Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 29 Þóra Jónsdóttir - Afmæliskveðja Fyrir nokkrum vikum var ég á ferð í Siglufirði og tók þar þátt í mjög ánægjulegri kirkjuhátíð, í tilefni 50 ára afmælis Siglufjarð- arkirkju. Ég hefi með nokkru millibili komið til Siglufjarðar, síðan við fluttum þaðan alfarin 1951. Alltaf hafa einhverjar breytingar orðið, eins og eðlilegt er. Gamlir vinir hafa horfið af þessum heimi, en aðrir hafa flust burt til annarra byggðarlaga. Meðal góðra vina, sem við hjón- in söknuðum í þessari síðustu ferð okkar voru þau hjónin Pétur Björnsson kaupmaður og Þóra Jónsdóttir kona hans, sem auk þess að vera nánir vinir okkar, voru þau vinsælir og velmetnir borgarar í Siglufirði, um langt skeið. En þau fluttust hingað til Reykjavíkur nokkru eftir 1960, en Pétur var erindreki Áfengisvarna- ráðs í allmörg ár, en lést hér í Reykjavík 1978. Frú Þóra Jónsdóttir, kona hans, er áttræð í dag og býr að Hraunbæ 138. Það er næsta eðlilegt, að við vinir hennar, og þeirra hjóna, sendum frú Þóru þakkir og hlýjar hugsanir á þessum tímamótum í ævi hennar, því svo farsælan ævi- dag á hún að baki sér. Frú Þóra er fædd að Yztabæ í Hrísey, 20. október 1902, dóttir hjónanna Jóns Kristinssonar út- vegsbónda í Hrísey og Hallfríðar Þórðardóttur. Jón var sonur Kristins Tryggva Stefánssonar í Yztabæ og Kristín- ar Hólmfríðar Þorvaldsdóttur frá Krossum. Bræður Jóns voru þeir Stefán B. Kristinsson prófastur að Völlum í Svarfaðardal og Tryggvi Kristinséon, lengi kennari og organleikari í Siglufirði. Allir eru þessir merku bræður nú löngu látnir. Móðir Þóru, Hallfríður Þórðar- dóttir, var fædd að Hólum í Öxna- dal. Faðir hennar var Þórður Pálsson Þórðarsonar frá Kjarna, en móðir Guðrún Magnúsdóttir frá Hólum. Eru þessar ættir kunnar í Eyjafirði og víðar. Guð- rún Pálsdóttir, móðir sr. Friðriks Friðrikssonar, hins góðkunna æskulýðsleiðtoga í Reykjavík, var föðursystir Hallfríðar. Frú Þóra ólst upp að Yztabæ hjá foreldrum sínum, er þar bjuggu við rausn og myndarskap. Á þeim árum voru þar mikil bú- skaparumsvif til sjós og lands og fjölmennt heimili. Aðstaða til skólagöngu var erfið í Hrísey á þeim árum, en Jón faðir hennar, fékkst nokkuð við kennslu og kenndi börnum sínum heima, og reyndist sú kennsla þeim nota- drjúg, enda byggt þar ofan á, af áhuga, með sjálfsnámi, eftir því sem árin liðu. Æskuára sinna í Hrísey minnt- ist frú Þóra oft með hlýjum huga, ekki síst hinna sólríku vordaga, náttúrufegurðar og fuglalífs þar í eyjunni. I júní 1919 fluttist Þóra með foreldrum sínum og systkinum til Siglufjarðar, og þótt fjölskyldan saknaði Eyjafjarðar, var bót í máli, að í Siglufirði eru líka bjart- ir og fagrir vordagar og kom fjöl- skyldan sér þar fljótt vel fyrir og undi þar hag sínum. Árið ^1928 giftist Þóra Pétri Björnssyni síðar kaupmanni í Siglufirði og áttu þau heimili í Að- algötu 25 þar í bænum, og þar hafði Pétur verslun sína. Á þeim árum var Siglufjörður í örum vexti. Umferð var mikil í Aðalgötunni og gott til verslun- arstarfa, enda blómgaðist hagur þeirra hjóna fyrir ráðdeild og reglusemi. Þegar árin liðu tóku þau vax- andi þátt í félagslífi í Siglufirði, einkum safnaðarmálum og bind- indisstarfi og öðrum skyldum fé- lags- og menningarmálum. Frú Þóra starfaði lengi í kirkju- kór SiglufjarðarkÍrkju og var í mörg ár formaður kórsins, en föð- Úr sláturhúsinu í Borgarnesi. Slátrunin gengur vel í Borgarnesi: Lömbin heldur rýrari en í fyrra BorcarneMÍ, 14. október. SAUÐFJÁRSLÁTRUN gengur vel í sláturhúsinu i Borgarnesi að sögn Gunnars A. Aðalsteinssonar, slát- urhússtjóra. Sláturtíðin stendur nú sem hæst, hún hófst 13. september og áætlað er að slátruninni Ijúki um 13. nóvember. í sláturhúsinu vinna 170—180 manns í sláturtíðinni og á hverj- um degi er slátrað 2.500—2.600 fjár. í allt er áætlað að 82.000 fjár verði slátrað í húsinu í haust. Gunnar sagðist ekki hafa orðið var við að bændur væru að fækka við sig fé en það kæmi þó betur í ljós við lok sláturtíðarinnar þegar farið yrði að slátra fullorðna fénu. Gunnar sagði að dilkarnir væru heldur lélegri en í fyrra, þeir væru líklega nálægt 13 kíló að meðaltali en í fyrra var meðalfallþunginn 13,6 kíló. HBj. urbróðir hennar, Tryggvi Krist- insson kennari, var lengi organ- leikari kirkjunnar og söngkennari barnaskólans. Má segja að frú Þóra hafi verið hans önnur hönd í söng- og félagsstarfi kórsins. Fáir gera sér fulla grein fyrir því, um hve mikið starf er hér að ræða. Þá vann frú Þóra mikið að bindind- ismálum, bæði sem áhugasamur félagi í St. Framsókn og gæslu- maður barnastúkunnar Eyrarrós, sem í hennar tíð var ein fjölmenn- asta og þróttmesta barnastúka landsins. Bindindismálin hafa alltaf verið frú Þóru hugstæð og víst eru margir henni þakklátir fyrir þá góðu leiðsögu og ánægjustundir, sem þetta starf veitti þeim í æsku, og fyrir þá æfingu í félagsstarfi, sem þeir hlutu í barnastúkunni á þessum árum. Um langt skeið var starfið í barnastúkum landsins eitt þróttmesta æskulýðsstarf, sem unnið var hér á landi. Það verður að teljast mikilvægt menningar- og nauðsynjastarf, að vernda íslenska æsku fyrir þeim óheillaáhrifum, sem áfengis- nautnin leiðir yfir þjóðina. Besta vörnin gegn áfengisbölinu, og öðru því böli, sem siglir í kjölfar þess er að neyta ekki áfengis. Þetta vilja margir því miður ekki láta sér skiljast. Frú Þóra sat á mörgum Stór- stúkuþingum og var í allmörg ár stórgæslumaður unglingastarfs á vegum Reglunnar, og ferðaðist þá víða um land, og var hvarvetna aufúsugestur, sakir síns glaða og hlýja viðmóts, festu og lipurðar. Það má óefað telja, að frú Þóra hafi með þessu starfi sínu lagt drjúgan skerf til heillavænlegs uppeldis íslenskrar æsku, sem margir eru þakklátir fyrir. Þó að ævistarf frú Þóru væri lengst af bundið við heimili þeirra hjóna í Siglufirði, sem oftast var fjöl- mennt og umsvifamikið, þá var mesta furða af hve miklum tíma hún gat séð í félagsstarfinu, og opnað heimili sitt fyrir þessu starfi. Eftir að þau hjónin fluttu hingað suður unnu þau enn að þessum áhugamálum sínum, með- an kraftar entust. Þau hjónin eignuðust 3 dætur og einn son, en þau eru: Hallfríð- ur, húsfreyja í Reykjavík, gift Stefáni Friðrikssyni, lögreglu- varðstjóra, Stefanía María, hús- freyja í Kópavogi, gift ólafi Tóm- assyni, yfirverkfræðingi hjá Landsíma Islands, Kristín Hólmfríður, bókasafnsfræðingur (bókafulltrúi ríkisins), gift Baldri Ingólfssyni, menntaskólakennara, í Reykjavík, og Björn, skrifstofu- stjóri á Akranesi, kvæntur Berg- ljótu Ólafsdóttur. Öll bera bðrn þeirra einkenni ættar sinnar um dugnað, festu og myndarskap. Við sem höfum notið vináttu fjölskyldunnar um árabil erum innilega þakklát fyrir þá vináttu. Seint munum við hjónin gleyma því, er við gistum á heimili þeirra fyrstu nóttina, er við fluttumst til Siglufjarðar sumarið 1935 og gott var til þeirra að leita um margs- konar fyrirgreiðslu, eftir því sem árin liðu. Þegar við hjónin sendum frú Þóru og fjölskyldu hennar kveðjur og árnaðaróskir á þessum tíma- mótum í ævi hennar, þá hugsa ég um hið góða samstarf okkar á Siglufjarðarárunum, bæði í kirkj- unni þar, í bindindisstarfinu, og á öðrum sviðum. Einnig hugsum við hjónin um hið góða samband sem var milli heimila okkar alla tíð. Við teljum okkur því standa í al- veg sérstakri þakkarskuld við þau, frú Þóru og Pétur. Ég veit, að frú Þóra er þakklát, er hún lítur til baka á þessum tímamótum. Hún nýtur ástríkis barna sinna, barnabarna, tengda- barna, frændfólks og vina. Vin- sældir hennar eiga sér djúpar ræt- ur, því að hvar sem hún hefur komið við sögu hefur hún lagt gott til mála. Sjálfsagt munu henni finnast þetta óþarfa lofsyrði. En hví má ekki geta þess, sem vel er gert og til lofs má telja? Ég og fjölskylda mín sendum frú Þóru innilegustu árnaðaróskir á þessum tímamótum og biðjum henni blessunar og góðra daga, einnig ástvinum hennar og heimil- um þeirra. Oskar J. Þorláksson Þóra tekur á móti gestum á heimili sínu, Hraunbæ 138, eftir kl. 15 í dag. Nýjungarnar komafrá BRIDGESTON E „ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem við nefnum „ÍSGRIP". „ÍSGRIP“ hefur þá eiginleika að harðna ekki í kuldum, heldur helst það mjúkt og gefur þannig sérstaklega góða spyrnu í snjó og hálku. „ISGRIP“ dekkin eru ennfremur með sérstyrktum hliöum (Superfiller) sem veitir aukið öryggi við akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veðráttu eins og á íslandi. Öryggið í fyrirrúmi með BRIDGESTONE undir bilnum 25 ára reynsla á íslandi. Útsölustaðir um land allt. á Islandi BÍLABORG HF Smiöshöfða 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.