Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 HALLDÓR HERMANNSSON SEGIR FRA Sögur af sjómönnum Af Guðmundi Guðjónssyni úr Þaralátursfirði í hafróti við Hælavíkurbjarg Falur Falsson, skipasmiður, er áður bjó í Barmsvik á Ströndum, en fluttist síðar til Bolungarvíkur viö Djúp, smíðaöi Gissur hvíta árið 1916, fyrir Pétur Oddsson, útgerð- armann og fiskkaupanda. Báturinn var súðbyrtur og drekkaður 5‘/2 tonn að stærð. 1930 kaupir séra Jónmundur í Grunnavík bátinn er hugðist gera hann út þar, en seldi fljót- lega Benjamín Eiríkssyni og Gesti Loftssyni, er síðar seldi Guðmundi í Þaralátursfirði á 3500 krónur, árið 1935. Þá var í bátnum 10 hestafla skandia- glöðarhausvél. Þess má til gam- ans geta, að Gissur hvíti var gerður út á rækjuveiðar til árs- ins 1978, þá í eigu Jóns og Hin- riks Vagnssona úr Aðalvík. Nú mun báturinn í eigu Sunnlend- inga nema að úreldingarsjóður- inn alræmdi hafi náð að granda honum. I þau 25 ár sem báturinn var í eigu Guðmundar, var mönn- um tíðrætt um hvernig hann sullaðist á honum drekkhlöðnum af rekavið og öðrum varningi fyrir Hornstrandir. Þessi ferð, sem hér verður get- ið, var farin skömmu fyrir páska árið 1943. Guðmundur hafði þá farið með bátinn til viðgerðar hjá Marselíusi Bernharðssyni i ísafirði. Með Guðmundi var mað- ur að nafni Sörli Ágústsson, en þeir voru í félagi með að safna rekavið og saga niður í Þaralát- ursfirði. Á þriðjudagskvöld í dymbil- viku leggja þeir félagar af stað áleiðis niður, og höfðu uppi segl fyrir Jökulfirði í strekkings aust- anvindi. Þegar komið var að Straum- nesi var farið að vinda meira, en sjólítið var enn og því haldið á að Kögri og þangað komið þvert af Skonnu fyrir miðnætti. Þá skell- ur hann á með NA hvössum og svartabyl. Gefum nú Guðmundi orðið: Eg var að hugsa um að snúa við þarna, en bæði af því að bakaleiðin var ekki fýsileg fyrir Straumnes og hitt að ég treysti ekki kompásnum almennilega, hann var nú ekki betri en það, þá var það meiningin að reyna að komast austur yfir á Hælavík. Þegar við komum austurlega á Haugahlíðina bilar vélin og bát- inn tekur að reka að landi. Þá hafði bilað bolti sem heldur ásláttarhamrinum sem slær und- ir stimpilinn í olíuverkinu svo við fórum að reyna að tylla boltan- um aftur en gengjurnar voru orðnar lélegar og herslan gekk illa. Það var ekki um annað að gera en reyna að setja í gang og það tókst og mátti þá ekki tæp- ara standa því við vorum sem- sagt komnir upp í grótið við svo- nefnt Kirfi. Nú keyrum við fram og þegar við erum komnir svona hæfilega djúpt þá losnar boltinn aftur. Við sjáum að þetta gengur ekki, fór ég því að leita og fann þá nýjan bolta, sem við Sörli gát- um lagað svo að framan og hert vel í gatið og að við töldum inn í raufina á öxlinum. Eftir það gekk vélin en þá vorum við aftur komnir upp undir brot. Síðan var haldið upp á Hælavíkina, ætluð- um við að reyna að leggjast þar, en mér leist ekkert á það því ég sá að hann var að auka sjóinn og ganga meira úr norðri, þannig að farið gæti að standa veðrið upp á víkina og gætum þá rekið í land. Eg vissi að straumurinn setti í suður um þennan tíma sólar- hrings og lá því með bárunni og myndi sjólag þá vera betra á meðan. Eg sagði við Sörla að við skildum gera okkur klára að halda fyrir Hælavíkurbjargið. Það byrjaði nú ekki vel, við fáum þarna gríðarlega stóra öldu á móti okkur og héldum að hún myndi kaffæra bátinn. En hann var mjög vel hlæður, mátulega mikið af vörum í lestinni og ekki mjög þungur. Ég sat í vélarhús- gatinu og reyndi að fylla út í það til þess að varna sjónum niður- göngu. En báturinn varð bara lunningafullur, ekkert annað, hann reisti sig alveg upp á end- ann, það var alveg afbragð hvernig báturinn tók sjónum. Jæja, þetta var nú eina báran að ráði sem við fengum fyrir Bjarg- ið, en það var moldbylur, sást aldrei í land nema komið væri að kalla í klettana. Eftir þetta lét ég Sörla stýra og sagði honum strikið sem ég vildi fara því ég var nú alltaf með hugann við vél- ina. Þegar ég hélt okkur komna nógu austarlega og mættum fara að beygja inn á Hornvíkina sagði ég Sörla að grynnka aðeins á sér. Skömmu síðar leggur hann stýr- ið í boð. Ég fer upp í gatið og spyr hvað sé að. Hann segir að grunnbrotið hafi rétt fyrir fram- an stefnið. Þá höfðum við lent of grunnt við grynningarnar fyrir vestan Stapa, yst í víkinni við bjargið. Við keyrðum fram, en þegar við erum komnir svolítinn spotta þá kælbrýtur þar sem við vorum áður. Guðmundur Guðjónsson Síðan höldum við bara áfram inn á víkina, því nú vissum við alveg hvar við vorum. Svo kom- um við inn á Hornslægið, þar var þá allt í byggð. Þetta var um há- degisbilið. Flautuðum við nú með þokulúðrinum og þeir koma þarna fram á árabát, en þá ligg- ur annar bátur þarna á læginu, Kveldúlfur, sem var að koma vestan úr Hnífsdal. Var hann á leið austur á Þórshöfn, en þang- að var hann seldur um tíma, en kom svo aftur að Djúpi síðar, 12 tonna bátur. Þegar árabáturinn kemur fram til að ná tali af okkur þá veifa þeir um borð í Kveldúlfi og vilja hafa tal af þeim áður. Þeir Kveldúlfsmenn höfðu þá orð á því að við hlytum að koma fyrir Hornstrandir á svona smá koppi í snarvitlausu veðri. Þeir höfðu lent í stóráföllum á leiðinni aust- ur þangað, misstu út allt lauslegt I ► I Í 1 % Til þess að gera þér mögulegt að eignast þessa glæsilegu eldavél og gufugleypi bjóðumst við til að taka gömlu eldavélina þfna upp I fyrir 500 krónur. Engar áhyggjur, við komum til þln með nýju vélina og sækjum þá gömlu án tilkostnaöar fyrir þig (gildir fyrir stór Reykjavlkursvæð- ið). Sértu úti á landi. — Hafðu samband. Umboðsmenn okkar sjá um fram- kvæmdina. Dragðu ekki að ákveða þig. Við eigum takmarkað magn af þessum glæsilegu KPS PA 460 eldavélum á þessum kostakjörum. Veró PA 460 eldavél með gufugleypinum Kr. 10.890.- Minus gamla eldavélin Kr. 500,- Kr. 10.390,- Útborgun Kr. 2.000,- Eftirstöðvar kr. 1.400.- á mánuði að viöbættum vöxtum. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A - Sími 16995 I^ÍKP5 PA 460 eldavélin með gufugleypi Glæsilegir tískulitir karry gulur, avocadó grænn mál: 60x60x85 (eða 90) PA 460 eldavélin er ein fullkomn- asta og glæsilegasta eldavélin á markaönum. + 4 hellur, termostathella + Upplýst takkaborð + Tvöföld köld ofnhurð meó barnaöryggislæsingu + Stór ofn áð ofan með rafdrifnu grilli, sjálfhreinSandi + Stórofn að neðan, sem llka má steikja og bakal + Sterkurgufugleypirfylgir, með klukku og sjálfvirkni fyrir eldavélina + Kolasía ef gufugleypirinn á ekki að blása út fæst auka- lega. „ Vona að skólinn komi til með að halda sjálfstæði sínu“ Ntýrimannaskólinn í Vest- mannaeyjum var stofnaóur með lögum frá Alþingi 1964 og hefur starfað óslitið síðan, hann er reyndar eifii framhaldsskólinn í Eyjum sem er sjálfstæð stofnun. Siglingafræði hefur þó verið kennd lengi, eða frá því fyrir aldamót. „Hann hét Jósep Valdason sá sem hóf kennsluna hér í Eyjum," sagði Friðrik Ásmundsson er við höfðum samband við hann í til- efni sjómannadags. „Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær kennslan gófst en Jósep drukkn- aði árið 1887 og hafði þá kennt í nokkur ár. Sigurður Sigurfinns- son tók síðan við af honum og kenndi eitthvað fram yfir alda- mótin, en þá tóku við námskeið sem Fiskifélag íslands hélt. Þessi námskeið voru haldin annað hvert ár og veittu réttindi á 30, 75 og 120 tonna báta, síðustu árin sá Stýrimannaskólinn í Reykjavík um þau.“ „Er mikil aðsókn að skólanum i dag?“ „Já, það hefur verið mjög góð aðsókn undanfarin ár, við höfum þó enn sem komið er getað annað öllum umsóknum. Núna í vor út- skrifuðust 15 nemendur úr fyrsta stigi og 9 nemendur úr öðru stigi skólans. Að auki útskrifuðust 7 nemendur í froskköfun, en þá kennslu tókum við upp fyrir þrem árum og er þetta hvergi kennt nema hjá okkur. Það var Trygg- ingamiðstöðin hf. sem gaf skólan- um fimm froskbúninga með öllu tilheyrandi og gerði okkur kleift að taka upp kennslu í þessu. Reyndar má segja að velgengni skólans sé einmitt mikið að Spáð í framtíðina hjá Akureyrarpiltum Þessa þrjá snaggaralegu stráka hittum vid á Akureyri, þar sem þeir dóluðu í rólegheitum með trillunum í smábátahöfninni. Þeir kváðu ekki ótrúlegt að þeir yrðu sjómenn og tveir þeirra, Olgeir og Stefán, töldu líkur á að þeir myndu fara í Stýrimanna- skóla. Sá þriðji, Arnar, kvað aldrei að vita í þeim efnum og þeir voru sammála um að það væri mjög skemmtilegt að kynnast lífinu á bryggjunum, enda kváðust þeir oft koma þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.