Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 25

Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið. Frumkvæði íslenzkrar bændastéttar Islenzk bændastétt hefur í tímans rás kunnað að laga sig að breyttum þjóðlífs- og markaðsaðstæðum. Á 20 ára tímabili hefur neyzla mjólkur minnkað um 13,7% á íbúa, eða sem svarar 17—18 milljónun lítra í heild. Bændastéttin hafði sjálf frumkvæði um að laga mjólkur- og mjólkurvöruframleiðslu að markaðsaðstæðum. Árið í ár er þriðja árið í röð sem þessi framleiðsla er að heita má í samræmi við innanlandsneyzlu. Talið er að birgðir kindakjöts við upphaf sláturtíðar í haust verði nálægt 1.000 tonnum, en framleiðsla hefur verið um 14.200 tonn tvö sl. haust. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í útflutningi kindakjöts og er innlend verð- bólga helzti þröskuldur búvöruútflutnings. Stéttarsam- band bænda stefnir nú að því, í samræmi við breyttar markaðsaðstæður, að sauðfé í landinu verði fækkað um 50.000 nú í haust, en fé á veturfóðrum hefur verið um 800.000. Þetta er ekki þvinguð aðgerð, heldur samátak bænda- stéttarinnar sjálfrar, en umfang þess sést bezt á því, að það samsvarar 150—200 ársverkum í landbúnaði. Fyrst og fremst mun vera horft til þess að fella riðuveikt fé og létta beitarálag þar sem ofbeit viðgengst. Landverndar- og landnýtingarsjónarmið ráða því jafnframt ferð í áformum Stéttarsambands bænda. Islenzk bændastétt bregzt við vanda sínum af fyrir- hyggju og framsýni, sem kostar stundarfórnir en tekur mið af viðblasandi efnahagsstaðreyndum. Stjórnvöld koma að vísu lítillega til móts við frumkvæði bændastétt- arinnar með 10 m.kr. ríkissjóðsframlagi 1982, til stuðn- ings þessum áformum, og loforði um viðbót á fjárlögum næsta árs. En frumkvæðið er bændastéttarinnar sjálfrar. Með því hefur hún enn einu sinni sýnt, hver töggur er í henni. Islenzkar mjólkurvörur hafa verið á boðstólum í sívax- andi fjölbreytni og standast yfirleitt gæðasamanburð við erlenda vöru. Nefna má nýjungar eins og léttmjólk, smjörva, fjölþætta skyr- og jógúrtframleiðslu, að ógleymdri fjölbreytni í ostagerð. Samskonar framþróun hefur hinsvegar ekki orðið í kjötvinnslu. Enginn vafi er á því að vinna má sérverkuðu og sérunnu íslenzku dilka- kjöti aukinn markað, bæði hérlendis og erlendis. Til- raunaframleiðsla Kaupfélags Svalbarðseyrar fyrir dansk- an markað er dæmi um lofsvert framtak. Landbúnaðar- ráðherra lét að því liggja á aðalfundi Stéttarsambands bænda, að ekki væri heppilegt til langframa, að búvöru- deild SÍS væri einráð um þennan útflutning. Árangur hefði a.m.k. mátt vera meiri. Jafnframt því að laga bústofn hefðbundins landbúnað- ar að markaðsaðstæðum hefur bændastéttin brotið ís með nýjum búgreinum. Þar má nefna loðdýrarækt, bæði minka og refa, fiskrækt og fiskeldi, alifuglarækt, fóður- framleiðslu fyrir loðdýr, fisk og fugla, ylrækt hverskonar, ferðamannaþjónustu, leigu á sumarhúsalöndum, auk nýt- ingar margs konar staðbundinna hlunninda. Á sumum þessum sviðum eru miklir möguleikar enn ónýttir. Flestir íslenzkir kaupstaðir byggja afkomu sína að verulegum hluta á tengslum við nærliggjandi landbúnað- arhéruð: bæði með úrvinnslu búvöru og verzlunar- og iðnaðarþjónustu. Þeir, sem byggja afkomu sína á land- búnaði, eru fleiri í þéttbýli en sveitum, ef grannt er gáð. íslenzkir atvinnuvegir eru háðari hver öðrum en í fljótu bragði kann að virðast. íslenzk menning og íslenzkt atvinnulíf yrðu fáskrúð- ugri, ef vegur bændastéttarinnar verður lítill gerður. Það er því von flestra landsmanna, að sá vandi, sem nú er á höndum búvöruframleiðslu, verði leystur, ekki sízt fyrir frumkvæði og forystu bændanna sjálfra, sem aðrar starfsstéttir gætu ýmislegt af lært. Scandinavia Today: 2.700 manns viðstaddir opnunina í Kennedy Center í Washington Forsetar ræðast við, Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir i einkaskrifstofu Bandaríkjaforseta „Oval office" í Hvíta húsinu i gærmorgun. Forseti íslands tendr- aði flugeldasýningu Krá Önnu Bjarnadóttur, frétUriUra Mbl. i Wa.shington. Þjóðgarðslögreglan bandaríska telur að 12 þúsund manns hafi verið saman komnir til þess að njóta flug- eldasýningar við Washington-minn- ismerkið í höfuðborg Bandaríkjanna á þriðjudagskvöld. Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, tendraði fyrsta neistann en Elsi Hetemiiki- —Olander, forseti Norðurlandaráðs, var í fylgd með henni auk íslenzka fylgdarliðsins. Eldurinn barst með miklum hraða í átt að minnis- merkinu þangað sem flugeldinum hafði verið komið fyrir og stórkost- legir flugeldar í litum Norðurlanda lýstu upp himininn í rúmar 20 mínút- ur. Flugeldasýningin, sem kölluð var „Fimm á himni“, var haldin í tilefni af norrænu menningar- kynningunni „Scandinavia today“. Norræn tónlist, þar á meðal „Is- lands farsældar frón“, sem karla- kórinn Fóstbræður söng, var leik- in af segulbandi fyrir og eftir sýn- inguna. Eitt tónverk frá hverju Norðurlandanna og þrjú banda- rísk verk voru flutt á meðan á sýn- ingunni stóð. Verk eftir Jakob Magnússon var leikið af íslands hálfu. Utvarpað var beint frá sýn- ingunni. Bruce Bassman setti sýninguna saman og var þetta fjórða flugeldasýningin í Washington, sem hann stjórnar. Hann sá um flugeldasýningarnar þegar kon- ungshjónin frá Belgíu og Hol- landsdrottning komu í heimsókn til Washington og þegar banda- rísku gíslunum í Iran var fagnað í höfuðborginni. Þó nokkur fjöldi var samankom- inn til þess að sjá Vigdísi forseta stíga inn í bifreið sína að sýningu lokinni. Bar þar mest á hópi ungra manna, sem stunda nám í kaþ- ólska háskólanum í Washington. Þeir kölluðu „Vigdís — Vigdís". Hún brosti til þeirra og veifaði. Þeir æstust allir upp við það og voru harla ánægðir. Þeir höfðu ekkert vitað um forseta íslands fyrr en þeir lásu um hana í Wash- ington Post og nú hafði hún veifað til þeirra og það var toppurinn á flugeldasýningunni. Vigdís Finnbogadóttir þrýstir á hnappinn, sem tendrar flugeldasýningu í Washington í fyrrakvöld. sím.mrnd Mbi. ói.k.m. 8. september, frá Önnu Bjarnadóttur frétta- riUra Mbl. í Randaríkjunum. UNDIRBÚNINGUR að Scandinavia Today hefur staðið í þrjú ár, en í dag opnaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, menningar- kynningu Norðurlanda form- lega í konsertsal Kennedy Center í Washington. The Nordic Trio frumflutti í Bandaríkjunum verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í upp- hafí hátíðarinnar. Karlakór- inn Fóstbræður og finnski Tapiolabarnakórinn sátu á sviðinu sem er skreytt blóm- um og fánum Norðurlanda. Leiv A. Arntzin stjórnar- formaður American-Scandin- avia Foundation bauð gesti velkomna til hátíðarinnar og Pehr G. Gyllenhamer, for- stjóri Volvo og Else Hetem- áki-Olander, forseti Norður- landaráðs tóku til máls. William J. Bennett, formað- ur National Endowment for the Humanity kynnti Vigdísi Finnbogadóttur forseta, áð- ur en hún tók til máls. Forsetinn sagðist hreykin og ánægð með að fá tækifæri til að opna formlega þessa óvenjulega hátíð Norður- landa í Bandaríkjunum. Hún sagði að hátíðin varðaði Norðurlöndin í dag, en hún vildi tala um gömul tengsl þjóðanna við Bandaríkin og minnti á að Norðurlandabú- ar voru kunnugir Vínlandi hinu góða löngu áður en aðr- ir Evrópubúar vissu af meg- inlandi Norður-Ameríku. Gestir í Kennedy Center, sem voru allflestir ættaðir frá Norðurlöndunum kunnu þessum orðum Vigdísar for- seta vel og klöppuðu henni lof í lófa. Ræðu forsetans í Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fiytur setningarræóu Scandinavia Today síðdegis í g*r. Opnunarathöfnin var í Kennedy Center í Washington. Símamynd Mbl. ÓI.K.M. heild var vel tekið, og stóðu áhorfendur upp henni til virðingar að henni lokinni. Haraldur krónprins og Sonja krónprinsessa Noregs voru viðstödd, auk Bertils prins og Lillian prinsessu frá Svíþjóð, Pár Stenbáck utan- ríkisráðherra Finna og kona hans og aðrir háttsettir gest- ir frá Norðurlöndunum. Margrét Danadrottning komst ekki vegna stjórn- arkreppu, en Hinrik prins var viðstaddur fyrir hönd Dana. Konsertsalur Kennedy Center tekur 2.700 manns í sæti, og var salurinn þétt setinn. Karlakórinn Fóst- bræður söng Brennið þið vit- ar eftir Pál ísólfsson undir stjórn Ragnars Björnssonar, og var kórnum mjög vel fagnað. Önnur verk á dagskrá kórsins voru Stuttir voru morgnar eftir Jón Nordal, Aftenstemning eftir Carl Nielsen og fleiri verk. Þá kom Konuglegi sænski ballettinn fram og Tapiola- kórinn. ísland er stór er að út“ rós sem Ronald Reagan í skálaræðu sinni í Hvíta húsinu I gær: Þjóðirnar eiga sameigin- lega ást á frelsi og lýðræði WasbinKton, 8. september. Krá Önnu Bjnrnadóttur, FORSETAHJÓN Bandaríkjanna Nancy og Ronald Reagan héldu hádegisverð til heiðurs forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, í Hvíta húsinu á miðvikudag. For- setarnir ræddust stuttlega við í skrifstofu Reagans fyrir máls- verðinn og stigu út í rósagarð þar sem ljósmyndurum gafst tækifæri til að smella af þeim myndum. Fréttamaður ABC fréttastöðvar- innar spurði hvort samband Bandaríkjanna og íslands væri gott. Reagan vildi ekkert segja um það en Vigdís forseti brosti, tók í handlegg Reagans, hallaði höfðinu upp að honum, og sagði að sam- band þjóðanna væri gott. Reagan kvaðst ekki geta svarað spurning- frétUriUra Mbl. í WjMhington. um Mbl. þegar hann var spurður hvort hann teldi að kona yrði ein- hvern tíma kosinn forseti Banda- ríkjanna. — Reagan Bandaríkja- forseti talaði um þau áhrif sem Norðurlandabúar hafa haft í skálaræðu sinni yfir hádegisverð- inum og vitnaði í Eddu. Hann sagði að þjóðirnar ættu ást á frelsi og lýðræði sameiginlega og margt væri líkt með menningu þeirra. Reagan forseti sagði að þau Vigdís forseti ættu það sameiginlegt að hafa áhuga á leiklist og bæði hefðu þau hlotið forsetakosningu. Hann bætti glettnislega við að nú ætlaði hann að segja henni frá kvikmyndagerð? Vigdís forseti þakkaði boðið í Hvíta húsið og sagðist kannast við sig í Banda- ríkjunum þó að hún hefði aldrei komið þangað fyrr. Bókmenntir og listir Bandaríkjanna hefðu kynnt henni landið. Hinrik Danaprins, Stenbakk utanríkisráðherra Finna og frú, krónprins og prinsessa Noregs, Bertil Svíaprins og Lilian prins- essa biðu forsetanna og fengu með þeim drykk fyrir hádegisverðinn. Fjöldi gesta sat hann, þar á meðal varaforseti Bandaríkjanna, helztu ráðgjafar Reagans í Hvíta húsinu, fylgdarlið Vigdísar forseta og Sig- fús Erlingsson stjórnandi Flug- leiða í New York. Köld karrísúpa var borin fyrir gestina, humar og hörpudiskur með meðlæti og kampavínsmús í eftirrétt. Þegar kom að eftirrétt- inum hóf hljómsveit landhersins fiðluleik, en strax að matnum loknum yfirgaf Vigdís forseti Hvíta húsið. Það er ekki á hverjum degi sem Pensylvania Avenue er skreytt ís- lenska fánanum og forseta íslands sé ekið í svörtum bíl skreyttum bandaríska og íslenska fánanum að Hvíta húsinu. Vigdís forseti var í ljósblárri silkiblússu og pilsi með fjaðra- skreyttan hatt í sama lit. Frétta- menn biðu eftirvæntingarfullir eftir henni á afskekktu svæði og starfsmenn í Hvíta húsinu heyrð- ust segja að það yrði gaman í dag. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Vigdis Finnbogadóttir forseti Islands í rósagarði Hvíta hússins í gær. _ ..... Al„„ ” Sflmumynd Mbl. OI.K.M. springa Wa.shingíon 8. sopl. Krá Önnu Rjarnadóttur, íslendingafélagið í Wash- ington hélt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, veg- lega móttöku í International Meredian House á þriðjudag. Karlakórinn Fóstbræður söng þjóðsönginn þegar Vigdís forseti gekk í salinn og íslensk kona búsett í Washington kvaðst hafa tár- ast, svo langt var um liðið síðan hún heyrði þjóðsöng- inn síðast. Harriet Allee formaður íslendingafélags- ins bauð forsetann velkom- inn og Vigdís forseti þakkaði boðið. Hún sagði að henni þætti ávallt jafn vænt um að heyra þjóðsönginn, en hún væri ósammála Matthíasi um eitt: ísland væri ekki hið eilífa smáblóm heldur væri það blóm að springa út og verða að stórri rós. Vigdísi forseta var afhent gjöf. Hún kvaðst vona að barnið í henni sem opnar pakka strax og hún fær þá deyi aldrei. í pakkanum var falleg tinskál þ.e. „pewter" eftirlíking á Williamsborg- frétUriUra Morgunblaósins. arskál, en Williamsborg er sögufrægur staður í Virg- iníu. Skálin var smíðuð af þekktum silfursmiði í Balti- more Maryland og á hana er ritað á ensku: Til Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Is- lands frá íslendingafélaginu í Washington D.C. 7. sept. 1982. Vigdís forseti þakkaði fyrir gjöfina og sagði hana mjög viðeigandi því að á miðvikudag mundi hún tala um „vissa gullskál" í Kennedy Center. í Meredian House stendur nú yfir ljósmyndasýning Björns Rúrikssonar. Á þess- ari sýningu eru fallegar landslagsmyndir frá íslandi og skoðaði Vigdís forseti hana. Gestir gæddu sér á dýrindis kræsingum sem þær Stefanía Nielsen, Laufey Downey og Björg Pétursson höfðu lagt sig fram við að gera sem huggulegastar. Karlakórinn Fóstbræður söng ísland farsælda frón í garði hússins og féllu þrum- ur í fjarska vel inn í söng kórsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.