Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 + Eiginkona lYiín, móðir, tengdamóöir og amma, ÞÓRA ÁRNADOTTIR, Brennistööum, Flókadal, lést i Sjúkrahúsi Akraness 7. sept. Veröur jarösungin i Reykholti laugardaginn 11. sept. kl. 14.00. Theodór Sigurgeirsaon, Þorsteinn Theodórsson, Sigríöur Jónsdóttir, Valgeröur Theodórsdóttir, Kristjén Jónsson, Árni Theodórsson, Vigdis Sigvaldadóttir, barnabðrn og barnabarnabörn. t Konan mín, móöir, tengdamóöir oa amma, MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR, Stighúsi, sem lést 31. ágúst, veröur jarösungin frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 11. september kl. 3 e.h. Péll Jónasson, Guörún S. Kaaber, Sveinn Kaaber, Margrét Friöbjarnardóttir, Mér Jónason, Sonja Ólafsdóttir og barnabörn. + Útför móöur minnar, ömmu okkar og systur, EYÞÓRU THORARENSEN fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 10. sept. kl. 15.00. Louiae Erna Thorarensen, Henrik Thorarensen, Þór Thorarensen, Henrík Eyþór Thorarensen, Rannveig Ásgrimsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma. INGILEIF AUÐUNSDÓTTIR, Gilsérstekk 1, fyrrum húsmóöir að Grímsstööum í Vestur-Landeyjum, sem and- aöist 31. ágúst sl„ veröur jarösungin frá Akureyjarkirkju í V-Land- eyjum, laugardaginn 11. sept. nk. kl. 14.00. Katrín Sigurjónsdóttir, Einar 1. Sigurðsson , Guöjón Sigurjónsson, Þuríöur Antonsdóttir, Sverrir Sigurjónsson, Álfhildur Steinbjörnsdótti, Ingólfur Sigurjónsson, og barnabörn. Guóríóur Gísladóttir + Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN S. ILLUGASON, skipstjóri, Norðurbraut 15, Hafnarfiröi, sem lést 1. september veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 10. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Björg S. Siguröardóttir, Gunnar Eldon Guöjónsson, Helga Eldon Guöjónsson, Björk Guöjónsdóttir, Lovísa Guöjónsdóttir, Kjartan Á. Guöjónsson, Signý Guðjónsdóttir, Sigurlín Guðjónsdóttir, Guöný Guöjónsdóttir, Guójón Guöjónsson, og barnabörn. Skúli Ólafsson, Tony Afzal, Sigríöur Siguröardóttir, Jón Hjaltaaon, + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JAKOBJÓHANNESSON, rafvirkjameiatari, Efatasundi 3, sem lést í Borgarspitalanum laugardaginn 4. september sl. veröur jarösunginn föstudaginn 10. september kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Jarösett veröur í Gufunesi. Blóm og kransar afþakkaöir. en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag islands. Þóra Guömundsdóttir, Jóhann Jakobsson, Árni Jakobsson, Þórarinn Jakobsson, Sigurður Jakobsson, og barnabörn. Svala Konréösdóttir, Jóna Jakobsdóttir, Guóbjörg Arnórsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir + Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför foreldra og tengdaforeldra okkar, MARGRÉTAR VÍGLUNDSDÓTTUR KRISTINS HALLDÓRSSONAR, Ljóaheimum 6. Konréö Ó. Kristinsson, María Siguröardóttir, Víglundur Kristinsaon, Marta Guórún Jóhannadóttir, Sigríóur Kristinsdóttir Higgins, Sigurbjartur Kristinsson, Áslaug Matthíasdóttir börn og barnabörn. Minning: Snœbjörn Jónsson bóndi á Stað Það fækkar óðfluga útvörðum íslenskrar bændamenningar við norðanverðan Breiðafjörð. Maður á erfitt með að trúa sínum eigin eyrum þegar maður heyrir svo óvænta harmafregn, sem andlát Snæbjarnar Jónssonar, stórbónda á Stað á Reykjanesi í Reykhóla- hreppi. Þó vissi ég hinsvegar að hann gekk ekki heill til skógar hin síðustu ár ævinnar. Nafnið Snæ- björn á Stað er samofið og er greypt í hugskoti allra þeirra sem kynntust honum, slíkur var per- sónuleikinn í allri viðkynningu. Það sem einkenndi hann fyrst og fremst var hógværð í lífsstarfi og leik, fórnfýsi og hlýja í garð allra, sem hann átti samleið með, ekki síst þeirra sem einhverra hluta vegna gengu ekki heilir til skógar, þar reyndi hann að bera smyrsl á sárin og græða þau með góðleika sínum. Snæbjörn var fæddur á stað á Reykjanesi 8. nóvember 1909, sonur presthjónanna þar séra Jóns Þorvaldssonar ættuðum frá Hvammi í Norðurárdal og konu hans Ólínu Snæbjörnsdóttur frá Hergilsey á Breiðafirði, dóttur hins nafnkunna aflaformanns Snæbjarnar í Hergilsey, sem er löngu þjóðkunnur maður. Snæ- björn var elstur þriggja systkina er upp komust og er nú aðeins eft- ir ein systirin ofar foldu, Ragn- heiður búsett í Reykjavík. Krist- ján Jónsson borgarfógetafulltrúi er hniginn að velli fyrir nokkrum árum. Eitt barn misstu presthjón- in á Stað á unga aldri, einn fóst- urbróður átti Snæbjörn, systurson séra Jóns. Hann var sonur Val- borgar Þorvaldsdóttur á Auðs- haugi á Barnaströnd, það er séra Jón Arni Sigurðsson prestur í Grindavík. Hann Snæbjörn á Stað var enginn yfirborðsmaður í dag- legu lífi. Hann gat ekki hugsað sér annan dvalarstað heldur en æsku- heimili sitt, hann unni heitar en öllu öðru fossinum sem kvað sama rómi sí og æ er hann steyptist fram af þverhníptri fjallsbrúninni og ánni sem liðaðist meðfram hús- inu hans, sem átti heima í alla ævi, hann var fæddur bam nátt- úrunnar, hann unni hverju blómi, sem óx í kring um hann. Hann gjörbylti allri jörðinni, þurrkaði upp votlendið, fjarlægði björgin og breytti öllu í græn tún, sem áður var lítt nothæft land, bæði á Stað og einnig á Brandsstöðum, sem hann hafði nytjar af líka. Snæbjörn á Stað var fyrirmyndar bóndinn. Lagði metnað sinn í að prýða og bæta jörðina, hann átti ávallt afburða fallegt fé, sem bar af öðru fé á Reykjanesi. Staður á Reykjanesi var allmikil hlunn- indajörð, bæði selveiði og dún- tekja, margar dreifðar eyjar og hólmar fyrir landi svo þar af leið- andi var oft mannmargt á heimili Snæbjarnar, enda skorti hann aldrei fólk, hjá ljúfmenninu vildu allir vera, sem á annað borð voru á lausum kili. Snæbjörn mun um langt skeið hafa verið fjárflesti bóndinn á Reykjanesi. Hann byggði upp íbúðarhúsið, einnig fjárhús yfir fimm hundruð fjár ásamt þurrheyshlöðu, svo og flatgryfju svo hann þyrfti síður að vera háður duttlungum veðurguð- anna ef að legðist í óhagstæða tíð, því svo vel sá hann fyrir öllu er að búskapnum laut. Snæbjörn vél- væddi bú sitt ekki síður en aðrir bændur, en hinsvegar mun hann aldrei hafa keyrt dráttarvél hvað þá bíl. Séra Jón Þorvaldsson á Stað, faðir Snæbjarnar, andaðist 31. desember 1938 á heimleið frá Englandi. Um vorið 1939, tekur Snæbjörn alfarið við búsforráðum á Stað, en hafði áður verið ráðs- maður hjá foreldrum sínum um alllangt skeið. Hinn 8. nóvember 1940 gengur hann að eiga Unni Guðmundsdóttur frá Skjaldvar- arfossi á Barðaströnd, mikla myndar- og ágætiskonu til orðs og æðis á öllum sviðum. Þau eignuð- ust fjóra syni, þeirra er elstur Jón bóndi í Mýrartungu í Reykhóla- hreppi. Árni sem er kennari við bændaskólann á Hvanneyri og á þar að sjálfsögðu heima. Friðgeir, sem er bifhjólaviðgerðarmaður búsettur í Reykjavík. Eiríkur, sem býr að hálfu á móti foreldrum sín- um á Stað, og einn son átti Unnur áður en hún giftist Snæbirni, og heitir sá Sigurvin Ólafsson, bú- settur á Stokkseyri, og gekk Snæ- björn honum í föðurstað. Snæ- björn var mikill hestamaður, hann hafði mikið yndi af að fara á bak gæðingum sínum og hleypa um sveit sína, ekki rekur mig minni til þess að hann hafi verið mikið í hestabraski, enda of mikill dýra- vinur til þess. Það var með dýrin eins og mannfólkið hjá Snæbirni, þar var öllu gert vel. Það var hans fyrsta boðorð að öllum liði sem best. Engan mann hvorki karl eða konu hefi ég hitt, sem sá Snæ- björn skipta skapi, svo mikil var festa hans og prúðmennska á öll- um sviðum og skipti þá engu máli þó erfiðleikar steðjuðu að. Hins- vegar var Snæbjörn glaðsinna og gat verið glettinn á sinn góðlega hátt. Snæbjörn var einn af stofn- endum ungmennafélagsins Aftur- eldingar í Reykhólahreppi og lifði allt sitt líf í anda ungmennafé- lagshrifningarinnar, því hann var algjör bindindismaður bæði á vín og tóbak. Hann var um bil í hreppsnefnd og í stjórn búnaðar- félagsins, einnig í stjórn kaupfé- lagsins og eitthvað fékkst hann hin síðustu ár við innflutning á korni til fóðurbætis fyrir sjálfan sig og granna sína og gat útvegað það á mun lægra verði en það var selt í kaupfélaginu. Snæbirni og eftirlifandi konu hans verður seint fullþakkað sú einstaka alúð og góðmennska, sem þau sýndu móð- ur minni er hún dvaldi oft lang- tímum á heimili þeirra á Stað, er leiðarlok hennar tóku að nálgast og hún farin að þreki að falla úr elli, feyskinn líkami að hníga að velli, svo einstök reyndust þau henni og sömuleiðis mér, sem þessar línur ritar. Það er hverjum manni dýrmæt gjöf að mæta slíkri vináttu á lífsbrautinni, en oft á tíðum vandfundin meðal samtíð- arinnar. Ólína, móðir Snæbjarnar, var lengi á heimili Staðarhjóna eftir andlát manns síns, eða nánar tiltekið meðan hún gat heilsu sinnar vegna dvalið þar og þurfti + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, KRISTJÁNS KRISTMUNDSSONAR, Bústaöavegí 57. Kristfn Hannibalsdóttir, Gunnar Péll Kriatjénsson, Anna Kristjénsdóttír, Einar Sigurösson, Rósamunda Kristjénsdóttir, Stslén Arndal, Kristjén Kristjénsson, Halldóra Jónsdóttir, Reynir Kristjénsson, Jóna Þ. Vernharósdóttir, Lilja K. Thomsen, Kurt Thomsen, og barnabörn. ekki að vera að meiru eða minna leyti undir læknishendi. Hin síð- ustu ár ævinnar dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík og andaðist þar hinn 10. september 1964. Á Stað hafði verið alllengi systir frú Ólínu, Ingibjörg Snæbjarnardóttir, og var hún þar til dauðadags. Einnig var þar mjög lengi kona sem hét Rannveig og var í daglegu tali aldrei nefnd annað en Veiga á Stað, báðar þess- ar konur nutu umhyggju og alúðar Staðarhjóna til hinstu stundar. Og hafa þau Staðarhjón, bæði Snæ- björn og eftirlifandi kona hans, reist sér ógleymanlega bauta- steina í hugum samferðamanna sinna þar eins og annars staðar. Snæbjörn heitinn hafði verið eitthvað lasnari hina síðustu daga fyrir andlátið og átti að mæta hjá lækni, en fékk frest á því til þess að geta fylgt samtíðarmanni sín- um og sveitunga sínum Magnúsi Ingimundarsyni frá Bæ síðasta spölinn hérna megin grafar og lagðist lúinn til hvíldar kvöldið áður en jarðarförin skyldi fara fram. Það var hans síðasti hátta- tími, hann vaknaði ekki aftur. Hann kvaddi jafn hljóðlega og hann lifði og sveif á vit hins ókomna bak við tjaldið sem aðskil- ur lifandi og dauða. Tjaldið sem aðskilur heim ódauðleikans og ei- lífðarinnar, þar sem musteri guðs standa opin sanntrúuðum börnum sínum eftir langan vinnudag, þar sem trúmennskan var alltaf í fyrirrúmi, leitandi að því besta og fegursta, sem mannsandinn hefur yfir að ráða, því það gerði Snæ- björn heitinn svo sannarlega, meðan hann var á meðal vor. Það er mikill skaði hverju byggðarlagi, sem missir slíkan son, fyrst og fremst stórbóndann, snyrti- mennið, sem öllum vildi aðeins það besta. Náttúruunnandann, sem sýndi í verki hversu mikils virði það er frjálsbornum manni að geta fengið að njóta þess að starfa við sín hjartans áhugamál, hrinda verkinu í framkvæmd og leysa hverja þraut með sóma, til eftirbreytni fyrir hinar yngri kynslóðir, sem landið erfa. Vegur hans yfir landamærin til hýbýla horfinna kynslóða hefur verið bjartur og fagur þegar hann kom á hina himnesku strönd umvafinn ættingjum og dýrðarljóma Drott- ins, hinni eilífu birtu friðar og kærleika almættisins. Eftirlifandi eiginkonu Snæbjarnar heitins bið ég allrar blessunar um ókomin ár og bið algóðan Guð að vaka yfir velferð hennar nú og um alla framtíð með alúðar þökkum fyrir allan velgjörning við mig og móð- ur mína frá fyrstu kynnum þeirra til hinstu stundar. Sömuleiðis votta ég mína dýpstu samúð öllum börnum þeirra hjóna, einnig tengdabörnum og barnabörnum og bið þeim allrar blessunar um alla ókomna tíma. Útför Snæbjarnar var gerð að viðstöddu miklu fjölmenni á Stað, hans æskuheimili. Já, það komu margir til að kveðja aldinn öðling í síðasta sinn. Þó að hann verði eigi að síður ógleymanlegur öllum samtíðarmönnum sinum um langa framtíð og vonandi speglist í sál- arlífi afkomenda sinna um langa framtíð. „Kar þú í friAi fridur ( >uAn þig bleswi. Ilafðu þokk fyrir allt «g allt.“ Guðmundur A. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.