Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 KOMDU SKOÐAÐU OGREYNDU nýju 4ra gíra efctavélina © Husqvarna Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Simi 9135200 Akurvík, Akureyri MAMIYA U ER FÆDD. HÚN ER 35MM, 11,5CM Á BREIDD, 6,5CM Á HÆÐ, VEGUR 230G OG SEGIR BÍÍÍB! Náðirðu öllu þessu? Þó nýja MAMIYA U sé.eins og þú sérð, ótrúlega fyrirferðar- lítil, er hún samt meðal fullkomnustu 35 mm myndavéla á markaðnum. Enda má segja að fæðing hennar hafi gengið framar vonum í alia staði. Hún er hlaðin tækninýjungum þó hún beri það ekki utan á sér. Engu var til sparað svo þessi knáa myndavél yrði eins auðveld í meðförum og skilaði jafn frábærum myndum og raun ber vitni um. 1 Mjög fullkominn Ijósmælir vinnur með lokaranum sem stillir á réttan hraða og Ijósop eftir birtuskilyrðum hverju sinni alltfráf. 2,8 á hraða 1/8 úrsek. til f. 16 á hraða 1/500 úr sek 2. Þegar hraðinn fer niður fyrir 1/30 sek. lætur vélin vita að nota þurfi þrífót eða flass með því að gefa frá sér bæði hljóð (bí í íb) og Ijósmerki. 3. Mjúkur afsmellari kemur í veg fyrir að vélin hreyfist þegar smellt er af og gefur því skarpari myndir. 4. Innbyggt lok fyrir linsuna. Ef lokið er fyrir er ekki hægt að smella af. 5. Sjálftakari. 6. Fyrirferðariítið verð, aðeins kr. 1810.- I MAMIYA U-TEKUR ALLT NEMA PLÁSS. </> H > T. 31 <s> HHNS PETERSEN HF H § 3) X Tl (D BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER UMBOÐSMENN S 20313 S. 82590 S. 36161 UMALLTLAND H GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON SEGIR FRÁ Sögur af sjómönnum Lúkarssögur l>egar ég var þýfgaður um lúkars- sögu fyrir sjómannahlað Morgun- hlaðsins, skildi ég strax orðið, en minnist ekki að hafa heyrt það oft áður. Kn orðið er skemmtilegt og mun þar átt við hið sama og danskir kalla „skipperhistorie“, sem í dansk-danskri orðabók er skýrt sem „fantasifuld lögnehistorie“ eða ótrúleg lygisaga; einnig er til svonefnd „skipperlögn" eða skip- stjóralygi og erum við þar Dönum fremri, því að ekki er okkar ágæta skipstjórastétt kennd við slíkt, en þetta bendir auðvitað til þess sem vitað er, að sjómenn hafa frá fleiru að segja en almennt gerist og mun stundum hafa verið skáldað í eyð- urnar og menn látið gamminn geisa. En í sjálfu sér er hér á ferð all- merkileg gerð skáldskapar og ævintýra, þar sem fléttað er sam- an hugarflugi og raunveruleika og allt kryddað góðlátlegu gamni og gríni. Svíar kalla þessar sögur sama nafni og Danir „skepparhistorier" og skýra þær sem „ákveðna teg- und ótrúlegra frásagna, sem eru bæði skemmtilegar og spennandi, en tæpast trúverðugar. Með þann- ig sögum er unnt að gera ófróða landkrabba agndofa og vekja hlát- ur meðal sjómanna." I Svíaríki eru sögur þessar þó teknar mjög alvarlega (!) af því að skjaladeild Siglingasögusafns Svía (Statens Sjöhistoriska Muse- um) safnar nú þannig sögum. Gætum við ekki lært þarna eitthvað af frændum vorum, Sví- um? Oft höfum við nú í seinni tíð „dependerað" eða dregið svo dám af þeim sænsku, að ýmsum þykir nóg um og mun eitthvað til í þvi, en þarna held ég að sé málefni, sem væri lærdómsríkt og fróðlegt fyrir Söguþjóðina. Allar þjóðir eiga safn slíkra furðusagna og nægir að benda á furðusöguna (mýtuna) um Hol- lendinginn fljúgandi, sem hefur orðið uppspretta listaverka í óper- um og tónlist, en upphaflega er sagan af hollenskum skipstjóra og sögð á langsiglingum stóru segl- skipanna fyrir Góðrarvonarhöfða, frá Indlandi og Kína á öldinni sem leið — lúkarssaga sögð á frívökt- um framan við stórmastrið, þar sem var friðland háseta og enginn yfirmanna vogaði sér óvopnaður, þar sem mest var harkan! Hol- lendingurinn fljúgandi er „niss- inn“, eða skipsdraugurinn, sem svo margir íslenskir sjómenn hafa orðið varir við og kunna frá að segja. Við þetta tækifæri og tíma væri ef til vill unnt að rifja upp eina eða tvær slíkar sögur. Sem fyrr segir safnar sænska siglingasafnið nú þannig sögum í samvinnu við siglingablaðið Svensk Sjöfarts Tidning. Hyggst blaðið gefa sögurnar úr í sérstakri bók. í greinarstúf í Svensk Sjöfarts Tidning, þar sem þetta er kynnt, segir. „Við vitum, að lúkarssögur eru ennþá sagðar. í dag er ef til vill ekki sem fyrr á tíð sagt frá furðuskipum og nykrum, í stað þess eru nú komnar duttlungafull- ar tölvur eða risastór olíuflutn- ingaskip, sem hverfa sporlaust með manni og mús. Söguefnið hef- ur breyst, en hefðin er sú sama og var. Fáar lúkarssögur frá seinni tíð eru til á söfnum okkar og Guðjón Ármann Eyjólfsson þessvegna er þessi hvatning fram komin." Areiðaniega kunna íslenskir sjómenn margar góðar lúkarssög- ur, sem menn segja hver öðrum til gamans á löngum siglingum eða ef legið er í höfn eða „reiðileysi", sem kallað er í tregfiski. Já, siglingasögusafn, sjóminja- safn, hvað er nú það? spyr ef til vill einhver, því að þrátt fyrir það að margir góðir menn hafi í ára- tugi reynt að vekja þjóðina til dáða í þessum efnum, að koma upp myndarlegu sjóminjasafni í höf- uðborg landsins eða næsta ná- grenni, þá hefur ekkert markvert gerst og merkileg skip eru látin grotna niður eða eru seld til niður- rifs og í brotajárn. Hefði verið til of mikils mælst að eiga eins og einn togara af gömlu gerðinni eða nýsköpunartogara? Skútu eigum við fyrir dugnað og ósérhlífni, að- allega eins manns og lítils kaup- staðar úti á landi. Nóg um það, en ísland er eyja, umlukt hafi, og Kappróður á Pollinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.