Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 45 Ómar Alfreð Elís- son fimmtugur Það er næsta ótrúlegt, en satt eigi að síður: Hann Ómar Elísson er fimmtugur á morgun. Ómar er fæddur á Suðurnesjum. Foreldrar hans voru hjónin Elís Guðjónsson og Guðlaug Guðjóns- dóttir, sem nú eru bæði látin. Þau bjuggu að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, þegar ómar fæddist. Hann er elstur af sjö börnum þeirra hjóna. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og flutt- ist með þeim til Akraness árið 1946. Ómar hefir stundað ýmiss kon- ar störf, bæði á sjó og landi. Um nokkurt skeið vann hann við múr- verk. Þá var hann alllengi í milli- landasiglingum. Þegar nýja Akra- borgin hóf ferðir sínar milli Akra- ness og Reykjavíkur vorið 1975 réðst Ómar til starfa þar og hefir unnið þar til þessa dags. Ómar er enginn hávaðamaður og yfirleitt er honum lítt um það gefið að láta á sér bera. En öll sín verk vinnur hann af eðlislægri al- úð og skyldurækni. Þar sem Ómar er að verki, má fyrirfram treysta því, að öllu sé svo til skila haldið, að niðurstaðan verði á þann veg, að ekki verði þar á betra kosið. Af handtökum hans verður áreiðan- lega enginn svikinn, þar er allt ör- uggt og traust, vandað og vel frá gengið. Ómar er einn þeirra manna, sem gott er að vita af nálægt sér. Hann er drengskaparmaður mik- ill, hjálpfús og bóngóður og vill hvers manns vanda leysa. Það er dýrmætt og meira þakkarefni en maður í fljótu bragði gerir sér grein fyrir að eiga vináttu slíkra manna, sem Ómar er. Þegar ég minnist hans, þá kemur oft fram í huga minn hið forna en fagra orð- tæki: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ Þann 19. nóvember 1956 gekk Ómar að eiga Ingibjörgu Þor- leifsdóttur frá Siglufirði. Þau sett- ust að á Akranesi og eiga heimili sitt að Háholti 29. Þar hefir Ingi- björg skapað eiginmanni sínum og fjölskyldu fagurt og vistlegt heim- ili. Þau eiga 4 börn. Elstur þeirra er Guðjón, sem hefir verið sjúkl- ingur frá 7 ára aldri, næstur er Sigþór, þá Soffía Guðrún og yngstur er Grétar Már. Á þessu merkisári hefir líka fyrsta barna- barnið litið dagsins ljós. Ég vil á þessum tímamótum þakka vini mínum, Ómari Elís- syni, fyrir þá traustu vináttu og órofa tryggð, sem ég og fjölskylda mín höfuð orðið aðnjótandi frá hans hálfu í svo ríkum mæli, um leið og ég árna honum og fjöl- skyldu hans heilla og blessunar á björtum og farsælum framtíðar- vegi. Björn Jónsson Sjónarvottar Um miðjan janúar stödegis, varö þaö óhapp á Vatnsveituvegi milli kaffistofu Fáks og dómpalls, aö fólksbifreiö ók á hest (Hofstaöa-Brún). Sjónarvottar þessa atburöar eru vinsamlega beönir aö hringja í skrifstofu Fáks (s. 30178), Árbæjarlögreglu (s. 81166) eöa Jóhann Friöriksson (s. 36556 eftir kl. 19). Hestamannafólagiö Fákur. | ■ H Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Sölutjöld á 17. júní Þeir sem áhuga hafa á aö starfrækja sölutjöld á 17. júní nk. þurfa aö sækja um rekstrarleyfi á þar til gerö eyðublöð hjá þjóðhátíöarnefnd, Fríkirkjuvegi 11, fyrir 1. júní nk. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þt AIGLYSIR IM ALI.T LAND ÞEGAR Þl! AUG- LÝSIR I MORGUNBLAÐINl TOYOTA Hl ACE SENDIFERÐABILL Bensínbíll með gluggum Verð til atvinnubílstj. . .. kr. 176.000.- • kr. 130.000.- Lipur og umfram allt hagkvæmur bíll í rekstri, sem gott er að vinna við. Vélin bensín 2000cc eða dísil 2,2. 5 dyra. Dísilbíll með gluggum .. ... kr. 197.000.- Verð til atvinnubílstj. . ... kr. 145.000.- Bensínbíll án glugga ... Verð til atvinnubílstj. . Dísilbíll án glugga Verð til atvinnubílstj. . ... kr. 127.000.- ... kr. 149.000.- ... kr. 141.000.- TOYOTA P. SAMUELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI8 KÓPAVOGI SIMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.