Morgunblaðið - 09.09.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.09.1982, Qupperneq 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Leggjum grunn að endurnýjuðum hagvexti — án þess að fórna harðfengnum árangri Hr. fundarstjóri. Ég hef þann heiður að tala fyrir hönd Norðurlandanna fimm — Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar ok Islands. Ég tek undir með starfsbræðrum mínum í sjóð- ráðinu og þakka gestgjöfum okkar, kanadísku þjóðinni og rík- isstjórn hennar, fyrir sérstaka gestrisni, auk þess sem ég býð velkomin nýju aðildarlöndin þrjú, Antiqua og Barbuda, Belize og Ungverjaland. Á því ári, sem liðið er frá því síðasti ársfundur var haldinn i Washington, hefur framvindan í alþjóðlegum efnahagsmálum enn valdið vonbrigðum. Þær aðgerðir gegn verðbólgu, sem flest iðnvædd ríki gripu til eftir aðra olíuverðs- hækkunina, hafa að vísu leitt til minnkandi verðbólgu, þótt í því efni sé mikill munur milli landa og enn erfitt að dæma um hversu varanlegur árangurinn er. Ræða dr. Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra á ársfundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðasins í Toronto í gærmorgun áherzlu á hlutverk Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á þessu sviði. Sú staðreynd er sömuleiðis ánægju- leg, að þau fimm ríki, er eiga þá gjaldmiðla, sem hin sérstöku dráttarréttindi, SDR, eru samsett úr, hafa lýst því yfir, að þau séu reiðubúin til þess að efla og þróa á marghliða grundvelli samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn varðandi eftirlitshlutverk hans. Það verður fagnaðarefni að sjá þessar yfirlýsingar verða að raunveruleika. Iðnríkin verða að beina fram- leiðslugetu sinni inn á ný svið og taka þar með tillit til þeirra grundvallarbreytinga, sem hafa nýlega orðið í efnahagslífi heims- ins. Mikilvægastar þeirra eru hin rnikla hækkun orkuverðs, aukin samkeppni frá löndum, sem ný- lega hafa iðnvæðzt, og vöxtur at- vinnugreina, er byggja á nýrri há- þróaðri tækni. Samtímis hafa ýmsir rótgrónir félagslegir og stjórnmálalegir þættir dregið úr möguleikum framleiðslukerfisins og vinnumarkaðarins til að aðlag- ast þessum breyttu aðstæðum og tryggja nauðsynlega tilfærslu framleiðsluþátta. Þessi ósveigjan- leiki er án efa ein af ástæðum þess, hve verðbólguaðgerðir síð- ustu ára hafa verið dýrkeyptar með tilliti til framleiðslu og at- vinnu. Vandamálin, sem þessu hafa fylgt, eru veigamikill þáttur í þeirri alvarlegu stöðu, sem nú blasir við í alþjóðlegu efnahags- lífi. Samræmd stefna, þar sem bæði er stuðzt við markaðsöflin og viðleitni stjórnvalda til að marka skýra atvinnustefnu, sem hæfir þeim breyttu aðstæðum, sem við blasa, er nauðsynleg, ef ná á tök- um á vandanum. Til þess að slík stefna beri árangur er höfuðnauð- syn að til komi ábyrg samvinna verkalýðsfélaga og vinnuveitenda og reyndar annarra aðila í samfé- laginu. Það ætti ekki að koma á óvart, að við núverandi aðstæður vaxi verndarstefnu fiskur um hrygg víða um lönd. Enginn dregur í efa mikilvægi þess að halda uppi at- vinnu, en það er það markmið, sem oft er notað til þess að rétt- læta verndarstefnu. Én það hefur margoft verið sýnt fram á, að verndarstefna hefur, þegar til lengdar lætur, þveröfug áhrif. Það er þess vegna mjög mikilvægt að hamla gegn tilhneigingum til auk- innar verndarstefnu og leita lausna við aðkallandi atvinnu- vandamálum og stöðnun innan þess ramma, sem frjáls og opin alþjóðaviðskipti setja. Hamla verður gegn verndarstefnu í hvaða mynd, sem hún birtist. Þessi stefna leiðir til óhagkvæmni, býð- ur heim gagnráðstöfunum og dregur úr þeim skipulagsbreyting- um, sem hagvöxtur og hátt at- vinnustig byggja á, þegar öllu er á botninn hvolft. Aukning í við- skiptum milli landa er mikilvægur aflvaki hagvaxtar um allan heim. Hlutverk Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í framhaldi af þessu sný ég mér nú að hlutverki sjóðsins og al- mennu fjármagnsmarkaðanna við fjármögnun greiðsluhalla og við að koma á eðlilegri efnahagsaðlög- un, og þar með varðveita skilyrðin fyrir frjálsum viðskiptum. Alþjóðabankakerfið hefur náð góðum árangri við að miðla fé á milli landa. En nýlegir atburðir varpa einnig ljósi á takmarkanir þess og nauðsyn þess að efla sjóð- inn. Að sjálfsögðu er eðlilegt að treysta á bankana áfram að miklu leyti. En til viðbótar viðleitni þeirra verða að koma full not af lánamöguleikum sjóðsins. Sjóður- inn hefur ekki aðeins mikilvægu hlutverki að gegna við að fjár- magna vel undirbúnar aðlögun- aráætlanir, heldur ekki síður við eftirlit með gengi og gengisstefnu aðildarlandanna. Jafnmikilvægt er, að sjóðurinn sé peningastofn- un, sem stuðli að alhliða efna- hagslegri aðlögun. Ég hef þegar vikið að stefnuyf- irlýsingu leiðtogafundarins í Versölum, sem varðaði eftirlits- hlutverk sjóðsins. Það verkefni er mikilvægt, en sjóðurinn hefur ekki síðra hlutverki að gegna við að reyna að milda gengissveiflur og skyndilegar breytingar á mati á lánstrausti, sem kunna að standa í litlu samhengi við efnahagsleg grundvallaratriði. Þetta tvennt þjakar fjármagnsmarkaðina um þessar mundir og veldur erfiðleik- um við skipulega fjármögnun við- ráðanlegra greiðsluhalla á óviss- um tímum. Það er mikilvægt verk- efni sjóðsins að stuðla að lausn þessara vandamála og til þess á hann að hafa fullan stuðning okkar. Endurskoðun kvóta Ég sný mér þá að hinni áttundu almennu endurskoðun kvóta. Aukning kvóta er áhrifamesta og sanngjarnasta leiðin til að efla fjárhagsstöðu sjóðsins. Það er óumdeilanlegt, að fjármögnunar- þörf aðildarríkjanna hefur aukizt mun hraðar en nýtanlegt fjár- magn sjóðsins, á hvaða mæli- kvarða sem litið er. Það er viðhorf þeirra ríkja, sem ég er fulltrúi fyrir, að það sé höfuðatriði, að sjóðurinn haldi á þessum áratug áfram að gegna forystuhlutverki við aðlögun og fjármögnun greiðsluhalla. Við höfum ennfrem- ur æ ofan í æ lagt áherzlu á þá skoðun okkar, að kvótar eigi að vera meginundirstaða fjármögn- unar sjóðsins. Á grundvelli þess- ara sjónarmiða er það skoðun okkar, að nauðsynlegt sé að hækka heildarfjárhæð kvótanna í 100—125 milljarða SDR. Endur- skoðun kvótanna á að hafa for- gang hjá sjóðnum. Nýlegar tillög- ur um sérstaka lánamöguleika á vegum sjóðsins til að mæta óvenjulegum fjárhagserfiðleikum eru allrar athygli og íhugunar verðar, en geta ekki undir neinum kringumstæðum komið í stað tím- anlegrar kvótahækkunar. Mjög ánægjulegur er sá árang- ur, sem sjóðstjórnin hefur náð í viðleitni sinni við að finna leið til að dreifa kvótaaukningunni milli aðildarríkjanna þannig að kvót- arnir endurspegli betur hlutfalls- lega efnahagsstöðu aðildarríkj- anna, en þó þannig að tekið sé til- Iit til þess, að nauðsynlegt er að hafa vissan stöðugleika í uppbygg- ingu kvótanna og eðlilegt jafnvægi í samsetningu sjóðstjórnarinnar. Það er skiljanlegt, að skoðanir séu skiptar milli ríkja um mikil- væg atriði, er varða kvótaendur- skoðunina. Við ættum nú að ein- setja okkur að ná samkomulagi um meginviðfangsefnin og minnka ágreininginn varðandi önnur með það að markmiði að ljúka þessari endurskoðun fyrir apríl á næsta ári, eins og bráða- birgðastjórnarnefndin hefur ákveðið. Ég vil einnig leyfa mér að segja nokkur orð um framtíðarþróun sérstakra dráttarréttinda. Við leggjum enn á ný áherzlu á stuðn- ing okkar við viðleitni til þess að auka hlutverk SDR í alþjóðagjald- eyriskerfinu. Þessi viðleitni verð- ur á hinn bóginn að vera í tengsl- um við þróun peningamagns á al- þjóðavettvangi. Við teljum að at- huga þurfi nánar, hvort úthluta beri sérstökum dráttarréttindum á fjórða grundvallartímabilinu og að leita eigi leiða til samkomulags í því skyni að hægt verði að leggja fram fullmótaðar tillögur sem fyrst. Rétt er að kanna nánar, hvort aukin notkun SDR í starfsemi sjóðsins komi til greina. Sjóð- stjórnin ætti að halda áfram vinnu við að endurbæta fjárhags- lega eiginleika SDR. Kndurmat á efnahagsstefnu Hr. fundarstjóri. Ég hef lagt áherzlu á þá brýnu þörf, sem er fyrir endurmat á nú- verandi efnahagsstefnu. Sérhvert ríki ber að sjálfsögðu eitt ábyrgð á stefnu sinni. Þetta á auðvitað við um smærri iðnríkin, sem standa frammi fyrir aðkallandi aðlögun- arvanda, en jafnframt er sérstök ástæða til að draga í efa, að efna- hagsstefna margra stærri ríkja fái samræmzt stefnu annarra. Einkanlega verður að leggja áherzlu á, að sneitt sé hjá óhóflega miklum samdráttaraðgerðum í löndum, sem hafa þegar náð niður verðbólgunni, styrkt stöðu sína út á við og hafa mikla ónýtta fram- leiðslugetu. Á þeim erfiðleikatímum, sem nú steðja að í alþjóðlegu efnahagslífi, ætti sjóðurinn að beina viðleitni sinni að því að stuðla að betri samræmingu á efnahagsstefnu að- ildarríkjanna. Markmið okkar verður að vera að leggja grunn að endurnýjuðum hagvexti án þess að fórna þeim harðfengna ávinningi, sem þegar hefur náðst með jafn- vægisstefnu. Meiri fórnir en búizt var við En það er jafnljóst, að fórnirn- ar, sem færðar hafa verið til þess að fylgja verðbólguaðgerðunum fast eftir, hafa almennt verið meiri en búizt var við. Hagvöxtur hefur farið minnkandi af þessum sökum og var hann þó á niðurleið á síðasta áratug fyrir áhrif ann- arra þátta. Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira á árunum eftir stríð, og fer enn vaxandi víðast hvar. Margt bendir til þess, að efnahagsleg stöðnun, sem dregur úr fjárhagsgetu fyrirtækja og stjórnvalda, sé orðin að varanlegu ástandi. Þessar aðstæður draga úr vilja og getu til að fjárfesta, og eru ein ástæða þess, hve mörgum ríkjum hefur gengið erfiðlega að ná jöfnuði á fjárlögum. Því lengur sem þetta ástand ríkir, þeim mun erfiðara verður að brjótast út úr því. Nokkrum árangri hefur verið náð varðandi stærð og dreifingu greiðsluhalla. Þessi árangur felst þó eingöngu í því, að dregið hefur úr greiðsluafgangi olíuútflutn- ingslandanna og stærstu iðnríkin hafa sem heild snúið halla í afr gang, en á hinn bóginn kljást smærri iðnríkin og sérstaklega þróunarríkin enn við mikinn greiðsluhalla. Á síðustu árum hafa aðstæður í alþjóðlegu efnahagslífi verið sér- staklega erfiðar þróunarlöndum þeim, sem ekki flytja út olíu. Efnahagslegar fyrirætlanir þeirra hafa runnið út í sandinn vegna samdráttar í alþjóðaviðskiptum, ört versnandi viðskiptakjara og hárra vaxta á erlendum skuldum þeirra. Þessar erfiðu aðstæður, jafnhliða ófullnægjandi efna- hagsstefnu þeirra innanlands, hafa leitt af sér mjög minnkandi hagvöxt og alvarlegan greiðslu- halla þessara landa. Tvíþættur vandi Vandinn, sem við er að fást í alþjóðlegu efnahagslífi, setur ráðamenn augljóslega í tvíþættan vanda. Þótt allir geri sér grein fyrir mikilvægi þess, að berjast gegn verðbólgunni, vekur kostnað- urinn af núverandi stefnu í mynd vaxandi atvinnuleysis ugg. Var- anlegt atvinnuleysi er ekki ein- ungis efnahagslegt vandamál heldur hefur einnig alvarlegar fé- lagslegar og mannlegar afleið- ingar. Endurmat á efnahagsstefn- unni er þess vegna orðið æ meira aðkallandi. Þótt það sé yfirlýst stefnumið allra að ná fram hagvexti á nýjan leik, virðast opinberar aðgerðir, a.m.k. til skamms tíma, í mörgu hafa togað í öfuga átt. Þessi mót- sögn á bæði rætur að rekja til skorts á samræmingu efnahagsað- gerða og mikillar áherzlu, sem lögð hefur verið á peningamála- stefnu. Stærstu iðnríkin verða að ná betra jafnvægi milli peninga- málastefnu og opinberrar fjár- málastefnu í viðleitninni til að ná niður verðbólgu, ef takast á að ná tökum á þeim vanda, sem fylgir háum og óstöðugum vöxtum og sí- breytilegu gengi gjaidmiðla. Launamálastefna, sniðin fyrir að- stæður hvers ríkis fyrir sig, ætti víða að geta orðið að gagni við að greiða úr þessum erfiðleikum. Iðnríkin verða líka að tryggja, að efnahagsstefna þeirra hvers um sig samræmist stefnu annarra og stuðli að skipulegri efnahagslegri aðlögun um heim allan. ÖIl ríki geta ekki vænzt þess samtímis, að hagvöxtur, byggður á auknum út- flutningi, íeiði þau frá stöðnun til hagsældar. Samstarf í gjaldeyrismálum Yfirlýsing leiðtogafundarins í Versölum um alþjóðlegt samstarf í gjaldeyrismálum var uppörv- andi, en þar fallast stærstu iðnrík- in á að bera sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að auknum stöðug- leika í gjaldeyriskerfi heimsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að geta þess á þessum vettvangi, hve leiðtogayfirlýsingin leggur mikla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.