Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 23

Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 23 Stefnir í spennandi kosningar í Svíþjóð Stokkhólmi, 8. september. Frá Guðfinnu Ragnarsdóttur, fréttaritara Mbl. ALLT bendir nú til þess að sænsku kosningarnar verði mjög spennandi. Staðan er nú mjög jöfn ef trúa má skoðanakönnunum. Jafnaðarmenn hafa 45,5% at- kvæðanna, en það er jafn mikið og borgaraflokkarnir þrír hafa til samans. Þetta kemur fram í fjórðu skoðanakönnun tímaritsins Veckans Affarer (Viðskipti vik- unnar), sem birt var í dag. Kommúnistaflokkurinn, sem að jafnaði styður jafnaðarmenn á þingi á samkvæmt sömu könnun að fá 4,5% atkvæðanna og þar með halda sæti sínu á þingi. En 4% atkvæða eru lágmark til að komast á þing. Hægriflokkurinn mun fá 23% atkvæða, Miðflokkurinn 14,5% og Þjóðarflokkurinn 8%. Það þýðir að Hægriflokkurinn er nú stærri en báðir miðflokkarnir. Munurinn er þó aðeins 0,5%. Ef borið er saman við þrjár fyrri skoðana- kannanir tímaritsins er þróunin eftirfarandi. Jafnaðarmenn hafa aukið fylgi sitt undanfarinn mán- uð. Hægriflokkurinn hefur misst 2—3%, en Miðflokkurinn bætt við sig 1—2%. I kosningunum 1979 fengu jafn- aðarmenn 43,2%, Hægriflokkur- inn 20,3%, Miðflokkurinn 18,1%, Þjóðarflokkurinn 10,6% og komm- únistar 5,6%. Af þessu sést að það eru jafnað- armenn og Hægriflokkurinn, sem hafa aukið fylgi sitt mest á kjör- tímabilinu meðan stjórnarflokk- arnir tveir hafa misst mikið fylgi. Athyglisvert er að unga fólkið kýs nær eingöngu tvo flokka, jafnað- ar- eða hægrimenn samkvæmt skoðanakönnuninni. Helmingur þeirra, sem höfðu ákveðið sig ætl- uðu að kjósa jafnaðarmenn og 40% ætluðu að kjósa Hægriflokk- inn. Aðeins 10% ætla sér að kjósa hina flokkana. Helsinki-hópurinn hættir starfsemi sinni í Moskvu Mo.skvu og Kaupmannahöfn, 8. sept. AP. HELSTA mannréttindabar- áttuhreyfíng Sovétríkjanna, Helsinki-hópurinn í Moskvu, tilkynnti í dag að hann myndi leggja niður störf eftir að einn þeirra þriggja með- lima, sem enn voru frjálsir, Wales: Öllum Tómösum boðið til Tenby Tenby, Walea, 8. september. AP. TVEIMUR milljónum Tómasa, kannski öllum Tómösum í heimi, er á næsta ári boðið að eyða sumarfriinu í velska ferðamannabænum Tenby, en þar ekki allfjarri liföi og dó skáldið Dylan Thomas, sem er þjóðskáld með hinum eiginlegu Bretum. Hótelhaldarar og veitinga- menn í Tenby ætla á næsta ári að halda mikla „Tómasarhátíð" og bjóða til hennar Tómösum alls staðar að. „Við ætlum að gera Tenby að Tómasahöfuðborg heimsins," sagði framkvæmda- stjóri viðskiptaráðsins á staðn- um, Alun Jones að nafni, sem jafnframt baðst velvirðingar á nafni sínu og bað fólk bara að kalla sig Tómasinn Jones. „Það verður sérstakur Tómasarmat- seðill, þar sem boðið verður upp á Tómassósur og Tómas- tartalettur, keppt I Tómasarknattspyrnu, Tómasar- verk sungin af Tómasarkór o.s.frv. Ef einhver er hins vegar svo óheppinn að heita ekki Tóm- as þá munum við sjá um að hann fái sérstakan Tómasar- heiðurstitil." Viðskiptaráðið í Tenby datt þetta snjallræði í hug „vegna þess að það er ekki sjálfgefið að fólk leggi leið sína til Tenby. Það þarf að vekja áhuga þess, fá því eitthvað til að tala um,“ sagði talsmaður ráðsins. „Tómas er gott og gilt velskt nafn og þeir eru ófáir, sem bera það.“ Velska skáldið Dylan Thomas, sem lést árið 1953, bjó og starf- aði um 16 ára skeið í Laugharne, 24 km fyrir norðaustan Tenby. var handtckinn. Sakharov- nefndin tilkynnti á hinn bóg- inn að þessar fregnir heföu engin áhrif á störf hennar. Yelena Bonner, eiginkona nóbelsverðlaunahafans Andrei Sakharov, prófessor Naum Mei- man og lögfræðingurinn Sofia Kallistratova, gáfu í dag út sameiginlega tilkynningu þar sem skýrt var frá handtöku hinnar 74 ára gömlu Kallistrat- ova. Er henni gefið að sök að bera út óhróður um Sovétríkin. Sagði ennfremur í tilkynning- unni að allir aðrir stuðnings- menn hópsins sætu nú ýmist í fangelsum eða hefðu verið sendir í útlegð. Þegar fjölmenn- ast var taldi hópurinn 12 manns. Kallistratova var m.a. verj- andi andófsmannanna Pyotr Grigorenko og Vladimir Bukov- ski í réttarhöldunum yfir þeim. Hún gekk til liðs við hópinn 1977, ári eftir að hann var stofnaður. „Undir þessum kringumstæðum getur hópur- inn ekki uppfyllt þau starfsskil- yrði, sem honum voru sett í upphafi", sagði í tilkynning- unni. Þar sagði ennfremur: „Vegna þrýstings frá yfirvöld- um neyðist hópurinn til að hætta starfsemi sinni." Sex Bret- ar farast í árekstri Machecoul, 8. september. AP. SEX brezkir ferðamenn létu lífið er bifreið þeirra rakst framan á 38 tonna vöruflutningabifreið skammt frá borginni Machecoul í vesturhluta Frakklands. Bifreiðirnar óku í gagnstæðar áttir, og virðist sem Bretarnir hafi ekið á röngum vegarhelmingi. Vörubifreiðastjórinn slasaðist al- varlega í árekstrinum, en hann sagði í dag, að slysið hefði átt sér stað skömmu eftir miðnætti. Hafi hann ekið á hægri vegarhelmingi, þegar fólksbifreiðin birtist allt í einu og ók í gagnstæða átt. Hefði ekki unnist svigrúm til að forða árekstri. Sexmenningarnir voru allir á þrítugsaldri nema kornabarn eitt, sem var með í förinni. Bretar aka heima fyrir á vinstri vegarhelm- ingi, og hafa mörg slys hlotist þeg- ar brezkir ökumenn hafa farið í frí eða tekið sér ferð á hendur til meginlandsins. GÍFURLEG flóð hafa orðið á Indlandi síðustu vikuna, þúsundir manna hafa týnt lífi og hundruð þúsunda hafa misst heimili sin. Þá hefur orðið mikið tjón á akurlendi og búpeningi. Hér reynir þyrla indverska hersins að bjarga skepnum og mönnum, sem búið hafa um sig á hólma á flóðasvæðinu í Orissa-fylki. 20 fórust í sprengingu Óþekkt mynd eftir Charlie Chaplin fundin London, 8. nept. AP. „HVERNIG skal gera kvik- mynd“, áður óþekkt mynd eftir ('harlie ('haplin um kvikmynda- gerð í Hollywood árið 1918, hefur komið í leitirnar í kvikmynda- geymslu „einhvers staðar" í Eng- landi að því er Thames-sjónvarps- stöðin í London skýrði frá í gær. Bryan Cowgill, framkvæmda- stjóri Thames-stöðvarinnar, sagði, að myndin, sem er 23 mínútna löng, yrði sýnd í fyrsta sinn á kvikmyndahátíðinni í London í nóvember nk. en fyrir- hugað væri að sýna hana í sjón- varpinu snemma á næsta ári. Ekki vildi hann segja hvar hún hefði fundist en kvað hana að nokkru heimildamynd og að nokkru „stórskemmtilegt grín“ í anda Chaplins. Það voru kvikmyndafram- leiðendur á vegum Thames- sjónvarpsstöðvarinnar, sem myndina fundu eftir að ekkja Chaplin heitins, Oona Chaplin, hafði gefið þeim leyfi til að gramsa í gömlum kvikmynda- öskjum. Þá var myndin óklippt en seinna fundu þeir fyrirmæli Chaplin sjálfs um frágang myndarinnar. Charlie Chaplin fæddist í Lundúnum en átti seinna mik- inn þátt í uppgangi Hollywood og kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar í Vest- urheimi en skömmu eftir 1950 fluttist hann til Sviss og var þar til æviloka en hann lést 88 ára að aldri árið 1977. Chaplin hélt ávallt breskum ríkisborgara- rétti og var aðlaður af Elísa- betu drottningu 1975. Teheran, 8. Heptember. AP. Tugþúsundir manna fylgdu í dag til grafar 20 mönnum, sem týndu lífi, þeg- ar gífurlega öflug bílsprengja sprakk í miöborg Teheran á mánudag. Mannfjöldinn hrópaði ókvæðisorð í garð Bandaríkj- anna og andstæðinga bylt- ingarstjórnarinnar. Mujahideen Khalq neðan- jarðarhreyfingunni hefur ver- ið kennt um verknaðinn, en auk hinna látnu slösuðust 80 manns til viðbótar. Ýmsir háttsettir trúarleið- togar voru viðstaddir útförina, og bar mannfjöldinn mynda- spjöld með myndum af Khom- eini erkiklerki. Mujahideen Khalq er öflug- asta skæruliðahreyfingin í ír- an, og segja íranskir embætt- ismenn hreyfinguna njóta stuðnings Bandaríkjamanna. KULDAFATNAÐUR KULDAÚLPUR ULLARPEYSUR ULLARNÆRFÖT ULLARLEISTAR VINNUSKYRTUR HERRANÆRFÖT LAMBHÚSHETTUR ULLARHUFUR TÁTILJUR VINNUHANSKAR LEÐURHANSKAR GÚMMÍHANSKAR SJÓVETTLINGAR VINNUFATNAÐUR SJÓFATNADUR REGNFATNAÐUR ULLARTEPPI VATTTEPPI KL0SSAR SVARTIR OG BRÚNIR KULDASKÓR REIMAÐIR, FÓDRAOIR GÚMMÍSTÍGVÉL xt BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR 0LÍU0FNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR 0LÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA VASALJÓS — LUKTIR FJÖLBREYTT ÚRVAL • ARINSETT FÍSBELGIR VIÐARKÖRFUR Ælor 0LÍU0FNAR ÚTIGRILL MIKIÐ ÚRVAL MJÖG HAGSTÆTT VERÐ VIÐARK0L, DÖNSK (ÁGÆT FYRIR ARINGRILL) • HESSIAN-HEYSTRIGI KARTÖFLUGAFFLAR VÍRKÖRFUR PLASTKÖRFUR MINKAGILDRUR ROTTUGILDRUR MÚSAGILDRUR Ananaustum Sími 28855 OpiO laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.