Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 Vaxtarrækt er al- menningsíþrótt en ekki feimnismál — segir Arni Hróbjartsson sem opnar verslun og æfingastöð til vaxtarræktar í Kópavogi ÆFINGASTÖÐIN heitir nýtt fyrir- Ueki við Engihjalla í Kópavogi, sem opnað verður síðar í mánuðinum, en þar er boðið upp á aðstöðu til hvers kyns líkamsþjálfunar, vaxtarrsktar. Þarna verður einnig til húsa verslun- in Heimaval, sem flytur inn og selur íþrótta- og æfingaáhöld, æfingagalla, skó og bolta o.fl., en Heimaval hefur í 14 ár starfað sem póstverslun og flutt inn tæki til líkamsþjálfunar. Árni Hróbjartsson heitir for- stöðumaður fyrirtækjanna og að- aleigandi og framkvæmdastjóri stöðvarinnar er Hallgrímur Mar- inósson. Mbl. ræddi stuttlega við Árna um þá þjónustu sem þarna er að fá, en Árni er einnig forseti Landssambands vaxtarræktar- manna: „í Æfingastöðinni fæst alhliða þjónusta til vaxtarræktar, bæði fyrir þá sem stunda þessa íþrótt með keppni í huga og hina sem stunda vaxtarrækt til þess að eignast heilbrigðan og hraustan líkama. Hér hafa verið ráðnir sér- staklega þjálfaðir menn, íþrótta- kennarar, sem sótt hafa sérstök námskeið í þjálfun og með margra ára reynslu í þeim efnum og munu þeir sjá um að fólk fari rétt að í allri þjálfun sinni, hér er boðið upp á nudd, ljós og yfirleitt allt sem verða má að gagni til lík- amsræktar og vellíðunar.“ Skipt í 3 flokka „Við skiptum þjálfuninni nokk- uð í flokka. Sá sem kemur hér nýr inn og vill hefja sína vaxtarrækt fer í byrjendahóp og æfir sig með þeim tækjum sem honum hæfir. Eftir nokkurn tíma getur hann fært sig í þyngri tæki og að lokum í þriðja flokkinn. Hlutverk þjálf- aranna er að sjá um að menn fari rétt að í allri þjálfun, ofreyni sig ekki, en taki framförum stig af stigi. Þá verðum við hér í húsinu með sérstaka aðstöðu fyrir klúbb, hóp manna, sem greiðir sérstakt gjald og fær sérstaka þjónustu og að- stöðu. Til dæmis sinn eigin læsta skáp í sérstökum búningsher- bergjum, sér sólarlampa og sér hvíldarherbergi og setustofu, við tökum að okkur að þvo handklæði og æfingagalla, og nýtur þessi hópur á allan hátt séraðstöðu. Getum við tekið um 200 manns í þennan hóp og höfum þegar tekið niður nöfn nokkurra tuga manna, sem vilja kaupa þessa þjónustu. Ef nægilega margar konur vilja munum við einnig innrétta slíica séraðstöðu fyrir þær, en þá þurfa minnst 50 að vera með.“ Fyrir hverja er vaxtarrækt? En örlítið nánar um vaxtar- rækt. Er þetta almenningsíþrótt? Eða einungis fyrir keppnismenn? Er hún betri íþrótt en sú þjálfun sem menn fá í daglegu sundi eða öðrum æfingum? Árni Hró- bjartsson heldur áfram: „Vaxtarrækt er vissulega al- menningsíþrótt, en hér hefur hún verið feimnismál. Það var ekki fyrr en á síðasta hausti þegar ég stóð fyrir því að fá hingað sænsk- an mann að fram í dagsljósið kom fólk sem stundað hafði sína lík- amsrækt nánast fyrir luktum dyr- um. Vaxtarrækt er bæði almenn- ingsíþrótt og keppnisíþrótt og nýstofnað Landssamband vaxt- arræktarmanna, sem gekkst fyrir íslandsmótinu, mun stuðla að því að íslendingar taki þátt í keppni erlendis. Má nefna að sigurvegar- Andreas Cahling hinn sænski hefur verið Árna til aðstoðar við val á tækjum og útbúnaði og hérna er hann innan um tækin sem biða þess að vera sett upp í æfinga- salnum. Ljósm. KÖE. Árni Hróbjartsson og Andreas Cahling, en hann mun leiðbeina á stöðinni í ágúst. arnir frá mótinu eru einmitt á för- um til Sviss til keppni." Þjálfun og mataræði „Vaxtarrækt er almennigsíþrótt eins og skíðaiðkun. Þorri manna fer ekki á skíði til að ná hæsta tindi eða besta tíma heldur til að geta rennt sér niður brekkurnar án þess að detta. Vaxtarræktin er til þess að rækta upp teinréttan og spengilegan líkama bæði með þjálfun og mataræði og vaxtar- rækt keppir að því að menn hugsi betur um líkama sinn á allan hátt. Ég tel að vaxtarrækt sé árang- ursríkari þjálfun til líkamsræktar en t.d. sundið. Maður sem syndir daglega sina 300 metra er kannski í sæmilegri þjálfun, en hann tekur ekki framförum. Takmark vaxt- arræktarmanna er að vera í fram- för, að takast á við aukna þyngd dag frá degi og það á við um bæði keppnisfólk og hina sem stunda íþróttina aðeins fyrir sjálfa sig.“ Fjölskyldu- fagnaður Sigl- firðinga í Rvík Siglfirðingar í Reykjavík og ná- grenni hittast í Glæsibæ á uppstign- ingardag, fimmtudaginn 20. maí næstkomandi. Þá er árlegur fjölskyldudagur Siglfirðingafélagsins, en hann er að jafnaði haldinn sem næst af- mælisdegi Siglufjarðarkaupstað- ar, 20. maí. Á samkomunni verður m.a. greint frá því helsta sem á döfinni er hjá félaginu, en þar ber hæst könnun á möguleikum félgsmanna til sumardvalar á Siglufirði. Er í ráði að félagið taki á leigu ibúð þar nyrðra sem standi félags- mönnum til boða til orlofsdvalar. Fjölskyldufagnaðurinn hefst klukkan 15. Um 1100 manns eru nú í Siglfirðingafélaginu. Tónleikar á Akranesi AkrancNÍ, 15. maí. ÞRIÐJUDAGINN 18. mái kl. 20.30 heldur Friðrik Vignir Stefánsson orgeltónleika í Akraneskirkju. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach, Buxtehude, Boéllmann, Mendelssohn o.fl. 20. maí, uppstigningardag, kl. 15.30 heldur María Hlinadóttir pí- anótónleika i sal Fjölbrautaskóla Akraness. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach, Beethoven, Chop- in, Rachmaninov, Webern o.fl. Tilefni beggja tónleikanna er að þau Friðrik Vignir og María eru að Ijúka stúdentsprófi á tón- listarbraut við Fjölbrautaskólann á Akranesi um þessar mundir. Júlíus Úr fórum borgarstjórnar 1978—82: Horft til heiða Einkennilegt er að rifja upp til- raunir vinstri manna fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar til að hræða menn á því, hversu „óhóflega“ sjálfstæðismenn ætl- uðu að þenja út byggðina í Reykjavík. Svo ekkert fari á milli mála um það, hvað höfundar heiðaskipulagsins fyrir ofan Rauðavatn sögðu við Reykvíkinga fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1978 fer hér á eftir heill kafli úr kosningastefnu skrá Alþýðu- bandalagsins frá þeim tíma: ,,.SjálfstæðÍ8Ílokkurinn hefur samþykkt framtíðarskipulag fyrir Reykjavikurborg, sem felur í sér óhóflega þenslu byggðarinnar. Inísundum milljóna af fjármun- um almennings verður fleyg* * i óþarfar fjárfestingar í götum með tilheyrandi lögnum, skólabygg- ingum og þjónustustofnunum allt norður undir Blikastaði. Jafnframt verða fjölskyldur þvingaðar til að leggja fé sitt í einkafjárfestingu á þessum slóð- um og færa stórar fórnir á altari bílainnflytjenda, sem flestir eru máttarstólpar Sjálfstæðisflokks- ins.“ Þetta sögðu vinstrimenn um þær tillögur sjálfstæðismanna, sem allir þekkja, að byggja með- fram ströndinni við Gufunes og Korpúlfsstaði. Síðan ákveða sömu menn, þegar þeir komast til valda, að flytja framtíðarbyggð borgarbúa upp til heiða! Hvernig væri að bera saman kosninga- stefnuskrá Alþýðubandalagsins frá 1978 og afleiðingar þess að byggja fyrir ofan Rauðavatn? Hin rauðu sprungubjörg Vínstrí meiríhlutínn œtlar að halda fast vtö þá • ákvöröun sína, að byggt skulí á sprungu- í svsaðtnu víö Rauöavatn. Þá er Htíð gefíö fyrír þaö að leitt hefur veríð i Ijóst, aö svaeðiÖ er allt sprungum lagt og þvi stórvarasamt byggtnga- svæði Kostnaður við byggingu þama er auk þess gifurlegur. Þé má nefna snjóþyngslí og veöurofsa sem við má búast þegar komiö er Það er hörmulegt, að íulltrúar tlokksins skuli hafa gengið í hin rauðu björg Al- þýðubandalagsins í þessu máli. hverfunum. Ulfars- fcllssvæðiö virðist henta vel undirfram- tíöarbyggð. Ég grciði því atkvæði með tillögu skipu- lagsnefndar um það svæði. iBókvn Björsjvin* OuAmunðssona svo hátt upptil fjatla. En vinstri menn hafa verið varaðir viö og paö metra aö segja af slnum, eigtn mdnnum. Framsóknarmertn hafa aö árum saman hafi það verió barj þeírra að strandlengjan skufi nýtt ui byggö og bætt þvi vtö. aó hörmuta^B, að fuiltrúar flokksins skuli hafa ..a^MHFí hir> rauðu björg Alþýðubandalagstn^|PSu málí Horfil hefur verið frál*rrí hugmynd „jtf^P’vggja mcðá s^Bdlengjunni, rog samþykkt var 77 í borgarstjóm ff fulltrúum allra flokka nema Al- þýðubandalagsins en þes i stað stefnt að Jiyggð við Rauð| AlfritA ÞorTiminfi 30/4196’ Hversu mörgum milljónum „af fjármunum almennings verður fleygt í óþarfar fjárfestingar í göt- um með tilheyrandi lögnum", ef flytja á Reykvíkinga upp fyrir Rauðavatn. Ævintýralegar tölur hafa verið nefndar um kostnað við skolplögn frá Rauðavatns- svæðinu til sjávar. Kostnaðurinn getur orðið allt að 60 milljónum króna meiri en ef farið yrði að tillögum sjálfstæðismanna. Raf- veitukostnaður verður a.m.k. 20% hærri en ef byggt væri á Korp- úlfsstaðasvæðinu, og varla er börnunum á Rauðavatnsheiðinni ætlað að sækja Árbæjarskólann, sem auk þess er full þörf fyrir handa byggðinni þar. Þá er spurning hvort einhver þyrfti ekki að færa fórnir „á altari bíla- flytjenda" við að komast leiðar sinnar í snjóþyngslunum á Rauðavatnsheiðinni. Miðað við síðustu kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins er raunar engu líkara en sá flokkur hafi komizt yfir bílaumboð á kjör- tímabilinu. Við allt þetta bætist staðfastur ásetningur vinstri manna um að hafa að engu niðurstöður vísinda- manna um sprungurnar á Rauða- vatnssvæðinu. Enginn hefur árætt að gizka á hve mörgum „þúsundum milljóna af fjármun- um almennings verður fleygt“ ofan í þessar sprungur, ef illa tekst til. Líklegt er hins vegar, að það verði nýjar krónur en ekki gamlar eins og tilgreindar voru í stefnuskrá Álþýðubandaiagsins 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.