Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 Trillukarlar í Reykjavík: Aðstaðan mjög slœm í Reykjavíkurhöfn Hverjir ætli séu trillukarlar í henni Reykjavík? Gamlir sjómenn, sem sitja á bryggjusporðinum þeg- ar kvölda tekur með vikugamla hvita skeggbrodda, píreygir, horfa út á haf, þungt hugsi með slitna derhúfuna fram á ennið og rjúk- andi pípuna í öðru munnvikinu. Karlar, sem hafa lent í hinu og þessu á sjónum og aldrei kunnað við að vinna í landi. Eflaust eru til þannig trillu- karlar, en meirihlutinn er þó allt öðruvísi menn. Trillukarlar geta verið allt frá fangavörðum til leigu- og sendibílstjóra, frá seglasaumurum til heildsala og matsmanna. Trillubátaútgerðin er kannski að færast í það horf að verða meira tómstundagaman en að menn hafi af henni lífsvið- urværi sitt. Það er þó ekki þar með sagt að það sé eins og að fara í Bláfjöllin á skíði að fara á trillu út með Gróttu eða í Hvalfjörðinn og renna fyrir grásleppu eða rauðmaga, því það er alltaf treyst á góða veiði og sumir hafa mestan sinn pening upp úr henni. Það eru eitthvað um 150 trillu- eigendur í Reykjavík en útgerð stendur yfir fjóra til fimm mán- uði ársins. Með tilkomu plast- bátagerðar, sem gera trillurnar ódýrari í kaupum hefur trillu- körlunum fjölgað ört. Sæmileg trilla kostar þessa dagana frá 200 þúsundum upp í 400 þúsund krónur og svo fást þær dýrari. Trillukarlarnir eiga sér félag, sem þeir eru reyndar ekki allir meðlimir í, og heitir það Félag smábátaeigenda í Reykjavík. I því eru 68 félagsbundnir og virk- jpwi t-mrnm . t. .«• ><# P 1 wmLá* Þmð voru ekki margar trillur í höfninni við Slysavarnarfélagshúsið. Oft eru þeir miklu fleiri sögðu þeir Skjöldur og Addi og þá er erfitt að komast út með sina trilhi ef hún er innst í röðinni. Þeir Skjöldur Þorgrfmsson og Addi Barðdal við trilhina hans Adda. Hún var bihið þegar myndin var tekin og sett í „slipp“. Slippurinn er bryggjan, sem gengur niður í sjóinn og hverfur næstum alveg þegar fléð er. ir félagar. í stjórn eiga sæti meðal annars þeir Addi Barðdal, en hann vinnur í Seglagerðinni Ægi úti á Granda, og Skjöldur Þorgrímsson, en hann er fisk- matsmaður. Morgunblaðið hitti þessa menn að máli hér um daginn og spurði þá spjörunum úr um trillukarlana og aðstöðu þeirra í Reykjavíkurhöfn. „Hún er bágborin aðstaðan, á. Stykkishólmur: „Alla leið til andskotans“ Rætt við Ólaf Sighvatsson skipstjóra Olafur Sighvatsson er skipstjóri á bátnum Sigurvon, sem gerður er út frá Stykkishólmi. Sigurvonin er 75 tonna bátur og áhöfnin auk skipstjórans telur fjóra menn. Ein- valalið, segir Ólafur að áhöfnin sé. Þeir eru um þessar mundir á rækjuveiðum, en þegar Morgun- blaðið var á ferð um Stykkishólm fyrir stuttu voru fáir úti á sjó vegna veðurs. Næstum enginn. Sjálfur var Olafur að biða eftir að veður lægði en það gæti orðið bið á því. Svo við fórura að spjalla um heima og geima, niðri við höfnina. — Er Stykkishólmur mikill útgerðarbær? „Ja, nú skal ég ekki segja. Héðan er erfitt að gera út á bol- fisk því það þarf að róa svo langt í hann. Sérstaklega eftir að þeir lokuðu okkar bestu veiðisvæðum fyrir nokkrum árum, svokölluð- um Lænum. Þar var oft mesta fiskiríið. En þar eru hrygningar- stöð og við verðum víst að leyfa fiskinum að hrygna. Annað er ekki hægt. Þær eru sæmilegar hérna rækjuveiðarnar, en ann- ars hafa undanfarnar vertíðir verið voðalega lélegar. Svo er það tíðin. Hún hefur mikið að segja.“ — Hvaða veiðar þykir þér skemmtilegast að stunda? „Skemmtilegasta veiðin er þorskurinn. Öruggasta veiðin er skelfiskurinn. Það er mesti lúxus sem maður hefur komist í. Eins og að sækja venjulega vinnu frá níu til fimm að veiða þann fisk. Við erum svo fljótir að fylla og þurfum aldrei að liggja úti við þær veiðar.“ Ólafur Sighvatsson skipstjóri: „Skemmtilegasta veiðin er þorskurinn.“ •• ■ 12 stærri bátar eru gerðir út frá Stykkishólmi, hinn stærsti þeirra er 140 tonn. „Það telst frekar lítið," sagði Ólafur, „en samt virðist allt byggjast á veiðunum. Þegar vel fiskast fer allt í gang í la.ndi, en svo drabbast það niður þegar veiðin minnkar.“ Ólafur er ekki borinn og barnfæddur „Hólmari" eins og það er kallað heldur er hann fæddur og uppalinn á Stokks- eyri. Hann hefur verið sjómaður frá 18 ára aldri eða síðan hann fluttist í Hólminn. Hann hafði ekkert verið á sjó áður en hann flutti vestur. „Nei, aldrei hefur maður orðið afhuga sjónum á nokkurn hátt eða orðið þreyttur á honum. Það er ekki hægt,“ sagði ólafur og bætti við: „Maður verður hins vegar að fara að hugsa út í það hvað maður ætlar sér að gera þegar maður verður orðinn mjög gamall og ekki lengur gjaldgeng- ur á sjó. Það verður maður að fara að hugsa út í.“ — Hefur þú verið fengsæll þína sjómannstíð? „Það hefur stundum komið fyrir að maður hefur fengið í soðið.“ — Lent í einhverjum óhöpp- um á sjónum? „Nei, enda hef ég alltaf verið mátulega hræddur á sjó. Allir verða að vera mátulega hræddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.