Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 29 Bridge Arnór Ragnárssön Sumarbridge hafin Sumarbridge á vegum Bridge- sambands Reykjavíkur hófst sl. fimmtudag í Domus Medica. 30 pör mættu til leiks og var spilað í tveimur riðlum. Úrslit í A-riðli: Arni Magnússon — Jón Ámundason 244 Sigtryggur Sigurðsson — Svavar Björnsson 238 Sigfús Þórðarson — Kristján Már Gunnarsson 238 Brynjólfur Gestsson — Leif Österby 234 Úrslit í B-riðli: Leó Júlíusson — Högni Torfason 184 Jón Þorvarðarson — Magnús Ólafsson 177 Ragnar — Halldór 169 Baldur Garðarsson — Helgi Ingvarsson 164 Meðalskor í A-riðli 210 en 156 í B-riðli. Keppnin heldur áfram næsta fimmtudag í Domus Medica og hefst í síðasta lagi kl. 19.30. Allir eru velkomnir. Bridgefélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 5. maí var spilaður síðari hluti í einmenn- ingskeppni félagsins. Úrslit í keppninni urðu þessi: Rúnar Magnússon 213 stig Gylfi Baldursson 210 stig Guðm. Hermannsson 202 stig Rúnar Magnússon verður því fyrsti handhafi farandbikars, sem nú var keppt um í fyrsta sinn. Með þessari keppni lauk spila- mennsku hjá félaginu á þessu starfsári og þakkar félagið spil- urum fyrir samstarfið á árinu. Einnig þakkar félagið bridge- fréttariturum blaðanna fyrir gott samstarf. Aðalfundur félagsins verður væntanlega haldinn fyrrihluta júní og verður hann nánar aug- lýstur síðar. Bridgedeild Breiðfirðinga Tvimenningskeppni 13.5. 1982. Tveir tíu para riðlar. A-riðill: Jón Pálsson — Kristín Þórðardóttir 133 Björg Pétursdóttir — Þuríður Möller 119 Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexandersson 116 B-riðill: Guðríður Guðmundsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 120 Birgir ísleifsson — Elís R. Helgason 119 Jóhann Jóhannsson — Guðlaugur Karlsson 118 Meðalskor 108 Þetta var síðasta keppnin á starfsári Bridgedeildarinnar. Deildin þakkar þátttakendum fyrir að hafa gert félagið að fjöl- mennustu bridgesamtökum í Reykjavík, og vonar að það endurtaki sig á næsta starfsári, um leið og það árnar þeim allra heilla. Ennfremur vill keppnisstjóri deildarinnar flytja sérstakar þakkir til Arnórs Ragnarssonar fyrir frábæran fréttaflutning hans af starfsemi félaganna í Reykjavík og utan af lands- byggðinni í áraraðir, og mættu þau vera minnug þess að þar eiga þau hauk í horni. Bridgefréttir frá Patreksfirði Sl. helgi fékk Tafl- og bridge- félag Patreksfjarðar kærkomna heimsókn er 7 sveitir úr Bridge- deild Barðstrendingafélagsins í Reykjavík komu hingað í heim- sókn. Er þetta í 3ja skipti, sem þessi félög leiða saman hesta sína í bridge. Á föstudagskvöldið var tví- menningskeppni. Keppt var í þremur 10 para riðlum. Úrslit urðu þau að efstir urðu þeir Gísli Jónsson og Helgi Jónatansson frá Patreksfirði með 127 stig. Á laugardag var svo sveita- keppni og unnu Reykvíkingar þar yfirburðasigur. Unnu þeir á öllum borðum nema 1. borði en þar unnu Patreksfirðingar. Það skal tekið fram að Tálkn- firðingar gengu til liðs við okkur Patreksfirðinga og sendu 2 sveit- ir til keppni og ennfremur 6 pör í tvímenningskeppnina á föstu- dagskvöldið. Á laugardagskvöldið var svo aftur tvímenningskeppni í tveimur 10 og 12 para riðlum og urðu þá efstir þeir Þórarinn og Hermann frá Bridgedeild Barð- strendingafélagsins. Á sunnudaginn var ekki spil- að, en setið hádegisverðarboð sveitarstjórnar Patrekshrepps og verðlaunum úthlutað fyrir keppnina og gerður upp árangur vetrarins í Tafl- og bridgefélagi Patreksfjarðar. Kristinn Guðbrandsson í Björgun hf. gaf í fyrra forkunn- arfallegan bikar til þessarar keppni og vann Bridgedeild Barðstrendingafélagsins hann núna eins og að framan segir. Úrslit í Tafl- og bridgefélagi Patreksfjarðar var se.ii hér seg- ir: Firmakeppni (einmenningur) 1. Gísli Jónsson 304 stig Orkubú Vestfjarða. 2. Guðm. Friðgeirsson 298 stig Patrekshöfn. 3. Ágúst H. Pétursson 293 stig Patreksapótak. 3ja kvölda tvímenningskeppni: 1. Heba og Páll 313 stig 2. Ingveldur og Kristinn 300 stig 3. Þorvaldur og Þórarinn 286 stig Sveitakeppni: sveit 1. Páls Ágústssonar 1.790 stig 2. Birgis Péturssonar 1.786 stig 3. Sigurðar G. Jónss. 1.760 stig í sveit Páls Ágústssonar spila Heba A. Ólafsson, Ingveldur Magnúsdóttir og Kristinn Jóns- son. í lokin færði Bridgedeild Barðstrendingafélagsins heima- mönnum forkunnarfagran bikar til keppni milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar í bridge. Bridgespilarar hér þakka sunnanmönnum mikið vel fyrir komuna og hlakka til að heim- sækja þá að ári. Páll Utankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 86735 — 86847 — 86747. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Sjálfstæöisfólk! Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem ekki veröa heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram aö Fríkirkjuvegi 11 alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudgga kl. 14—18._________________ Ungt par frá isafirði ó^ar eftir íbúð til leigu í eitt ár á Stór-Reykjavíkur- °»æöinu. Makaskipti koma til greina. Upplýsingar í síma 25853 eöa 94-4090. BUCHTAL Eigum nú fyrkflggartdi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflisum, fyrsta flokks vara á vlöráöanlegu veröi. Ath. að Buchtalflísarnar eru bæöi frostheldar og eldfastar. Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt niöur í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö 6 mánaöa. Opið mánud.—fimmtudaga 8—18. Opið föstudaga 8—22. Opið laugaraga 9—12. HRINGBRAUT119.8.10600/28600 Nú er tækifærið til aö festa kaup á eldavél frá Philips, - það er að segja ef þú gerir það strax. Tilboð okkar er að- eins bundið við ákveðna sendingu. Philips eldavélarnar eru afbragðsgóðar og nú bjóðast þær á góðu verði með hlægilega lítilli útborgun. Einfalda eldavélin, ACH 047, hefur fjórar hellur, þar af eina með stiglausri hitastillingu; sjálfhreinsandi grillofn með tímastilli og hitahólf svo eitthvað sé nefnt. Hin fullkomna ACH 023 hefur einnig fjórar hellur, þar af tvær með stiglausri hitastillingu, sjálfhreinsandi blástursofn, hitahólf og elektróniskan hita- og tímastilli, sem m.a. getur lækkað undir kartöflunum og stjórnað affrystingu á kjöti! Kannaðu málið - og hafðu þúsund kallinn með! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.