Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 JWtrjspii Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 8 kr. eintakiö. Sjávarútvegur hefur um áratugaskeið verið und- irstöðugrein í íslenzkum þjóðarbúskap. Hann hefur lagt til bróðurpart þeirra verðmæta, sem borið hafa uppi framfarir í þjóðfélag- inu, þ.e. þá breytingu á lífsháttum og kjörum þjóð- arinnar sem orðið hefur á þessa.ri öld. Og það var stórt skref, sem stigið var á skömmum tíma, frá óör- yggi og fátækt hins frum- stæða samfélags fyrri tíma til tæknivædds velferðar- samfélags á líðandi stund. Utfærsla íslenzkrar fisk- veiðilögsögu í 200 mílur, sem framkvæmd var í for- sætisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar og sj ávarútvegsráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar, bægði útlendum veiðiflot- um endanlega af íslands- miðum, og styrkti verulega stoðir efnahagslegs sjálf- stæðis þjóðarinnar. Til þessarar aðgerðar er ekki sízt að rekja þá aukningu í þjóðarframleiðslu og þjóð- artekjum, sem orðið hefur í íslenzkum þjóðarbúskap á síðustu árum, þó fleira komi til. Mestur sjávarafli, sem íslenzkir sjómenn hafa fært til hafnar, fékkst árið 1979, eða 1.648 þúsund tonn fiskjar. 2% rýrnunar þjóðartekna á mann 1982. Samhliða versnandi viðskiptakjörum og rýrn- andi þjóðartekjum hefur röng stjórnarstefna í skattamálum, gengisstýr- ingu og verðlagsmálum veikt stöðu atvinnugreina, m.a. í sjávarútvegi, enda setur vaxandi taprekstur, bæði í veiðum og vinnslu, eðlilegri þróun í sjávarút- vegi stólinn fyrir dyrnar — og hefur gert um missera bil. Þá hafa stjórnvöld beinlínis torveldað heil- brigða stefnumörkun um veiðisókn, til samræmis við veiðiþol nytjafiska , með því að stuðla að stækkun fiskveiðiflota, sem var of stór fyrir, þann veg að minnkandi afli skiptist á fleiri úthöld. Þetta þýddi allt í senn: meiri taprekst- sinn nokkuð í sjávarút- vegsráðherratíð Matthías- ar Bjarnasonar, 1974—1978. Síðan hefur af- tur hallast á þeirra hlut. Það er dæmigert, að í hvert sinn sem vinstri stjórn er í landinu, eða vinstri flokkar fara með sjávarútvegs- og kjaramál í landsstjórn, versnar hlutur sjómanna í samanburði við aðrar starfsstéttir. Mergurinn málsins er þó sá, að rekstr- arstaða útvegsins hefur skekkst þann veg, á undan- förnum þremur til fjórum árum, að komið hefur niður á öllum hagsmunaaðilum í fiskveiðum, sjómönnum engu síður en útgerðaraðil- um. Talið er að hátt í sex þús- und manns hafi atvinnu af fiskveiðum og hátt í tíu þúsund manns atvinnu af undirstaða afkomu mun stærri hluta fólks í landinu en menn gera sér almennt grein fyrir, og engu veiga- minna haldreipi byggðar í landinu öllu en t.d. landbúnaðurinn, að honum þó ólöstuðum. Það kann því ekki góðri lukku að stýra þegar þann veg er búið að þessum undirstöðuatvinnu- vegi, að meðaltap á togara skuli vera milli 30 og 40%, miðað við núverandi rekstrarskilyrði, svo dæmi sé tekið. í dag er hinn árlegi sjó- mannadagur. Það er því e.t.v. ekki við hæfi að þylja hér raunarullu um rekstr- arstöðu sjávarútvegs- greina. En óhjákvæmilegt er, ef menn vilja leysa ein- hvern vanda, að horfast í augu við hann, gera sér grein fyrir orsökum og af- leiðingum, og hefjast síðan handa um að færa málin til betri vegar. Engum er þetta ljósara en sjómönn- um sjálfum, sem í starfi sínu þurfa svo oft að bregð- ast við óvæntum aðstæð- um, og vita, að hik er oft það sama og tapa leiknum. Morgunblaðið árnar ís- lenzkum sjómönnum heilla á hátíðsdegi þeirra og læt- ur í ljós þá von, að þannig verði búið að þessari undir- stöðugrein þjóðarbúskapar okkar í framtíðinni, að hún megi hér eftir sem hingað til vera hornsteinn efna- hagslegs sjálfstæðis þjóð- arinnar og batnandi lífs- kjara í landinu. Á siómannadegi Nú virðist sem þeir möguleikar, sem útfærsla landhelginnar gaf, séu full- nýttir, a.m.k. í bili. Fram- leiðsla sjávarafurða, sem jókst um 15% 1979 og 10% 1980,j ókst aðeins um 1,5% 1980 — og í ár horfir til samdráttar. Þessu veldur m.a. hrun loðnustofnsins og breytt aflasamsetning, þ.e. lægra hlutfall þorsks en hærra hlutfall verðminni tegunda í heildarafla. Þjóð- hagsspá stendur af þessum sökum — og fleirum — til ur, verri rekstrarstöðu út- gerðar og lægri tekjur sjó- manna en verið hefði, ef hyggindi hefðu ráðið ferð. Röksemdir viðkomandi stjórnvalda fyrir innflutn- ingi veiðiskipa, jafnvel gamalla skipa, hafa verið mjög hæpnar, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, og sætt gagnrýni bæði sjó- manna og útvegsmanna. Ekki fer á milli mála að sjómenn, sem dregizt höfðu aftur úr starfsstéttum í landi, kjaralega, réttu hlut fiskvinnslu. I hliðarstörf- um við þessar atvinnu- greinar, hvers konar þjón- ustu við fiskveiðiflotann og fiskvinnslufyrirtækin, sem og almenn þjónustustörf, sem frumvinnslugreinar fæða af sér, vinna tugþús- undir fólks. Sjávarútvegur er í mörgum tilfellum eini eða aðalatvinnuvegur þéttbýlisstaða vítt um land. Hann er því ekki aðeins höfuðgrein íslenzkrar út- flutningsframleiðslu og gjaldeyristekna heldur Versnandi lífskjör Lífskjör hafa versnað verulega á undanförnum fjórum árum. Minnkandi kaupmáttur kemur fram í vísitölumælingu, en lífs- kjörin hafa versnað meir en vísi- talan gefur til kynna. Hún er löngu hætt að gefa rétta mynd af neyzluvenjum þjóðarinnar og framfærslukostnaði. Launþegar sjálfir eru dómbærastir um það, hver afkoma þeirra er og langt er síðan fólk hefur jafn almennt kvartað undan því, hversu erfitt sé að ná endum saman. Þessi versnandi lífskjör eru íhugunarefni fyrir okkur. Oft hafa miklar sveiflur verið í afkomu þjóðarinnar og samanburður við lífskjör í nágrannalöndum verið ákaflega misjafn. Stundum höfum við staðið jafnfætis þeim og jafn- vel búið við betri afkomu. Á öðr- um tímum hafa lífskjör okkar ver- ið lakari. Þetta leiðir að sumu leyti af eðli atvinnuvega okkar, en ekki að öllu leyti. Nú verður að teljast næsta augljóst, að mjög hefur hallað undan fæti hjá okkur í saman- burði við nágrannaþjóðir. Um þetta má nefna mörg dæmi. Fyrir viku var höfundur þessa Reykja- víkurbréfs staddur á markaðs- torgi í Beigiu. Ekki fór á milli mála, að matvæli á íslandi eru tvisvar til fimm sinnum dýrari en þar. Önnur dæmi má nefna, sem áhrif hafa á lífskjör í þessum löndum. Þannig má búast við, að bifreiðir séu um þrisvar sinnum dýrari á Islandi en í sumum Evr- ópulöndum og augljóslega er dýr- ara fyrir okkur íslendinga að ferð- ast en þjóðir á meginlandi Evrópu. Það leiðir af legu landsins. Það er dýrt að komast héðan. Vissulega má segja, að hér komi á móti mikið atvinnuleysi í flest- um Evrópulöndum, sem við eigum ekki við að stríða hér. Engu að síður er mismunur í lífskjörum áreiðanlega ein meginástæðan fyrir þeim landflótta, sem við höf- um áhyggjur af. íslendingar kynn- ast nú fleiri löndum en áður og aðstæðum þar. Menntun er al- mennari og fólk á auðveldar með að afla sér atvinnu í nágranna- löndum, þar sem lífið er þægilegra og áreynsluminna, streitan ekki eins mikil og hér. Við verðum að una því, að afkoma okkar getur versnað snögglega vegna svipuls sjávarafla eða verðfalls á afurðum okkar í stuttan tíma, en til lang- frama mun þjóðin ekki sætta sig við verri lífskjör en tíðkast með nálægum þjóðum. Stöðnun í atvinnulífi Hvernig stendur á því að lífs- kjör hafa versnað svo mjög á sl. fjórum árum meðan þrjár vinstri stjórnir hafa setið? Meginástæðan er auðvitað sú, að á þessum fjór- um árum hefur ríkt stöðnun í at- vinnulífi landsmanna. Síðasta stóra átakið, sem gert var í at- vinnumálum, var útfærslan í 200 sjómílur haustið 1975, i tíð ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar. Afrakstur þessarar útfærslu í beinhörðum peningum er geysi- mikill. Frá þeim tíma hefur þorsk- afli nær tvöfaldazt og mikil við- bótarverðmæti hafa fallið okkur í skaut. En við lifum ekki endalaust á þeirri aukningu, sem varð á þorskveiðum eftir útfærsluna í 200 mílur og sjálfsagt verður ekki öllu lengra komizt í hagnýtingu fiskimiðanna. Á þeim tíma, sem við bjuggum að vaxandi sjávar- afla, hefði þurft að leggja grund- völl að nýjum vexti atvinnulífsins á öðrum sviðum, en það hefur því miður ekki verið gert. Ef rétt hefði verið haldið á mál- um ætti nú þegar að standa yfir bygging nýrrar stórvirkjunar og nýtt stóriðjuver ætti að vera í smíðum. Það hefur hins vegar tek- ið Hjörleif Guttormsson fjögur ár að koma sér niður á næstu stór- virkjun og hann hefur beinlínis unnið að því að draga úr mögu- leika okkar á samstarfi við er- lenda aðila um umtalsverða stór- iðju í landinu. Aðrar aðgerðir hans á þeim sviðum hafa verið fljótfærnislegar eins og bezt kom í ljós, þegar Alþingi var ekki reiðu- búið að samþykkja óbreyttar til- lögur hans varðandi kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Þá má auðvitað spyrja, hvort þessar þrjár vinstri stjórnir á fjórum árum hafi efnt til átaka á öðrum sviðum atvinnulífsins. Því miður er heldur ekki um það að ræða. Mikil orka hefur farið í gæluverkefni og „pappírsverk- smiðjur" á vegum þessara ríkis- stjórna, en ekki hefur komið til raunverulegra framkvæmda, sem skila raunverulegum arði. Baráttan um braudid Afleiðing versnandi lífskjara og stöðnunar í atvinnulífi er sú, að barátta einstakra launþegahópa um stækkandi bita af minnkandi köku verður stöðugt harðari. Þetta hefur glögglega komið í ljós á und- anförnum vikum. Hjúkrunarfræð- ingar sögðu upp störfum og gengu út af sjúkrahúsum til þess að knýja fram meiri kauphækkanir en aðrir höfðu fengið. Eftir að starfsemi sjúkrahúsanna hafði lamazt í nokkra daga náðu þeir samningum, sem þeir töldu sæmi- lega viðunandi. Sjúkraliðar beittu sömu aðferðum, og þegar þetta er ritað hefur starfsemi ríkisút- varpsins stöðvazt, vegna þess að 16 tæknimenn stofnunarinnar hafa sagt upp störfum og látið af vinnu vegna deilu við fjármála- ráðuneytið um launakjör. Það er athyglisvert að þessar deilur opinberra starfsmanna við ríkisvaldið verða á þeim tíma, þegar Alþýðubandalagið fer með launamál á vegum ríkisins. Helztu samningamenn ríkisins eru al- þýðubandalagsmennirnir Ragnar Arnalds og Þröstur Ólafsson. Vera þeirra í fjármálaráðuneytinu hef- ur hvorki bætt kjör opinberra starfsmanna né dregið úr óróa í þeirra röðum. Kenningin um það, að nauðsynlegt sé að hafa Alþýðu- bandalagið í ríkisstjórn til þess að koma í veg fyrir verkföll og vinnu- deilur, hefur verið afsönnuð ræki- lega. Ástandið á hinum almenna vinnumarkaði er svipað. Bygg- ingarmenn og einstaka aðrir starfshópar hafa þegar hafið dagsverkföll og framundan er al- mennt tveggja daga verkfall í landinu og siðan allsherjarverk- fall frá 18. júní nk. Þessi órói á vinnumarkaðnum segir ekki alla söguna. Mikið launaskrið hefur verið á undanförnum misserum. Innan einstakra stórra fyrirtækja þrýsta hópar launþega á um hækkun á launum með einhverj- um hætti og slíkur þrýstingur inn- an fyrirtækja er jafnan til marks um, að það harðnar á dalnum hjá fólki og endar nást ekki saman. Slikar launahækkanir umfram al- menna samninga nást sjálfsagt auðveldar fram í smærri fyrir- tækjum. Það er'himi vegajjþmurleg stað- reynfftþegar^mjrft er til versnandi lífskjara launþega, að atvinnuveg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.