Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 „Mikið þótti mér alltafgaman að róa á áraskipunum - segir Magnús Hafliðason sem reri frá Grindavík í byrjun aldarinnar Þeir eru ekki margir í dag sem þekkja af eigin raun sjósóknina á opnu „skipunum“ um alda- mótin. Einn þeirra, Magnús Hafliðason, hittum við að máli á Minni-Grund viö Blómvallagötuna. Þar býr hann nú ásamt síðari konu sinni, Önnu GuÖmundsdóttur, kominn á tíræÖisaldur. Þegar blaöamann ber að, býður Magnús til sætis og leggur frá sér bókina Menn og minningar eftir Gylfa Gröndal. „Já, ég uni mér nú helst við lestur, því fæturnir eru hálf ónýtir að verða. Eg komst lítið á þeim um tíma en er nú farinn að hugsa mér til hreyfings aftur. Annars er best að tala varlega. Þið blaðamennirnir hafið nefni- lega orð á ykkur fyrir að ýkja, svona eitthvað smávegis að minnsta kosti," segir Magnús og glettnin skín úr augum hans. Magnús Hafliðason fæddist á Hrauni í Grindavík árið 1891 og bjó þar óslitið fram til ársins 1977 þegar hann, 85 ára gamall, fluttist að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík. „Hérna er allt gert fyrir okkur og okkur líður alveg prýðilega. Við erum heppin að fá að vera hér. Þetta er besti staðurinn sem við gátum lent á fyrst við þurft- um að hrökklast frá Hrauni. Mig langaði ekkert að fara frá Hrauni. Eg hefði viljað vera þar lengur, en hún Anna mín veikt- ist og þá var ekki um annað að ræða.“ Við báðum Magnús að segja okkur frá því umhverfi og þeim aðstæðum sem hann óx upp við. „Pabbi var útgerðarbóndi sem gerði út frá Hrauni. Heiman frá okkur var um hálftíma gangur í lendinguna. Það var oft napurt að ganga um hraunið í nóttinni með línuna á bakinu. Þetta var óttaleg vegleysa. Ég var yngstur sjö systkina, en eitt hafði dáið á fjórða ári. Þó að við fólkið á Hrauni værum vel bjargálna, þættum við líklegast fátæk í dag. Við höfðum bæði kindur og kýr en lifðum aðallega á sjónum, því það er engin hagbeit þarna í kring. Ég ólst upp við það að all- ir færu á sjó og það þótti sjálf- sagt að menn gerðu það. Á þess- um tíma voru öngvir skólar, að- eins einn kennari sem kenndi öllum hópnum á staðnum sex mánuði á ári.“ — Getur þú rifjað upp fyrstu sjóferðina? „Það get ég já, þó heldur væri það nú lítil sjóferð. Ég var sjö ára og pabbi reri með okkur rétt út fyrir vörina, þar sem ég dró þrjá þyrsklinga. Upp frá þessu fór ég að smáróa með færi og þetta ágerðist alltaf. í þá daga voru allt áraskip, mestallt átt- æringar, tírónir með ellefu manna áhöfn. Vélin í stað sjóferðabænar Það var jafnan lagt upp mjög snemma og lent að kveldi. Lend- ing þarna var vond og oft mjög brimasöm, þannig að í dag þættu þetta varla viðunandi aðstæður. Það var ekkert skjól því skipin voru alfarið opin og öngva hlýju að hafa nema af árinni. Og ekki var nú heldur langt róið, enda fiskurinn nærri. Við byrjuðum ævinlega að leggja línu strax á morgnana og sátum venjulega yfir í klukkustund eða svo, og sat þá hvur við sína ár.“ — Hvernig var skipseign og aflaskiptingu háttað? „Sumir áttu skipin einir og aðrir í félagi. Pabbi gerði alltaf „Ég reri einar fimmtíu vertíðir án þess að nokkuð sérstakt ksmi upp, svona sem blaðamatur." út sjálfur með sitt eigið skip, en síðan tókum við Gísli bróðir við af honum. Með okkur reru sveitamenn og aðrir aðkomu- menn, en það var mjög algengt að á hvurju skipi væru aðeins tveir eða þrír heimamenn og síð- an aðkomumenn. Fyrst reru þeir bara upp á hlut sem þeir verk- uðu sjálfir, en síðan komu til sögunnar svokallaðir útgerðar- menn, sem í þá daga var notað um menn sem reru á vertíð upp á ákveðna peningaupphæð sem var alfarið óháð því hvurnig afl- aðist. Ógæfu okkar í dag má rekja til þeirrar tilhögunar sem þarna hófst. Nú fara menn bara ekki til fiskjar nema þeir fái ákveðið verð fyrir, óháð öllum aðstæðum, og stofna sífellt til verkfalla. Ég held nú að okkur sé hollara að selja á því verði sem markaðurinn gefur fyrir fiskinn, þó oft sé bölvaður tröppugangur á honum blessuðum. Þegar ég var að byrja til sjós sem ungur maður, var siður að lesa sjóferðabæn fyrir róður þegar komið var á flot. Þessu var hætt þegar vélarnar komu í skipin. Þá þurfti víst ekki að biðja fyrir sér lengur því vélarn- ar þóttu svo traustar. Áður var ekki siður að róa á sunnudögum, en sá siður lagðist líka niður með tilkomu vélarinnar." Karlmannlegra aö vera með fyrri skipum Þessi breyting varð um svipað leyti og ég kvæntist fyrri konu minni,' Katrínu Gísladóttur, en hún lést árið 1945 eftir 25 ára hjónaband. Þetta var á árunum í kringum 1920 og ég mun hafa verið tæplega þrítugur að aldri. Við fengum frekar seint vél í okkar bát, eða ekki fyrr en 1928. Það voru allir svo hræddir við þetta vegna skrúfunnar og hjá okkur var vélin varhugaverðari sökum lendingarinnar sem var óvenju brimasöm. Vélarnar komu fyrr þar sem iendingin var góð. Ég hef ekkert nema af góðum félagsskap að segja í sjómennsk- unni á þessum árum. En menn höfðu metnað til að koma skip- um sínum sem fyrst á flot, það vantaði ekki. Okkur þótti nú karlmannlegra að vera með fyrri skipum, en svo komu einhver lög sem sögðu fyrir um hvunær mætti róa og hvunær ekki. Það var nú sosum prýðilegt að fá þau lög.“ — Margur á þínu reki hefur komist í’ann krappan um dag- ana. „Uss, við lentum aldrei í neinu — aldrei ég. Ég hef ekki enn komist í’ann krappan. Það var jú oft strekkingur og stormur. Eg fíroutorgrill - Isbúð Gnoðarvogi 44-4Ó, móti Vogoskólo (Menntoskólonum við Sund) NÝR MATSOLUSTAÐUR Sér- tilboð Laugardaga og sunnudaga. Heilsleiktir Brautarkjúklingar •meö frönskum kartöflum, kjúklingasósu og salati Okkar Verð verð yfirleitt .,,, 180300 Gosdrykkir eru allir frá GRILL Okkar Verö MatseöMI verö yfirleitt Brautarborgari 25 38 <0 Brautarborgari m/ osti, lauk, salatblaði o.fl. ... 35 55 O) Brautarkjúklingur 1 hluti 16 19 <0 Fiskur og franskar (fish and chips) 25 45 TJ Samloka m/ osti & skinku 20 35 ro Franskar kartöflur fyrir 1 10 15 Franskar kartöflur fyrir 4—5 30 50 75 Kokteilsósa 10 20 0 0 o ISBUÐ Okkar Verö co có CM Réttir verö yfirleitt ís í brauöformi 10 12 — ís í brauöformi m/ dýfu 11 14 Barnaís 8 11 _ Barnaís m/ dýfu 10 11 Shake 15 16 Barnashake 10 12 • mtm ís í 1 lítra fötum (fatan innifalin) 20 24 CL ísmolar í veizluna 5 10 O Brautarpizza (stór) m. nautahakki, sveppum, osti, tómötum o.fl 70 115 Lægra verö Vilt þú veróa þinn eiginn dagskrárstjori? Þá hefur Sanyo hannað tækió fyrir big. og okkur tekist að fa það á verði sem á sér enga hliðstæðu. Pú getur eignast þetta frá- bæra myndsegulband með hag- stæðum greiðsluskilmálum, eða með staðgreiðsluafslætti Losaðu þig og fjölskyldu þlna úr viðjum vanans. Farðu á skíði eða heim- sóttu kunningjana, Sanyo CTC 5300P tekur uppáhaldsefnið upp fyrir þig Pú verður þinn eiginn dagskrárstjóri, og átti safn af ógleymanlegu efni til uþprifjunar og skoðunar um ókomin ár Pú sýnir sigild listaverk kvikmynd- anna á þínu heimili með VTC 5300P ^SANYO Gunnar Ásgeirsson hf. Akurvik. Akureyri myndsegulbandinu frá Sanyo Ef þetta er ekki að vera sinn eiginn dagskrár- stjóri hvað er það þá SANYO VTC 5300P myndsegul- bandstækið er útbúið með • 3 beindrifna mótora • rafstýrða snerti rofa • rafeindaklukku með 7 daga minni ' • 8 mismunandi stöðvamóguleikum • sjálfvirk hraðspólun til baka • teljari með minm • ,AFC ' sjálfvirk myndskerpustilling Komið og skoðið þetta frábæra mynd- segulband Þetta verö á sér enga hliðstæðu. Verð kr. 15.700,- Staögreiðsluverð kr. 13.965.- EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.