Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 Sjórinn veitir frelsi Á Fossvogsbletti 18, sem er lítið hvítt hús aö mestu gert úr viði og stendur við Eyrarlandið í Fossvogi, búa Gísli Gunnarsson fyrrverandi skipstjóri og kona hans. Allt í kringum húsið hans Gísla er verið að reisa ný hús með tilheyrandi gauragangi og látum, hamarshöggum, vélaskrölti og bílahljóðum, hrópum og köllum. Gísli er trillukarl og var nýkominn í land þegar ég bankaði uppá. Hann kom til dyra á sokkunum, í gallabuxum og blárri duggarapeysu. Hann er með grásprengt hár og hvíta skeggbrodda. — Hann er úti friðurinn, sagði ég og leit yfir byggingarsvæðið við bæjardyrnar hjá Gísla. „Já, hann er illa úti friðurinn," sagði Gísli og „gerðu svo vel að stíga í bæinn." Hann gekk að vest- urglugganum á húsinu og horfði út á stórt grátt hús stutt frá. „En verst þykir mér þó að hafa misst útsýnið yfir í voginn," sagði hann. „Aður en þeir fóru að býggja hér gat maður litið út í Fossvoginn og notið útsýnisins og jafnvel spáð svolítið fyrir um veðrið." — Ertu veðurglöggur? „Já, ég held það megi frekar segja það en hitt,“ svaraði Gísli af hógværð, sem einkenndi það spjali, sem átti eftir að fara fram. „Það hefur komið fyrir að maður hefur snúið við hér á dyrahellunni eftir að hafa gáð til veðurs og lit- ist illa á blikuna, því veðrið er sterkt afl og ég býð því ekki birg- inn.“ Gísli er fæddur og uppalinn á Grundarfirði. Það var árið 1920, sem hann kom í heiminn, rétt fyrir áramót eða 30. desember. „Ég hangi rétt í árinu," sagði Gísli þegar hann fór að rifja þetta upp. Foreldrar hans voru þau Gunnar Guðmundsson og Matthildur Hrefna Jónsdóttir. Faðir hans var bóndi og sjómaður, sem var mjög algengt í þá daga ef bóndinn bjó ekki langt frá sjónum. Gunnar átti trillu og stundaði sjóinn vor og haust. Með honum komst Gísli fyrst á sjóinn. Þá var aðaivett- vangur Gísla í fjörunni eins og gengur og gerist og ugglaust hefur honum þótt gaman að vera í snert- ingu við sjóinn því hann hefur ekki gert neitt annað um ævina en vera sjómaður. Og þykir mörgum nóg. — Hvað er það við sjóinn, Gísli, sem fær menn eins og þig til að stunda hann alla ævi og hugsa ekki um annan starfa en sjó- mennskuna? „Það er margt og margt gott. Sjórinn veitir frelsi. Sjómaðurinn nýtur meira einstaklingsfrelsis en aðrir menn. Hvert skip er ríki út af fyrir sig. Jú, sjórinn hefur upp á margt að bjóða. A sjónum tengj- ast menn náttúrunni á allrahanda máta og það er eins með bóndann, sem ekki getur yfirgefið jörðina sína, og sjómanninn, sem ekki get- ur yfirgefið sjóinn. Náttúran spil- ar þar inní. Það finnst mér.“ Gísli varð háseti 14 ára á 16 tonna báti, sem gerður var út frá Grafarnesi í Breiðafirði. Síðan var hann á hinum og þessum bátum um árabil eða þangað til hann fór í Sjómannaskólann í Reykjavík 1948. „Var þá búinn að ná tilskild- um tíma og vel það. Þá var Friðrik V. Ólafsson skólastjóri og kenndar voru ágætisgreinar, sem ég vona að séu þar enn við lýði.“ Gísli kom út úr Sjómannaskól- anum með fiskimannaprófsrétt- indi eins og það var kallað en það þýddi að hann mátti stjórna eins stóru skipi og verkast vildi ef það var aðeins kallað fiskiskip. Hann varð fyrst skipstjóri á Andvara, sem Hafsteinn heitinn Bergþórs- son gerði út frá Reykjavík. Síðan var hann á ýmsum skipum fram til 1971 þegar hann hætti for- mennsku. Gísli var ekki á því að segja sög- ur frá sinni skipstjóratíð og held- ur ekki sögur, sem hann hafði heyrt, sannar eða lognar. „Það er vandi að segja lygasögu svo hún njóti sín. Það þarf að hafa ríka frásagnargáfu, annars nýtur iyga- saga sín ekki. Ég hef ekki þá náð- argáfu. En það var vissulega spaugað mikið og spjailað um borð. Mikið rætt um lífið og tilver- una.“ — Og hvaða augum lítur þú líf- ið og tilveruna? „Það fer eftir því á hvaða ald- ursskeiði maður er, hverjum aug- um maður lítur tilveruna. Það breytist allt eftir raunveruleikan- um, sem maður upplifir. Ef maður kynntist henni nú allri á unga aldri þá væri engin æska til. Mað- ur er alltaf að kynnast tilverunni fram á síðustu daga lífsins. Þann- ig er náttúran. Lífið yrði til- gangslítið ef ætti að gera það allt upp á einum degi og ég hef þá trú að lífið verði tilgangsminna eftir því sem maðurinn slítur sig meira úr tengslum við náttúruna. Því minna virði verður lífið. Landið, sjórinn, dýrin og mennirnir. Allt er þetta eitt samspil. Tilveran kemur manni alltaf á óvart og maður sér aldrei við henni enda er það jafngott, því ef maður vissi nú hvað næsti dagur bæri í skauti sér, yrði ekkert gaman að lifa þann dag. Ekkert spennandi. Það er óvissan sem gerir lífið eftir- sóknarvert." — En trúir þú þá á líf eftir dauðann? „Það er að mínu viti enginn vafi á því að líf er eftir dauðann. Það er margt, sem maður fær aldrei skilið, en mér hefur alltaf fundist að það sé miklu meira en bara þetta líf. Enginn veit hvað það er, og þó ég trúi á líf eftir dauðann er ekki þar með sagt að ég sé trúaður maður. Ég hefði sennilega verið talinn heiðingi hér áður fyrr, svo sjaldan fer ég i kirkju. Hvernig er það annars? Eru ekki allir menn trúaðir? Því sá sem ekki trúir á hvorki eitt né neitt. Hann er ekki neitt. Það finnst mér.“ — Hvernig útskýrir þú það? „Nú, líttu bara á trúarbrögðin í heiminum. Þau eru nærri því eins mörg og kynstofnarnir. Allir hafa sinn guð að trúa á en vita ekki svo vel hvað það er. Enginn veit hvað það er og ég held það verði aldrei skýrt. Og ég held að lífið sé miklu meira en mannlegt auga sér og skynsemin greinir." — En svo við snúum okkur aft- ur að sjónum. Þú hefur aldrei orð- ið afhuga honum á nokkurn hátt? „Nei, það hef ég aldrei orðið enda grufla ég í þessu enn að nafninu til. Eg á mér trillu í Reykjavíkurhöfn en get ekki sagt ég sé fengsæll frekar en gerist og gengur. Það er ekki gott að vera trillukarl í Reykjavík. Hafnar- aðstaðan er borginni til hreinnar skammar ef hægt er að tala um nokkra aðstöðu í þessu sambandi. Það er sagt að ekkert sé gert fyrir okkur trillukarlana í höfninni vegna þess að við gefum ekkert af okkur til þjóðarbúsins. Það vil ég Spjallað við Gísla Gunnarsson fyrrverandi skipstjóra ekki skrifa undir. Enginn er svo lítils virði að hann hafi ekki ein- hvern tilgang." — Nú er mikið verið að tala um ofveiði og veiðitakmarkanir. „Veiðitakmarkanir eru af því góða. Það finnst mér. Það verður aldrei lifað í þessu landi ef fiskinn þrýtur í sjónum. Með nútíma- tækni og þróun hennar getur það vel gerst að fiskurinn hverfi. Hann er ekkert annað en náttúru- auðlind og að hann sé eitthvað ísafjörður: „Það er meiri spenna í hrefnuveiðunum “ Niðri á bryggju á ísafirði í ágæt- is veðri var Konráð Eggertsson sjó- maður að dytta aö hrefnuveiðibyss- unni frammi í stafni á hrefnuveiði- bátnum Pólstjörnunni frá ísafirði. Hann var reyndar að sjóða eitt- hvað saman þegar við hittum hann og neistaflugið var í algleymingi. Hann gerði hlé á vinnu sinni og bauð niður í lúkar. Konráð hefur stundað hrefnuveiðar síðastliðin sjö ár en er nú skipstjóri á Pól- stjörnunni og skytta. Hvernig skyldu þær veiðar vera frábrugðn- ar öðrum veiðum. „Það er meiri spenna í hrefnu- veiðunum. Það hefur komið fyrir að maður hafi þurft að elta hrefnuna sólarhringum saman án þess að komast nokkru sinni í færi. Eyðum oft heilu dögunum í að elta hana. Svo er helst ekki hægt að stunda veiðarnar nema það sé blankalogn og stilltur sjór.“ — Er það ekki sérstök list að skjóta af byssunni? „Nei, ætli það. Maður þarf bara að komast í stuð. Oft hittir maður ekki t mörgum skotum og stundum klikkar ekki skot. Veið- arnar hafa gjörbreyst frá því sem áður var. Við erum til dæm- is með um borð svokallaðan fíla- riffil sem er stærsti riffill sem framleiddur er. Þennan riffil notum við ef skutullinn drepur ekki hrefnuna strax, sem hann gerir oftast. Þannig teljum við að hrefnan kveljists ekki enda gerum við allt til að svo verði ekki. Við höfum líka heyrt að dýr finni ekki til fyrr en nokkru eftir að þau hafi meitt sig. Það er eins með manninn." — Hvað megið þið veiða margar hrefnur á ári? „Við megum veiða 200 hrefnur við Tsland en þessi bátur má veiða 28 hrefnur. Það eru aðeins níu bátar í landinu með leyfi til þessara veiða. Við höfum að mestu verið á veiðum á Brjáns- líek við Breiðafjörð rétt hjá Flókalandi." — En friðun hvala. Er hún ekki réttmæt að þínu mati? „Þær friðunarráðstafanir, sem ekki eru byggðar á rökum, eru fáránlegar. Ég er alveg sammáia Rætt við Konráð Eggertsson skyttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.