Morgunblaðið - 25.09.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 25.09.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 19 Laker í samkrull með Pan Am? SIR FREDDY Lakcr mun innan tíðar hefja umsvif á sviði leiguflugs í samkrulli með Pan American-flugfélaginu, að sögn Lundúnablaðsins Observer. Sir Freddy hyggst selja Bandaríkjamönnum hópferðir til Evrópu og þannig slást um farþega á Atlantshafsflugleið- inni, en flugfélag hans, Laker- Airways, var brautryðjandi ódýrra fargjalda á þeirri flug- leið. Þar kom hins vegar að því að Laker Airways beið lægri hlut í samkeppninni á Atlantshafs- flugleiðinni og skyldi eftir sig 270 milljón punda skuldahala. Háttsettur maður hjá Pan Am staðfesti að Sir Freddy og Ed Acker forstjóri Pan Am, sem eru miklir mátar, hafi átt viðræður um samstarf. Pan Am á við mikla fjárhags- örðugleika að etja í harðri sam- keppni. í síðustu viku tilkynnti félagið að það þyrfti að segja upp fimm þúsund starfsmönnum til viðbótar, en það nemur 15% starfsmanna fyrirtækisins, til þess að eiga möguleika á þátt- töku í harðri samkeppni flugfé- laganna. Hefur Pan Am vegnað vel í leiguflugi á Atlantshafsflugleið- inni frá því Laker og Braniff lögðu upp laupana. „Sir Freddy er ennþá hetja í augum Bandaríkjamanna," sagði aðstoðarforstjóri hjá Pan Am. „Það var hann sem gerði fólki kleift að fljúga til Lundúna og annarra staða í Evrópu fyrir lágt verð. Gjaldþrot er bara viss játning, hún er hluti af leiknum, og að að henni gerðri er bara að byrja aftur. Sr Freddy er snjall sölumaður og hann á eftir að spjara sig á ný.“ Þótt búið sé að selja ferða- skrifstofu Lakers, Laker Holi- days, er við því búist að hin nýju umsvif verði kennd við nafn hans. Sir Freddy Laker Kasparov öruggur sigurvegari á millisvæöamótinu: Slagurinn stendur enn um annað sætið Moskvu, 24. aeptember. AP. GARRY KASPAROV, aöeins 19 ára gamall og yngsti stór- mcistari heims, varð hinn öruggi sigurvegari á millisvæöa- mótinu í skák, sem lauk í Moskvu í dag. Kasparov vann Velimirovic frá Júgóslavíu í lokaumferðinni og tryggði sér þar með 10 vinninga úr 13 umferðum. Enda þótt sigur hans hafi ver- ið öruggúr er óvissa um hver hlýtur 2. sætið og þar með réttinn til að komast áfram. Andersson frá Svíþjóð og Tal, fyrrum heimsmeistari frá Sovétríkjunum, eru sem stendur í öðru sæti með 8 vinninga. Þeir eru þó ekki öruggir um að fá að kljást í aukakeppni um 2. sætið. Belyavski gæti komist upp fyrir þá báða og náð 8V£ vinning með því að vinna biðskák sína gegn Gheorghiu, sem tefld verður í dag, laugardag. Urslit í öðrum skákum urðu þau, að Rodriguez vann Garcia, sem hefur misst flugið gersamlega í síðari hluta mótsins, Van der Wiel og Christiansen gerðu jafntefli, Sax vann Geller og skák Quinteros og Murey fór í bið. Tal og Andersson gerðu jafn- tefli og Andersson gerði að auki jafntefli í biðskák sem hann átti. Lokastaða mótsins varð því þessi: Kasparov hlaut 10 vinn- inga, Anderson og Tal 8, Bely- avski er með 7 xk og biðskák, Garcia og Geller hlutu lxh, Christiansen og Sax 6 vinn- inga hvor, Murey 5 xk og bið- skák, Velimirovic 5V6, Gheorghiu 5 og biðskák, Van der Wiel 5, Rodriguez 4% og Quinteros 3 og biðskák. V-Þjóðverji dæmdur fyrir njósnir í A-Berlín Berlín, 24. sept. AP. AUSTUR-þýzkur dómstóll hefur dæmt Vestur-Þjóðverja í tíu ára fangelsi fyrir að hafa stundað njósn- ir, er voru ógnun við öryggi Austur- Þýzkalands, að því er ADN, frétta- stofa Austur-Þýzkalands, skýrði frá í dag. Maður þessi, Frank Ortlepp, var handtekinn fyrir rúmu ári, er Veður víða um heim Akureyri 6 skýjaó Amsterdam 15 heióskírt Aþena 29 haióskirt Barcelona 26 léttskýjað Berlín 20 heiðakírt BrOssel 17 akýjaó Færeyjar 10 skýjaó Chicago 19 skýjaö Dyflinni 15 rígning Feneyjar 21 akýjaó Frankfurt 16 skýjaó Genf 16 skýjað Helsinki 15 heiöakfrt Hong Kong 29 akýjaó Jerúsalem 27 haiðakfrt Jóhannesarborg 21 heióskfrt Kairó 33 heiðakfrt Kaupmannahöfn 15 heióskírt Las Palmas 25 léttskýjaó Lissabon 21 haióskirt London 18 skýjaó Los Angeles 36 skýjað Madrid 24 heióskfrt Malaga 28 lóttskýjaó Mallorca 27 lóttskýjaö Mexíkóborg vantar Miami 29 rigning Moskva 20 haióskirt Nýja Delhí 33 heióskírt New York vantar Osló 12 haiöskirt Perís 20 skýjaó Peking 30 heiðskirt Perth 17 haiðskirt Rio de Janeiro 28 skýjaó Reykjavík 7 skýjaó Rómaborg 27 heióskfrt San Francisco 18 rigning Stokkhólmur 14 heióskirt Sydney 21 heióskírl Tel Aviv 29 haíðskirt Tókýó 22 skýjaó Vancouver 19 skýjaó Vínarborg 18 rigning hann kom til Austur-Þýzkalands frá Tékkóslóvakíu. Hann hafði þá í fórum sínum ljósmyndabúnað sem ADN sagði að hann hefði átt að nota til að safna upplýsingum sem hefðu stefnt öryggi landsins í hættu. ADN sagði að Ortlepp hefði einnig haft sambönd við stjórnmálaflokka í Vestur-Þýzka- landi og þekktur vestur-þýzkur sjónvarpsmaður, Gerhard Lowen- thal, hefði þar einnig komið við sögu. Þá var klykkt út með því að Ortlepp hefði áður en hann var tekinn, haft heldur óþrifalegt sakavottorð, því að hann hefði áð- ur hlotið dóma fyrir stuld á skjöl- um og skjalafals. Átök! Ósló við sendiráð ísraels Osló, 24. september. AP. TIL ÁTAKA kom milli lögreglu og um 200 mótmælaseggja fyrir utan sendiráð ísraels í Osló á fimmtu- dagskvöld og varð lögreglan að dreifa mannfjöldanum með táragasi. Sjö ungmenni voru handtekin fyrir grjótkast. Einn lögreglumaður slasaðist er hann fékk grjót í andlitið, en alls tóku 40 lögregluþjónar þátt í því að bæla niður uppþotið. Mótmæla- seggirnir klufu sig frá friðsam- legum mótmælafundi á Youngs- torget. Þota ferst Boostedt, 24. september. AP. ORRUSTUÞOTA úr fjórðu landgönguliðsherdeildinni hrapaði í Eystrasalt, þar sem hún var við æfingar með sveitum frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Að sögn formælenda banda- ríska hersins er óljóst hvað fór úr- skeiðis, en þotan hafði bækistöð á landgönguskipinu Nassau. Þotan var stökkþota af gerðinni AV/8A Harrier. Sama herdeild missti CH-53 Sea Stallion-þyrlu með fimm mönnum innanborðs við strendur Dan- merkur 14. september sl. Áhöfn þyrlunnar og yfirmaður í sjóhern- um fórust með þyrlunni. Þotan, sem fórst í dag, fórst fimm mílur austur af Slésvík- Holstein, nyrst í Vestur-Þýzka- landi. ÚRVALS innihurðir Allar hurðir enn á gamla verðinu ______ef pantað er strax. LÆGSTA VERÐ Á LANDINU. Útsölustaðir í Reykjavík og Kópavogi: Iðnverk, Nóatúni 17, sími: 25945 Axel Eyjólfsson, Smiðjuvegi 9, sími: 43577 TRÉSMÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320 OCTAV012.02

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.