Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 47 „Ömurlegasti leikurinn“ Krá l’órarni Kagnars.syni i Kdinborn. „Þetta er ömurlegasti leikur sem íslenskt körfuknattleiks- landslið hefur leikið undir minni stjórn," segir Einar Bollason landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Austurríki. „Liðið getur ekki annað en spilað betur og ég á von á því að strákarnir rífi sig upp í næstu leikjum. Styrkleiki aust- urríska landsliðsins var svipaður og ég átti von á og þeir komu okkur alls ekki á óvart," bætti Einar við, vonsvikinn í bragði. - O - Torfi Magnússon lék sinn 75. landsleik gegn Austurríki. Hann sagði: „Það benti allt til þess fyrir leikinn að okkur myndi ganga vel, það var mikil og góð stemmning í öllum leikmönnum og hreint ótrúlegt hve illa okkur gekk er líða tók á leikinn. Við náðum alls ekki saman, það var ekkert sem gekk upp og hittnin alveg ótrúlega léleg." Torfi bætti við að ekki væri hægt að kenna þreytu um, leikmenn væru allir í góðri æfingu, þetta var einfald- lega bara einn af þessum slæmu dögum. Það er ekki hægt að segja að lánið leiki við íslenska liðið í körfuknattleik, miðherji og hæsti maður liðsins, Jónas Jó- hannesson, meiddist í Hollandi og getur ekki leikið með í Skot- landi. Þá meiddist Torfi Magn- ússon á læri og hefur það háð honum nokkuð. Og þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum gegn Austurríki, meiddist Jón Sigurðsson á baki og varð að yf- irgefa völlinn. Ekki er ljóst hversu slæm meiðsl hans eru, og óvíst hvort hann getur leikið með gegn Ungverjum í dag. Jón sagði eftir leikinn að þetta væru gömul meiðsli sem væru að taka sig upp og lýstu sér eins og væg einkenni að brjósklosi. - O - Þrír leikir fara fram í C-keppninni í dag. ísland mætir Ungverjalandi, sem að margra mati er með eitt sterkasta lið í keppninni. Sigurlíkur Islands eru ekki taldar miklar í þeim leik. Austurríki leikur gegn Ir- landi og Skotar mæta Egyptum. Símon Ólafsson lék vel gegn Austur- ríki. Stórtap í fyrsta leiknum gegn Austurríkismönnum Krá l'órarni KagnarsMyni í Kdinborg. ÍSLENSKA landsliðið í körfuknatt- leik mátti sætta sig við að tapa með 14 stigum gegn Austurríki, 77—91, í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópu- keppninnar í körfuknattleik í Edin- borg í gærdag. Það verður að segjast eins og er, að leikur íslands lofaði ekki góðu um framhaldið i keppn- inni og allir íslensku leikmennirnir að Símoni Olafssyni undanskildum léku langt undir getu. Framan af leiknum leit út fyrir að íslenska liðið ætlaði að spjara Knattspyrnumarkvörðurinn kunni, Páll Pálmason frá Vest- mannaeyjum, hefur nú ákveðið að leggja ekki hanskana á hilluna eins og hann hafði ákveðið áður. Mun hann leika með ÍBV i sumar eins og síðustu 19 knattspyrnuvertiðir, en Páll er aðeins 36 ára gamall og á því PEKÚ sigraði Frakkland í vináttu- landsleik í knattspyrnu sem fram fór i París í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 1—0 fyrir Perú og skoraði Juan Önnur úrslit Onnur úrslit i C-keppninni í körfu- knattleik í Skotlandi í gær urðu þau, að Pngverjar sigruðu Egypta 94—84 og Skotar sigruðu íra 54—43 (!). Fyrsta golfkeppn- in hjá GR Fyrsta keppni sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur verður á Korpúlfsstaðagolfvelli nk. laug- ardag, 1. maí. Þetta er einnar kylfu keppni með og án forgjafar. Ræst verður útkl. 10-11.30 og 13-14.30. Golfverzlun Nolans í Grafar- holti verður opnuð formlega á laugardaginn klukkan 9. Þess má geta að Grafarholts- völlur kemur óvenju vel undan vetri að þessu sinni og að öllu óbreyttu verður byrjað að leika golf á honum mun fyrr en venja er á vorin. sig. Þegar tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik hafði liðið náð forystu í leiknum, skorað 20 stig gegn 17. Á þessum fyrstu mínút- um var vörn íslenska liðsins all- sterk og góður hraði var í sóknar- leiknum. En er líða tók á síðari hluta fyrri hálfleiks fór að ganga verr og austurríska liðið seig fram úr. í hálfleik var staðan 39—33 fyrir Austurríki, sex stiga munur. Það háði íslensku leikmönnunum nokkuð hversu fljótt þeir lentu í villuvandræðum og bitnaði það enn eitthvað af árum eftir í knatt- spyrnubransanum. Eyjamenn verða því ekki í markvarðarkröggum, því unglingaiandsliðsmaður þeirra, llreggviður Ágústsson, kemur heim á ný, en hann lék síðasta tímabil i marki FII. hkj./gg. ('arlo Oblitas sigurmarkið úr níð- þröngu færi á 81. mínútu leiksins. Perúbúar komu Frökkum oft í opna skjöldu i leiknum með frammistöðu sinni. í Vínarborg sigruðu Austurrík- ismenn landslið Tékkóslóvakíu 2—1. Walter Schachner skoraði tvívegis fyrir heimaliðið í fyrri hálfleik pg var það skárri hluti leiksins. í leiðinlegum síðari hálf- leik minnkuðu Tékkar muninn með marki Danek á síðustu mín- útunum. Hansi gamli Krankl lék Tékka oft grátt í leiknum og lagði upp bæði mörkin hjá Schachner. Belgar sigruðu Búlgari 2—1 á sínum heimaslóðum, en urðu fyrir því áfalli, að Rene Van Der Eyck- en slasaðist og hugsanlegt er að hann verði af lokakeppni HM fyrir vikið. Erwin Van Der Bergh skor- aði fyrra mark Belga, Mladenov jafnaði, en hinn 37 ára gamli Wilfried Van Moer skoraði sigur- markið. Leikurinn þótti lélegur. Spánn sigraði Sviss örugglega 2—0 á heimavelli sínum, Satrust- egui skoraði bæði mörkin. I Dyfl- inni mættust írland og Alsír. Al- sírbúarnir unnu afar óvæntan sig- ur, 2—0, og fyllast eldmóði fyrir lokakeppni HM. nokkuð á varnarleik liðsins. Sem dæmi má nefna, að eftir fjórar mínútur var íslenska liðið komið með fimm villur. Og Jón Sigurðs- son var kominn með 3 villur eftir aðeins tíu mínútna leik. Hittni ís- lenska liðsins í fyrri hálfleik var mjög slök utan af vellinum og mikið var um að sendingar mis- tókust. Slakur síðari hálflcikur Síðari hálfleikur var mjög slak- ur af hálfu íslensku leikmann- anna, þeir léku mun verr en í fyrri hálfleik og austurrísku leikmenn- irnir voru fljótir að auka muninn í 11 stig strax í upphafi hálfleiks- ins. Sá munur hélst út allan leik- inn, ísland náði aldrei að ógna sigrinum. Það má segja að allt hafi mistekist hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik, vörnin var slök, hittni léleg og leikkerfi gengu ekki upp. Sem dæmi um það hve hittn- in var slök hjá íslenska liðinu, var nýtingin í leiknum 32 prósent, sem telst afar slakt. íslenska liðið Símon Ólafsson var eini maður- inn sem eitthvað kvað að í ís- lenska liðinu, hann var stigahæsti maðurinn í leiknum, skoraði 29 stig. Þá náði Símon 13 fráköstum í leiknum. Skotnýting hans var 48 prósent. Torfi Magnússon, sem lék sinn 75. landsleik, átti allþokka- legan leik, var með 50 prósent skotnýtingu og skoraði 14 stig. Aðrir leikmenn voru mjög slakir og náðu sér aldrei á strik. Austur- riska liðið lék þokkalega vel, en með góðum leik hefði íslenska lið- ið ekki verið í vandræðum. Stiga- hæstur Austurríklsmannanna var Hasselbacher með 27 stig og var hann driffjöðurin í leik liðsins. Þá var Bandaríkjamaðurinn Moldy mjög sterkur í vörn og sókn, skor- aði 24 stig og tók 11 fráköst. Skotnýting hans var 85 prósent. Stig íslands: Símon Ólafsson 29, Torfi Magnússon 14, Valur Ingi- mundarson 8, Ríkharður Hrafn- kelsson 6, Guðsteinn Ingimarsson 6, Axel Nikulásson 5, Jón Sigurðs- son 2, Jón Kr. Gíslason 2 og Viðar Vignisson 1 stig. Páll hættur við að hætta Perú sigraði Frakkland Siaurlás farinn til Lierse Sigurlás Þorleifsson, landsliðs- maöur í knattspyrnu frá Vestmanna- eyjum, er staddur í Belgíu um þessar mundir þar sem hann er að athuga aðstæður hjá 1. deildar félaginu Lierse. Hélt hann utan í fyrradag, en hann mun dvelja i viku hjá belgiska félaginu. Mál þetta hófst raunar í vetur, er forráðamenn Lierse buðu Lása að koma til sín. Taldi hann á sín- um tíma ýmis vandkvæði á því að þekkjast boðið, en er Belgarnir ítrekuðu áhuga sinn fyrir skömmu sló Sigurlás til. Félagið mun hafa boðið honum samning, en útilokað er að segja til um á þessu stigi hvort hann tekur honum eða hvað gerist. Ótrúlegt er þó að eitthvað af viti gerist fyrr en með haustinu, því samkvæmt reglum KSÍ hefði Sigurlás þurft að vera búinn að tilkynna félagaskipti fyrir 1. apríl síðastliðinn. hkj./gg. Sigurlás Þorleifsson dvelst nú hji Lierse í Belgiu. Bent Nygaard t.v. ásamt félaga sínum Anders Dahl Nielsen, sem mun þjálfa KK næsta vetur. Framarar réöu Bent Nygaard Handknattleiksdeild Fram hef- ur gengið frá ráðningu nýs þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Fyrir valinu varð danski þjálfarinn Bent Nygaard, hinn sami og þjálfaði ÍR á nýloknu keppnistímabili. Náði ÍR öðru sætinu í 2. deild undir hans stjórn og því sæti í 1. deild. Fyrir nokkru höfðu samnings- aðilarnir næstum náð saman, er snurða hljóp á þráðinn og slitn- aði upp úr. Var allt í óvissu um tíma og má geta þess, að Vals- menn voru farnir að ræða málin við Nygaard er samstaða náðist hjá stjórn og leikmönnum Fram um að ráða hann. Fóru Framar- ar þá á fjörurnar við Nygaard á nýjan leik og í gær var gengið frá síðustu smáatriðum. Ny- gaard mun halda fund með leik- mönnum Fram í næstu viku og undirbúningurinn undir næsta keppnistímabil mun væntanlega hefjast fljótlega. Mun sá danski einnig sjá um þjálfun yngri flokkanna hjá Fram. —gg. Stórsigur Leeds LEEDS sigraði Aston Villa mjög óvænt og mjög stórt i 1. deildar keppninni ensku í gærkvöldi. Leikið var á Villa Park og sigraði Iæeds 4—1. Eygir liðið nú möguleika á því að bjarga sér frá falli. llrslit leikja í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi urðu annars sem hér segir: 1. deild: Aston Villa — Leeds 1—4 Tottenham — Birmingham 1 — 1 2. deild: Charlton — Bolton 1—0 Derb.v — Barnsley 0—1 3. deild: Oxford — Plymouth 1—0 Bayern enn í slagnum BAYERN sigraði Duisburg 3—2 á útivelli í þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi og hélt í möguleikann á því að hreppa titilinn þrátt fyrir allt. Dieter llöness, Udo Horsman og Karl Heinz Kumenigge skoruöu mörk liðsins. Urslit leikja urðu sem hér segir: Stuttgart — Bielefeldt 2—3 Dortmund — Karlsruhe 4—0 Köln — Bremen 4—2 Duisburg — Bayern 2—3 Mönch. — Bochum 4—2 Frankfurt — Darmstadt 2—1 Ilamburger — Leverkusen 0—0 Núrnberg — Dusseldorf 2—2 Kaiserslautern — Braunschw. 5—3 Fischer, Woodcock, Konopka og Steiner skoruðu mörk Kölnar gegn Bremen og liðið hefur nú 41 stig eins og llamhurger, en HSV hefur betri markatölu. Bayern hefur 39 stig í þriðja sætinu. Met Guörúnar GUÐRÚN Ingólfsdóttir setti í gær- kvöldi nýtt íslandsmet í kringlukasti á innanfélagsmóti KR. Kastaði (fuð- rún kringlunni 52,24 metra en gamla metið átti hún sjálf, það var 51,86 metrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.