Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 48
AUCLYSINCÍASIMINN EH 22480 JRfreunbU&ib AUGLÝSINfiASÍMINN ER: 22480 |R*r0oabUbib SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 Laxveiði með minnsta móti LAXVEIÐI er nú hafín í tveimur ám, Norðurá í Borgarfirði og Laxá á Ásum. Hefur veiðin gengið mjög treglega, ekkert hefur veiðst í Laxá og þrír fiskar hafa komið á land í Norðurá, en þeir veiddust allir fyrsta daginn. I samtali við Morgunblaðið sagði Haukur Pálsson, bóndi á Röðli, að ekkert hefði veiðst tvo fyrstu dagana í Laxá á Ásum, en hinsvegar hefðu veiðimenn talsvert orðið varir við hoplax. Haukur sagði, að lax væri far- inn að ganga í ána og hefðu veiðimenn séð laxa stökkva neð- arlega í ánni. Þar hefði augljós- lega verið göngulax á ferð. í veiðihúsinu við Norðurá fengust þær upplýsingar að áin væri enn mikil að vöxtum og aurlituð. Þrír fiskar voru komn- ir þar á land, eins og áður sagði. Menn voru hins vegar heldur bjartsýnir, því minnkandi vatn var í ánni og útlit fyrir betri veiðiaðstæður. Enginn skreiðar- innflutning- ur til Nígeríu Nígeríustjórn hefur ekki enn heimilað á ný innflutning á skreið, en áður höfðu útflytjend- ur skýrt frá því, að þess væri að vænta að einhver innflutningur yrði heimilaður í maímánuði. Magnús Friðgeirsson hjá sjávarafurðadeild Sambandsins sagði í samtali við Morgunblað- ið, að hann gerði ekki ráð fyrir, að neinar fréttir til hins betra bærust frá Nígeríu fyrr en í næsta mánuði. Hinsvegar væru útflytjendur í stöðugu sam- bandi við sína umboðsaðila í Nígeríu og fylgdust með fram- vindu mála. Eitthvað mun nú vera búið að hengja upp af skreið, sem verk- uð er fyrir Ítalíumarkað, en töl- ur um magn eru ekki haldbærar ennþá að því er Morgunblaðinu var tjáð. Hnegg og vængja- þytur á Sandskeiði HESTAMÖNNUM og flugmönnutn lenti saman á Sand- skeiði laust fyrir miðnætti á fóstudagskvöld. Lögreglan í Reykjavík var kölluð á vettvang til að skakka leikinn, en þegar hún kom hafði rúða brotnað í félagsheimili svif- flugsmanna, hestar fælst og mörg „vel valin“ orð fokið milli deiluaðila. Nokkur aðdragandi er að deilu þessari. Svifflugmenn hafa aðstöðu á Sandskeiði og á undanförnum árum hafa þeir unnið að ræktun svæðisins. Hestamenn á höfuðborgarsvæð- inu þurfa aftur á móti að kom- ast leiðar sinnar um sama svæði, ef þeir hleypa heimdrag- anum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Svifflugmenn segja hestamenn eyðileggja ræktun og flugbrautir, svo hætta geti starfað af. Hestamenn segja flugmenn loka af einu leiðinni sem hestum þeirra sé fær — annars bíði þeirra hraunið með tilheyrandi hófameinum. Á föstudagskvöldið áttu um 10 hestamenn með nokkru leiri til reiðar leið um Sandskeið. Til orðaskipta kom og litlu síðar steypti lítil rella sér niður að hesatmönnunum, sem hestum og knöpum líkaði miður og í framhaldi af því var gerður að- súgur að athvarfi flugmanna. Eins og fyrr segir skakkaði lögrelgna leikinn. Knapar og flugáhugamenn skiptast á skoðunum fyrir utan félagsheimili svifflugmanna á Sandskeiði á föstudagskvöld. Ljóon. Mbi. rax. Góð hrognkelsa- veiöi Akurnesinga Akranesi, 4 júní. TOGARARNIR Krossvík og Skipa- skagi komu til Krossvíkurhafnar í gær með afla til löndunar. Krossvík- in var með 95 lestir og Skipaskagi með 75 lestir. Aflinn var blandaður fiskur. Hrognkelsaveiði er ágæt um þessar mundir allt í kringum skagann og unnið á öllum stöðvum af fullum krafti að aflanum eins og stendur. Flugleiðir: Samið um pílagrímaflug frá Alsír fyrir 100 milljónir kr. — einn stærsti pílagrímasamningur sem um getur, 35 þúsund manns með fjórum DC-8-þotum og Júmbó-breiðþotu FLUGLEIÐIR hafa með fyrirvara undirritað einn stærsta samning um pílagrímaflug, sem um getur hjá einum aðila, en Air Alsír bauö Flugleiðum að annast allt píla- grimaflug frá Alsír nk. haust með 35 þúsund farþega til Jedda og síöan heim aftur. Flugleiðir buðu í að flytja hluta af þessum farþegum, en eftir að 45 flugfélög höfðu gert tilboð, sneru Alsírmenn sér til Flugleiða og er hér um að ræða samning upp á 9—10 milljónir dollara eða yfir 100 milljónir króna og flutninga með fjórum DC-8-þotum og einni Júmbó- breiðþotu, Boeing 747. Flugið verður í september og október og munu um 230—250 starfs- menn vinna við það, en aðeins hluti af því starfsliði verður úr hópi fastra starfsmanna Flug- leiða. Áður hafa Flugleiðir verið með mest tvær DC-8-þotur í pílagrímaflugi frá Alsír. Reikn- að er með að ein DC-8-vél verði frá Flugleiðum, en hinar vélarn- ar verða leigðar og er í athugun að leigja áttur frá SAS eða World Airlines og Júmbó frá Boeing-verksmiðjunum. Veru- legur hluti áhafna verður þá er- lent fólk. Endanlega verður gengið frá undirritun samnings við Air Alsír fyrir 20. júní nk. Bíll ónýtur eftir veltu FÓLKSBIFREIÐ úr Hveragerði er gjörónýt eftir veltu í fyrrinótt, en ökumaður og tveir farþegar, sem i bifreiðinni voru, eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að reða, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Árnessýslu í g*r. Bifreiðin valt í Reykjadal í ölf- usi, inn af Hveragerði, í fyrrinótt, eftir að ökumaður hafði ekið á staur og misst stjórn á bifreiðinni. Lögregla kom á vettvang og flutti hina slösuðu til Reykjavíkur til aðhlynningar og rannsókna, en meiðsli reyndust ekki mjög alvar- leg. Ævintýri á gönguför Þesxi þrjú hreindýr hafa sprangað um götur og garða Kskifjarðar siðustu daga. Ekki er hræð.slunni fyrir að fara þvi dýrin þiggja brauðhita og annað góðgæti úr hiindum þeirra sem það vilja við l>'«ni MW. IMrí ,7i *ll«tí I! Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.