Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 Þeir félagar Sigurvin Georgsson og Ragnar Guðjónsson rcðast við i Hellissandi. Núerléttaðslá! Við kynnum nýju sláttuvélina okkar, SNOTRU, sem er framúrskarandi létt og lipur. Hún er útbúin hljóðlátri 3,5 hestafla fjórgengisvél (nágranninn þarfekki að kvarta) með mismunandi hraðastillingum og notar aðeins óblandað bensín. Sláttubreiddin er 46 cm sem þýðir færri ferðir yfir grasflötina. Einnig eru 3 hæðarstillingar á vélinni, þannig að hnífurinn getur verið mismunandi hátt frá jörðu en það kemur sér vel á ójafnri grasflöt. Lögun hnífsins gerir það að verkum að grasið lyftist áður en það skerst, þannig að grasið verður jafnara á eftir. Utan um SNOTRU er epoxyhúðað stálhús sem fyrirbyggir óþarfa skrölt ogryð. Með SNOTRU er hœgt aðfá sér- stakan graspoka, sem gerir rakstur óþarfan. Að síðustu, þá slœr SNOTRA aðrar sláttuvélar út hvað verð snertir, sem er aðeins kr. 3560.- SnðBa) EB BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. „Ef sjórinn bregst þá bregst allt“ Við keyrðum fram á nokkra trillukarla á Hellissandi vera að flytja eina trilluna niður í flæð- armálið. „Þessir ungu bjartsýnis- menn voru að kaupa þessa trillu," segir einn þeirra, Ragnar Guð- jónsson, og bendir á tvo unga menn sem eru í hópnum. „Ég er sjálfur búinn að vera í þessu í sjö til átta ár, keypti mér trillu á Hornafirði og hef róið héðan út. Nei, ég er ekki fæddur hérna, ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, og var til sjós á ýmsum stöðum á landinu, hef liklega verið um 20 ár á sjónum. Hingað kom ég til að geta verið meira heima hjá mér, ég fer út fjögur til fimm á morgn- ana og kem heim á kvöldin." — Hvernig hefur veiðin verið? „Ætli ég hafi ekki fengið svona 40 tonn í maí að meðaltali. Maður fær suma dagana ekki neitt, aðra daga fær maður allt að tvö til þrjú hundruð tonn.“ — Er ekki einmanalegt að roa alltaf einn? „Ég kann mjög vel við þetta, maður er sjálfs sín herra, mér finnst ágætt að vera einn. Konan mín er líka með mér í þessu, hún beitir línuna í landi, þegar mest er að gera fáum við reyndar aðra með okkur í þetta líka.“ — Hefurðu lent í einhverjum óhöppum? „Ég fór einu sinni með lúkuna í spilið, það er ekkert óhapp mað- ur.“ — Hvernig finnst þér svo að búa hérna? „Ágætt alveg. Þetta þorp er reyndar langt á eftir tímanum, her er enginn iðnaður, og ef sjór- inn bregst þá bregst allt.“ -VJ „Ég hefi hausað, flaícað, flatt og fengist við að beitau Rætt við Guðmund Einarsson á Hellissandi „ÞAÐ LÍZT MÉR illa á að þú nýtir ekki kjaftinn á mér meira en í stutt rabb, það er ekkert vit í því, góði minn,“ sagði Guðmundur Einarsson á Hellissandi þegar ég vildi rabba við hann stundarkorn um Þorvaldsbúð, sem byggð hefur verið upp á nýjum stað eftir teikningum af hinni fornu búð. Guð- mundur er 86 ára gamall, eða svo gott sem, fæddur 1896, hinn hressasti og gaf ekkert eftir á árinni í spjallinu. „Heilsan er góð, þótt þræl- dómurinn hafi verið nógur," sagði hann. „Jú, Þorvaldsbúð var löngu byggð áður en ég fæddist" en ég þekkti húsið vel, þetta var frið- helgur staður hjá okkur strák- unum til þess að prakkarast. Við áttum þarna innhlaup, en síðast bjuggu í henni Guðmundur Þorsteinsson og Þuríður kona hans. Þegar þeir fóru að byggja upp búðina sem fyrrum stóð frammi á sjávarkambinum, en er nú kominn í Sjómannagarð- inn sem er eins konar samkomu- og skrúðgarður, þá varð mér að orði: Ekki er höndin orðin lúd ylur streymir móti. Þorvaldar hér byggja upp búð, bæói af torfi og grjóti. Þorvaldarbúð var byggð á fyrrihluta 19. aldar, en þá var hér mikið útræði og það voru Vestureyingar, það er Bjarney- ingar, sem voru í búðinni. Jú, ég hef átt heima hér lengst af, bý í Klettsbúð á Hellissandi, þar sem nú er verið að byggja Landsbankann. Sjómaður hef ég verið lengst af og varla farið héðan. Fyrst fór ég að flýja í burtu 24 ára gamall til Reykja- víkur á skakkútter með Friðrik heitnum Ólafssyni, kenndum við Ásu. Það var árið 1920, veturinn sem hann Valtýr fórst. Svo lá leiðin hingað og þangað um landið til þess að afla fjár, maður varð að hafa í sig og á. Eftir 1940 hætti ég að stunda sjóinn, en vann við ýmislegt, í frystihúsinu, á Lóranstöðinni og 1946 kaupi ég fyrsta bílinn, Willis-jeppa af þeirri árgerð. Hann átti ég í 18 ár og vann með hann við margt. Ég hef unnið mín störf alveg fram til þessa, enda veitir ríkiskassanum víst ekki af að fá einhverjar auka- tekjur, eða mér hefur fundist það. Annars hefur það litla þýð- ingu að velta sér stöðugt upp úr vandamálunum nema að sjá broslegu hliðina einnig. Ef mað- ur hefur átt einhverja hluti til kímnigáfu er hún hagkvæmust í bundnu máli og þess vegna hef- ur maður róið á þau mið, þótt aldrei hafi ég skrifað upp mínar Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Guðmundur hjá hinni nýju Þorvaldsbúð, sjóbúð á Hellissandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.