Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 „Ég fór fyrst á sjó á opnum ára- bát með föður mínum. Þá þekktist varla annað. Maður lærði meira í sjómennsku á þessum bátum en nokkrum öðrum, held ég. Það voru litlir bátar, tveggja rúma, átta fet á lengd. Gkki minnist ég þess að það hafi v.erið farið með sjóferða- bænir áður en róið var, en tekið var ofan pottlokið og menn signdu sig, sumir. Sjálfur gerði ég það ekki. Það er misviðrasamt þarna fyrir vestan og aðstæður til sjósókna þannig að þær sköpuðu oft hæfi- leika í mönnum til að bjarga sér sjálfum. Seinna fór ég á mótorbát frá Bol- ungarvík og síðan Hnífsdal og eftir því sem mér jókst þrek og aldur fór ég á stærri báta, 30 til 40 tonna, sem lágu úti og þóttu mikil skip á sínum tíma. Það sögðu sumir eftir að vélar voru komnar í bátana þyrfti ékki að biðja bæn áður en lagt væri í hann. Þannig trúðu menn á vélaraflið. Síðan lá leið mín á línubátana. Ég var á Fróða hjá Þorsteini Eyfirðingi, mikilli aflakló og sómamanni. Hann var mér eins og faðir. Þá var ég 17 ára orðinn en hjá Þorsteini var ég þar til ég fór í Sjómannaskólann í Reykjavík 21 árs. Þaðan tók ég stýrimannspróf 1930 og varð stýrimaður á Fróða hans Þorsteins. Þá var kreppa. Ég fór á Venus systurskip Fróða en það réri frá Vestmannaeyjum og síðan var ég á ýmsum bátum á skaki eða línu. Var meðal annars á togaranum Tryggva gamla þar sem var skip- stjóri Snæbjörn Ólafsson, ekta maður. Einn af þessum traustu sem skiptu aldrei skapi hvað sem á gekk. Gargarar voru þeir kallaðir, sem hoppuðu og stöppuðu, öskruðu og kölluðu og börðu sig utan ef eitthvað bjátaði á. En slíkur var Snæbjörn ekki. Ég held það sé einn besti skóli fyrir menn til sjós að vera með mönnum eins og Snæ- birni. Það eru yfirleitt traustir og góðir fiskimenn. Lítið fékkst fyrir fiskinn í krepp- unni. Svona þrír til fjórir aurar fyrir kílóið af fiski upp úr sjó. Þá voru ekki teknir nema úrvalsmenn á skipin, framboðið var svo mikið, og þeir, sem komust slepptu ekki plássi fyrir sitt litla líf ef þeir gátu haldið því. Þetta breyttist vitan- lega allt í stríðinu. Þegar ég fór af Tryggva gamla var ég um tíma á Reykjanesinu frá Reykjavík en það sökk undan mér á síldveiðum 1942. Þá fór ég að sigla til Englands og slapp alveg við að skotið væri á mig. Frá Hafnarfirði réri ég um tíma en þar kom að ég keypti bæ- inn Höfðabrekku austur í Mýrdal og þar með hætti ég sjómennsk- unni um langt árabil. Þegar ég gerðist bóndi á Höfða- brekku tók ég að mér að vera for- maður björgunarsveitarinnar í Vík í Mýrdal. Fyrsta strandið, sem ég vann að björgunarstörfum við, var í mars 1946, þegar Grimsbytown strandaði á svokallaðri Dyn- skógarfjöru. Samkvæmt gömlum munnmælasögum á að hafa verið þar byggð, sem Katla lagði í eyði. Staðurinn er rétt austan við Blautukvísl á Mýrdalsandi. Á þeim stað strönduðu fjögur skip þann tíma sem ég var formaður björg- unarsveitarinnar og síðan þá held ég að tvö skip hafi strandað á þess- um stað. Persíus frá Englandi man ég að strandaði þarna en það náðist nú út aftur með því að losa það við farminn, sem það flutti. Það voru járnstangir, sem menn frá Kirkju- bæjarklaustri náðu mörgum árum seinna upp úr sandinum og seldu. Þá strandaði þar belgískur togari, sem ég man ekki í svipinn hvað hét og loks strandaði þar togarinn Hafþór 1962. Það er einkennilegt hvað skipin hafa sótt í þennan sama stað en það gæti verið vegna straumkasts frá Blautukvísl, sem þvingað hefur skipin upp í sand- ana. Skipstjórinn á Grimsbytown var blindfullur þegar skip hans strand- aði og hafði verið það í þrjá daga. Hann hafði misst út þrjá menn í vonskuveðri þremur dögum áður en hann strandaði og lagðist eftir það í koju og drakk sig fullann. Við átt- um tiltölulega greiða leið að skip- inu. Það voru átta til níu vindstig og haugasjór, sem gekk miskunn- arlaust yfir skipið. Skipstjórinn þverneitaði að fara upp á hvalbak Frá vinstri: Keynir Kagnarsson, Kagnar Þorsteinsson og Þorsteinn Kagnarsson. Myndin er tekin 1968 i Slysavarnafé- lagshúsinu í Reykjavík en þá voru allir feðgarnir starfandi í björgunarsveitum eða deildum Slysavarnafélagsins. Akranes „Sjá bara fjöllin í fjarska en ekki strandlengjuna(í Spjallað við Ragnar Þorsteinsson, sem um áraraðir var formaður björgunarsveitar í Vík í Mýrdal Hann kennir sig við Höfðabrekku austur í Mýrdal þar sem hann var bóndi í 25 ár. Heitir Ragnar Þor- steinsson og býr nú á Akranesi. Hann var lengi sjómaður, lengi bóndi, tók síðan til við að telja pen- inga í Seðlabankanum og gerði það í ein níu ár og flutti svo á Akranes þar sem hann keypti sér trillu og stundar nú ofurlitla útgerð. Ég hitti hann að máli á Akranesi fyrir stuttu og við spjölluðum örlítið saman. Bað hann fyrst um að rifja upp sjómennskutíð sína og segja svo örlítið frá því þegar hann var formaður björgunarsveitar- innar í Mýrdal og ströndum austur á söndunum. Ragnar er fæddur 1908 og er uppalinn vestur á ísafirði. og í björgunarstól sem tæki hann í land, heldur lá hann í koju sinni og hreyfði sig hvergi. Þetta var bolta- karl og vildi slá okkur og allt mögulegt. Við höfðum það af eftir nokkurt þref og stympingar að fá skipstjórann úr kojunni og upp í skipið. Sjórinn gekk svoleiðis yfir okkur að við vorum oft í bólakafi í lengri tíma og áttum fullt í fangi með að halda okkur í en náðum skipstjóranum samt upp á hval- bakinn eftir illan leik. Þegar til kom vildi skipstjórinn alls ekki fara í björgunarstólinn en hann hafðist í hann fyrir rest með látum og ég varð að binda hendurnar á honum við stólinn svo hann kastaði sér ekki úr honum. Við náðum hon- um á endanum í land og hann dauðskammaðist sín fyrir þetta allt saman. Ég hafði enga samúð með manninum. Aðra skipverja sakaði ekki. Það er erfitt með sand- ana. Sjómennirnir sjá bara fjöllin í fjarska en ekki strandlengjuna. Þetta var í þriðja sinnið, sem þessi skipstjóri missti skip og ég held hann hafi ekki fengið annað. Ann- ars var þetta frekar auðveld björg- un. Erfið björgun var þegar togar- inn Hafþór strandaði. „Það var í febrúar ’62. Það hafði verið mikið hörkufrost á söndunum og þykkur ís lá á ánum. Snjóað hafði ofan á ísinn svo það þyrfti ekki nema hlána örlítið þá færi allt af stað. Það kom til okkar karl á Höfðabrekku og sagði að Hafþór væri strandaður einhverstaðar við Blautukvísl en hann vissi ekki nákvæmlega hvar. Við, ég og sonur minn Reynir, fórum strax af stað en klukkan var tíu um kvöld. Hann var orðinn vestlægur og farið að hlána. Við vorum á rússajeppa, en þeir, sem komu frá Vík voru á trukkum og snjóbíl, flestir komnir beint af dansleik, sem haldinn var þetta kvöld. Við urðum fljótlega að skilja tvo bíla eftir vestan við Blautukvísl. Þau skilyrði sem þarna voru, skap- ast ekki nema á áratuga fresti, þeg- ar hlánar eftir mikla snjókomu og frost og sandurinn verður allur einn hafsjór. Við lentum fljótlega í vandræðum með rússajeppann. Hann drap tíðum á sér og við urð- um að láta einn trukkinn, sem við kölluðum Hálegg vegna þess hve hátt var undir hann, ýta rússanum yfir verstu kaflana. Ragnar Þor- steinsson. Myndin er tekin 1962 í Al- þingishúsinu þar sem hann tók á móti viðurkenn- ingu sjómanna- dagsins fyrir frekilegt björgun- arafrek á skipverj- um á togaranum Hafþóri. Einhvern tíman um miðja nótt- ina komumst við austur að Mosa- landskvísl. Þá var hún byrjuð að ryðja af sér ísnum. Við stoppuðum þar og ég óð út í til að kanna dýpið en þegar ég var rétt búinn að ganga einn þriðja af ánni, náði vatnið mér upp undir hendur. Ég sneri við og okkur þótti ekki viðlit að komast þarna yfir. Við brutumst því upp með ánni þar til við komumst yfir á ís fótgangandi. Við sáum neyðar- blys frá Hafþóri og gátum staðsett togarann nokkuð nákvæmlega. Við vorum heppnir að sjá þetta neyðar- blys því við héldum að togarinn væri mun vestar. Við komumst fljótlega að Haf- þóri en vegna þess að hvellhetturn- ar í línubyssuna höfðu blotnað þeg- ar ég óð útí Mosalandskvísl, batt ég línu í son minn, sem óð út í brim- garðinn og kom til skipverjanna línu. Það tók síðan ekki nema rétt um korter að bjarga skipverjunum með björgunarstólnum, sem við komum út til þeirra. Þeir voru ekki nema fimm og enginn þeirra slasaður eða mjög þjakaður. En þá var þrautin þyngri að komast til baka. Við gengum með ströndinni að bílunum, sem við þurftum að skilja við vestan við Mosalands- kvísl. Einn björgunarmannanna var með brennivínsflösku með sér. Hann hafði verið á ballinu í Vík. Ég taldi það ekki gera mikið til þó hann gæfi einum skipverjanum sopa til hressngar á leiðinni að Mosalandskvíslinni en þá vildi einn björgunarmannanna líka fá og hann svolgraði svo úr flöskunni að hann „dó“ skömmu seinna. Lá bara kylliflatur eins og hann hefði verið skotinn. Við vorum einn og hálfan tíma að kvíslinni. Vatnið í Mosalandskvísl var orð- ið hnédjúpt ofan á ísnum og það var varla nokkur leið að komast yfir hana með skipbrotsmennina og þann „dauða". Það var mun erf- iðara að fara þessa leið til baka að kvíslinni því ísinn á söndunum var alltaf að brotna meira og meira upp. En þetta voru sprækir menn af Hafþóri, Pálmi Sigurðsson skip- stjóri. Það hafa sennilega verið tveir á vakt. Vont í sjóinn, suð- vestan ruddi og dimmviðri og þeir hafa lent grunnt fyrir þar sem straumarnir frá Blautukvísl hefur kastað þeim að landi austan við hana Við komumst þó við illan leik yf- ir Mosalandskvíslina og komumst síðan án mikilla erfiðleika í skip- brotsmannaskýli við Hjörleifs- höfða, sem hafnfirskar slysavarna- félagskonur höfðu staðið fyrir byggingu á. Við hituðum upp kof- ann og fengum okkur súpu. Vorum orðnir blautir og hrjáðir, sem eðli- legt var. Við komum aftur til Víkur klukkan tíu um morguninn. Fyrir þessa björgun fékk sveitin afreks- orðu sjómannadagsins ’62. Það var óttalegur slysafaraldur á söndunum um þetta leyti. Wire Conquror frá Englandi sigldi beint í land á Höfðabrekkufjöru í norðan aflandsvind. Varla nema fjögur til fimm vindstig. Hann náðist reynd- ar út eftir viku. Skipstjórinn hélt hann hefði verið minnsta kosti 100 mílur frá landi þegar hann strand- aði. Vegmælirinn hjá honum hefur sennilega verið heldur úti að aka. Það voru líka farnir margir björgunarleiðangrar á landi. 1952 hrapaði Neptúnusflugvél frá Varn- arliðinu með sjö mönnum innan- borðs á Mýrdalsjökli rétt utan í há- bungunni. Veðrið var svo vitlaust að það var ekki fyrr en eftir sex eða sjö daga, sem þyrlu tókst að lenda á jöklinum og það fannst einn mað- ur af áhöfninni og ekkert annað. En svo kom þetta allt fram undan jöklinum á síðasta ári. Jökullinn skilar öllu fyrr eða síðar. Það var brjálað veður þegar við fórum upp að jöklinum í leit að vélinni, sem var sögð rétt austan við Keilugjá, sem var tóm vitleysa. Við tjölduðum við gjána og við þurftum að moka snjó af tjöldun- um með vissu millibili þegar við höfðum reist þau. Við vorum blaut- ir af snjónum og um morguninn fraus allt. Við vorum eins og skrímsli, sem hringlar í. Fötin voru eins og þau væru að brotna utan af okkur. Við gengum niður með jökl- inum að austan því ekki var viðlit að halda lengra. Þannig fór líka fyrir þeim sem reyndu að fara á jökulinn að vestanverðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.