Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 27 Gr»in: Árni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson vitleysa. Ég hef sárafáar vísur gert sem standa undir sér. Kjaftæðið um vinnuna ætlar mig stundum lifandi að drepa, blaðrið að sleppa ódýrt frá hlutun- um, sleppa við skatta og svo fram- vegis. Þó menn striti þétt og jafnt þurrki út dags og næturstrit. Verdur alltaf eitthvað samt ógert sem mann langar til. Svona er nú það. Ég gerði ákaf- lega þjóðlega vísu einu sinni, þjóð- leg þjóðvegavísu: Allt veróur einber skítur eftir hérlendum sid, þegar drulluna þrýtur þá tekur rykid við. Eitt sitt voru menn að velta vöngum yfir því hvað yrði okkur að beztu haldi af því sem við vilj- um nota í tækjabúnaði nútímans. Ilvað orðið hefði oss til mestra þrifa, ekki skal ég segja neitt um það, en ákaflega erfitt væri að lifa, ef að hjólið væri ferkantað. Með öðrum orðum, ef mönnum hefði aldrei dottið í hug að nota það sem getur oltið um sjálft sig, hvaða stefnu hefði tæknin þá tek- ið. Einu sinni birtist eftir mig vísu- korn í Tímanum, en í birtingu varð lítilsháttar orðamunur miðað við rétty vísuna. Fjandi fannst mér það skrítið að fá henni svona breytt. Hún færðist úr lagi lítið, en lagaðist ekki neitt. Nei, það er nærri víst að ég verð aldrei viðurkenndur fyrir ljóða- gerð, jafnvel þótt „Tíminn“ taki sig til og breyti vísum eftir mig. Það er einnig skrítilegur hlutur þetta með gæsalappirnar, and- skoti kyndugur hlutur. Kristján Ingólfsson var til dæmis einu sinni að flytja útvarpsþátt um Eskifjörð, um fólk á Eskifirði. í þættinum sagði hann oft: Ekki satt?, vildi fá staðfestingu þótt hann vissi og þá varð þessi vísa til: Mál þitt hefur margan glatt mann sem fræðast vildi. Kn þú sagðir „ekki satt“, oftar en vera skyldi. Ef gæsalappirnar falla niður er beinlínis verið að segja hann ljúga oftar en vera skyldi. Einu sinni las ég pésa eftir Braga Straumfjörð. Djúpfryst ljóð hét pésinn og mér hnykkti svo við að ég beit í sundur einn af dem- öntum móðurmálsins, list og list- rænt. Það er ekki listrænt. Listrænt vera lízt mér Ijóðakverið frá þér að það fer I flokk sér finnur hver sem læs er. Það er vandi að fara með orðin. Sumir skrifa uppíloft í einu orði, en ég kann því betur að hafa þau þrjú. A árunum þegar elskulegar flugfreyjur buðu brjóstsykur í flugferðum varð þessi til: Það hef ég fundið áður oft af öllu er kvenfólkið bezt, ef það er komiö upp í loft elska ég það hvað mest. í átta ár vann ég í Lifrarsam- laginu meðal annars við að hreinsa burtu ryð. Ég var þá spurður að því hvernig mér líkaði að hætta smíðum og fara í brasið eins og starfið var kallað í Lifrar- samlaginu. Svarið var svohljóð- andi: Okkur Drottinn iðka bauð öll vor störf í friði. Það er líka lifibrauð að lifa á grút og ryði. Brynjólfur Einarsson í spjalli yfir ryðhreinsun varð þessi til: Samhent er í samlaginu samstarfsliðið, vítt er þarna verkasviðið og vantar ekki að nóg er ryðið. Ypsilonsandskotinn setur þarna strik í reikninginn. í nokkrum tíma var ég rukkari hjá bænum og meðal annars hafði ég í tösku hjá mér staðgreiðslu- nótur vegna læknisfræðilegra rannsókna: Bæði reitir rukkarinn ríkismenn og fátæklinga. Ilann er nú að heimta inn hlandskuldir og blóðpeninga. llm stöðuval ég stöðugt óð í villu, til starfa sitthvað lærði því og kann. Hef nú loksins lent á réttri hillu, labba um og rukka náungann. BiblíuljóÖ orti ég einu sinni: Davíð fleira að gagni gat, gert, en rölt að sauðum. Kastaði grjóti í (>olíat og gekk af honum dauðum. Hér er einnig ein í tilefni af rukkarastandinu: fcg hafði kngslum líhamshurhi smáa og litlum hefi afrekum að flíka. Kn Drottinn gaf mér drjúgan skammt af þráa og dálítið af þolinmæði líka. Átthagavísa: l»ó að hér í fylgd með fólki góðu fest ég hafi í Vestmannaeyjum yndi, enn í gegn um minninganna móðu mótar alltaf fyrir Hólmatindi. Einn daginn var verið að rabba um það hér á elliheimilinu hver viðbrögðin yrðu ef stelpurnar hérna færu að spranga um á bik- ini. Náttúran er næsta dauf nú er engin reisn hjá mönnum, þó fyrir sér með Hkjulauf flögri kvenfólkið í hrönnum. Svona er það og þetta er orðið meira en nóg.“ Magnús Guðmundsson í Vesturhúsum og sagði þá um leið: „Það var slæmt að vera ekki búinn að borða bitann sinn, ef við eigum að sökkva hér,“ og hamaðist svo við að ausa ásamt félögum sínum og upp kom báturinn. Og heima í Brekkufjöru heppnaðist þeim að Ienda, án fleiri áfalla. En það heyrði ég Magnús sjálfan segja að þessi orð Jóns hefðu gefið þeim félögum aukið þrek og þrótt til að komast úr þessum háska. Sigurður Sigurðsson frá Lögbergi Allt óassúerað Sumarið og haustið 1920 lét Vigfús Jónsson í Holti í Vest- mannaeyjum, ásamt tveimur sam- eignarmönnum sínum, þeim Sig- urði Sigurðssyni, Lögbergi VE, og Kristmanni Þorkelssyni í Stein- holti, smíða undir sig nýjan bát í Hafnarfirði, sem hlaut nafnið Sig- ríður II, VE 240. Báturinn var um 14 tonn að stærð, kantsettur og kútterbyggður, með Alfa-vél og Eyjólfur Gíslason hinn vandaðasti að öllu leyti, en ekki var hann tilbúinn til heim- siglingar fyrr en í janúar 1921. Á heimleiðinni til Eyja hrepptu þeir aftaka útsynningsveður. Þegar þeir komu ekki til Eyja á væntan- legum tíma, töldu flestir þá af með öllu, því svo var veðurofsinn mikill. En það bar til hjá þeim á Sigríði, að þegar þeir voru komnir stutt austur fyrir Reykjanes, bil- aði vélin hjá þeim, svo þeir urðu stórastopp en tókst þó eftir fleiri klukkutíma strit að koma vélinni í gang og ná í heimahöfn. Um tíma, þegar þeir voru vél- arstopp, munaði víst litlu, að þeir lentu upp í brimrótið á Selvogs- töngum, og það var þá, sem Sig- urður á Lögbergi sagði þessi frægu orð „Ja, hvað ætli hann Kristmann segi og allt óassúerað (óvátryggt)." Sigurður á Lögbergi var hörku- sjómaður og búinn að vera „mót- oristi" og sameignarmaður Fúsa í Holti á Sigríði VE 113, sem var rúm 7 tonn að stærð og þeir keyptu ásamt fimm öðrum sam- eignarmönnum árið 1908. Kristmann var bara útgerðar- maður, en aldrei sjómaður. I»að verða margar keilur fóðurlausar Föðurafi minn, Eyjólfur Ei- ríksson, bjó á einni Kirkjubæjar- jarðanna, sem voru átta að tölu. Hann var margar vertíðir háseti á áttæringnum Enok, sem Lárus Jónsson á Búastöðum var formað- ur fyrir. Afi var þar miðskipsmað- ur, en það þótti fremur virð- ingarstaða á þeim tímum, því að í miðrúmið voru oftast valdir ör- uggir og handtakagóðir krafta- menn, því þeirra verk var, ásamt fleiri manna, að reisa og fella siglutrén (möstrin) og gæta "egla, þegar siglt var í slæmum veðrum, svo var það og þeirra verk að gera að seglum, þegar búið var að fella þau. Þessa vertíð, sem um getur hér, var bitamaður á Enok Sigurður Sveinsson í Nýborg. Bitamenn voru tveir á hverju skipi, áttu þeir að vera formanninum til leiðbein- ingar og tilsagnar, ef með þyrfti. Voru oftast valdir í þessar stöður fullorðnir menn, reyndir og góðir sjómenn. En Sigurður í Nýborg þótti deigur og lingerður sjómað- ur, en góður bú- og fjáraflamaður og talinn með ríkustu bændum Eyjanna sína búskapartíð. Hann hafði lært snikkaraiðn úti í Danmörku og því oft nefndur „snikkarinn í Nýborg". Um fjölda ára leigði hann allan Ystaklett, til sauðfjárhaga, eggja- og fugla- tekju. í fleiri ár keypti hann keilu og annan trosfisk, sem hann salt- aði svo og verkaði til að selja sveitabændum fyrir sauðfé, smjör og fleiri búvörur. Eyjólfur afi hafði þótt ansi meinyrtur, þegar það átti við. Eina vertíðina, sem þeir Sigurður voru saman á Enok fengu þeir eitt sinn vondan sjóhnút aftan til á skipið svo að hálffyllti skutinn. Fór þá Sigurður bitamaður fram á skipið, sem ekki þótt vel sjó- mannslegt. Þegar hann brölti fram hjá afa mínum í miðrúminu, hreytti hann þessu að honum: „Það verða margar keilur mun- aðarlausar Sigurður minn, ef við förumst hérna." E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.