Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982
45
Sjómannasögur sagðar.
fyrir fisk varð þessi garður ull.
Áfram með lúkarssögurnar.
Hver þjóð hefur sín sérstöku ein-
kenni í sagnagerð sem öðru, og
gæti ég trúað, að íslenskar lúk-
arssögur væru frekar þeirrar ætt-
ar að gabba með græskulausu
gríni, en að segja sögur í ætt við
Munkhásensögur Svía. Danir
segja sögur, þar sem þeir gera
grín að sjálfum sér og öðrum og er
venjulega einhver broddur í sög-
unni, nokkuð sem við íslendingar
og Færeyingar höfum aldrei getað
þolað, enda tökum við okkur mun
alvarlegar en Danir. Þeir eru
ennfremur sérfræðingar í alls
konar slanguryrðum til sjós og eru
þá stundum grófir, sem sagt er, og
einkennandi nöfn fundin um alla
skapaða hluti. Illa löguð skip eru
nefnd straujárnið, stuðpúðinn
kallaður jarðarberið o.s.frv.
Frakkar gera mikið grín að
landkröbbum og fákunnáttu
þeirra um allt er varðar sjóinn og
má svo lengi telja.
En hér kemur svo að lokum ein
sænsk, sem fylgdi áskorun til les-
enda Svensk Sjöfarts Tidning um
að senda blaðinu lúkarssögu:
Fiskimaður segir söguna: „Hann
var allhvass hjá okkur og allt í
einu fauk síld inn á þilfarið og
spriklaði og lamdi sporðinum við
dekkið. Ég var eldsnöggur, náði í
sporðinn á síldinni og slengdi
henni í tunnu hálffulla af sjó. Þar
þreifst síldin vel. Síðan bætti ég
vatni á tunnuna á hverjum degi,
þar til það var orðið ósalt og
ferskt og vandist síldin þessu vel.
Nokkru síðar urðum við vatns-
lausir og þraut þá einnig vatnið á
síldinni. Þessu vandist síldin einn-
ig og fór svo að hún hoppaði upp á
þvottafatið við tunnuna og síðan
um dekkið.
Síldarkvikindið varð hið mesta
tryggðatröll og stökk á eftir mér
eins og hundur og svaf orðið í koj-
unni. Þegar ég kom í land, fylgdi
hún mér einnig og skondraði þá
bísperrt um götur og stræti. Svo
var það dag nokkurn að ég fór út
að dorga og var síldin þá með mér,
eldhress að vanda. Hann brældi
þegar leið á daginn og hvað held-
urðu? Síldin kunni þá ekki lengur
við sig í sjó og varð sjóveik og
rann yfir lunninguna. Heldurðu að
hún hafi þá synt í burtu? Nei, ekki
aldeilis, helv. síldin drukknaði!"
Oft hentum við strákar í Eyjum
gaman að því sem haft var eftir
gömlum sjómanni frá tíð áraskip-
anna: Það var sagan af honum
Frið:
„Eitt sinn lentu þeir í svo miklu
austanveðri á honum Frið (en svo
hét skipið), að á lensinu fyrir
sunnan Bjarnarey hljóp skipið í
svo stórri öldu, að það sá yfir
Heimaey og ofan á Álsey."
Ég hef aðeins einu sinni um
dagana lent í verulegu fárviðri á
sjó og þegar við tókum höfn og
skipið fór á 3 sjóum inn Siglufjörð,
þá hljóp þetta listaskip, sem var
hæfilega og rétt lestað, þannig í
öldunni að framundan sá aðeins
himinn og æðandi ský. Þá datt
mér í hug sagan um Frið, og ég
brosti með sjálfum mér, þó að um
nóg annað væri að hugsa.
Þannig geta þessar sögur komið
í hugann á ótrúlegustu stundum,
en alltaf stytta þær sjómönnum
og öðrum stundir.
Sennilega eru íslenskar lúkars-
sögur staðbundnari en sögur ann-
arra þjóða eins og flestar gaman-
sögur okkar Islendinga. Mig minn-
ir að Laxness fjalli einhvers stað-
ar um þetta. Okkar sögur eru af
skrítnum köllum og kellingum og
til þess að sagan njóti sín, verður
að viðhafa nokkra leiklist og eftir-
hermur.
Víða eru til sögur um skemmti-
leg atvik, hnyttin tilsvör og gam-
anyrði. Það væri í senn fróðlegt og
skemmtilegt að halda þessu sam-
an og birta á tyllidögum eins og
sjómannadeginum.
AT T| ^ A í tilefni af Listahátíð höldum við sýningu í
I ^ 1 verslun okkar á silfurskarti og kvensilfri
r______r við íslenska þjóðbúninginn.
T T Á f | rÍT\ 1 gegnum tíðina höfum við sérhæft okkur
T MJ\ JL lL/ á íslensku kvensilfri, haldið við því besta
og unnið ný mynstur í þjóðlegum stíl.
Notið tækifærið og skoðið þessa litlu en
ágætu sýningu.
Silfursmíði í 100 ár
SKRAUTGRIPAVERSLUN
JÓNS DALMANNSSONAR
(fjullkistan
FRAKKASTI'G 10 SfMI 13160
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
Þl AIGLÝSIR I M ALLT
L.AND ÞEGAR Þl AUG-
LÝSIR I MORGl NRLADINT
Jf KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
EXTIR
IKUNHAR
□ananar uoie
oiaoer — cpn rauo UbA, stærO
100/113 — Epli rauð USA, stærð 125 — Epli græn
frönsk — Epli græn Granny Smith — Appelsínur
Jaffa — Greip Jaffa — Greip Outspan — Sítrónur
Outspan — Jaffa Topas — Perur — Vatnsmelónur
— Melónur gular Honey Dew — Nektarínur —
Avœado —
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundaðörðum 4, sími 85300