Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 5 Ung Nordisk Musik Festival Sinfóníutón- leikar og kamm- ertónleikar TVENNIR tónleikar verða á vegum UNM hátíðarinnar í dag. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur undir stjórn Guðmundar Emilssonar í Há- skólabíói og hefjast tónleikarnir klukkan 14.00. Þau verk sem eru á dagskrá tónleikanna eru: Configur- ations, eftir Edward Reichel, Str&k, eftir Karin Rehnqvist, Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit, eft- ir Áskel Másson, Slits, eftir Hans GeforSj Giro, eftir Esa-Pekka Salon- en og Era, eftir Jan Sandström. Hinir tónleikarnir eru kamm- ertónleikar í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan 20.30. Þessi verk eru á dagskrá: Counter Force, fyrir píanó og tónband, eftir Kristian Evensen, Landet som icke ár (excerpt), fyrir sópran og píanó, eftir Sten Melin, Nú, fyrir flautu, eftir Lilju Ósk Ulfarsdótt- ur, Sambúðarsundurþykkja, fyrir horn, harpsíkord og tónband, eftir Lárus H. Grímsson, Deux études pour synclavier, eftir Otto Roman- owski og ... de tartuffe, je crois ..., eftir Magnus Lindberg. Hvöt: Félagsfundur um borgarmál HVÖT, félag Sjálfstæðiskvenna í Reykjavik, heldur félagsfund um borgarmál nk. mánudagskvöld. Frummælandi á fundinum verður Davíð Oddsson, borgarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í borgarstjórnar- kosningunum í vor og er mikill hluti kosningaloforða meirihlut- ans þegar efndur, svo sem ákvörð- un um fækkun borgarfulltrúa í 15 menn á ný 1986 og fleiri ákvarð- anir sem leiða munu til sparnaðar í borgarkerfinu. Fundarstjóri verður Erna Hauksdóttir, viðskiptafræðinemi, og fundarritari Anna K. Jónsdótt- ir, varaborgarfulltrúi. Fundurinn hefst kl. 8.30 og er hann öllum opinn. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Frá afhendingu heiðursskjalsins. Taldir frá vinstri: Gunnar Þormar, formaður Tannlæknafélags fslands, Einar Ragnarsson, varaformaður, og hinn nýkjörni heiðursfélagi, dr. Pálmi Möller. Sjöundi heiðursfélagi Tannlæknafélagsins TANNLÆKNAFÉLAG íslands hefur nýlega kjörið dr. Pálma Möller, pró- fessor við háskólann í Birmingham, Alabama, heiðursfélaga sinn. TFÍ hefur um þessar mundir starfað í 55 ár. Dr. Pálmi er sjöundi heiðursfélaginn, sem félagið hefur kjörið á þessu timabili. Pálmi Möller er fyrsti íslenski tannlæknirinn, sem hefur helgað rannsóknar- og vísindastörfum mestan hluta starfsævi sinnar. Hann varð fyrstur íslenskra tann- lækna til að ljúka doktorsprófi frá Háskóla íslands. Rannsóknarverk- efni sín hefur dr. Pálmi ætíð sótt til íslands. Pálmi Möller verður sextugur 4. nóvember næstkomandi. Dr. Pálma Möller var afhent heið- ursskjal Tannlæknafélags íslands við hátíðlega athöfn i húsakynnum félagsins, að viöstöddum fjölda gesta. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Þrátt fyrir gengis- breytingu þá eru allar gerðir af Mazda 929 ennþá á hagstæðu verði: Verð: Mazda 929 Sedan Super Deluxe kr. 174.000.- Verð: Mazda 929 Station Deluxe kr. 179.500.- Verð: Mazda 929 Hardtop m/öllu Limited kr. 197.500.- Tryggið ykkur því bíl strax meðan þetta lága verð helst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.