Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 Nokkur hópur unglinga úr Reykjavik lagði i gær af staö til Þingvalla i hjóhim, en ráðgert var að gista i Valhöll á Þingvöllum i nótt og halda siðan aftur í bæinn í dag. Myndina tók Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, þegar hjólreiðakapparnir voru að leggja af stað um hádegisbilið frá Hollywood. Nábúadeilur á Bergþórshvoli: Eggert krefst lögbanns við notum séra Páls af túnum prestsetursins Fegurðarsam- keppni íslands í Broadway í kvöld FEGURÐARSAMKEPPNI íslands fer fram í Broadway í kvöld, sunnudag, 6. júní. Keppt verður um titlana ungfrú ísland ’82, ungfrú Reykjavík ’82, Ijósmyndafyrirsætan ’82 og fulltrúi ungu kynslóöarinnar ’82. Sjö manna dómnefnd sker úr um hverjar hljóta þessa titla, nema blaðaljósmyndarar velja Ijósmyndafyrirsætuna ’82. Auk þess velja stúlkurnar sjálfar úr sínum hópi „vinsælustu stúlkuna“. Fegurðardrottning íslands 1980, Elísabet Trausta- dóttir, krýnir fegurðardrottningu íslands 1982 og fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980, Unnur Steinson, krýnir fulltrúa ungu kynslóöarinnar 1982. Valdir verða fulltrúar í eftirtaldar keppnir: Miss Universe, Miss Scandinavia, Miss Nation, Miss World, Miss Young International og Miss Internation- al. Stúlkurnar koma fram bæði á sundfötum og í kjólum og Heiðar Jónsson verður kynnir. Auk þess sýna Model ’79 undir stjórn Sól- eyjar Jóhannsdóttur, Dansflokkur Sóleyjar mun sýna Meistarastykk- ið sem Sóley samdi við lag Mezzo- forte, og Kiri Peru mun sýna EGGERT Haukdal, alþingismaður og bóndi á Bergþórshvoli 2, hefur farið fram á lögbann við notum séra Páls Pálssonar, prests á Bergþórs- hvoli, á meginhluta túna prestseturs- ins. Böðvar Bragason, sýslumaður í Rangárvallasýslu, hefur vísað mál- inu til dómsmálaráðuneytisins, þar sem hann telur sig vanhæfan að úr- skurða í málinu vegna fyrri afskipta sinna af því. Eggert Haukdal hefur nýbýlið Bergþórshvol 2 til ábúðar ásamt eignarjörð sinni Káragerði, sem liggur að Bergþórshvoli 2. Hann telur sig einnig hafa umrædd tún á leigu frá séra Páli Pálssyni. Deilur Eggerts og séra Páls um afnot af túnum prestsetursins Bergþórshvols 1 hafa nú staðið í um tveggja til þriggja ára skeið. Séra Páll Pálsson sneri sér fyrir nokkrum mánuðum til Rannsókn- arlögreglu ríkisins og sakaði Egg- ert Haukdal um yfirgang gagn- vart sér og fjölskyldu sinni. Hann sakaði Eggert Haukdal m.a. um að hafa dregið dauða hryssu inn á tún sitt og látið hræið liggja úldn- andi í um mánaðartíma, sér og sinum tii ama og armæðu, uns Eggert loks fjarlægði það. Rannsóknarlögregla ríkisins vísaði málinu til Saksóknara til úrskurðar. Allan Magnússon, full- trúi sýslumanns í Árnessýslu var skipaður setudómari í málinu og eftir að hafa lokið við rannsókn sendi hann málið til saksóknara, en af ákæruvaldsins hálfu var Sjómannadagsblaðið Þegar blaðamenn Morgunblaðs- ins ýttu úr vör til þess að afla efnis í sérstakt sjómannadagsblað undir kjörorðinu „Þeir fiska sem róa“, var stefnt að góðum afla, en það fór heldur betur úr böndunum, því við lentum í svipaðri aflahrotu og í fyrra, og má segja að við verðum að tvísækja, þvi talsverður hluti af efninu rúmaðist ekki á síðum blað- sins í dag. Við höldum því upp á annan í sjómannadegi nk. mið- vikudag og birtum þá það efni sem ekki rúmaðist innanborðs á síðum blaðsins í dag. Sjómannadagsefni Morgun- blaðsins byggist á tugum viðtala við sjómenn, um sjósókn, lífið og tilveruna, gaman og alvöru og sérstakur þáttur í blaðinu er undir nafninu Sögur af sjómönn- um, lúkarssögur, sem oft á tíðum eru meitlaðar mannlýsingar, þótt yfirleitt sé um gamansögur að ræða. Þá eru heimsóknir í ýmsar verstöðvar landsins, en vegna illsku í veðri að undan- förnu náðum við ekki að heim- sækja ýmsa staði sem okkur fannst lóða á. Oddgeirs- varðinn vígð- ur í Eyjum Á dagskrá sjómannadagsins í Vestmannaeyjum í dag er m.a. sér- stakur liður sem er vígsla minnis- varða um Oddgeir heitinn Kristjáns- son tónskáld. Minnisvarðinn er byggður sem útileiksvið, sérstaklega hannað fyrir flutning hljómsveita, en ýmis félög og einstaklingar í Eyjum hafa staðið fyrir því að reisa mann- virkið, sem er staðsett í hjarta bæj- arins, á Stakkagerðistúninu, þar sem útisamkomur í bænum eru haldnar. Vígsla Oddgeirsvarðans er með þeim hætti að Magnús Jónasson frá Grundarbrekku rekur bygg- ingarsögu varðans, Svava Guð- jónsdóttir, ekkja Oddgeirs, af- hjúpar mannvirkið, séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson Eyjaklerkur flytur bæn, Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi afhendir Oddgeirsvarð- Oddgeir Kristjánsson ann og síðan leikur Lúðrasveit Vestmannaeyja nokkur Oddgeirs- lög, en Oddgeir stjórnaði henni um áratuga skeið og þá mun Kirkjukór Landakirkju syngja nokkur af lögum Oddgeirs, en höf- undar flestra ljóða við Oddgeirs- lögin eru Ási í Bæ, Árni úr Eyjum og Loftur Guðmundsson. ekki krafist frekari aðgerða í mál- inu og var báðum aðilum tilkynnt það. ____t ( t____ Yfirvinnubann í heimahöfnum TEKID skal fram vegna fréttar í Mbl. í gær, að komi yfirvinnubann félaga í Farmanna- og fiskimanna- sambandinu til framkvæmda 14. júní, tekur bannið aðeins til vinnu á heimahafnarsvæði. Yfirvinnubann- ið, ef af verður, hefur því áhrif í Reykjavík, Hafnarfirði, Gufunesi, Straumsvík, Keflavík og Njarðvík. Rolling Stones með Arnarflugi MICK Jagger og félagar hans í Roll- ing Stones tóku eina af þotum Arn- arflugs á leigu í síðustu viku. Þotan, sem er af gerðinni Boeing 737, er í leigu hjá Britannia og flaug hljómsveitin ásamt 20 manna fylgd- arliði og hafurtaski frá London til Aberdeen. Flugmenn í þessari ferð voru þeir Karl Bragi Jóhannesson og Mekkínó Björnsson. Félagarnir í Rolling Stones voru ánægðir með ferðina og í lok hennar sendu þeir flugstjórunum gjöf fram í flug- stjórnarklefann. Málverkasýning I Luxemborg EINN AF stjórnarmönnum Cargolux, Gust Graas, sem haft hefur margvísleg samskipti við íslendinga og er jafnframt yfirmaður útvarpsstöðvanna í Lux- emborg, efnir um þessar mundir til sýningar á málverkum sínum i Luxem- borg, en auk annarra starfa er Gust Graas listmálari. Sýningin hefur staðið yfir frá 14. mai sl. og henni lýkur hinn 8. júni nk. Sýning Gust Graas er í Galerie Kutter, Luxembourg — Ville 17, Rue des Bains. Sýningin er opin daglega kl. 9—12 og 14—18.15. Lokað er fyrir hádegi á mánudag. Meðfylgjandi mynd sýnir eitt af verkum Gust Graas. Trúðurinn Rúben og gönguferð um Breiðholt — meðal atriða á Listahátíð í dag GÖNGUFERÐ um Breiðholt III, skemmtun sænska trúðsins Rubens og vísnasöngur sænska söngvarans Olle Adolphsons, er meðal þess, sem um er að vera á Listahátíð í Reykjavík i dag, sunnudag. Auk þess eru svo opnar ýmsar sýningar viða um borgina í tilefni hátiðarinnar, eins og áður hefur verið skýrt frá, svo sem á Kjarvalsstöðum, i Ásmundarsal, Gallerí Langbrók og Nýlistasafninu. Gönguferðin um Breiðholt er undir leiðsögn arkitekta í sam- vinnu við Framfarafélag Breið- holts. Verður göngunni hagað þannig, að sem heillegust mynd fáist af Breiðholti III. Færi mun gefast á að ræða við höfunda skipulagsins um skipulagsforsend- ur og hvernig til hefur tekist við úrvinnslu, en í hverfinu má sjá nánast allar gerðir íbúðarhúsa. Farið verður klukkan 10 árdegis frá bensínstöðinni við Norðurfell. Trúðurinn Rúben treður upp í Norræna húsinu klukkan 16 í dag. Hann er talinn hafa til að bera allt það sem krafist er af trúðleik- ara, svipbrigði, látbragðsleik, akr- obatik, tónlist og fleira. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram hér á landi, en hefur margsinnis kom- ið fram á öllum hinum Norður- löndunum, og hingað kemur hann beint frá sirkusmóti í Moskvu og er á leið til Kanada. Olle Adolphson er kunnur vísnasöngvari í heimalandi sínu, og er hann ásamt Sven Bertil Tau- be talinn hafa átt einna mestan þátt í að endurvekja áhuga ungs fólks á vísnasöng. Þá er í dag á dagskrá franska leiksýningin Flugmennirnir, sem fjallar um tvo flugmenn í síðari heimsstyrjöld- inni, byggt er á látbragðsleik og slögurum sungnum á ensku. Á morgun, mánudag, er á dagskrá tónleikar Gidon Kremers og Oleg Maisenbergs í Háskóla- bíói, önnur sýning á Silkitromm- unni eftir Atla Heimi í Þjóðleik- húsinu og listsýningar eru áfram opnar. Messur í Hafnarfirði GUÐSÞJÓNUSTA verður í Hafn- arfjarðarkirkju í dag, sunnudag, kl. 11 árd. Sóknarprestur messar. Þá verður sjómannamessa í Hrafnistu í Víðistaðasókn kl. 11 árd. Sóknarpresturinn messar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.