Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 37

Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 37 kleinur úr heilu vaskafati í einum frímínútum. Ég býst við því að snemma hafi hugur hennar hneigst að því sem var eitt aðaláhugamál hennar — tónlist. Kannske byrjaði það strax þegar hún var barn í Skorradal — ekkert útvarp, enginn strengleikur — en þytur í stráum og laufi, fuglasöngur og sá hljómleikur sem heyrist þegar vindur þýtur í melgrasi á þekju. Ytri aðstæður hennar leyfðu henni að njóta þessa hugðarefnis síns. Það var hrein unun að heyra hana lýsa komu Buchs rétt eftir stríð sem flutti alla strengjakvartetta Beet- hovens og lýsing á mörgum öðrum tónleikum eru mér ljóslifandi. Samt töluðum við ekki bara um tónlist — á hana hlustar maður, heldur um heima og geima. Og í sumar ... í sumar var tíminn sem ég hafði ætlað að tala við hana og spyrja og spyrja, um gamla bú- skaparhætti, um ítök og ítölu í Skorradal, betur um breytinguna á lífi hennar þegar hún flutti til Reykjavíkur og svo ótal margt. Þess vegna brá mér hastarlega þegar hún sagði í mars: „Skyldi maður lifa þetta vor“? Já, fullviss- aði ég hana, því nú loksins kæmi tækifærið til þess að vera samvist- um við hana. Þess vegna mátti ég ekki missa hana. Eftir fyrstu viðbrögðin við dauða hennar fann ég samt til feg- inleika. Hún þurfti ekki að bíða lengi veik og e.t.v. meira og meira lasburða eftir dauðanum, heldur dó heima hjá sér. Ákveðnar skoð- anir hennar um lífið og dauðann gerðu viðskilnað henni léttbæran. Lífsfylling hennar hafði verið meiri en hjá mörgum stallsystrum hennar á sama reki þar sem fá- tækt og barnafjöldi komu í veg fyrir að þær fengju nokkurn tíma að njóta áhugamála sinna. Allt þetta vissi hún því hún var hreinskilin og skarpskyggn. Þess- vegna var hún þakklát fyrir það líf sem hún hafði lifað og það sem hún upplifði. Andstætt svo mörg- um sem voru góðra efna aðnjót- andi varð hún aldrei dýrkandi hluta sem efnisleg gæði gera fólki kleift að eiga. Hún tók lifandi fólk, lifandi tónlist og lifandi blóm fram yfir slíkt. Sjálfstæði hennar var svo rótgróið að hugsun hennar var jafnan gagnrýnin, nú, á tímum skefjalausrar mötunar. Tónlist var næstum eins og hluti af persónuleika hennar. Hún þekkti vel verk klassísku meistar- anna og fylgdist jafnframt vel með nýjungum í tónlist. Svo hleypidómalaus sem hún var hlaut það að vera fjarri henni að flokka eina tónlist sem góða og aðra sem verri bara af því að eldri verkin eru manni gagnkunnug. Að njóta tóniistar er að taka á móti upp- sprettulind fögnuðar og gleði. Margir þeirra sem kunna þessa list er það einnig til lista lagt að gefa frá sér auðlegð skilnings og samhygðar. Allt þetta átti Sólveig í ríkum mæli, hún var ávallt sá veitandi sem veitti af gnægta- brunni heilsteypts persónuleika. Treginn sem greip mig þegar ég frétti lát hennar rénaði að nokkru þegar ég hlustaði á vorsónötu Beethovens á sumardaginn fyrsta. Þetta verk var okkur báðum mjög kært og kunnugt, hún hafði heyrt það flutt af ótal listamönnum og það var í huga hennar samofið öllu því undursamiega, fagra og eilíflega sem Halldór Laxness fannst um æskusveit hennar og það sem býr i vorinu og nýju brothættu, dásamlegu lífi. I seinni tíð þegar hún var orðin of lúin til að fara á tónleika eins oft og hún hefði kosið, sögðum við stundum í gamni að ég færi og hlustaði fyrir okkur báðar. I þetta skipti gerði ég það líka — fyrir okkur, því mér varð skyndilega ljóst að allt það sem hún lifði fyrir, trúði á og sýndi með lífi sínu var þarna. Sannleikurinn, fegurðin, mann- kærleikurinn og hlýjan varir og mun vara meðan verður til gott fólk. Fólk eins og hún sem auðgar okkur með samfylgd sinni. Kæra þökk fyrir samfylgdina. Erna Arngrímsdóttir í dag er kvödd Sólveig Guð- mundsdóttir Stigahlíð 42, Reykja- vík. Hún var fædd 29. apríl 1901 á Indriðastöðum í Skorradal. Sól- veig var fjórða af 7 börnum Guð- mundar Guðmundssonar bónda þar og oddvita og Hólmfríðar Björnsdóttur konu hans. Systkinin voru: Steindóra, sem lést ung, Kristján, sem var bóndi á Indriða- stöðum, nú látinn, Jóhanna, lækn- ir, búsett í Kaupmannahöfn, Si- gríður, búsett í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Björn, húsa- smíðameistari Reykjavík, látinn, og Guðmundur, tryggingafræðing- ur Reykjavík. Sólveig giftist 1930 Magnúsi Vigfússyni húsasmíðameistara í Reykjavík, sem lést 1976. Börn þeirra eru: Hólmfríður, læknir, gift þeim er þessar línur ritar, Vigfús, læknir, kvæntur Fanneyju Reykdal, og Guðmundur, kennari. Barnabörnin eru 5 og barnabarna- barn 1. Ég sá Sólveigu frænku mína 13 eða 14 ára gamall á heimili Júlíus- ar Ólafssonar vélstjóra og Elín- borgar Kristjánsdóttur, sameigin- legri frænku okkar á Öldugötu hér í borg. Elínborg hafði boðið til sín ættmennum, búsettum í Reykja- vík. Ég gleymi ekki þessu boði, einmitt Sólveigar vegna. Hún vakti athygli mína vegna þess, hve létt hún átti með að halda uppi samræðum með meistaralegum ívöfum af skemmtilegum athuga- semdum, sögum og jafnvel eftir- hermum, sem þó voru aldrei ill- skeyttar. Þessu átti ég eftir að kynnast betur síðar. Eftirhermur og frásagnir frá æskuárunum voru oft á dagskrá, þegar Indriða- staðasystkinin hittust, en þau ýttu gjarnan undir slíka skemmtan og veltust þá um af hlátri. Við, sem ekki þekktum til en hlustuðum á, höfðum líka mikið gaman af. Eftir þennan fyrsta fund okkar, komst ég að raun um að við vorum nágrannar. Sólveig bjó á Bókhlöðustígnum en ég í Mið- strætinu, en kynnin áttu eftir að verða nánari. Æskuárin eru löngu að baki, en stundum er gaman að ylja sér við endurminningar þeirra, er litið er upp frá önn dagsins. Margir atburðir í Menntaskóla og Háskóla gleymast vonandi aldrei. Þar eru minningar, skin og skúrir eins og gengur. I slíkum til- vikum þótti sjálfsagt að líta inn til Sólveigar að Bókhlöðustíg 11 og þar fór fyrir fleirum eins og mér, því vinir Sólveigar og barna henn- ar voru margir og oft var svo að þessar heimsóknir voru jafnt á nóttu sem á degi. Hjartahiýja og þolinmæði Sól- veigar við okkur var með ólíkind- um, því alltaf vorum við boðin velkomin og tekið á móti með góð- gerðum, kaffi, ís og ósjaldan bak- aði Sólveig pönnukökur í mann- skapinn, hvernig svo sem ástandið á honum var, en það vildi vera svona eins og gengur, t.d. eftir „skemmtanir", eða þegar próflok- um var fagnað eða öfugt. Á þess- um stundum setti hún oft plötu á fóninn og spilaði þá fyrir okkur fögur tónverk, þannig að jafnvel þeir minnst músikölsku hrifust af. Ég minnist þess ekki frá þessum árum, að hún hafi atyrt nokkurn okkar undir þessum kringumstæð- um, þó að vel orðaðar athuga- semdir gætu komið, ef svo bar undir, en slíkt vakti meiri um- hugsun a.m.k. fyrir mig en ef um ávítur hefði verið að ræða. Sólveig elskaði æskuna alla tíð, ungt fólk var hennar fólk, hjá því sá hún ekkert illt og þannig var hún til hinstu stundar. Nú er Bókhlöðustígur 11 horf- inn. Um lífið og tilveruna þar mætti rita bók. Sú bók verður sennilega aldrei skrifuð. Þar sem Bókhlöðustígur 11 stóð, er nú hluti Menntaskólans í Reykjavík „Casa Nova“. Það má því segja að á þess- um stað sé æskan enn í öndvegi. Af Bókhlöðustígnum flutti fjöl- skyldan í Eskihlið 8 A, og þaðan að Stigahlíð 42 og var heimilis- bragurinn óbreyttur frá því sem áður var, þó síðari árin hafi það verið mest barnabörnin og börn vinanna í Stigahlíðinni og vinir þeirra, sem bar að garði, henni til óblandinnar ánægju. Ég varð „innlyksa" í fjölskyld- unni, því ég kvæntist dóttur henn- ar, Hólmfríði. Nafnbótina tengda- sonur hlaut ég þó aldrei. Tengda- sonur og tengdamóðir voru orð, sem Sólveigu fannst best að láta eiga sig, þau voru til frjálsra af- nota fyrir aðra, ég var frændi hennar og barn. Ef ég lét tvær áðurnefndar nafnbætur um munn fara, þá var það yfirleitt þegar við vorum að stríða hvort öðru lítil- lega, en þá svaraði hún ætíð „æ hættu þessu, mér er stríðni í því“, og vatt sér til. Tónlistin var þáttur í lífi Sól- veigar sem bar hátt. Hún spilaði ekki á hljóðfæri en söng fyrir sig og sína á fyrri árum. Hún átti mikið og gott plötusafn, sem óspart var notað á heimilinu. Það voru ekki margir tónlist- arviðburðir hér í borg, sem hún lét fram hjá sér fara, þau tæp 40 ár sem ég þekkti hana. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar voru þó ávallt í öndvegi og þar var hennar sæti á 6. bekk. Þar var tónlistarinnar notið best. Eftir að Sólveig missti Magnús, eiginmann sinn 1976, heyrði ég hana stundum kvarta yfir tóm- leika í Iífinu, þó ræddi hún það ekki mikið, en ég þykist vita að hún saknaði Magnúsar sárt, þessa dugnaðar- og atorkumanns, sem stóð við hlið hennar í lífinu og leysti dagleg vandamál þeirra til dánardægurs. Sólveig hélt andlegu atgervi óskertu til andlátsstundar og sem betur fer var hún yfirleitt heilsu- góð allt sitt líf, þó stundum bæri á lasleika síðari ár. Hún lét sig yfir- leitt aldrei vanta á Sinfóníutón- leika, en ef hún treysti sér ekki, gátum við slegið því föstu, að þá var hún veik. Síðustu Sinfóníutónleikana sótti hún 2 dögum fyrir andlát sitt. Síðasta daginn, sem hún lifði, lagði hún sig eftir hádegið eins og hún gerði oft, þó hafði hún orð á því, að hún væri þreytt. Síðar um daginn, þegar komið var að henni, var hún öll. Hún hafði látist í svefni. Ég kveð hana með söknuði og þakklæti og minnist hennar um ókomin æfiár. Nú er Sólveig komin á nýjar slóðir, og hver veit nema þar séu líka tónlistarsnillingarnir sem hún dáði svo mjög í þessu lífi. Ef til vill halda þeir tónleika þar, en þá veit ég að Sólveig lætur sig ekki vanta, kemur tímanlega og fær sér sæti á 6. bekk. Grétar Ólafsson í dag kveðjum við Sólveigu Guð- mundsdóttur á afmælisdaginn hennar. Þó munum við aldrei kveðja hana að fullu, til þess er of margt sem minnir á hana. Hvert sinn er við heyrum fallega tónlist mun hún vera með okkur, svo samofin sem hún var henni. Þegar vorið kemur og. við heyrum Vor- vísur Hannesar Hafstein: „Sjá roðann á hnjúkunum háu, nú hlýnar um strönd og dal“ óma á sumardaginn fyrsta er hún með okkur og við tökum undir með henni, eins og svo marga vordaga áður fyrr, og þannig mætti telja áfram. Prúðmennskan var hennar aðalsmerki, aldrei gífuryrt, en málvöndun hennar þannig, að hún þoldi ekki íslenzkunni misþyrmt. Þetta hefur mér fundizt einkenna Borgfirðinga öðrum fremur. Hugurinn hvarflar að ungu stúlkunni úr byggðum Borgar- fjarðar, sem frá fyrstu tíð var svo þyrst í tónlist, að eftir að hún kom til Reykjavíkur, lét hún það eftir sér að sækja alla þá tónleika, sem í boði voru, þó sjálfsagt hafi aura- ráðin verið smá. Þessi tónlistar- ástríða fylgdi henni alla tíð. Árum saman bjuggu þau hjón að Bókhlöðustíg 11, og má segja að heimili þeirra hafi staðið um þjóð- braut þvera. Bæði voru þau hjón frábærlega gestrisin, og segja má að aldrei hafi þar kólnað á könn- unni. Ungt fólk sótti alla tíð mikið til hennar, þar þekktist ekki kyn- slóðabilið. Menntaskólinn var líka í næsta nágrenni og i frímínútun- um fylltist húsið af glaðværum skólafélögum barna hennar, og aldrei virtist hún þreytast við veitingarnar. Það var á þessum árum, sem hún þurfti oft að sinna bæði hús- freyju- og húsbóndahlutverki, því Magnús var langdvölum við bygg- ingu mannvirkja um land allt. •Eftir að maður fullorðnaðist skil- ur maður að oft hlýtur hún að hafa verið áhyggjufull þau árin, en aldrei lét hún það uppi. Það segir ekki svo lítið um Sól- veigu, að allar stúlkur sem hjá henni voru til hjálpar við barna- gæzlu og heimilisstörf, urðu vin- konur hennar og heimagangar upp frá því. Mikið unni hún fólkinu sínu og mikið ástríki var milli systkin- anna, þó systur hennar ílentust erlendis. Hver sem eignaðist vináttu hennar, átti hana til æfiloka. Fyrir einu ári fögnuðum við með henni á merkisdegi, þar var enginn yngri og glaðari en hún. Öfundsverð var hún að fá að halda öllu sínu til hinztu stundar, ann- ast heimili sitt og sinna hugðar- efnum sínum. Er það í rauninni ekki ósk okkar allra? Grandvör til orðs og æðis, aldrei lagði hún illt til nokkurs manns, en hrósyrði og eitthvað fallegt fylgdi manni af hennar fundi. Slíkum er gott að kynnast. Blessuð sé minning hennar. S.J. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. C/5 ft co

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.