Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 37 Innrétta þjónustustöð fvrir aldraða og öryrkja Frá verAlaunaafhendingunni, talið frá vinstri: Halldór Helgason, Sigrún Jóhannesdóttir og Kristján G. Guðjónsson. ans, skólinn gefur út Garðyrkju- fréttir, fréttablað í lausblaða- formi, mikill fjöldi gesta sækir skólann heim árlega, sem reynt er að veita fræðslu um garðyrkju. Verið er að ganga frá skipulagi að öllu landi skólans og fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu ár þ.e.a.s. 1982-1986. Nú er unnið að ýmsum fram- kvæmdum á skólastaðnum, en megin áhersla hefur verið lögð á það að hraða framkvæmdum við skólahúsið, en þar er enn eftir að byggja þriðju heimavistarálmuna og samkomusal skólans, þar sem öll félagsaðstaða nemanda á að koma. Gróðurhús skólans þurfa endurbyggingar og endurnýjunar við, en því verkefni hefur verið reynt að sinna eftir því sem mjög takmörkuð fjárráð hafa leyft, m.a. byggt mjög fullkomið tilrauna- gróðurhús. Góður árangur hefur náðst í skógrækt í hlíðum Reykja- fjalls, fyrir ofan skólahúsin, og er nú ætlunin að stórauka trjáplönt- un á landi skólans, í sambandi við nýja skipulagið. Þannig að þrátt fyrir þá áfanga sem náðst hafa á undanförnum árum bíða mörg og stór verkefni, og það er von for- ráðamanna skólans, að fjarveit- ingar til skólastofnunarinnar verði auknar og að sá samdráttur sem átt hefur sér stað undanfarin 2—3 ár, sé mið tekið af verðbólgu- þróuninni, haldi ekki áfrarn." Að lokinni skólaslitaræðu skóla- stjórans, afhendingu einkunna og gjafa, tóku til máls Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri, sem flutti m.a. kveðju frá land- búnaðarráðherra, Pálma Jónssyni, sem því miður hafði ekki getað verið viðstaddur og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, sem báðir fluttu nemendum og skólanum árnaðaróskir. Að lokum skoðuðu gestir sýn- ingu á verkum nemenda og þáðu kaffiveitingar í boði skólans. Sigrún. Þórunn Guðmundsdóttir Heldur burt- farartónleika ÞÓRUNN Guðmundsdóttir, þver- nautuleikari, heldur tónleika I sal Tónlistarskóla Kópavogs, að Hamra- borg II, 3. hæð, þriðjudaginn 18. maí kl. 20.30. Undirleik annast Guðríður St. Sig- urðardóttir. Þórunn er að ljúka burtfararprófi við Tónlistarskóla Kópavogs. Kennari hennar er Bern- ,ard Wilkinson. Á efnisskránni eru verk eftir C.Ph.E. Bach, Francis Poulenc, Al- bert Roussel og Bohuslav Martinu. Akurnesingar unnu tollverði Síðasta Sólarkvöld Samvinnuferða- l^indsýnar var haldið fyrir skömmu. Var Súlnasalur Hótel Sögu þéttsetinn það kvöld. í spurningakeppni aðildarfélag- anna sigraði Starfsmannafélag Akranesbæjar eftir harða úrslita- keppni við tollverði. Einnig var dreg- ið í aðgöngumiðahappdrættinu sem staðið hefur yfir í allan vetur, upp kom númerið 1.609 og er handhafi þess nú eigandi 20.000 króna ferða- vinnings til sólarlanda. Er sá hinn sami beðinn um að vitja vinnings á skrifstofu Samvinnuferða-landsýnar að Austurstræti 12. Á kynningardegi Rauða krossins — öskudeginum — tóku um 600 börn þátt í merkjasölu hér i borg. Eins og að undanförnu, var þeim börnum er beztum árangri náðu veitt verðlaun fyrir gott starf. Að þessu sinni voru verðlaunin íslenzk orðabók Menning- arsjóðs og hlutu eftirtalin börn verð- laun: Halldór Helgason, Suðurgötu 18, Kristján M. Guðjónsson, Barðaströnd 8, og Sigrún Jóhannesdóttir, Hraunbæ 33. Afhending verðlauna fór franuJfi. april 1982. Þjónustustörf: Fé því er safnaðist fyrir merkjasölu hjá Reykjavíkur- deild Rauða krossins verður varið til málefna aldraðra, en í næsta mán- uði mun Reykjavíkurdeild RKÍ í samvinnu við SÍBS og Félag aldr- aðra, hefja undirbúning að starf- rækslu þjónustustöðvar fyrir aldr- aða og öryrkja. Þjónusta þessi verð- ur í húsi SÍBS við Ármúla 34. Reykjavíkurdeild Rauða krossins mun taka að sér, að innrétta þar tvær hæðir fyrir starfsemi þessa, alls 600 fm. Gert er ráð fyrir að 60—100 manns geti notið ýmiss kon- ar þjónustu í stöðinni. Húsnæðið verður væntanlega tilbúið í ágúst eða september og getur starfsemi þá hafist, ef samningar um rekstur takast við tryggingayfirvöld. Sjúkrabílar: Endurnýjun sjúkra- bíla og sumir þættir í rekstri þeirra tilheyrir starfsviði Reykjavíkur- deildar RKÍ. Til landsins er væntan- legur í næsta mánuði nýr neyðarbíll vel búinn tækjum, með betri að- stöðu til hjálpar bráðveikum sjúkl- ingum, en áður hefur tíðkast í sjúkrabíl hér á landi. Verðlagsyfir- völd hafa gefið út nýja gjaldskrá fyrir sjúkraflutninga. Gjaldið hefur verið óbreytt að krónutölu hér í Reykjavík í meira en ár. Verð fyrir sjúkraflutning á Reykjavíkursvæð- inu er nú 193 kr. Breytingar frá fyrri taxta fela í sér verðlagshækk- anir, en engar grunnhækkanir. Skrifstofa Reykjavíkurdeildar RKí er að Öldugötu 4. Stjórn deildarinnar skipa: Arin- björn Kolbeinsson, formaður, Guð- jón Magnússon, varaformaður, Ein- ar Birnir, gjaldkeri, Ingunn Gísla- son, ritari, Jóna Hansen, meðstjórn- andi, Erla Sch. Thorsteinsson, með- stjórnandi, Unnur Sch. Thorsteins- son, meðstjórnandi. Fylgist þú með? Vissir þú, aö ritvélin er orðin úrelt? MeÖ ritvinnslu á tölvu afkastar ritari 30—60% meiri vinnu. Prentarar, tengdir viö tölvu, afkasta allt aö 5000 stöfum á mínútu, og gæöin eru hin sömu og úr ritvék Engar villur veröa í texta. Ekkert leiöréttingalakk eöa för eftir strokleöur. Tölvubúöin hf. býöur nú upp á nýtt alíslenskt ritvinnsluforrit, meö öllum kostum bestu forrita á markaönum og sérlega einfalt í notkun. Eftir 3ja tíma námskeið ertu orðin(n) fleyg(ur) og fær í ritvinnslu. Forritiö heitir RITÞÓR II og kostar aöeins kr. 6.300. Líttu viö hjá okkur og fáöu aö sjá mestu byltingu sem orðiö hefur í skrifstofutækni frá því ritvélin var fundin upp. TOLVUBliniN HF Skipholti 1 — Sími 25410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.