Reykjavíkur og Reykjanes á
stjórnun landsins.
Á líkan hátt og múhameðstrú-
armenn snúa andlitum sínum í
bæn í átt að Mekka snýr mikill
hluti íslensku þjóðarinnar andlit-
um sínum í átt til USA. Þar ríkir
hið fullkomna lýðræði að þeirra
mati. En hvernig er það lýðræði í
reynd? Kjósandinn í Alaska hefur
50 sinnum meiri atkvæðisvægi til
Öldungardeildar Bandaríkjaþings
heldur en kjósandinn í New York.
Aldrei höfum við heyrt aðdáendur
vestræns lýðræðis rjúka upp gegn
slíkum „himinhrópandi órétti",
sem vesalings kjósendurnir í New
York og fleirum stórborgum USA
eru beittir af Alaskabúum.
Og Washington, höfuðborgin
sjálf, hefur engan öldungadeild-
armann á þingi. Hvers vegna hafa
íslenskir boðberar réttlætisins í
kosningarréttarmálum og elsk-
endur hins eina sanna lýðræðis og
frelsis ekki reynt að hafa áhrif á
alþjóðavettvangi til jöfnunar at-
kvæðisréttar í USA t.d. við
mannréttindadómstól S.Þ.
Svar við 8. spumingu:
Okkur virðist spurning alþing-
ismannsins merkja í stuttu máli,
hvort bætt þjónusta úti á lands-
byggðinni gæti leitt til breytingar
á „tölu þingmanna milli kjör-
dæma“.
Því er þá til að svara, að þegar
landsbyggðinni hefur verið tryggt
að búa við sömu kjör og þjónustu
og höfuðborgarsvæðið hvað varðar
s.s. atvinnumái, heilbrigðismál,
menntamál og samgöngumál,
þannig að íbúum hennar haldist á
fólki sínu í heimahéraði, þá er
sjálfsagt og eðlilegt að allir kosn-
ingabærir þegnar landsins búi við
sama atkvæðavægi hvar sem þeir
eru búsettir.
Meðan svo er ekki, og frekara
alræði íbúa Stór-Reykjavíkur-
svæðisins yfir öllu landinu blasir
við fái þeir atkvæðavægið jafnað,
60% íbúa landsins býr þar, þá er
það hreinasta ósvífni að krefjast
slíks, ekki síst þegar tekið er mið
af því að létt atkvæðavægi þeirra,
samanborið við fámennustu kjör-
dæmin, stafar af mismunandi
lífskjörum og fólksflótta til höfuð-
borgarsvæðisins af þeim sökum.
Og mismunun sú er afleiðing
stjórnmálalegrar aðgerða eða að-
gerðaleysis.
Strax og Ólafur G. Einarsson
hefur leiðrétt þetta, sem virðist
smámunir í hans augum, erum við
reiðubúnir til að jafna atkvæða-
vægi.
„Ahugamenn í V-Hún.“
„Áhugamenn í V-Hún. um
stjórnarskrármálið" eru:
Örn Björnsson, bóndi, Gauksmýri,
Aðalbjörn Benediktsson, ráðu-
nautur, Hvammstanga,
Egill Gunnlaugsson, dýralæknir,
Hvammstanga,
Karl Sigurgeirsson, verls.stjóri,
Hvammstanga,
Vilhelm V. Guðbjartsson, málara-
meistari, Hvammstanga,
Baldur Ingvarsson, verls.m.,
Hvammstanga,
Matthías Guðmundsson, læknir,
Hvammstanga,
Bjöm Sigurvaldsson, bóndi, Ás-
geirsá.
Sumarbústaðaland
í Fljótshlíð
Smíöum vönduö sumarhús í þrem stæröum.
Getum útvegaö land á fallegum staö í Fljótshlíð.
Rangá hf., sími 99-5859.
Konungleg
máltíd úr
kindahakki
Kjötbakstur
tsk
haframjöl
mjólk
kindahakk
egg
salt
1/4 tsk pipar
2 msk tómatkraftur eða
4 msk saxaðar
rauðrófur
1. Stillið ofninn á 180° C.
2. Blandið öllu saman sem á að fara í kjöt-
baksturinn nema rauðrófunum og hrærið vel.
Blandið rauðrófunum í síðast ef þær eru notaðar.
3. Látið kjötdeigið í smurt ofnfast mót og bakið í
45-50 mín.
Borið fram með hrærðum kartöflum, maískorni og
hrásalati.
Verð aöeins 29,90 kr/kg
FRAMLEIOENDUR
BENIDROM1982:11. MAI 1.& 22.JUNI 13.JULI 3.& 24 AGUST
w *
14SEPT.
5.0KT0BER
BEINT FUJG I SOLINA OG SJOINN
Umboðsmenn:
Sigbjörn Gunnarsson, Sporthúsiö hf.. Akureyri — sími 24350.
Helgi Þorsteinsson, Asvegi 2, Dalvík — simi 61162.
Feröamiöstöö Austurlands, Anton Antonsson. Selás 5. Egilsstööum — simi 1499 og 1510.
Viöar Þorbjörnsson, Noröurbraut 12. Höfn Hornafiröi — simi 8367
Friöfinnur Finnbogason, c/o Eyjabuö, Vestmannaeyjum — simi 1450.
Bogi Hallgrímsson, Mánageröi 7. Grindavik — simi 8119.
Bjarni Valtýsson, Aöaistööinni Keflavik, Keflavík — sími 1516
Gissur V. Kristjánsson, Breiövangi 22, Hafnarfiröi — simi 52963.
Ólafur Guöbrandsson, Merkurteig 1, Akranesi — simi 1431.
FERÐA..
MIÐSTOÐKIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133