Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 33 Gæðamatsnefnd sett á laggirn- ar í blikksmíði Kristján Ottósson endurkjörinn formað- ur Félags blikksmiða AÐALFUNDUR Félags blikksmiða var haldinn 20. apríl sl. Kristján Ottósson var endurkjörinn og er það ellefta árið hans, sem formaður Fé- lags blikksmiða. Aðrir í stjórn: Guðmundur Jón- atansson, Jón Jóhannesson, Guð- mundur Magnússon og Konráð Ægisson. Aðalmál fundarins var kaup- skerðingin sem hefur átt sér stað undanfarið og voru fundarmenn mjög svartsýnir á þá stefnu sem nú ríkir í kjaramálum og þá deyfð og svefn sem einkennir forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar nú. Þá voru fræðslumálin mikið rædd, en þar hefur blikksmiða- stéttin gert mikið átak til bóta og komið á samræmdu sveinsprófi yfir landið. Þá var því fagnað að Reykjavík- urborg hefur tilnefnt Gunngeir Pétursson, skrifstofustjóra bygg- ingafulltrúa, oddamann í Gæða- matsnefnd í blikksmíði og til vara Gunnar Sigurðsson bygginga- fulltrúa. Aðrir í nefndinni eru: Mikill fjöldi sækir um nám í Iþróttakennara- skóla íslands „ÞAÐ ERU eitthvað fleiri umsóknir, sem borist hafa um skólavist í fþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni i ár en í hitteðfyrra, en þá sóttu rösklega hundrað manns um skólavist og inn komust 48,“ sagði Arni Guðmundsson skólastjóri íþróttakennaraskólans, er hann var spurður um aðsókn að skólanum, en nemendur eru teknir inn i skólann á tveggja ára fresti. Hve margir komast inn í skól- ann á þessu ári? „Það er ekki gott að segja um vegna skorts á heimavistarrými á Laugarvatni og vegna aðstöðu- leysis. Almennur áhugi fyrir íþróttum hefur aukist og samhliða því hefur aðsókn að íþróttakennaraskólan- um orðið mun meiri. Ég tel því að það þurfi að mæta þessum áhuga á íþróttakennaranámi með því að bæta aðstöðu skólans, svo hann geti tekið inn fleiri nemendur." Hvernig veljið þið nemendur inn í skólann? „Við leitum upplýsinga um nem- endur og tökum tillit til menntun- ar og árangurs í skóla og hvort það hafi sjálft verið í íþróttum, þjálfað eða kennt þær. Það er líka spurning, hvort við tökum ekki sérstakt tillit til þess, ef umsækj- endur eru úr afskekktum byggð- arlögum, ætla að kenna í sinni heimabyggð að námi loknu.“ Hvenær verður farið að athuga þær umsóknir, sem hafa borist? „Það verður farið að vinna úr þeim um miðjan júní, en þá hafa væntanlega borist til okkar próf- árangur umsækjenda." Guðjón Brynjólfsson frá Félagi blikksmiða og Ólafur Jóhannesson frá Félagi blikksmiðjueigenda. Nú er fólki gefinn kostur á að hafa samband við nefndina og fá mat á þeirri vinnu, sem því finnst ekki nógu vel unnin eða of dýr. En eins og þetta var áður, hafði fólk ekki aðra leið en leita til lögfræðinga, en allir vitum við hvað dómskerfið er seinvirkt og kostnaðarsamt. Vinna er oft keypt of dýru verði miðað við gæði. Það ætti að vera gæðamat á allri vinnu og það opinbera ætti að ganga þar á und- an. Þá má geta þess að Félag blikksmiða hefur lokið við bygg- ingu og tekið í notkun 2 sumar- bústaði sem félagið á ásamt 6 hekturum í landi Klausturhóla í Grímsnesi og er það mikil eign miðað við félagatölu en hún var 88 við síðustu áramót. (Frétt frá FB.) Bílasýning Jöfurs Nýlega gekkst Jöfur hf. í Kópa- vogi fyrir bílasýningu þar sem sýndir voru hinir ítölsku Alfa Romeo-bílar. Bílarnir sem sýndir voru eru í hinni svokölluðu „Alfa Sud-línu“, þ.e. Alfa Sud, Alfa Sud Ti og Alfa Sud Sprint. Reynt verður að eiga þessa bíla ávallt fyrirliggjandi, en stærri Alfa-bílarnir sem kenndir eru við „Alfa Nord-línuna“ verða hins vegar fluttir inn eftir pöntun. Alfa-bílarnir njóta mikilla vin- sælda erlendis. enda bráðfallegir og búnir sérstaklega góðum akst- urseiginleikum. Enn hefur Alfa- verksmiðjunum ekki tekist að anna eftirspurn og er því ekki gert ráð fyrir því að ótakmarkað magn bíla fáist hingað til lands, a.m.k. fvrst lim einn i m. 4 , k i Wi&úbi i 4T % m, +;• * <W % . ^ « m\m/% w.m-, s J- s Jr- 4 m*:*jff** : »:•* ■ ''l'S'.t- * 2 'ís pí X ’tu. Hvemig vœri að bregða sér í sólarlandaferð í októberog móla svo húsið þegar þú kemur heim! STEINAKRYL, nýja útimálningin frá Málningu h/f gerir þér kleift að mála svo að segja á hvaða árstima, sem er. Fimm til sex stiga frost hefur ekkert að segja, ef þú ert I hlýjum fðtum. Þú getur málað með STEINAKRÝLII allt að 10 stiga gaddi.Málningin þornar meira að segja I slydduskúr ftjótlega eftir málun Þú færð þér bara kaffibolla á meðan skúrin gengur yfir. Athugaðu málið hjá næstu ferðaskrifstofu - og málaðu svo seinna með STEINAKRÝLI. Og hvað með þessa eillfu flðgnun? - Með STEIN- AKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi flðt án þess að eiga flögnun á hættu. STEINAKRÝL hefur auk þess þann sérstaka eiginleika að hleypa f gegnum sig raka úr múmum en er samt þétt fyrir rigningu. Þú færð allar upplýsingar um STEINAKRÝL hjá MÁLNINGU h/f og hjá öllum helstu málningarverslun- um landsins. STEINAKRÝL - málningin sem andar má!ninghf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.