Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 ‘47 Um haust.ég held í október 1956 eða sjö, voru tvær konur, sem ætl- uðu að sækja kind með lambi í kofa, sem ekki hafði verið sótt í göngum. Þegar þær komu að var kindin dauð en konurnar tóku með sér lambið. Þær þreyttust fljótt og blotnuðu og voru á svæði þar sem þær gátu orðið sér að voða. Ég og Reynir, sonur minn, fórum seint um kvöldið á rússanum mínum með ljóskastara á svæðið þar sem við héldum að þær hefðu farið um, því óttast var um konurnar þar sem þær höfðu ekki skilað sér til byggða um kvöldið. Við fundum konurnar því að ljósið frá kastar- anum okkar féll í augun á lambinu, sem gáfu frá sér glampa. Konurnar höfðu fallið ofan í Merkigil í Kerl- ingadal. Við drógum þær upp og héldum til byggða. Veðrið var kolbrjálað, ofsarok og við áttum í erfiðleikum með að halda bílnum á veginum. En þetta hafðist allt sam- an. Við í björgunarsveitinni vorum látnir gera allan andsk. og vorum notaðir næstum eins og lögregla. Yfirleitt voru í sveitinni menn sem voru vanir í öllum veðrum. Oft var þetta svalksamt en lítið þýddi ann- að en inna þetta af hendi. Allt í sjálfboðavinnu og tíðum fór mikill tími í þetta starf. Það var alltaf Ragnar Þorateinason kallað í björgunarsveitina ef eitthvað var. Maður gat verið í lífsháska þó maður hafi kannski ekki gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á. Og aldrei held ég að maður hafi haft tíma til að verða hræddur að ráði. Mér telst svo til að það hafi verið svona um 57 manns sem björgunarsveitin bjargaði þau^ ár sem ég var með hana. Það er af- skaplega ánægjulegt að geta gert fólki þennan greiða enda hefur fólk yfirleitt verið mjög þakklátt. Ég var með nokkrar rolluskjátur í Höfðabrekku og maður gætti ekki alltaf að sér þegar maður var að hlaupa á eftir þessum gálum. Ég var eitt sinn að leita að þremur eða fjórum kindum og var ég búinn að sjá þær og kominn fyrir þær. Kind- urnar voru ekki alveg á því að nást og stukku undan mér niður fiága einn ekki langt frá. Ég ætlaði að elta en þá tók hundurinn minn, Neró, sem ég var með í leitinni, að gelta af lífs og sálar kröftum þann: ig að ég hikaði við að stökkva. I þann mund féll skriða niður flág- ann, sem ég hefði sennilega orðið undir, hefði ég stokkið. Það var eins og hundurinn hefði fundið eitthvað á sér. Eitt sinn fór góður fjallamaður með mér að ná í fýlsegg hjá Lér- eftshöfða rétt þar hjá, sem gamla brúin yfir Múlakvísl lá yfir í Sel- fja.ll. Honum þótti sjálfsagt að lata mig síga eftir eggjunum. Ég hélt hann myndi bíða fyrir ofan eins og venja er en þegar ég var búinn að safna eggjunum fór ég að kalla í hann en fékk ekkert svar. Ég tók í spottann leiður á þessu helv. fokki óg fór að hífa mig upp sjálfur. Þeg- ar ég kom upp á brúnina sá ég að samferða maður minn hafði rekið smáhæl niður í jörðina og bundið kaðalinn í hann. Hann hefur senni- lega ekki ætlast til þess að ég færi að klifra þetta sjálfur. Hann festi kaðalinn lauslega í hælinn og fór að tína egg sjálfur annars staðar. Og það var margt fleira, sem sagt var frá. — ai. GRIO' verja lakk og luktir Grindina festum við á meðan þú færð þér kaffi. Sendum einnig í póstkröfu. m BIIKKVER Aðeins tveir boltar og grindin er laus. Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.