Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 23 Rússar mótmæltu ferð Gunnars til Berlínar RÚSSAR mótmæltu heimsókn Gunnars Thoroddsen for- sætisráðherra til Berlínar. Að sögn Harðar Helgasonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, mótmæla Rússar ávallt heimsóknum vestrænna ráðamanna til Berlínar og brugðu þeir ekki út af vananum að þessu sinni. Viðtökur Þjóðverja mótaðar af gestrisni og velvilja: „Akaflega mikilvægt að koma til Berlínar“ — segir Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra „Heimsókn okkar hjóna hefur verið mjög ánægjuleg í alla staði. Fyrstu tvo dagana vorum við í Bonn. Þar átti ég viðræður, fyrst við Helmut Schmidt kanslara og síðan við Gencher utanríkisráð- herra, við forseta þingsins og síðast en ekki síst við Karst- ens, forseta lýðveldisins. Þetta voru allt ákaflega fróð- legar viðræður, langítar- legastar voru viðræðurnar við Helmut Schmidt kanslara,“ sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið á föstudags- kvöld, en hann var þá stadd- ur í Miinchen. „Kanslarinn og ég gáfum hvor í sínu lagi nokkurt yfirlit um stjórnmála- og efnahagsástand og horfur í löndunum. Síðan ræddum við allítarlega um alþjóða- mál, ýmis deilumál sem uppi eru. Þá ræddum við ítarlega varnarmál og NATO og þann leiðtoga- fund, sem ákveðinn er í Bonn hinn 10. júní næst- komandi, en þann fund munum við Ólafur Jóhann- esson utanríkisráðherra sækja," sagði Gunnar. „A fimmtudag vorum við allan daginn í Berlín og þar átti ég viðræður við yfir- borgarstjórann. í Berlín var okkur sýnt margt, með- al annars Berlínarmúrinn og hafði það ákaflega djúp áhrif á mann. Um kvöldið vorum við á hljómleikum fílharmóníunnar þar. Ég tel það hafa verið ákaflega mikilvægt að koma til Berlínar vegna sérstöðu borgarinnar og var það auðfundið að ráða- menn þar mátu það mikils, að við fórum þangað. í dag, föstudag, höfum við síðan verið í Munchen. Hér tók Franz Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, á móti okkur og bauð okkur til hádegis- verðar. Ég átti allítarlegar viðræður við hann og eins og með aðra þá er ég hef nefnt, var fjallað um sam- skipti landanna, menning- arleg og viðskiptaleg og einnig um alþjóðastjórn- mál og varnarmál. Heimsókn okkar lýkur síðan á morgun og hefur hún staðið í fjóra daga. Hún hefur verið ákaflega lærdómsrík og ánægjuleg. Viðtökur Þjóðverjanna hafa allar verið mótaðar af mikilli gestrisni og velvilja í garð íslendinga. Veðrið hefur líka verið eins og best verður á kosið, sólskin og blíða," sagði Gunnar Thoroddsen að lokum. Þess má geta að for- sætisráðherra og kona hans, Vala, koma heim á sunnudag. Plata McCartneys kemur út hér á landi Á FÖSTTUDAG kom út ný breiðskífa frá Paul McCartney. Heitir hún „Tug of War“ og er fyrsta platan sem Fálkinn hf. gefur út með McCartney. Á plötu þessari er raeðal annars lagið „Ebony and lvory“ sem trónar nú í fyrsta sæti bæði í Bandarikjun- um og Bretlandi og er líklegt að „Tug of War“ nái því sæti innan cinnar til tveggja vikna. Margar stórstjörnur koma fram ásamt McCartney á þessari plötu. Skal fyrst nefna frægastan Stevie Wonder. Wonder og McCartney tóku saman, og einir, upp lagið „Ebony and Ivory" í Montserrat- stúdíói George Martin, sem sá um upptökurnar. Carl Perkins, hin gamla rokk- kempa sem samdi m.a. „Blue Su- ede Shoes" spilar á gítar og syng- ur með Paul í laginu „Get It“. Steve Gadd og Ringo Starr spila á trommur í laginu „Take It Away“. Bassaleikarinn Stanley Clark spil- ar í tveim lögum, og Wonder samdi að auki eitt lagið með Paul, „What’s That You’re Doing?" Allir dómar erlendis hafa verið á einn veg um þessa plötu, hún er talin hans allra besta síðan hann hætti í Beatles. Meðfylgjandi mynd var tekin á meðan á upptökum stóð. (FrétUtilkynning.) Frá fundinum í Verzlunarbankanum. Ljósm. Mbi. Emíiía Vinnustaðafundur í Verzlunarbankanum: Líflegur og skemmtilegur fundur — segir Ingibjörg Rafnar „VIÐ RÆDDUM þessi helstu mál, skattana, fjármálastjórn borgarinn- ar, skipulagsmálin, atvinnumál og húsnæðismál," sagði Ingibjörg Kafnar lögfræðingur í samtali við Morgunblaðið, en hún og Sveinn Björnsson verkfræðingur voru á vinnustaðafundi með starfsfólki Verzlunarbankans í Bankastræti á föstudaginn. „Það voru 20—25 manns á fundinum og var hann mjög líf- legur og skemmtilegur í alla staði og spurði fólk um mörg mál, m.a. hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aði að gera varðandi umferðina í miðbænum, spurt var um punkta- kerfið og lóðaúthlutanir, þéttingu byggðar og einnig var kvenna- framboðið rætt,“ sagði Ingibjörg Rafnar. JÖFUR hf Nybylav*gi 2 - Kópavogi - Sfmi 42600 ” Hver # reiknaði þaðút?” Spurði Jón Spæjó þegar hann komst að því hvað verðið á nýja Skodanum var hlægilega lágt. Og ekki varð hann minna hissa þegar það kom í ljós að ekki þyrfti að borga nema 40.000 kr. út og afganginn á 6 mánuðum. Þetta fannst Jóni Spæjó greiðsluskilmálar í betra lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.