Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 K>i Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hér áður fyrr þegar fjöl- skyldulíf var í fastari skorðum en nú er, giftar konur voru heima og hugsuðu um börn og bú, og flestar undu glaðar við sitt, þótti sjálfsagt að hafa heit- an mat í hádeginu. En nú er sá siður óðum að hverfa. Ekki bara af því að við konur höfum upp- götvað að það er gagn og gaman að vinna annars staðar en á heimilinu eingöngu, og vinnum hálfan eða heilan vinnudag utan heimilis, auk þess að sjá oft nán- ast einar um bú og börn, heldur einnig af því að oft koma ekki allir heim í hádeginu. En þeir sem eru heima í hádeginu eiga skilið að fá eitthvað gott, og hér á eftir verður vikið að ýmsu því ætilegu sem er hentugt að bera fram í hádeginu, því það tekur ekki of langan tíma að drífa það á borðið. Góða skemmtun! Brauð Gott brauð er sjálfkjörið á há- degisverðarborðið, og skipar þar fyrsta sæti. Það er orðið auðvelt að verða sér úti um gott og gróft brauð hér í Reykjavík, og von- andi víða annars staðar. Hrökkbrauð mætti gjarnan vera með á matarborðinu. Það er góð tilbreyting og hefur þann kost að það geymist vel, svo það er handhægt að eiga alltaf pakka af því. Tegundirnar eru margar, svo það er bara að bragða sig áfram. E.t.v. er stundum hægt að eiga heimabakaðar brauðboll- ur í frystinum og bregða í ofninn í hádeginu ... Súpur Súpur eru alveg tilvalið há- degissnarl, því það er hægt að skella upp súpu á stuttum tíma. Undirstaðan getur verið soðduft eða soð úr dós. Út í þetta er svo hægt að setja grænmetisbita, sem eru ekki látnir sjóða í súp- unni, heldur aðeins hitna. Þann- ig fáið þið frísklega og létta súpu. Einnig er hægt að setja í súpuna litla bita af soðnu kjöti eða fiski, leifum frá kvöldinu áð- ur. Hvers kyns núðlur eru góð viðbót, og súpan verður þá mat- armeiri. Tómatmauk (puré) og sojasósa geta gefið súpu gott bragð. Ef þið eigið kvörn er ekki úr vegi að búa til súpu, með því að sjóða grænmeti í litlu vatni eða soði, setja svo meira vatn í kvörnina og grænmetið og vatn- ið úr pottinum, setja kvörnina af stað svo grænmetið fari í mauk, hita aftur, e.t.v. krydda og bæta meira vatni eða soði í ef þarf og bera fram. Ástaðan fyrir því að ég sýð grænmetið fyrst í litlu vatni er sú, að sjaldnast má setja sjóðandi vatn í kvörnina, svo það er þá betra að bæta köldu vatni við þegar grænmetið er sett í hana. í súpumálunum eru því marg- ir möguleikar, sem heita víst reyndar valkostir í opinberu máli íslenzka ríkisins. Smjörið bragðbætt Auk þess að kaupa ýmiss kon- ar álegg, er einfalt að bragðbæta smjör þannig að það verði ljúf- fengt álegg. Það er hægt að þeyta bakaða og hakkaða lifur saman við mjúkt smjör, e.t.v. ásamt kryddi. Einnig er hægt að þeyta saman túnfisk úr dós og smjör og sítrónusafi gefur þessu smjöri gott bragð, einnig ólífur og kapers. Rækjur er gott að saxa eða hakka og blanda við smjör. Þetta smjör getið þið blandað í vænum skömmtum og fryst hluta af því og geymt til betri tíma. Það er nokkuð hæfi- legt að hafa um 1 hluta af smjöri á móti 2 af því sem í það er blandað. Ég nefndi hunangssmjör um daginn og eins að hægt væri að bragðbæta það með sítrónusafa. Ég veit að ýmsum fellur þetta vel í geð, jafnt ungum og öldn- um, og læt því fylgja uppskrift sósum. Stappan er svo sett aftur í hvítuna og borin fram. (Þetta er reyndar tilvalinn forréttur Hrærð egg, eggjakökur og spæld egg eru ágætir eggjarétt- ir. Munið eftir að rifinn ostur er góður í slíka rétti. Talandi um spæld egg er ekki úr vegi að hugleiða nafnið. Á dönsku, spejl- æg, og þýzku, spiegelei, er þessi eggjaréttur kenndur við spegil, úr frönsku oeufs au miroir, dregið af gljáa eggjarauðunnar. Islenzka heitið er afbökun en ekki þýðing á danska heitinu og sem er orðið stundum ekki að- eins notað um egg, heldur fólk líka, ekki satt... I hrærð egg eða eggjakökur er tilvalið að bæta grænmeti, en einnig ýmsum kjöt- og fiskaf- göngum, sem þið kunnið að eiga. Hádegissnarl aftur. Mér finnst mun betra að hafa sítrónusafa í hunangs- smjörinu, en þið getið sleppt honum ef ykkur lízt svo. Þetta smjör er sælgæti á kex, t.d. Finn-Crisp-rúgkex, og á hrökkbrauð yfirleitt. Búið gjarnan til tvöfalda uppskrift og geymið í frysti til betri tíma. Reynið þessa uppskrift og þar fáið þið sannarlega sælgæti sem segir sex ... Hunangssítrónusmjör hæfir kannski einna bezt með eftir- miðdagskaffinu eða á kökuborð, frekar en í hádeginu. En ég er viss um að þeir sem reyna það finna sér alltaf tækifæri til að gæða sér á þessu Ijúfmeti... 150 gr ósaltað mjúkt smjör 1 dl hunang safí úr '/>—1 sítrónu eftir smekk (rifínn börkur af vel þveginni sítr- ónu, ef börkurinn er ekki með ein- hverju eitri á) 1 Þeytið saman smjörið og hunangið. Hellið safanum í með- an þið þeytið og haldið áfram að þeyta stutta stund. Blandið berkinum í. Ef þið getið notað hann gefur hann undragott bragð. Ef sítrónusafinn er ískaldur samlagast hann verr, en það ger- ir ekkert til bragðsins vegna. Egg Egg eru ágætur kostur stöku sinnum í hádeginu. Það er ein- falt að harðsjóða nokkur egg og eiga heil í kæliskápnum. Þar geymast þau í nokkra daga. Egg á brauð, gjarnan ásamt gúrku og/ eða tómötum, er hefðbundið álegg, enda lystugt og gott. Einnig er hægt að skera harð- soðin egg í tvennt að endilöngu, taka rauðurnar úr og hræra þær með svolitlu af sýrðum rjóma og krydda með kryddi eða krydd- í matreiðslubókum heimsins úir og grúir af eggjauppskrift- um. Til er franskur réttur sem kallast oeufs en cocotte, eða egg í litlum postulínsskálum, sem kallast cocotte. Þá eru eggin brotin og látin renna heil og óhrærð í form fyrir hvern og einn. Ofan á er svo hellt svolitlu af rjóma. Þetta er svo látið í sjóðandi vatn og hvítan látin hlaupa saman, það tekur 3—4 mín. Þá er rétturinn borinn fram. Ostur og skinka er ágæt viðbót, en þetta er matarmikill og seðjandi réttur. Þessi litlu form fást nú í sumum búðum hér, sem selja hvítt postulín. En það þarf ekki að verða sér úti um1 sérstakan útbúnað til að geta matreitt þetta. Það er hægt að segja eggin í eldfast fat, hella rjóma yfir, gjarnan kaffirjóma, krydda með múskati og baka í ofninum stutta stund. Rifinn ostur gefur gott bragð. Ostur Ostur er sjálfsagður á hádeg- isverðarborðið. Þá er bezt að muna líka eftir rjómaosti og kotasælu. Kotasæluna er tilvalið að blanda t.d. með gúrkubitum, pipar og hvítlauk, eða aðeins kryddjurtum og hvítlauk. Heitt ostabrauð er vinsælt hjá flestum, og ágætt að bregða því upp stundum. Grænmeti Grænmeti er nauðsynlegt á hádegisverðarborðið, því ef við viljum borða hollan og góðan mat, þá er sjálfsagt að borða grænmeti í hverja máltíð. Ein- faldast er að bjóða upp á grænmeti, þvegið og hreinsað og skorið í væna bita. Ef timi gefst til er hægt að útbúa gott salat. Sósur eru alveg óþarfar á það, nema til hátíðabrigða, það er lang hollast að borða grænmetið eitt sér. Nú þegar grænmetistíminn fer í hönd, er sjálfsagt að huga alveg sérstaklega vel að græn- metinu. Ýmislegt grænmeti er gott að léttsjóða, strá á það rifn- um osti og bera fram. Þetta á t.d. vel við um blómkál og sperg- ilkál (broccoli). Soðnar kartöfl- ur, afhýddar og skornar í bita, með rifnum osti eru herra- mannsmatur, ef þær eru góð- ar... Afgangar Ég fjallaði sérstaklega um af- ganga um daginn og geri því ekki nema rétt að nefna þá núna. Ég ætla þó að minna sérstaklega á hrísgrjón. Ef þið eigið soðin hrísgrjón, er alveg ljómandi að blanda hráu eða léttsoðnu grænmeti við þau og bera fram sem salat, með eða án edikssósu. Þetta er einkar góður réttur. Og það borgar sig sannarlega vel að sjóða hrísgrjón að kvöldi til að eiga í hádegismatinn daginn eft- ir svona á stundum. Og auðvitað notum við hýðishrísgrjón, þau eru bragðmest og hollust. Éinnig er hægt að hafa hrísgrjónin heit með grænmetisbitum í eða/ og fiski eða kjöti. Rifinn ostur í gef- ur gott bragð. Það er ýmsilegt sem má gera úr hrísgrjónum, þau eru nær- ingarrík og góð til að drýgja með dýrari mat, því sjálf eru þau frekar ódýr. Aö lokum ... Hér hafið þið stuttan lista yf- ir eitt og annað sem er kjörið að bjóða upp á í hádeginu. Eg miða við að maturinn sé fremur holl- ur og einfaldur að allri gerð, því tíminn er naumur oft á tíðum. En það er hægt að borða býsna fjölbreytt hádegissnarl eins og sést af ofansögðu. Til að gera sér enn auðveldara að ákveða hvað eigi að bjóða upp á í hádeginu, getið þið ákveðið einhvern ramma fyrir hvern virkan dag. Kjarninn er alltaf gott brauð og eitthvert græn- meti. Einn daginn getur auk þess verið súpa, annan egg eða eggjaréttur, þriðja daginn hrísgrjónaréttur, fjórða daginn kannski aftur súpa og fimmta daginn eitthvert sérstakt álegg, auk t.d. osts og kotasælu. Ef þið hafið slíkan ramma fyrir vik- una, getur það e.t.v. sparað ykk- ur vangaveltur um hvað þið eigið að hafa. Hvernig sem þið farið að, vona ég að þeir matglöðu og tímaskortshrjáðu hafi sann- færzt um að það er hægt að bjóða upp á góðan og fjölbreytt-^ an hádegismat án of mikillar fyrirhafnar... - W: OPIÐ HUS í ALLAN DAG Stærsta húsgagnaverslun landsins heldur sýningu frá ^HÍSCAÍNAHÖHm ———1— izhkicí.ih.4 BILOSHÖFÐA 20 110 REVKJAVÍK SIMAR 91 81199 • 81410 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.