Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 41 ÁSI í BÆ SEGIR FRÁ Sögur af sjómönnum Hörkutólið Júlli á Skjaldbreið Upphafsmaður söluturnamenn- ingar í Eyjum var Þorlákur Sverr- isson. „Turninn" var að sjálfsögðu við Strandveginn enda átti hann fyrst og fremst að þjóna sjómönn- um, því Þorlákur hafði fengið leyf- ið fyrir versluninni með því skil- yrði að hann birti veðurfregnir í glugganum hjá sér. Þetta var sem sé á miðjum þriðja áratugnum og útvarpið ekki komið til sögu. Veð- urskeytin voru skrifuð á þar til gerð eyðublöð, tvær línur fyrir hvern landsfjórðung en auk þess var í glugganum forláta barómet sem menn gátu borið saman við spá Veðurstofunnar. Þorlákur var ágætis maður en ölkær nokkuð í hélst ég léti svona með stjakann af því mér væri svo sárt að missa fiskinn. Mig grunaði annað, sagði vinur minn. Já, mér datt það í hug, sagði Júlli. Mér þótti sárt að meiða fiskinn og þá var að öskra, ha, ha. Ég sá þig líka skjálfa þegar þér varð á að reka gogginn í augað á þeim. Skál vinur. í byrjun stríðsáranna lenti Júlli í útistöðum við breska herinn. Hann var þá í tygjum við dáfríða stúlku sem átti þó til ef satt skal segja að gefa öðrum undir fót. Nú er það kvöld eitt að Júlli kemur þar að sem hermenn eru farnir að gerast nokkuð nærgöngulir við stúlkuna hans og skerst í leikinn, bland og kom þá fyrir að bókhald- ið ruglaðist. Það var eina nóttina þegar formenn stönsuðu við ,Turninn“ til að athuga spána að hún ieit þannig út. Suðurvestur- land og Faxaflói: Einn pakki kommander Júlli á Skjaldbreið. Menn töldu víst að þetta væri heiilaspá — enda eyðublöðin rauð ef spáð var roki. Júlli á Skjaldbreið var með þeim allra hörðustu í Eyjaflotanum, varð bráðungur formaður og sótti af ofdirfsku eins og hann átti kyn til. Vinur minn, skáld gott, byrjaði sjómennsku með Júlla og formað- urinn kenndi honum að fara með gogg: þú átt að reka járnið beint í hausinn á þeim, beint í helvítis hausinn, aldrei í kviðinn. Vinur minn var námfús og handlaginn og skeikaði sjaldan þegar til kom. Þó kom fyrir í mikilli ástöðu að fiskur flaut aftur með og var þá formannsins að grípa til stjakans, en um leið og Júlli krækti í fiskinn rak hann upp þetta líka öskrið líkt og hann réði sér ekki fyrir veiði- gleði. (Innskot: Ef Júili, Júlíus Sig- urðsson, var þunnur lét hann vin minn færa sér ketil af maskínunni og svolgraði þannig sjóðandi vatn- ið og þynnkan var rokin burt, en hvernig hann þoldi þetta skildi enginn.) Á lokum var drukkið að vanda. Þegar skipverjar aðrir voru farnir á bailið voru þeir fé- lagar tveir eftir niðrí kró og drukku af stút. Þá segir Júlli: Ég hélt nú að ég væri allra manna heimskastur en nú sé ég að annar er engu betri. Ég sá til þín. Þú en vopnaðir tjallarnir eru ekkert uppgjafarlegir og ota að honum byssustingjum. Gerir Júlli sér lítið fyrir og afvopnar þá eina þrjá og gengur síðan burt með stúlkuna. En hann hafði ekki lengi farið þegar hann er umkringdur af flokki stríðsmanna og tekinn fast- ur. Á stríðstímum er herréttur bresku krúnunnar ekkert billegur í svona málum, ef ekki dauðasök, þá ára dyblissa. Foringi Engla í Eyjum var Skoti rauðhærður og hét Walter ef ég man rétt. Af með- fæddri séntilmennsku býður hann Júlla verjanda í málinu. Og kemur nú Friðþjófur Johnsen til sögu, bráðfyndinn og hugmyndaríkur lögfræðingur. Leggur sig nú djúpt en finnur fáar smugur. Þegar til réttarhaldanna kemur og allir bú- ast við að úti sé um Júlla krefst lögfræðingurinn sýknu og á hvaða forsendum? Jú, Bretar þessir höfðu ekkert byssuleyfi, en á ís- landi má enginn bera byssu án fógetaleyfis. Major Walter þótti vörnin svo skemmtileg og málið var látið niður falla. Eftir þetta trúi ég að majórinn og lögfræðing- urinn hafi átt margt gamansamt spjall yfir krús og gott ef ekki fleiri nutu vinskapar þeirra. Það kom fyrir á hljóðbærum vorkvöldum að heyra mátti kyrjað úr fjarska sama lagið le oní æ, máski klukkustundum saman. Þetta var Júlli á Skjaldbreið að syngja Helgu jarlsdóttur eftir Davíð, skýrmæltur og raddsterk- ur. Þá vissi maður að þetta við- kvæma hörkutól var við skál, einn með uppáhaldsljóði sínu. Fiskflök frá Akureyri til Bandaríkjanna Á SUNNUDAG fyrir viku fór Hercules-flugvél frá Akureyri til Boston í Bandaríkjunum með 20 tonn af fiskflökum, sem unnin voru hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Var þetta í fyrsta sinn, sem fiskflök eru flutt út flugleiðis frá Akureyri til Bandaríkjanna. — Myndin er tekin þegar verið var að hlaða vélina. Ljósm.: Sv.P. .« GONGUDAGUR M?JOLSKYLDU N N AR ' MJÓLKURDAGURINN 2 VERÐUR SUNNUDAGINN 13. JÚNÍ Undanfarin ár hafa ungmennafélögin á landinu gengist fyrir sérstökum göngudegi sem nefndur hefur verið Göngudagur fjölskyldunnar. Að þessu sinni verður Göngudagur fjölskyldunnar jafnframt Mjólkurdagurinn ’82. Ungmennafélögin hafa skipulagt gönguleiðir, hvert í sínu umdæmi, sem nánar verða auglýstar á hverjum stað með veggspjöldum. Mjólkurdagsnefnd sér þátttakendum fyrir hressingu á leiðinni og fá þeir allir barmmerki sem jafnframt er lukkumiði. LUKKUNÚMERIN ERU 75 ALLS: 1. FULLKOMINN GÓNGUÚTBÚNAÐUR: Tjald, svefndýna, gönguskór og allur fatnaöur sem til þarf aö verömæti alls kr. 10.000.- 2-75. ÝMISKONAR MJÓLKURAFURÐIR s.s. ístertur, ostar, mjólkur- og mysudrykkir í kössum. Úrslit veröa birt í dagblöðum sunnudaginn 20. júní. Allir krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur! Göngum saman - gleðjumst saman - öll saman U M F í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.