Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 27 Kjarabarátta og endurhæfing eftir Pétur Pétursson, þul Ásgarður, tímarit BSRB, birtir athyglisverðar greinar forystu- manna samtaka opinberra starfs- manna. Þar kemur fram sitthvað forvitnilegt og kveður nú við ann- an tón en fyrr í því riti. Nú bregð- ur svo við, að forvígismenn sam- takanna keppast við, hver af öðr- um, að sanna með tölvísi og línu- ritum að opinberir starfsmenn og aðrir launþegar hafi farið mjög halloka í kjaramálum á undan- förnum árum. Okkur, fáum og smáum, sem haldið hafa þessu fram í umræðum um kjaramál, þykja þetta engin tíðindi. Þessir sömu forvígismenn samtaka okkar hafa eigi átt nógu sterk orð í um- ræðu undanfarinna ára til þess að kveða þá í kútinn, er hafa vogað sér að draga í efa að rétt væri að málum staðið i samningum um kaup og kjör. Hver af öðrum hafa þeir birst á vettvangi opinberrar umræðu, formaður, framkvæmdastjóri, hagfræðingur, skrifstofustjóri, og hvað þeir heita, silkihúfur sam- takanna, og hrópað hæðiyrði að þeim er gerðust svo djarfir að gagnrýna málsmeðferð, samn- ingamakk og samráð. Eg nenni eigi að rifja upp umræðu, er fram fór í blöðum og á mannfundum. Skemmst er að minnast umræðu á fundi kjaranefndar BSRB í des- ember, þá er fulltrúar ríkis- starfsmanna klöppuðu skrifstofu- stjóra sínum lof í lófa er hann ræddi um stöðu samningamála og líkti andófi við kartöflurækt á vetrarmánuðum. Nú koma þeir hver af öðrum, hagfræðingurinn frá dögum Har- alds hárfagra, þessi með vísitölu- línuritið og kaupmáttinn, for- maðurinn með sífellda sigurgöngu í samningum og framkvæmda- stjórinn og þylja raunarollu um ósigra og undanhald. Hvað veld- Mótmælin verði dreg- in til baka Á AÐALFUNDI Sambands dýravernd- unarfélags islands var r*tt um hrefnu- veiðar og afstöðu yfirvalda til notkun- ar á köldum skutli við þ*r veiðar. Gerði aðalfundurinn svohjóðandi ályktun: „Aðalfundur SDÍ haldinn í Reykjavík 11. maí 1982 skorar á ís- lensk yfirvöld að draga til baka mótmæli sín gegn banni á hrefnu- veiðum með köldum skutli. Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í júlí 1981 að banna notkun kaldra skutla við hvalveiðar. Þrjár þjóðir mótmæltu banninu og er Island ein þeirra. Telur fundurinn að íslandi væri sæmra að fylkja sér undir merki þeirra þjóða sem stuðla að betri aðferðum við dýraveiðar og þar með að aukinni dýravernd." Stykkishólmur: Sára tregur afli í lok vertíðar StvkklshnlmI, g. maí. VETRARVERTÍÐ er nú lokið og hafa allir bátar tekið upp netin, enda var afli orðinn sára tregur. Bestur varð aflinn í marsmánuði og til þess er páskabannið kom á, en eftir það minnkaði hann um allan helming. Bátar eru þegar farnir á aðrar veiðar, svo sem línu og troll og jafnvel á handfæri þegar vel lætur. Fiskiðjuverin munu nýta sjávar- afla í sumar og eru þegar byrjuð. Þá eru bátar héðan gerðir út á rækju og hefir verið ágæt veiði í rækjunni og hún unnin í Rækjunesi hf. ur? Eru það komandi kosningar og þing BSRB er valda læraskjálfta og róttæku tali? Stjórnarmenn BSRB og starfs- menn þeirra ættu að birta umræð- ur er fram fóru í desembermánuði sl. í samninganefnd og sýna með því baráttuvilja og sóknarhug. Hver þeirra stappaði stáli í félaga og fulltrúa þeirra? Hver lagði á ráðin um andóf gegn kjaraskerð- ingu? Er líklegt, að þeir félagar er þá töldu öll tormerki á endur- heimt fyrri kjara og leiðréttingu, standi nú í ístaði? Hvað hefir gerst á því tímabili sem liðið er síðan þá er þeir knúðu fram sýnd- arsamninga er réttlætir frekari kröfur og herðir þá til vopnavið- skipta við óbilgjarnt ríkisvald? Eru það e.t.v. kosningar sem framundan eru og væntanlegt þing BSRB? Hver trúir því, að forvígismenn, er jafnan hafa hopað á hæl, farið undan í flæmingi, drepið á dreif hógværum kröfum og beitt hvers kyns brögðum skrifræðis og mið- stjórnarvalds, hyggi allt í einu á herferð og sókri? í forystugrein sinni í Ásgarði staðfesta þeir hver af öðrum, formaðurinn, framkvæmdastjór- inn og hagfræðingurinn, að allt sé rétt er gagnrýnendur stjórnar- stefnu þeirra og andófsmenn hafa haldið fram á undanförnum árum. Játa með tilvitnun í opinberar skýrslur því er þeir neituðu áður. Að kjör opinberra starfsmanna hafi rýrnað um 20% frá síðustu samningum. Betra seint en aldrei, segir máltækið. En það er hvergi nærri nóg. Síðbúin játning þeirra kemur ekki til af góðu og er hvergi nærri vottur um hugarfarsbreytingu. Ætlun þeirra er að efna til sýnd- arbaráttu. Enn sem fyrr mun gripið til hártogana, útúrsnúninga og málefnaflótta. Sjóðir samtak- anna verða notaðir, nú sem fyrr, til þeysireiðar um landið þvert og endilangt. Ráðstefnur og fundir. Bunulækir og bruggun launráða og samráðs. Starfsmenn Stjórnarráðs, lög- reglumenn, kennarar á Húsavík, allt traustir trosberar stjórnar BSRB, koma nú hver af öðrum og vilja slíta samstarfi við samtökin, segja sig úr lögum við BSRB vegna ódugnaðar og amlóðaháttar forvígismanna. Samt sem áður hafa fyrrgreindir félagar ævin- lega stutt stefnu forystumanna og jafnan kveðið niður ailar raddir gagnrýni. Svona eru heilindin. Hvers er að vænta um framtíð slíkra samtaka? Það væri lærdómsríkt fyrir full- trúa þá er sátu i samninganefnd BSRB á liðnum vetri að lesa fund- argerð samninganefndar, þá er skráð var skömmu fyrir undirrit- un samninga. Það er furðulegt plagg. Annar eins vaðall og fram kemur í umræðum undanhalds- manna hefir naumast sést allt frá landnámstíð. Hver sá, er grynnir í þeim þvættingi og hugtakarugl- ingi, ætti skilið ríkulega umbun erfiðis. Þó eru þar fremstir for- ystumenn heildarsamtaka þús- unda opinberra starfsmanna er skírskota til hvers kyns verðleika og réttinda. Á sama tíma og þeir hvetja fé- laga sína til undirskriftar samn- inga og kveða niður hverja rödd er hreyfir mótmælum, búa þeir sig undir sýndarbaráttu gegn þeim hinum sama samningi er þeir guldu jáyrði með atkvæði sínu. Forystumenn BSRB hafa með traustu atfylgi mikils meirihluta samtakanna klúðrað málum með þeim hætti að opinberir starfs- menn hljóta að súpa af því seyðið um langa framtíð. Við, almennir félagar, verðum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að taka á okkur nokkra sök. „Áhugasamir félagar", er eitt sinn höfðu í frammi þó nokkurn hávaða, reyndust, þegar til átti að taka, „áhugalausir félagar". BSRB ætti að sækja um vist á endurhæfingardeild á Grensás- vegi. Það væri við hæfi lamaðra samtaka. Pétur Pétursson þulur. - O - Rétt sem þessi grein var komin á blað, birtist fregn af aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana. Um fundinn segir í Morgunblað- inu í fyrradag, föstudag: „Að venju voru samþykktar á fundin- um gagnmerkar ályktanir um kjaramál." Og síðan er birt sýnishorn „gagnmerkrar ályktunar": „Aðalfundur SFR 1982 telur að ekki sé lengur við unað að skerð- ing kaupmáttar launafólks vaxi ár frá ári og skorar því á alla félags- menn sína að standa einhuga að undirbúningi þeirrar kjarabar- áttu, sem framundan er. Beinir fundurinn því til stjórnar félags- ins að hefja undirbúning komandi kjarabaráttu." Það er engu líkara en 18 barna faðir í Álfheimum hafi samið þessa ályktun, þessi sem aldrei hafði „séð svona langan gaur í svo lítilli grýtu". Vita fundarmenn ekki, að und- anfarið hefir verið full þörf bar- áttu? Og væri margt með öðrum hætti ef „einhugur" sá, er þeir lýsa eftir, hefði ríkt í samningaþjarki undanfarinna ára. — Víst ber að fagna því að stjórn SFR ætlar að hefja „undirbúning komandi kjarabaráttu”. Þeir fé- lagar verða þá e.t.v. komnir í startholurnar á kristnitökuaf- mælinu árið 1999. PP 10 ár frá vlgslu Hveragerðiskirkju LIÐIN eru 10 ár frá vígslu Hveragerð- iskirkju, en hún var vígð 14. mai 1972. Afm*lisins verður minnst með hátíð- armessu sunnudaginn 23. maí nk. kl. 14.00. Byggingu kirkjunnar er að mestu lokið, verið er að reisa klukknaport sem vígt verður á þessu afmælisári kirkjunnar. Hafa félög og einstakl- ingar stutt klukknasjóð með elju og dugnaði og fyrir skömmu barst Hveragerðiskirkju höfðingleg gjöf frá Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra í Ási að upphæð kr. 10.000, tíu þús- und, í byggingarsjóð klukknaports- ins. Vill sóknarnefnd færa Gísla og öllum velunnurum kirkjunnar sínar bestu þakkir fyrir gjafir og framlög til kirkjunnar. Jafnframt byggingu klukkna- portsins verður lagfærð lóð kirkj- unnar. Sóknarnefnd er að láta gera veggplatta með mynd af kirkjunni og verða þeir seldir til ágóða fyrir þessar framkvæmdir. Plattana hannaði Hans T. Christiansen. Hveragerðiskirkja er vel búin hljóðfærum og þykir góð til hljóm- leikahalds. Á liðnum vetri voru eigi færri en tíu tónleikar í kirkjunni og kom fram þar margt þekktra lista- manna. T*ZA * M 1 brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Verð kr. 74.800. Góðir greiösluskilmálar. Ath. verö á hefur aldrei kstæðara. Lada-bílum veriö hag- LADA STATION 1200 ca. kr. 73.800. LADA STATION 1500 ca. kr. 78.500. LADA SPORT ca. kr. 121.500. Munið að varahiutaþjónusta okkar er í sérflokki. fc Bifreiðar og Suðurlandsbraut 14 Landbúnað l-Sími 38600 1 arvélar hf 3 Jöludeild 31236 wþ m* tmwffW'fi ;t: # tumnmio! iMitatmrmmuirr ummnitmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.