Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982
Seinni hluti
lundi. í tengiálmunni er til húsa
stór kjörbúð og milli húsanna,
inni í u-inu, eru tvær upphitað-
ar sundlaugar, önnur lítil og
grunn fyrir börnin. Og fast við
laugina er dagvistarpláss og
barnagæsla, sem einkum er ætl-
uð til afnota fyrir einstæðu
mæðurnar. Þegar okkur bar að
garði rétt eftir hádegið voru
krakkarnir í fjöruferð og svo
átti að vinna myndverk úr afl-
anum síðdegis.
Kostur að hafa bíl til umráða
Strætisvagnar ganga til
Næstved á klukkustundarfresti
til jafnaðar og tekur ferðin
svona 15 mínútur. Þar er hægt
að skipta um vagn og komast í
ýmsar áttir, eða taka lest. Frá
Næstved er ríflega klukkutíma
lestarferð til Kaupmannahafn-
ar.
I Karrebæksminde er þægi-
legt gönguland og fljótlegt að
komast um á hjólum. En það er
óneitanlega mikill kostur hér að
hafa bíl til umráða; þá opnast
ýmsir möguleikar til skoðunar,
bæði innan héraðs og lengra
frá; skrúðgarðar, hallir og
herragarðar, skólar, kirkjur og
klaustur, o.fl., o.fl., auk þess
sem það er fyrirhafnarlítið að
skreppa niður á Men, Falstur og
Láland.
í fyrri hluta þessarar samantektar, sem birtist í blaðinu í
gær, miðvikudag, var m.a. greint frá móttökum í Karlslundi,
húsakosti og staðháttum, svo og kynningarfundinum sem
haldinn var fyrsta morguninn, á laugardeginum. í seinni
hlutanum, sem hér birtist, er skotist til orlofsbyggðarinnar í
Karrebæksminde, gluggað í mannlífið í Karlslundi og rabbað
við gesti á báðum stöðunum. Loks eru þau Geirþrúður Páls-
dóttir, yfirfararstjóri, og Kurt Skaaning, framkvæmdastjóri
tekin tali og spurð um starfsemina og íslensku gestina.
Á sunnudeginum er glamp-
andi sól og næstum heiðskírt.
Það er ákveðið að drífa í þv: að
sýna okkur orlofsbyggðina í
Karrebæksminde. Hún er sunn-
arlega á Sjálandi, nánar til tek-
ið í Sóreyjarsýslu, um 11 km
fyrir sunnan bæinn Næstved.
Við ökum í bílnum hans Skaan-
ings og með í förinni, auk okkar
hjónanna, eru Sigurjón
Fjeldsted, Ásdís Árnadóttir,
starfsmaður S/L á Akureyri, og
Skaaning, sem er við stýrið.
Orlofshúsin minna
á svertingjakofa
Við komum til Karrebæks-
minde um kl. 13, eftir klukku-
stundar þægilega bílferð. Or-
lofsbyggðin stendur í nokkrum
aðskildum þyrpingum á lítilli
eyju, Eno, sem tengist fasta-
landinu með brú.
Á eyjunni eru líka fjölmargir
sumarbústaðir í einkaeign og
eitthvað af heilsárshúsum.
Þegar við nálgumst orlofs-
byggðina blasir við stór u-laga
bygging; það er þjónustumið-
stöðin. F’jær eru orlofshúsin og
minna á svertingjakofa, séð úr
fjarska. Kjeld Hágn-Petersen,
veitingamaðurinn á staðnum,
tekur á móti okkur og brátt
bætist Þóra Kristín Jónsdóttir,
fararstjóri, í hópinn. Við göng-
um um svæðið í fylgd Þóru og
Kjeld, lítum inn í eitt orlofshús-
anna og fræðumst um staðinn.
Hér eins og í Karlslundi eru
vönduð hús, án íburðar og fara
vel á staðnum. Það hefur einnig
verið hugsað fyrir því, að dval-
argestir, börn og fullorðnir, geti
ávallt haft eitthvað fyrir stafni.
Og ströndin er skammt undan.
Föndursalir og
tvær sundlaugar
Alls eru 85 hús hér í orlofs-
byggðinni; 65 þeirra eru einbýl-
ishús, en 20 tvíbýlishús, sem
Danir ætla einkum efnalitlum
einstæðum mæðrum með börn
sín. Húsin eru í flestu sambæri-
leg að búnaði við íbúðirnar í
Karlslundi, en hér eru svefn-
herbergin tvö og arinn er í
hverri stofu.
í þjónustumiðstöðinni er
rúmgóður og bjartur veitinga-
salur, bar, skrifstofa, fjórir
fundar- og samkomusalir, fönd-
ursalir fyrir trésmíðar og leður-
iðju, aðstaða til borðtennisiðk-
unar og fullkomið vélaþvotta-
hús. Þar er einnig hægt að taka
á leigu útvarps- og sjónvarps-
tæki og hjól, eins og í Karls-
Það eru fáir heima í orlofs-
byggðinni, meðan staldrað er
við. Baldur Ólafsson er með hóp
í skoðunarferð og þeir sem ekki
eru í gönguferðum, hjólandi eða
akandi úti um hvippinn og
hvappinn, dorma fyrir utan
húsin eða flatmaga á ströndinni
og láta sólina verma sig.
Komið við í Næstved
Eftir að hafa notið höfðing-
legrar gestrisni þeirra hjón-
anna, Keld og Ruthar, er haldið
af stað heim til Karlslundar.
Komið er við í Næstved. Þetta
er vinalegur bær, nýtur þess að
hafa fengið nægan tíma til að
taka út vöxtinn, segir Skaaning.
„Gott og rólegt
að dveljast hér“
Meðan staldrað var við í Karre-
ba'ksminde bönkuðum við upp á í
einu orlofshúsanna, hjá Rúnari
Sigmarssyni vcrkfra ðingi og eigin-
konu hans, Laufeyju Bjarnason
kennara. Þá höfðu þau dvalist þar
í vikutíma ásamt börnum sínum
tveimur, Árna og Guðrúnu, og
móður Rúnars, Cuðlaugu Úlfars-
dóttur.
„Það var algjör tilviljun að við
komumst hingað," sagði Rúnar.
nÉg var að leita fyrir mér, af því
að mér bauðst skyndilega að
taka hálfsmánaðar leyfi, og
hringdi af rælni í Samvinnuferð-
ir/Landsýn. Þá hafði losnað um
eitt húsanna hér í Karre-
bæksminde, vegna forfalla, en
var fyrir löngu uppselt í hvert
einasta pláss. Svo langaði mig til
að sýna krökkunum Danmörku,
af því að ég lærði hérna á sínum
tíma. Við höfum verið með bíla-
leigubíl allan tímann og getað
hreyft okkur að vild. Það er
mjög auðvelt að aka hér á veg-
um, greinagóðar merkingar og
það má treysta því að Danir fara
eftir umferðarreglunum."
„Við höfum nú ekki farið neitt
víða,“ segir Laufey, „enda kom-
Um við fyrst og fremst til að
njóta hvíldar og hafa það gott.
Við höfum þó talsvert skoðað
okkur um hérna í nágrenninu.
En hér er ákaflega rólegt og gott
að vera og allar nauðsynjar að
hafa í kjörbúðinni á staðnum.
Engum þarf heldur að leiðast,
því að gestunum er boðið upp á
svo til daglegar ferðir í allar átt-
ir, og við erum ákveðin í að
skella okkur í Lególandsferðina
á morgun og Þýskalandsferðina
á þriðjudaginn."
„Það var um 10 þúsund krón-
um ódýrara fyrir okkar að fara
hingað en til sólarlanda," segir
Rúnar. „Við erum að vona að við
getum bætt við okkur þriðju vik-
unni hérna, en það er víst flugið
sem ræður, hvort af því getur
orðið."
Hér er fjölskyldan samankomin fyrir ntan reröndina. F.v.: Rúnar, Árni,
Laufey, Guðrún og Guðlaug.