Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 + Móöir okkar og tengdamóöir, GUDLÍN JÓHANNESDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. maí kl. 10.30 f.h. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö. Guöný Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Reynir Eyjólfsson, Dóra Guömundsdóttir, Björg Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson. + Otför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur, UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Birkihvammi 1, Hafnarfiröi, fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 17. maí kl. 16.00. Steinn Tryggvaaon, Tryggvi Steinsson, Guðjón Þór Steinsson, Valgeröur Albertsdóttir, Þorgerður Steinsdóttir, Ingimar Gunnarsson, Hrefna Steinsdóttir, Siguröur Hauksson, Einar Steinsaon, Guöný Pátursdóttir, Bryndis Steinsdóttir, barnabörn og systkini. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö en þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti Hjartavernd njóta þess. t Maöurinn minn, faöir okkar, stjúpfaöir og afi, ÁRNI BJÖRNSSON, matsveinn, Melabraut 6, Seltjarnarnesi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. maí kl. 13.30. beim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Helga Helgadóttir, Björgvin Magnússon, Sigrún Árnadóttir, Eggert fsberg, Hallur Árnason, Benedikta Waage og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGTRYGGUR GUÐMUNDSSON, Hraunbæ 35, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 18. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á byggingar- sjóö Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Sigrföur Halldórsdóttir, Halldór Sigtryggsson, Herborg Sigtryggsdóttir, Hrafnkell Sigtryggsson. + Hjartkaer eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 31, Akranesi, veröur jarösungin frá Akraneskirkju þriöjudaginn 18. maí, kl. 14.30. Þeir sem vildu minnast hennar láti Sjálfsbjörg, Akranesi, njóta þess. Leif Halldórsson, Jónína R. Halldórsdóttir, Sæmundur Halldórsson, Siguröur J. Halldórsson, Brynja Halldórsdóttir, Halldór M. Sigurösson, Ida Bergmann, Valdimar Lárusson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Sígrún A. Ámundadóttir Jón Þorbjörnsson og barnabörn. + Eiginkona mín, systir, móöir okkar, tengdamóöir og amma, AUOUR BÖDVARSDÓTTIR, Kjalarlandi 20, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þrlöjudaginn 18. maí kl. 10.30. Þeir sem óska að minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Héöinn Finnbogason, Þóra Böövarsdóttir, Lilja Héóinsdóttir, Þóróur Sverrisson, Bolli Héóinsson, Ásta St. Thoroddsen, Sigríður Héöinsdóttir, Siguröur Sveinsson Böövar Héöinason, og barnabörn. + Viö þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu viö andlát og útför GEST8 ÓSKARS FRIÐBERGSSONAR, fv. yfirvélatjóra. Lifiö heil. María FrlAbargaaon, Haraldur Þór Friðbergsaon, Alice Geatsdóttir, Björn Jónsson, Agnea Geatsdóttir, Marteinn Jónsson, Karen Gestadóttir, Rafn Vigfússon, Vilborg Gestadóttir, Magnús Sædal Svavarsson,, Kristrún Gestsdóttir, Ingi B. Jónasson, Hólmfríöur Gestsdóttir, Finnbogi Einarsson, Ómar Friðbergs, María Vala Friöberga, Jóhannes f. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhann Hörður Ámundason - Minning Fæddur 4. október 1934. Dáinn 9. maí 1982. Hann Jói er dáinn. Reyndar þarf það ekki að koma á óvart þeim sem þekktu til. Hann var búinn að vera veikur mánuðum, jafnvel árum saman, en vart getur meiri hetju en hann í einvígi við dauðann, með brosi og bjartsýni. Eiginlega viðurkenndi hann aldrei árásir hans. Hann hló að misheppnuðum árangri hans. Jói var lifsins hetja og ljóssins barn, enda er ég viss um, að brottför hans var fæðing í annað Ijós til vordags æðri veraldar. Honum var svo sýnt um að færa öðrum birtu, vera ljós á vegi, án allrar fordildar eða helgislepju. Jói var eiginlega án þess að vita sjálfur og því síður að þakka sér neitt, þjónn Langholtssafnaðar frá upphafi og til hins síðasta, án launa. Þó að hann ætti heima vestur í bæ, kom hann að heita má hvern helgan dag að vetrinum til þjónustu í helgidóminum, stund- um meira að segja tvisvar á dag. Og á hátíðum var hann einn helsti skemmtikraftur, sannur jóla- sveinn í þess orðs réttu og fögru merkingu. Alla tíð í 30 ár, frá fyrstu og fjölmennustu barnasamkomunum á Hálogalandi og til síðustu jóla, en þá gat hann aðeins verið ósýni- lega viðstaddur, var hann boðinn og búinn til leiks, aðstoðar og þjónustu. Hann var stærstur í hinu smáa og gat gert það ógleym- anlegt, auðmjúkur og ákveðinn í senn. En aldrei Var lotning hans jafn innileg og þegar svo vildi til að hann ætti að vera meðhjálpari og skrýða prestinn. Helgiklæðin voru honum í sannleika heilög eins og þau eiga að vera. Annars eru þau ekkert, þrátt fyrir gull og purpura. En einmitt þessi barns- lega hógværð og takmarkalaus fórparlund var hans æðsti auður í alíri önn hversdagsins, sem var hans vettvangur að öðru leyti í þessari veröld. Hann var af höfðingjum kom- inn. Móðir hans, hún Evgenía Nielsen á Vesturgötu 16A, er einn síðasti ættliður „Hússins á Eyr- arbakka", sem var lengi eitt helsta og elsta „Hús“ meðal moldarkof- anna á Islandi. Þar fæddist meðal annars margt í mennt og list, söng, íþróttum, leiksýningum og samfélagsstörfum þjóðarinnar. Þessi fátæklegu og fáu kveðju- orð mín til „Jóa Nielsen", svo nefndi ég alltaf þennan unga vin, trausta og fórnfúsa samstarfs- mann embættisáranna í Reykja- vík, áttu ekki að vera nein ævisaga eða ættarskrá. Mig langar aðeins að þakka auð- sýnda virðingu þessu Ijóssins barni, sem var og verður meðal björtustu ljósanna í þeirri Há- logalandskirkju, sem við öll vild- um reisa hér á hæðinni við Sól- heima. Megi söfnuðurinn í Langholti, Heimunum og Vogunum eignast sem flesta með barnslega starfs- gleði, auðmýkt og fórnarlund, sem Jói var svo ríkur af. Það eru björt- ustu ljósin á leið hversdagsins, þar sem gleðin yfir að gefa lætur laun- in gleymast, gerir þau að gulli í eilífðarsjóði. Eg bið Guð alls hins góða að gefa móður hans og bræðrum ásamt öllum ættingjum og vinum ljóma vors og vona á öllum fram- tíðarbrautum. Arelíus Níelsson Við félagar Jóhanns Ámunda- sonar í stúkunni Einingin viljum á kveðjustund koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir samstarf um langt skeið. Jóhann var einkar áhugasamur, tryggur og trúr fé- lagi sem alitaf var boðinn og bú- inn til þess að láta gott af sér leiða. Sérstaklega minnumst við félagar starfa hans í sambandi við hið árlega Galtalækjarmót og'al- mennt þá starfsemi sem fram fór í skóginum. Sú starfsemi hefur ver- ið góðtemplarahreyfingunni ákaf- lega mikils virði. Þar hafa eldri og yngri félagar snúið bökum saman við uppbyggingu staðarins og mótshald í þágu þeirra sem vilja skemmta sér án áfengis. Við munum sakna Jóa. Minn- ingar um hann hressan og kátan sækja að okkur og við finnum að þar áttum við félaga sem sýndi trúmennsku og falslausa vináttu. Ástvinum hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhanns Ámundasonar. Einingarfélagar Vinur minn Jóhann Hörur Ámundason lést sl. sunnudag eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Hann átti við veikindi að stríða undanfarin ár, en samt er manni brugðið, þótt auðsýnt væri að hverju stefndi. Ég átti þess kost að hitta hann nokkrum sinnum á síðustu vikum, og dáðist jafnan að hinum óbil- andi krafti og þrautseigju sem skap þessa vinar míns hefur ávallt mótast af. Við ræddum gjarnan um liðnar samverustundir og samstarf í fé- lagsskap sem okkur var báðum hugleikinn. Ég kynntist Jóa fyrst fyrir tæpum þrjátíu árum, er við dvöldum í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Það vakti þá strax at- hygli mína hve mikinn áhuga hann hafði á félagsstarfi og því að gleðja aðra. Þar stóð ég í fyrsta sinn upp, er við æfðum og sýndum kafla úr Skugga-Sveini, og auðvit- að lék Jói hinn stóra og sterka Skugga-Svein, en ég Ketil skræk. Leiðir okkar lágu seinna saman innan raða góðtemplara, en Jói gerðist snemma liðsmaður regl- unnar og starfaði mest í stúkunni Einingin nr. 14. Ávallt var Jói viðbúinn þegar átaks var þörf, og var þá lítið sinnt um hvíld, enda maðurinn þrekmaður hinn mesti. Minnisstæðast er mér samstarf okkar við bindindismótin í Húsa- felli og Galtalækjarskógi. Enginn þótti sjáifsagðari til umsjónar + Utför móöur okkar KATRÍNAR KOLBEINSDÓTTUR, Miötúni 9. fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 18. maí kl. 13.30. Áageir Gíslason, Alexía M. Gísladóttir, Kolbeinn Gíslason, Páll Gíslason. + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og jaröar- för eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR frá Raufarhöfn, Fellsmúla 11, Reykjavfk. Guö blessi ykkur öll. Sigríður Guðmundsdóttir, Bergþóra Jensen, Gunnlaugur Jónsson, Helgi Ólafsson, Stella Þorláksdóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Hreinn Helgason, Elmar Ólafsson, Agnes Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jarðarför fööur okkar, BJÖRNS KETILSSONAR, Skipasundi 7. F.h. vandamanna. Ragna Björnsdóttir, Árni Björnsson, Halldór Björnsson, Stella Guðmundsdóttir. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö vlð andlát fööur okkar, afa og langafa, FRIÐBJÖRNS F. HÓLM. Ólafur Hólm, braeður, systur, börn og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.