Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 1
96 SIÐUR
121. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
ísraelsmenn ráðast enn
á palestínskar stöðvar
Lagt að brvggju á ísafirði úr róðri í
fárviðri, en eins og fram kemur i við-
tali við skipstjórann í blaðinu í dag,
mundi skipstjórinn ekki annað eins
sjóveður. t>að er þó enginn asi á strák-
unum, en þeir eru klárir i landi. í
brúnni er Sigurhjörtur skipstjóri á Vík-
ingi III. Morgunblaðið í dag er helgað
sjómönnum um land allt.
Morgunblaðið/KAX
Tel Aviv, 5. júní. AP.
ÍSRAELSMENN HAFA GERT loftárásir á palestínskar stöðvar í Libanon, annan
daginn í röð, í kjölfar flugskeytaárása Palestínumanna á skotmörk í fsrael. Einn
ísraelsmaður særðist.
Einn beið bana og tveir særðust í
stórskotaárás Palestínumanna á
föstudag í kjölfar loftárásanna, sem
ísraelsmenn gerðu til þess að hefna
tilraunarinnar til að vega sendi-
herra ísraels í Lundúnum. Loftárás-
ir ísraelsmanna á föstudag kostuðu
63 mannslíf, en 227 særðust.
í Beirút er sagt að palestínskir
skæruliðar hafi hvað eftir annað
skotið af loftvarnabyssum á ísra-
elskar þotur yfir Beirút og Suður-
Líbanon. Loftárásirnar náðu frá
fiskibænum Damour suður af Beirút
til landamæranna, þar sem stór-
skotalið ísraelsmanna og Palestínu-
manna háðu einvígi. Loka varð flug-
vellinum í Beirút og strandveginum
þaðan suður á bóginn. Þessi átök
gerast á 15 ára afmæli sex-daga-
stríðs Araba og ísraelsmanna.
Bandaríkjastjórn og öryggisráðið
lýstu ugg vegna vaxandi átaka,
hinna mestu síðan vopnahlé ísra-
elsmanna og Palestínumanna tók
gildi í júlí í fyrra eftir hálfs mánað-
ar landamærastríð. Skorað var á
alla aðila að hætta öllum frekari
átökum til þess að stofna ekki
vopnahlénu í hættu.
Árás Palestínumanna beindist að
Miðjarðarhafsströnd Vestur-Gal-
íleu. Yaacov Meridor efnahagsmála-
ráðherra sagði þegar hann ferðaðist
um svæðið að árásin væri harðari en
árásirnar sem Palestínumenn stóðu
fyrir í fyrrasumar og eitthvað yrði
að gera til að eyða ógnuninni.
íbúar svæðisins urðu að hafast við
í sprengjuskýlum í nótt. Fréttir ber-
ast af miklu tjóni í bæjum og á sam-
yrkjubúum af völdum flugskeyta og
víða er rafmagnslaust.
„Ástandið er ótryggt, viðbúnaður
er á öllu svæðinu. Nú verðum við að
bíða og sjá hvernig ástandið þróast,"
sagði ísraelskur þingmaður í útvarpi
hersins.
Sendiherra ísraels í Lundúnum er
ennþá þungt haldinn með skotsár á
heila eftir morðárásina. Fjórir
félagar klofningshóps palestínskra
frelsissamtaka eru í haldi og einn
þeirra var útskrifaður frá sjúkra-
húsi í morgun eftir uppskurð, en var
settur í varðhald. Scotland Yard tel-
ur sig hafa leyst upp hættulegan hóp
hryðjuverkamanna, sem hafi ráðgert
fleiri árásir.
Daily Telegraph segir að eftir
skotárásina hafi leynilögreglumenn
fundið lista með nöfnum kunnra
ísraelsmanna, sem ætlunin hafi ver-
ið að myrða síðar.
Lögreglan segir að tveir hinna
handteknu hafi borið jórdönsk vega-
bréf, einn íraskt og einn sýrlenzkt.
En áreiðanlegar heimildir herma að
vegabréfin séu fölsuð og þrír Palest-
ínumenn og einn Sýrlendingur hafi
verið í morðsveitinni.
Mennirnir virðast hafa verið fé-
lagar í hópi, sem hefur klofið sig út
úr PLO. Talið er að þeir hafi fengið
vopn sem hafi verið smyglað til
arabísks sendiráðs í Bretlandi í
diplómatapósti.
Stuðníngur
fjölmennum
Bonn 5. júní. AP.
HUNDRáÐ ÞÚSUND Vestur-Þjóðverja á öllum aldri streymdu inn í mið-
borg Bonn í morgun, veifandi þýzkum og bandariskum fánum til þess að
leggja áherzlu á stuðning Þjóðverja við Atlantshafsbandalagið og vináttu við
Bandaríkin.
Gönguna skipulagði flokkur
kristilegra demókrata og hún var
farin til að vega upp á móti fyrir-
huguðum mótmælum andstæð-
inga aðildar að NATO þegar leið-
togar bandalagsríkjanna koma
saman til fundar í Bonn í næstu
viku. Helmut Kohl flokksleiðtogi
sagði gönguna sýna hið rétta yfir-
bragð þjóðarinnar. Á spjöldum
göngumanna stóðu vígorð eins og
„Þökkum Bandaríkjunum fyrir
frelsi og frið“, „Hvar værum við
án Bandaríkjanna?", og „Við til-
heyrum Vesturlöndum".
Franz-Josef Strauss, leiðtogi
CSU, sagði á sams konar fundi í
Múnchen með þátttöku 35 þúsund
Argentínumönnum
boðið að hörfa burt
London, 5. júní. AP.
BRETAR HAFA GERT Argentínumönnum tilboð á síðustu stundu um að
„hörfa með sóma“, m.a. án þess að undirrita uppgjafarskilmála og láta af
hendi gunnfána sína, en á það er lögð áherzla, að ekkert bendi til þess að
Galtieri forseti láti undan. Argentínumönnum er einnig sagt að þeir megi
fara án þess að láta vopn sín af hendi.
Brazilíustjórn neitar að leyfa
brezku Vulcan-sprengjuþotunni,
sem nauðlenti á fimmtudag, að
fara leiðar sinnar vegna tilmæla
frá Argentínustjórn.
Argentínskir hermenn hafa
hörfað frá öllu hálendinu um-
hverfis Port Stanley inn í skeifu-
laga varnarhring að sögn brezkra
fréttaritara. Vísað er á bug frétt-
um um að argentínska setuliðinu
hafi borizt 2.000 manna liðsauki.
Argentínumenn segja að þeir hafi
haldið uppi geysiharðri skothríð á
brezkar stöðvar umhverfis Kent-
fjall.
Fulltrúar Breta og Bandaríkja-
manna hjá SÞ beittu neitunar-
valdi gegn ályktun, sem fulltrúi
Argentínu í öryggisráðinu studdi,
um tafarlaust vopnahlé. Rétt eftir
atkvæðagreiðsluna fékk sendi-
herra Bandaríkjanna, Jeane J.
Kirkpatrick, orðsendingu um að
a
fimdi í Bonn
manna að fundirnir sýndu að
Bandaríkjaforseti væri velkominn
til Þýzkalands, sem vinur.
Undanfarna daga hafa ýmis
hryðjuverk verið unnin í Evrópu
vegna fundar leiðtoga helztu iðn-
ríkja í Versölum og Evrópuferðar
Reagans forseta. Hafa þessar að-
gerðir beinzt gegn bandarískum
fyrirtækjum, og í morgun sprungu
sprengjur, sem fámenn öfgasam-
tök franskra vinstrimanna höfðu
komið fyrir í byggingum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-
bankans í París. Skemmdir voru
sagðar óverulegar, þrátt fyrir öfl-
uga sprengingu.
Ennfremur varð lítið tjón þegar
vinstriöfgamenn á Ítalíu fleygðu
Molotov-kokkteilum að bygging-
um tveggja bandarískra fyrir-
tækja í Róm. Þangað kemur Reag-
an í opinbera heimsókn á mánu-
dag.
hún hefði átt að sitja hjá.
Blaðafulltrúi Hvíta hússins
sagði að skýringin hefði verið
breyting, sem hefði verið gerð á
síðustu stundu á orðalagi ályktun-
arinnar, og þetta táknaði ekki
nokkra breytingu á afstöðu
Bandaríkj astj órnar.
Alexander Haig utanríkisráð-
herra hefur neitað því að Ronald
Reagan forseti hafi beðið Marga-
ret Thatcher forsætisráðherra á
fundi þeirra í Versölum að fresta
lokaárásinni á Stanley til að
greiða fyrir viðræðum á síðustu
stundu.
Þoka og snjókoma munu ekki
tefja árás Breta á Stanley sam-
kvæmt heimildum í London.
Megnið af setuliðinu virðist vera í
stöðvum rétt utan við Stanley og
því hafa vaknað vonir um að bar-
dagarnir þurfi ekki að ná til bæj-
arins. Talsmaður Falklendinga
segir að 200 eyjaskeggjar séu enn í
bænum.
Brezkir heimildamenn óttast að
Argentínumenn hafi fengið ísra-
elskar Gabriel-gagnskipaflaugar,
sem Mirage-þotur geta skotið.
Þeir segja að Argentínumenn hafi
fengið varahluti og útbúnað frá
ríkjum í Rómönsku Ameríku, m.a.
Mirage.
Ekki er talið útilokað að Arg-
entínumenn hafi fengið fleiri Ex-
ocet-eldflaugar. Moammar Khad-
afy Líbýuleiðtogi hefur sent Arg-
entínumönnum eldflaugar til að-
gerða gegn flugvélum að sögn Ev-
ening Standard, en það hefur ekki
verið staðfest.
Sjá grein á bls. 18.
Soffíu
Loren
sleppt
CascrU, 5. júní. AP.
SOFFÍA Loren brosti og veifaði til
vióstaddra þegar hún yfirgaf
kvennafangelsið í Caserta í dögun í
morgun, eftir 17 daga bak við lás
og slá. Loren afplánaði dóm fyrir
skattsvik, og átti upphaflega að
dúsa inni í 30 daga.
Loren lét hins vegar ekki orð
af vörum falla þegar hún gekk í
gegnum blaðamannaskara, sem
safnast hafði við fangelsið.
Slangur af borgarbúum fagnaði
leikkonunni þegar hún yfirgaf
fangelsið, og veifuðu margir
fáklæddir af svölum húsa sinna.
Loren var í drapplitri silki-
skyrtu og samlitum buxum, í
rauðum skóm og með rauðan og
gulan hálsklút er hún yfirgaf
fangelsið. Hún ók á brott í silfur-
litum Mercedes Benz með lög-
fræðingi sínum. Hermt var að
hún hefði farið til Rómaborgar,
þar sem hún síðar hitti móður
sína, Romildu Villani.
Það óhapp vildi til við brott-
förina, að lögreglubíl, sem fylgdi
Loren eftir, var ekið aftan á silf-
urbenzinn, með þeim afleiðingum
að ljós á bíl leikkonunnar brotn-
uðu.
við NATO