Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 33 Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson varð ég að keyra vélina á sjó, því vatnið var búið. Það gekk en það hefði vart þurft að spyrja að leikslokum ef það hefði ekki lán- azt.“ „Færeyingarnir voru svo kærulausir“ — Hvernig var að vera með Færeyingunum? „Það var ágætt, en þeir voru svo fjandi kærulausir, trúðu aldrei neinu illu upp á aðra, en þeir misstu mikið af skútum á stríðs- árunum fyrir glannaskap á sigl- ingu. Þeir sigldu til dæmis alltaf fyrir fullum ljósum á sama tíma og íslendingar sigldu milli landa án ljósa. Eg var að reyna að læð- ast til þess að setja 110 volta perur í luktirnar í stað 220 og jafnframt reyndi ég að hafa lága spennu, en skipstjórinn vildi hafa sín fullu Ijós. Svo var það fáránlegt þegar þeir óðu um allt þilfar með'sterk vasaljós til þess að .gá að hinu og þessu. En maður flaut einhvern- veginn í gegn um þetta og meira að segja sluppum við á fullri ferð í gegn um tundurduflabelti. „Nú skal vi farast,“ sagði skipstjórinn á Færeyingnum Turid alltaf við mig, meinti að fara af stað.“ — Hvað hafa hugboðin ráðið miklu um ferð þína? „Veit það ekki, hef ekki hugsað út í það, en hef samt haft gætur á því. Drauma hef ég hins vegar aldrei trúað á. Mig hefur dreymt helvíti ljóta drauma, en það hefur ekkert komið fram, en ég hef oft fengið hugboð fyrir starfi mínu, vélstjórastarfinu, og mér hefur aldrei komið á óvart ef eitthvað bilaði. Mér leið svo helvíti illa á undan að það var engu líkt, en alltaf tókst að bjarga því. Hversu oft hefur það ekki gerzt að skip hafa strandað eða farizt vegna vélarbilunar? Fleiri dæmi um það að ég hætti skyndilega vegna hugboðs? Ég man þetta ekki, þetta var svo sem ekkert. Ég var um skeið vélstjóri á Sæunni og við áttum að fara eina ferð með kol frá Siglufirði til Húsavíkur. Það var hörkubræla og fjandaveður og við urðum að snúa við til Siglufjarðar og bíða betra veðurs. Ég ákvað hins vegar að hætta og fara i land, var með Axel son minn með mér 10 ára gamlan, og skipið kom aldrei til hafnar í næsta túr, fórst á leiðinni til Húsavíkur, botninn mun hafa far- ið úr þessum fiskidalli í heilu, þoldi ekki kolaþungann. Skemmtilegast til sjós? Það var í siglingunum á stríðsárunum. Okkur var djöfuls sama um það þótt við yrðum skotnir niður á heimleiðinni, en alls ekki á útleið- inni, því við hlökkuðum svo til að komast í bjórinn og hitt.“ í heimi er jafn yndislegur og Loðmundarfjörður, enda rær Oddur oft í fjörðinn og þó er hann alltaf sjóveikur, karl greyið. — Inni á firði, spurði pilturinn og sjóast hann ekki, fyrst hann er alltaf að róa? — Nei, kúgast í hverri sjóferð og alltaf á landleið. — Það var skrýtið, sagði piltur- inn, mér hefur verið sagt, að menn væru alltaf sjóveikastir á útleið. — Nei, á útleiðinni er Oddur karlinn sperrtur, stendur uppi alla útleiðina og allan dráttinn. Og kokkurinn tók að segja pilt- inum sögur af þessum sjósóknara öllum meiri. — Heldurðu að hann sé meiri en Binni í Gröf? — Já, það hélt kokkurinn og pilturinn var dolfallinn yfir þess- um óskapa sjósóknara, sem reri stundum oft á sólarhring og í öll- um veðrum og ekki minna helga daga en virka, líka á jólunum, og endaði þó allar sjóferðir með því að kasta upp. Lúxusvika-flMSTERDflM Marriott, Hilton /ÆÍrtOUr (Flugferöir) Aðalstræti 9, Miðbæjarmarkaðnum 2h. Símar 10661 og 15331. Dvalid á einum glæsilegustu hótelum Evrópu, Amsterdam Marriott, eöa Hilton, eöa í Ijómandi góöu fjölskylduhóteli á eftirsóttum staö miösvæöis i Amsterdam. Efnt til fjölbreyttra skoöunarferöa um hina ævintyralegu Amsterdamborg. Siglingaferöir um borgarskuröina aö degi til og viö kertaljós á kvöldin. Söfn og gimsteinaaverksmiöjur. Amsterdam er sælkeraborg. Feneyjar Noröur Evrópu. 8 dagar. Brottför alla föstudaga, verö frá kr. 5.900. Amsterdam og Paría ásamt ökuferö um Holland Frakkland og Ðelgíu 15 daga feröir kr. 8.450. Brottför alla föstudaga. Pantiö snemma þvi plassiö er takmarkaö. Aörar feröir okkar Grikkland — Aþenu-strendur aiia briöiudaqa. Franska Rivieran, flesta laugardaga. Landiö helga og Egyptaland, ágúst og október Brasiliuferöir, sept., okt. Malta laugardaga. Tenerife alla þriöjudag. Frítt fyrir börn. K-BUXUR MEÐ OG ÁN TEYGJU! (Þ.e.a.s. „STRETCH") BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 Auövitaö í öllum stœröum. Auövitaö í nýju sumarlitunum líka. Auövitað gott úrval eína. Auövitaö enn og aítur;meö og án „STRETCH”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.