Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982
HUGVEKJA
eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast
Bænadagur kirkjunnar
— skjólgarðar lífs
Ég hef oft verið spurður að
því, hvort það hafi ekki verið
ömurlega sviplaust í Rauð-
árdalnum vestur í íslend-
ingabyggðunum í Ameríku,
þar sem engin fjöll gnæfa við
himin og allt er marflatt,
hvert sem litið er. Og ég hef
alltaf svarað með því að rifja
upp, hversu raðir af trjám
með vissu millibili bættu það
upp, að engin fjöll og varla
nokkur hæð var til að hvíla
augað. Trjáaraðirnar gerðu
sannarlega mikið til þess að
lyfta umhverfinu og rjúfa
einhæfnina, sem annars
hefði ríkt í endalausri slétt-
unni.
En trén höfðu ekki verið
gróðursett í þeim eina til-
gangi að hvíla augað. Þeirra
þáttur var miklu þýðingar-
meiri en að vera eingöngu
eins og skrautsykur á köku,
sem gleður augað en er til
lítils gagns. Upphaflega
hafði sléttan teygt sig svo
langt, sem augað eygði. Plóg-
arnir höfðu breytt henni í
akurlendi og hagsýnir bænd-
ur gætt þess að fá sem allra
mest land undir sáningu til
þess að uppskeran gæti orðið
eins mikil og nokkur tök voru
á.
En þegar vindur lyfti efsta
lagi akursins í þutrkum
haustsins eftir kornskurð-
inn, þá varð ekkert til að
hefta fokið. Gróðurmoldin
rauk í burtu, og margur
bóndinn missti allt sitt. Þá
lærðist þeim að rækta þessi
skjólbelti með vissu millibili.
Þau heftu fokið. Og hagsýnir
bændur, sem vildu vitanlega
fá eins mikla uppskeru og
mögulegt var, lærðu það, að
það borgaði sig að láta trján-
um eftir nokkurn skika, þótt
akurinn minnkaði vegna
þess.
Fyrstu kynni af nýju um-
hverfi leiddu trjábeltin fram
eins og þægilega hvíld fyrir
auga, sem vanara var fjöllum
en flatlendi. En trjábeltin
gegndu líka öðru hlutverki,
þýðingarmiklu, svo að af-
koma fólks var jafnvel undir
því komin, að hluta akursins
væri fórnað og trén gróður-
sett.
Maðurinn hefur sífellt ver-
ið að læra þá lexíu, sem
Adam var fyrst lesin í ald-
ingarðinum forðum. Þá sagði
Drottinn honum að yrkja og
gæta garðsins, en tók honum
vara við ábyrgðinni, sem því
fylgdi. Og við þekkjum öll
söguna um skilningstréð. En
þó að Adam ætti að geta haft
það gott, þar sem hann var
kominn, þá dugði honum það
ekki, og hann gekk lengra en
honum hafði verið leyft. Og
síðan má rekja slóð afkom-
enda hans í alls kyns sviðn-
um sverði ofbeitar og
ofveiða, þar sem hagur
augnabliksins hefur borið
alla varúð ofurliði. Það hefur
of oft hver og einn hugsað
aðeins um það, sem næst var
hverju sinni en ekki leitazt
við að skyggnast það langt
fram eftir brautu, að sjón-
deildarhringur hæfist ofar
pottlokinu.
Adam er ekki sá eini, sem
brást trausti. Hann er ekki
sá eini, sem gleymdi ábyrgð
fyrir löngun augnabliksins.
Én sá, sem skynjar ábyrgð
sína, ætlar sér af, hvort sem
það er með því að setja hluta
akurs undir skjólbelti eða
ganga ekki of nærri hrygn-
ingarstofni. Abyrgðinni hlýt-
ur að fylgja hófsemi. Sá sem
axlar ábyrgð með yfirsýn
gerir sér grein fyrir hættun-
um af flani og afleiðingum
þess, sem ekki er rétt grund-
að með lengri tíma í huga en
degi nemur, árum eða ævi.
Já, skjólbeltanna er víða
þörf. Hættur af foki gróð-
urmoldar blasa alls staðar
við. Græðgi augnablikshagn-
aðar grefur undan mörgum.
Víða virðist fátt finnanlegt
til þess að hvíla augað. Og
þegar búið er að stara of
lengi út yfir sama flötinn, er
oft hætta á því, að ofsjónir
taki að gera vart við sig og
rugli rétt mat. Mannkynið
virðist stara yfir óravídd
sléttunnar og það hefur
gleymzt að gera ráð fyrir
skjólbeltum til hvíldar og
verndar. Svo að nú er þannig
komið fyrir afkomendum
Adams, að þeir geta líka ver-
ið reknir út á berangur og
séð hlið aldingarðsins harð-
læst að baki sér.
Það var áhrifamikið að
lesa orð Filippusar drottn-
ingarmanns um hættur þær,
sem hvalirnir hafa lent í í
Suður-Atlantshafinu. Þeim
er ekki óhætt þar lengur. Þó
er það ekki skutullinn, sem
hvín yfir sjávarskorpunni og
grefst inn í líkama þeirra.
Hættur þeirra má rekja til
vígdreka, sem eru alls ekki
ætlaðir þeim. Þeir eiga að
drepa menn en ekki hvali.
Þeir eiga að eyða flugvélum,
skipum og mannvirkjum en
ekki að gera usla í hvalavöðu.
Og þá stafar hvölunum
hætta af manninum, enda
þótt engri byssu eigi að vera
beint að þeim.
Sjáum við ekki örlög
mannkyns í aðstöðu hval-
anna úti fyrir Falklandseyj-
um? Vopnin eru orðin það
mikil og margslungin, að þau
eyða ekki aðeins þeim, sem
þau eru ætluð, heldur hverju
því öðru, sem lífsanda dreg-
ur. Og þó er haldið áfram við
smíði þeirra. Þó er eytt
óskiljanlegum upphæðum í
„endurbætur" þeirra dráp-
stækja, sem þó geta marg-
eytt öllu lífi og lagt öll
mannvirki við jörðu, svo að
öskuhrúga ein beri vitni sögu
manns á jörðu. Er það furða,
þótt spurt sé, hvort ekki hafi
gleymzt að gera ráð fyrir
skjólgörðunum? Er það
furða, þótt margur haldi, að
gleymzt hafi að fórna ein-
hverju í ákafanum eftir því
að ná sem allra mestu. En
fer þá ekki eins í framhaldi
og hjá bændunum fyrir vest-
an, sem sáu gróðurmoldina
fjúka og akur sinn eyðilagð-
an?
Skjólbelta er þörf, og það
leynir sér heldur ekki, að það
þarf að fórna einhverju. Sá,
sem lengi hefur mundað
byssu sína og haft skotmark-
ið í sigti, fer að telja það eðli-
legt, að að því komi, að það
sé gripið í gikkinn. Til hvers
annars að hafa fyrir vopna-
burði og vopnasmíð? En þeir,
sem miða, þurfa að skynja
andúð allra þeirra, sem þrá
skjólbelti en ekki eyðingu.
Það þarf að heyrast rödd,
sem samsett er úr öllum
þeim milljónum barka, sem
sjá nauðsyn þess, að lífríkið
sé verndað, og að einhverju
sé fórnað undir skjólgarða,
sem hindra fok.
Raddir hafa líka hafizt.
Þúsundir ganga með þá von í
hverju fótmáli, að þeir geti
haft með því áhrif til góðs.
En það þarf að kveða friðar-
sönginn hjá báðum þeim,
sem byssur munda. Það þarf
að rækta skjólgarð á báðum
stöðum og alls ekki að sætta
sig við það, að sjálfsagt frelsi
á öðrum staðnum, sé fótum
troðið og lítils virt á hinum.
Hörmuleg eru vopnin, sem
lífum eyða, en frelsisviptur
maður og lágróma fyrir
hræðslu sakir, er ekki miklu
betur settur.
Á bænadegi íslenzku kirkj-
unnar er beðið fyrir því, að
virðing fyrir lífi opni augu
fyrir helgi þess. Og þegar
ábyrgð hefur verið öxluð, svo
að skyldleiki allra og
bræðrabönd eru ljós, þá
reynir heldur enginn að
koma sér undan því að fórna
einhverju fyrir þann skjól-
garð, sem lífið allt á að
vernda. Það er máttug
hvatning, sem kirkjan lætur
nú óma, og íslenzk kirkja er
þá í sveit þeirra fjölmörgu
um víða veröld, sem hafa
tekið upp hvatninguna um
ábyrgð og verndun lífs en
ekki eyðing.
Drottningarmaðurinn tal-
ar um hættur fyrir hvali. Þó
á hann sjálfur son, sem þar
hlýtur einnig að vera í mik-
illi hættu. Ekki er það rétt að
lesa meira í orð hans en til-
efnið gerir eðlilegt, þó býður
mér í grun, að Filippus hafi
ekki síður haft þá í huga,
sem gengu á þiljum og flugu
í þyrlum, heldur en dýrin,
sem svamla í köldum sænum.
Er það þá líka rétt, þar sem
helgi lífs beinist að lífríkinu
öllu, og sá færir sér og sínum
mikið böl, sem rýfur lífskeðj-
una. Ábyrgð Adams er
ábyrgð manns, svo í dag sem
í árdaga. Biðjum því Drottin,
að ekki komi myrk nótt á
þann dag miðjan, sem bjart-
ur skal skína.
ALmb Veröbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
GENGI VERÐBRÉFA 9. MAÍ 1982
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
1970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
1981 2. flokkur
Sölugengi
pr. kr. 100.-
8.662,81
6.992,95
6.189,35
5.363,79
4.549,18
3.317.65
3.055,94
2.109.65
1.730,69
1.303,64
1.234,82
990,35
918,66
767,19
622,86
490,15
413,14
319,38
238,89
187,75
161,31
119,80
Meðalávöxtun ofangreindra flokka um-
fram verötryggingu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGD:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 68 69 70 72 73 82
2 ár 57 59 60 62 63 77
3 ár 49 51 53 54 56 73
4 ár 43 45 47 49 51 71
5 ár 38 40 42 44 46 68
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
2 afb./ári (HLV) verðtr.
1 ár 96,49 2%5 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2%% 7%
4 ár 91,14 2%% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7Vi%
7 ár 87,01 3% 7'/4%
8 ár 84,85 3% 7Vt%
9 ár 83,43 3% 7%%
10 ár 80,40 3% 8% "
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLAN , RIKISSJOÐS pr. kr. 100.-
B — 1973 2,419,77
C — 1973 2.057,88
D — 1974 1.744,97
E — 1974 1.193,71
F — 1974 1.193,71
G — 1975 791,83
H — 1976 754,48
I — 1976 574,05
J — 1977 534,19
1.fl. — 1981 106,01
TÖKUM OFANSKRÁD VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Simi 28566
73íðamat/:a?utinn
^■uttisqótu 12-18
SÝNISHORN
Subaru 1800 4x4 1981
Rauöur. Ekinn 21 þús. km. Dýr
hljómflutníngstæki. Ýmsir sér-
pantaöir aukahlutir. Hátt og l>
drif. Verö kr. 148 þús.
Dodge Aspen
(special edition) 1979
Brúnsanseraöur m. vinyltopp. 8 cyl
(318) sjálfsk. m/öllu. Rafmagn í
rúöum o.fl. Gullfallegur bíll. Verö
Audi 80 GLS 1979
Grænsans. Ekinn 35 þús. km. Út-
varp, segulband, snjó- og sumar-
dekk. Verö 105 þús.
„Glæsilegur sportbíll"
Honda Prelude 1979
Silfurgrár, sjálfskiptur. Ekinn 40
þús. km. Verö 120 þús.
Citroén GSA 1981
Blár, ekinn 24 þúsund km. Útvarp,
segulband, snjó- og sumardekk.
Verö 110 þúsund.
Honda Quinted 1981
Blágrár. Ekinn 13 þúsund km. Út-
varp. Topplúga. Verö 125 þúsund.
Mazda 626 2000 sport 1980
Grár, ekinn 15 þúsund km. Útvarp,
segulband, snjó- og sumardekk.
Verö 110 þúsund.
M. Bens 300 diesel 1977
Gulur. Ekinn 260 þúsund km. 5 cyl,
sjálfskiptur, aflstýri, útvarp og seg-
ulband. Verö 170 þús. Skipti mögu-
leg.
Daihatsu Charade 1980
Vínrauöur. Ekinn 54 þúsund km.
Útvarp og segulband. Verö 74 þús-
und.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU