Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 Grískt undrabam fram á sjónarsviðið UNDRABÖRN hafa löngum þótt merkileg enda eru þau sjaldgæf. „Einu sinni á öld kemur undrabarn á við þetta fram á sjónarsviðið,“ sagði hljómsveitarstjórinn Claudio Abbados eftir að hann hafði hlýtt á píanóleik 12 ára drengs, Dimitris Sgouros, nýlega, og eftir að hann lék í fyrsta sinn opinberlega í Bandaríkjunum sagði Rostropovitsj: „Ég hef aldrei séð annað eins.“ Rostropovitsj stjórnaði reyndar tónleikum National Symphony Orchestra í Carn- egie Hall í New York nú um miðjan apríl, en þar lék Dim- itris Sgouros einleik í þriðja píanókonsert Rachmaninoffs, sem margir telja erfiðasta verk sem píanóleikarar glíma við. Bandaríska tímaritið Newsweek heldur því fram að ekki aðeins hafi drengurinn leikið þetta verk af maka- lausri leikni heldur hafi túlk- unin verið með þeim hætti að halda mætti að þarna væri á ferð fullþroskaður listamaður en ekki tólf ára barn. Að Rachmaninoff-konsertinum loknum lék drengurinn svo verk eftir Prokoffieff og Liszt, sem einnig eru aðeins á færi fremstu píanóleikara. Dimitris var orðinn sjö ára þegar hann hóf nám í píanó- leik. „Þá héldum við helzt að hann ætti eftir að verða ein- hverskonar rafmagnsfræð- ingur af því að hann hafði svo gaman af raftækjum," segir móðir hans. „En það var hljómurinn sem heillaði hann.“ Dimitris kom fyrst fram í Píreus þar sem hann lék m.a. lög eftir sjálfan sig. Honum var strax tekið með kostum og kynjum, en í súmar lýkur hann burtfararprófi frá tón- listarskóla í Aþenu, með rétt- indum til að kenna tónlist á háskólastigi. í haust er ætl- unin að hann hefji nám við Konunglegu tónlistarak- ademíuna í Lundúnum. Hann hefur þegar komið fram á tónleikum í Þýzkalandi, Sviss, Venezúela og Frakk- landi og hvarvetna hlotið frá- bærar viðtökur. Er hætta á því að svo ungur drengur ofgeri sér — að of mikið sé á hann lagt, þannig að glæsilegur ferill hans endi með ósköpum eins og oft hef- ur komið fyrir þegar undra- börn eru annars vegar? „Nei,“ segir faðir hans sem er læknir. „Við þvingum hann aldrei til neins. Þetta er allt úr honum sjálfum. Það er honum ekki um megn að leika í Carnegie Hall. Hann hefur leikið í Herodes Atticus- leikhúsinu á Akrópólis þar sem helmingi fleiri voru sam- ankomnir. Alexander mikli var tvítugur þegar hann fór að láta til sín taka. Ef einhver hefði sagt við hann: „Þú ert of ungur," þá hefði heimurinn aldrei átt neinn Alexander rnikla." En foreldrarnir eru á sama máli og Rostropovitsj, sem segir: „A þessu stigi málsins þarf hann ekki aðeins að þroska tónlistargáfu sína, hann þarf að verða fullþrosk- aður sem einstaklingur." Dimitris Sgouros ásamt Rostropovitsj. En hvað segir piltur sjálf- ur? Hann er reyndar langtum gefnari fyrir það að fljúgast á við frændur sína í hótelíbúð- inni í New York en að sitja kyrr og svara fyrirspurnum blaðamanna. Hann er kurteis en svarar afdráttarlaust þeg- ar hann er spurður, t.d. hvað hann hafi verið lengi að læra Rachmaninoff-konsertinn: „Fimm eða sex daga,“ segir hann með röddu sem er að byrja að breytast. Eftirlætisíþrótt hans er sund, en fótbolta og körfu- bolta er hann síður gefinn fyrir „út af fingrunum". Móð- ir hans segir að eftirlætis pí- anóleikarinn hans sé Horo- witz. Hvað er það hjá Horo- witz sem hann metur svo mikils? Áhuginn vaknar skyndilega og svipurinn gjör- breytist: „Ég get ekki lýst því. Það er erfitt að segja til um það, en ég finn það inni í hjartanu." Varði doktorsritgerð um kvenhormóna HÐ HLPKKTJ TlL ÞE$5 þBjflR ÞETÍfl ER HFSTO" Slykkishólmi, 9. m*í. í GÆK var jerð frá Stj'kki.shólm.s- kirkju útfor Möskulds l'álssonar sjó- manns hér i Slvkkíshólmi, en hann lést 28. apríl sl. rúmlega 70 ára að aldri, fa-ddur 15. ágúst 1911. Höskuldur átti heima öll sín ár að einu undanteknu i Stjkkishólmi. Hann var fæddur hér, sonur hjón- anna Páls Guðmundssonar sem lengst af var kenndur við Höskulds- DOKTOR Stefán Jóhann Helgason læknir varði doktorsritgerð 2. apríl sl. við háskólann i Umeá í Sviþjóð og ber ritgerðin heitið Estrogen re- placement therapy after the meno- pause, Estrogenicity and Metabolic effect. Stefán Jóhann er fæddur 1943, hann lauk stúdentsprófí frá MR 1964 og læknaprófí frá Háskóla íslands 1971. Að loknu kandidatsári flutti hann til Svíþjóðar og hóf nám í kvensjúkdómum og fsðingarhjálp við Háskólasjúkrahúsið í Umeá. Þar starfaði hann í tæplega 8 ár. Árið 1980 hóf hann störf við Feðingar- deild Landspítalans, en starfar nú sem yfírlæknir á Fæðingar- og kven- sjúkdómadeild Sjúkrahúss Akra- ness. Hann hefur stundað ýmsar hormónarannsóknir frá árinu 1976. Foreldrar Stefáns Jóhanns eru Helgi Eyjólfsson og Ragnheiður Jóhanns- dóttir. Eiginkona hans er Soffía Sig- urjónsdóttir meinatæknir og eiga þau 3 börn. Eins og heiti ritgerðarinnar ber með sér voru athuguð ýmis áhrif kvenhormóna á konur eftir tíða- hvörf. Á þeim aldri verða margar konur fyrir ýmsum einkennum, s.s. svitakófum, lélegum nætur- svefni og léttum geðrænum trufl- unum. ey, og Helgu Jónasdóttur frá Helga- felli. Höskuldur ólst upp í Höskulds- ey og var í æsku þegar hann byrjaði að vera með á sjónum og snemma var hann háseti hjá föður sínum. Sjórinn var hans starfsvettvangur og seinustu árin reri hann á trillu á sumrin. Jarðarförin var ein af þeim allra fjölmennustu sem hér hafa verið, enda var Höskuldur vinmargur hér Hægt er að hjálpa þessum kon- um með kvenhormónagjöf, og er slíkt gert í vaxandi mæli á Vestur- löndum. Þessi meðferð er umdeild af ýmsum ástæðum og kannski fyrst og fremst vegna þess, að til eru athuganir, þar sem álitið er, að eitthvert samband sé milli kvenhormónagjafar og myndunar krabbameins í legi og í brjóstum hjá konum, og einnig hafi þessi meðferð örvandi áhrif á myndun blóðtappa. Þeir, sem bent hafa á þessar aukaverkanir, leggja þó ríka áherslu á, að þær komi þó fram í fáum tilfellum, og þá aðeins eftir langvarandi stöðuga meðferð með stórum dagskömmtum, og þá með sterkum hormónum, s.s. hinum svokölluðu syntetisku hormónum. Til eru nokkrir flokkar hormóna sem eru mismunandi að gerð og samsetningu. Má þar nefna synte- tiskt hormón, hormón unnið úr hestþvagi, og svokölluð náttúruleg hormón. Þessar þrjár gerðir hormóna eru notaðar nokkuð jöfn- um höndum við meðferð eftir tíða- hvörf. Þegar hafðar eru í huga auka- verkanir kvenhormóna er mikil- vægt að vita innbyrðis styrkleika- og litríkur í lífi bæjarins. Höskuldur var kvæntur Kristínu Níelsdóttur frá Sellátri sem lifir mann sinn ásamt þrem börnum sem öll eru gift. Það fer ekki milli mála að með Höskuldi hverfur nú af sjónarsviði maður sem samtímamenn minnast lengi. Höskuldur var einn 14 systkina og eru nú 8 á lífi. Fréttaritari hlutföll þeirra. Fjöldi slíkra at- hugana eru fyrir hendi, en niður- stöður ólíkar og misvísandi. Tilgangur þessarar doktorsrit- gerðar var fjórþættur. í fyrsta lagi að athuga áhrif fyrrnefndra hormóna á ýmis lifrareggjahvítu- efni og heiladingulshormón. Á þann hátt fengust fram innbyrðis styrkleikahlutföll hormónanna og einnig að svörun þessara eggja- hvítuefna og heiladingulshormóna var háð skammtastærð.Það kom m.a. í ljós, að hið fyrrnefnda syntetiska hormón í þeim dag- skammti, sem það var notað, var um það bil 600 sinnum kröftugra en hin náttúrulegu hormón. Það er því augljóst, að konur sem fengu meðferð með þessu hormóni voru of meðhöndlaðar og sú staðhæfing sett fram, að dagskammt þessa hormóns ætti að stórminnka og þannig yrði dregið verulega úr aukaverkunum þess. Til eru lyf, sem verka á móti áhrifum kvenhormóna í líkaman- um. Þessi lyf eru kölluð anti- estrogen, þ.e. móthormón. Annar þáttur ritgerðarinnar var könnun á áhrifum eins móthormóns, sem mikið er notað við meðferð á vissri gerð krabbameins hjá konum. Stuðst var við mælingar á fyrr- nefndum eggjahvítuefnum og heiladingulshormónum. Niður- staða þess samanburðar var sú, að fyrir tíðahvörf hefur þetta horm- ón móthormónverkun, en eftir tíðahvörf hrein kvenhormónáhrif. Þriðji þáttur ritgerðarinnar byggðist á því, að ýmsar athugan- ir hafa bent í þá átt að konur, sem eru þungaðar, og hafa þar af ieið- andi mikið magn af kvenhormóni í blóði sínu, og einnig stúlkur, sem taka getnaðarvarnapillur séu heldur næmari fyrir ýmsum sjúkdómum, t.d. veirusjúkdómum. Hins vegar hefur verið tekið eftir Stykkishólmur: Fjölmenni við útför Höskuldar Pálssonar því, að aðrir sjúkdómar, s.s. liða- gigt, hjaðni heldur við þungun og notkun getnaðarvarnalyfja. Álitið er að þetta stafi af því að kven- hormónið hafi einhver áhrif á varnarkerfi líkamans. í þessari rannsókn, þar sem konurnar fengu meðferð með hreinu kven- hormóni, kom það berlega í Ijós að kvenhormónið hefur bein áhrif á svörun varnarkerfis líkamans, þ.e. hormónið dregur úr þessari svör- un og þar af leiðandi gætu kon- urnar haft Htillega skert mót- stöðuafl gagnvart sýkingum. í fjórða lagi voru athuguð áhrif kvenhormóna á nýrnahettur, en álitið hefur verið að eitthvert samband væri milli ofstarfsemi í nýrnahettum og myndunar krabbameins í legi og brjóstum. Til eru athuganir sem hafa sýnt aukna nýrnahettustarfsemi hjá konum í kvenhormónameðferð. Niðurstaða þessarar athugunar varð sú að heldur dró úr starfsemi nýrnahetta hjá konum sem fengu hormónagjöf og þessi minnkun á nýrnahettustarfsemi orsakast lík- lega vegna áhrifa áður óþekkts efnis frá heiladingli sem stjórni og örvi starfsemi nýrnahetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.