Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 233. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Niðurstöður Reagans og Gemayels í Washington: íhuga stækkun friðar gæsluliðs í Líbanon \Va.shington. Jerúsalem, Beirút, 19. október. AP. RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti og Amin Gemayel forseti Líbanon ræddust við í nærri tvær klukkustundir í dag og sagðist Reagan ætla að taka til alvarlegrar athugunar að fjölga i friðargæslusveitunum i þessu striðshrjáða landi, er haft eftir talsmanni Bandaríkjastjómar í dag. Ekki kom nánar fram í til- kynningunni í hverju þessi fjölg- un yrði fólgin, en nú eru í sveit- unum bandarískir, ítalskir og franskir hermenn. Stjórnvöld í ísrael hafa tekið skýrt fram í þessu sambandi að þau vilji ekki fá bandaríska hermenn á þau svaeði í Suður-Líbanon, sem þeir hafi yfir að ráða. Aukinn fjöldi friðargæslu- manna gæti haft umsjón með brottflutningi herafla ísraela, Sýrlendinga og Palestínumanna frá Líbanon, en Reagan og Gemayel hafa sagt að þeir telji að brottflutningnum ætti að vera lokið fyrir árslok þó að Reagan segist ekki geta gefið „ákveðna dagsetningu“. Eftir að viðræðum leiðtoganna lauk í dag, sagði Reagan við blaðamenn að mörg skref hefðu verið stigin í framfaraátt varð- andi brottflutninginn, sem hann kallaði „aðkallandi vandamál". Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að veita Líbanon aðstoð í uppbyggingu landsins. Amin Gemayel ræddi síðar í dag við Caspar W. Weinberger varnarmálaráðherra og fleiri ráðamenn, en ráðgert er að hann fljúgi áleiðis til Parísar síðar í kvöld. Israelska þingið lýsti í kvöld stuðningi við afneitun stjórn- valda á tillögum þeim er fram hafa komið um sambandsríki Palestínumanna með Jórdaniu á vesturbakka Jórdanár og Gaza- svæðunum með 56 atkvæðum gegn 50. Pólsk stjórnvöld telja að óeirðum sé nú lokið V arsjá, 19. október. AP. PÓLSK STJORNVÖLD skýrðu frá því í dag að þeim hefði tekist að lægja þær reiðiöldur er risið hefðu eftir að þingið samþykkti lög, sem banna starfsemi Samstöðu, og þau væntu þess að ekki kæmi til frekari óeirða eða verkfalla eftir atburði síðastliðinnar viku. „öfgahópar sem eru í andstöðu við stefnu stjórnvalda hafa ekki enn gefist upp,“ sagði talsmaður stjórnarinnar í dag og bætti við: „En þeir eru ekki nógu öflugir til að skipuleggja verkföll og meiri háttar mótmæli." Þessi fullyrðing talsmannsins staðfestir að stjórnvöld eru þess fullviss að mestu mótmæli við nýju verkalýðslögin séu gengin yf- ir, eftir verkföllin í Gdansk og nokkrum öðrum borgum og óeirð- irnar í Gdansk og Nowa Huta í síðastliðinni viku. Sú staðreynd, að Jozef Glemp erkibiskup hefur nú hafið að endurskipuleggja ferð þá í páfa- garð, sem hann áður hafði frestað, er einnig túlkuð þannig að ekki sé eins róstusamt í landinu og áður. Glemp, sem hefur verið harð- orður í garð stjórnvalda undan- farnar vikur, frestaði fyrirhugaðri för sinni á fund páfa þann sjöunda október síðastliðinn eftir að hafa látið í ljós ótta um meiri háttar óeirðir í heimalandi sínu þegar starfsemi óháðu verkalýðsfélag- anna hafði verið bönnuð. í Nowa Huta hafa varnir hers- ins verið stórauknar vegna jarð- arfarar Bogdan Wlosiks, tvítugs verkamanns í Lenínskipasmíða- stöðinni, er skotinn var til bana af lögreglunni í götubardaga þann 13. október síðastliðinn. Opinberar heimildir herma að Wlosik verði jarðsunginn á mið- vikudagsmorgun á vinnutíma, í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir mikinn fjölda við- staddra. Thatcher og Kohl funda í Lundúnum London, 19. október. AP. HELMUT KOHL, hinn nýi kanslari Vestur Þýskalands, kom síðdegis í dag til London til viðræðna við Margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og er þetta fyrsti fundur þeirra frá því Kohl tók við embætti kanslara af Helmut Schmidt. Talið er að viðræður þeirra muni snúast um deilur þær er standa milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna um gasleiðsluna miklu frá Síberíu og stáliðnaðar, en þess er ekki vænst að sameig- inleg yfirlýsing þeirra að fundin- um loknum verði gefin út. Fullvíst þykir að leiðtogarnir tveir leiti samræmdrar stefnu í kjölfar sölubanns Bandaríkj- anna á hluti framleidda í Evrópu í gasleiðsluna frá Síberíu og í deilunum varðandi innflutning á stáli í Bandaríkjunum. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær, að Banda- ríkin væru að kanna málin varð- andi það að aflétta þeim við- skiptahöftum er þeir hefðu sett á bandamenn sína í Evrópu: „Ef við finnum áhrifameiri leiðir, er- um við tilbúnir að aflétta þess- um höftum," sagði hann. Einnig mun taka þátt í við- ræðunum í kvöld, Sir Geoffrey Howe, fjármálaráðherra Bret- lands, en fundur þessi er undan- fari árlegs fundar leiðtoga Bret- lands og Vestur-Þýskalands, sem haldinn verður í Bonn 28. til 29. október. Afganistan: Sovéskir hermenn bíða mikið afhroð Islamahad. Afganistan, 19. oklóber. AP. MEIRA EN 400 sovéskir hermenn létust í nýrri sókn í Panjsher-dal, sem er mikilvæg herstöð skæru- liða um 100 kílómetra norður af Kabúl, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Sjónarvotturinn, Jean Jose Puig, leiðtogi hreyfingar er kall- ar sig „Vini Afganistan" og er frönsk að uppruna og leitast við að aðstoða skæruliðana í mál- efnum sem ekki eru hernaðar- leg, sagði að meiðsl á skærulið- um hefðu ekki verið mikil, þrátt fyrir að margir óbreyttir borg- arar hafi orðið illa úti í sprengjuregni Sovétmanna. „Rússarnir eru ekki að heyja stríð við skæruliðana," sagði Puig, sem var í tíu vikur í Afg- anistan. „Þeir eru að reyna að reka fleyg milli íbúanna og mót- spyrnuaflanna." Sovéskir hermenn hafa lokið sjöttu tilraun sinni til að reyna að ná Panjsher-dalnum á sitt vald og biðu sem fyrr segir mik- ið afhroð, en Puig segir að þeir vinni nú skipulega að því að tæma öll þorp, brenna uppsker- ur og slátra búfénaði á svæðun- um í kringum höfuðborgina í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skæruliðarnir myndi þar mikilvægar stöðvar. Svíþjóð: Kafbátsins enn leitað Slokkhólmi, 19. október. AP. „LEITINNl mun verða haldið áfram i viku enn að minnsta kosti á Hárs-firði og Mysingen-flóa," sagði talsmaðurinn Sven Carlsson í viðtali við sænska útvarpið í dag. Herskip, þyrlur og kafbátar tóku þátt í aðgerðum á þessum svæðum á mánudag, en það var í Hárs-firði, sem fyrst varð vart við óþekktan kafbát, skammt frá Berga-flotastöðinni, þann 1. október síðastliðinn. Síðustu merki um hugsanlegan kafbát á þessu svæði voru aðfaranótt laugardags, en þá urðu fiski- menn varir við eitthvað er þeir segja mögulegt að hafi verið kafbátur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.