Morgunblaðið - 09.09.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982
17
hans. Þeir sem leiðast út í neyslu
sterkari efna eru oft félagslega
og/eða andlega utangátta og eiga
af þeim sökum erfitt með að að-
lagast umhverfi sínu. Það er því
mikilvægt að skoða og íhuga betur
það þjóðfélag sem við höfum skap-
að okkur og þann aðbúnað sem
það veitir einstaklingunum. Við
lifum i þjóðfélagi sem einkennist
af mikilii neyslu og samkeppni,
sem sumir standast engan veginn,
verða útundan og fá á tilfinning-
una að þeir fái litlu sem engu ráð-
ið. Svo er skólakerfið líka iila und-
ir það búið að sinna þeim sem á
þennan hátt eða annan hafa orðið
útundan. Áhuga- og vonleysi yngri
kynslóðanna hafa líka verið nefnd
sem ástæður fyrir fíkniefnaneyslu
og margir fleiri þættir, sem því
miður yrði of langt mál að rekja.
I allri umfjöllun og umræðu um
fíkniefnaneyslu er um að gera að
reyna að komast að því hvers
vegna fólk vill komast í vímu. Oft
er talað um að þessi vímusælni
einkennist af flótta frá veruleik-
anum eða hversdagsleikanum sem
fólk lifir við og skiptir þá engu
máli hvaða vímugjafa er um að
ræða. Þess vegna er bæði mikil-
vægt og tímabært fyrir þá sem
starfa að heilbrigðis-, félags- og
ekki síst æskulýðsmálum að velta
því fyrir sér hvers vegna fólk
„vímar" sig og það væri ekki síður
hollt fyrir hinn almenna borgara
að spyrja sjálfan sig sömu spurn-
ingar.
Það eru ekki bara unglingar
sem reykja hass. Hassneysla er
tiltölulega algeng meðal fólks
milli tvítugs og þrítugs og auðvelt
er að ná í efnið. Þetta hef ég orðið
vör við í gegn um starf mitt o^ í
gegn um vini og kunningja. Og ég
hef orðið þess vör að tíðarandinn
er breyttur. Fjölmargir halda því
fram að það sé í lagi að reykja
hass. Og margir reykja hass og
hafa stjórn á því. En það er alvar-
legt mál þegar 14—15 ára ungl-
ingar reykja hass. Það þarf að
leiða unglinga í sannleika um
þessi efni og hætturnar sem
neysla þeirra getur haft í för með
sér, en umfram allt ekki vera með
hræðsluáróður og bábiljur. Það
þarf að gera stórátak í að kynna
skaðsemi fíkniefna og þá ekki síst
meðal unglinga.
í allri þessari umfjöllun um
fíkniefnaneyslu er mikilvægt að
gleyma ekki áfenginu, sem er
stærsta vandamálið í dag, hvað
sem öðru líður . Misnotkun lyfja
er líka stórt vandamál og ætti að
gera læknastéttina ábyrga fyrir
fyrir að vera með nokkur grömm
af hassi á sér sem viðkomandi
hefur ætlað að nota sjálfur. Hún
ræðst aldrei að innflytjandanum
vegna þess að hann hefur alltaf
lag á því að vera frír, en svo er
hún að ráðast að hinum sem vita
ekki neitt, ég held að hún ætti
ekkert að vera að skipta sér af
þessum málum.
Hvernig er litið á þann sem játar
og kemur með því upp um fleiri?
„Það fer allt eftir því hvernig
stendur á hjá viðkomandi, ef
hann brotnar niður og játar sekt
sína umsvifalaust er honum út-
skúfað. Ég man eftir „dealer"
sem var tekinn og gerði grein
fyrir hverju grammi sem hann
hafði meðferðis. Þegar það
útgáfu lyfseðla þegar um vana-
bindandi lyf er að ræða.
Þróun mála á íslandi
Fíkniefnaneysla hefur aukist á
íslandi undanfarið og að mínum
dómi er mikilvægt að stemma
stigu við almennri viðurkenningu
á henni, sérstaklega meðal ungl-
inganna. Leggja þarf mesta
áherslu á fyrirbyggjandi, sam-
ræmdar aðgerðir. Mikilvægt er að
búa betur að börnum og ungling-
um og styrkja og auka alla þá
starfsemi, sem beinist að börnum
og sérstaklega að unglingum.
Fræðsla er mikilvægur fyrir-
byggjandi þáttur, en hana er lika
hægt að misnota og því þarf að
vanda til hennar allrar og sjá um
að hún nái til sem flestra. En um-
fram allt ekki hræðsluáróður.
Fyrirbyggjandi vinna kostar pen-
inga og því þarf að gera stjórn-
málamennina ábyrgari; þeir þurfa
að sýna meiri skilning á aðstöðu-
leysi unglinga í dag. Þeir geta ekki
leitt vandann hjá sér.
Skapa þarf ungl-
ingum aðstöðu
Fleira mætti nefna þegar þessi
mál eru rædd, en ekki verður hjá
því komist að ræða það aðstöðu-
leysi sem unglingar búa við. Auð-
vitað þarf að skapa þeim aðstöðu;
stað þar sem þeim finnst gott að
koma saman. Unnið hefur verið
ötullega að uppbyggingu æsku-
lýðsmiðstöðva, en betur má ef
duga skal. Hallærisplanið er til
dæmis um það. Unglingarnir eru á
erfiðu skeiði. Þeir eru að feta sig
inn í heim fullorðinna. Þeir eru
óöruggir, oft illa þokkaðir og lítið
er hlustað á sjónarmið þeirra.
Margir líta á unglinga sem ótínd-
an skríl og umfjöllun sumra fjöl-
miðla talar þar skýru máli; þar er
dregin upp mynd af unglingum
sem skríl. Þeir eiga þetta ekki
skilið. Unglingar eru fólk og þeir
vilja að á þá sé hlustað. Því miður
gerist það of sjaldan," sagði Edda
Olafsdóttir. H. Halls
Á morgun:
Hvað segja
hjúkrunarkona
og fyrrverandi
fíkniefnasali
um cannabis-
reykingar
Það hefur komið fram í viðtölum
við unglinga í þessum greinar-
flokki að fyrstu kynni margra af
vímugjöfum byrja þar sem hand-
tökin eru heimahægust: í lyfjaskáp
heimilisins og verða síðan til þess
að neyslan færist yfir á ólögleg
efni.
komst upp var honum að sjálf-
sögðu útskúfað strax og hann
fékk hvergi keypt eftir það.“
Hvað er að þínu mati „dópisti"?
„Það er sá sem gerir sér ekki
lengur grein fyrir sálarástandi
sínu, hann er orðinn það háður
þeim efnum sem hann notar að
hann er hættur að reyna. Ég
held að þeir sem byrja ungir eigi
frekar á hættu að enda sem
„dópistar" heldur en þeir sem
byrja þegar þeir eru orðnir eldri.
Yngsta dæmið sem ég veit um
var 11 ára stelpa, hún fór að
reykja hass með bróður sínum,
ég held að krakkar sem eiga
eldri systkini sem reykja séu í
mun meiri hættu en hinir og
þess vegna ættum við að reyna
að uppfræða þessa krakka áður
en þau byrja, en ef þau halda
þessu til streitu að vilja prófa
eigum við að leyfa þeim það. Við
verðum að rækta upp umburð-
arlyndi í þessu þjóðfélagi í garð
þessara mála, en hinar ríkjandi
valdastéttir í þjóðfélaginu eru á
móti því, því að um leið og fólk
er farið að viðurkenna þetta er
þetta orðinn hluti af þjóðfélagi
sem við lifum í og þær þola það
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\l GI.YSINGA
SIMINN KR.
22480
Megrunarnámskeið
Ný námskeið hefjast 13. september. (Bandarískt megr-
unarnámskeið sem hefur notiö mikilla vinsælda og gefiö
mjög góöan árangur.) Námskeiöið veitir alhliða fræöslu
um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur
samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræöi.
Námskeiöiö er fyrir þá:
• sem vilja grennast
• sem vilja koma í veg fyrir aö vandamáliö
endurtaki sig.
• sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir.
Upplýsingar og innritun í síma 74204.
Kristrún Jóhannesdóttir,
manneldisfræöingur.
Við bjóðum ykkur velkomin í nýtt útibú Landsbankans í
Breiðholti.
í Breiðholtsútibúi kynnum við ýmsar nýjungar, sem stuðla að
bœttri þjónustu.
Viðskiptavinir geta tyllt sér niður hjá starísmönnum okkar og rœtt
við þá um íjármál sín og viðskipti. Þeir geta íengið aðstoð við
gerð íjárhagsáœtlana og upplýsingar um hugsanlegar
lánveitingar, án þess að bíða eftir viðtali við útibússtjóra.
Hiadkassinn er nýjung, sem sparar viðskiptavinum okkar tíma
og fyrirhöfn. Þar er veitt skjót aígreiðsla t.d. þegar innleysa þarí
ávísun eða greiða gíróseðil.
í rúmgóðri öryggisgeymslu má koma verðmœtum munum í
geymslu, t.d. meðan á ferðalagi stendur.
Fyrir yngstu borgarana höíum við TINNA sparibauka og sitthvaö
íleira.
Komið við í Breiðholtsútibúi og kynnist breyttum aígreiðsluháttum
og betri þjónustu.
LANDSRANKENN
Breióholtsútibú, Álfabakka 10, Mjóddinni, Sími 79222