Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Sameinað þing í gær: Vilmundur og Ólafur Ragnar deila á forseta Tillaga Vilmundar Gylfasonar (A) til þingsályktunar þess efnis, að Al- þingi kjósi tveggja manna nefnd til þess að spyrja dómsmálaráðherra spurningar um embættisfærslu sýslumanns, spurningar sem Vil- mundur segir að forseti Sameinaðs þings og meirihluti Alþingis hafi komið í veg fyrir að hann fengi svör við, var á dagskrá Sameinaðs þings í gær. Þá kvaddi Vilmundur sér hljóðs um þingsköp. Vilmundur Gylfason (A) sagði til- lögu þessa flutta af tæknilegum ástæðum. Þó forseti Sþ gæti gert tillögu um að banna fyrirspurnir einstakra þingmanna til ráðherra, gæti hann ekki komið slíkri heft- ingu á málfrelsi þingmanna við gegn þingsályktunartillögu, sbr. 28. gr. þingskaparlaga. Meirihluti Alþingis hefði í flumbruskap tekið þá afstöðu sl. miðvikudag að stöðva fyrirspurnina. Ég hygg að þeir, sem að því stóðu, hafi ekki hugmynd um hvað þeir voru að gera, er heftur var fyrirspurnar- réttur þingmanns. Fór Vilmundur hörðum orðum um afstöðu forseta þingsins, en sagðist ekki myndu gera kröfu um, að hann viki úr forsetastól meðan um tillöguna væri fjallað, enda teldi hann sig hafa fyrirheit um, að hún fengi eðlilega meðferð. Hann ásakaði d 410R ;éÚn SPURÐU NÁNAR ÚT 1 18354 gata tromluna 50% vatnssparnaðinn 40% sápusparnaðinn 25% tímasparnaðinn efnisgæðin byggingarlagið lósíuleysið lúgustaðsetninguna lúguþéttinguna ytra lokið demparana þýða ganginn stöðugleikann öryggisbúnaðinn hitastillinguna sparnaðarstillingar taumeðferðina hægu vatnskælinguna lotuvindingma þvottagæðin ....... /ponix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 forseta hins vegar fyrir að hafa „sagt þinginu ósatt“ um aðdrag- anda málsins, þ.e. um meinta kröfu sína um, hvenær málið yrði tekið fyrir; hann hefði aðeins bent forseta á þingskaparákvæði um það efni. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) spurði forseta: Hvernig stendur á því og með hvaða rétti gerizt það, eftir að hér hefur farið fram at- kvæðagreiðsla um tiltekna fyrir- spurn, þá fyrst birtist fyrirspurn- in sem formlegt þingskjal með sérstöku málanúmeri? Ef það er rétt að prenta þessa fyrirspurn sem sérstakt þingskjal, átti það þá ekki að gerast áður en atkvæða- greiðsla fór fram um hvort fyrir- spurnina ætti að leyfa, en ekki eft- ir að hún hefur farið fram og fyrirspurninni synjað? Jón Helgason (F), forseti Sam- einaðs þings, sagði Vilmund Gylfason hafa komið að máli við sig og skírskotað til þess ákvæðis þingskapa, að beiðni um að leita álits þingheims, ef forseti synjaði fyrirspurn, skyldi lögð fyrir á næsta fundi. Eg gat ekki skilið þessa skírskotun á annan veg en þann, að þar með væri hann að óska eftir að það væri gert á þess- um fundi. En vel má vera að sá skilningur minn hafi verið rangur. Þetta svarar einnig máli Ólafs Ragnars Grímssonar. Vilmundur Gylfason (A) sagði m.a., að ákvörðun Alþingis í þessu máli hefði verið hörmuleg, en ég skil forseta svo nú, að ekki verði gerðar frekari tilraunir til að hefta framgang fyrirspurnarinn- ar. Síðan las VG upp úr þingskap- arlögum. Þar sagði m.a., að forseti ákveði samdægurs, hvort fyrir- spurn skuli leyfð eða ekki. Ef vafi er á, getur forseti borið málið und- ir þingheim á næsta fundi í Sam- einuðu þingi. Ég setti ekki fram neinar kröfur, benti aðeins á þing- skaparákvæði. Olafur Ragnar Grímsson (Abl.) sagði svör forseta ekki fullnægj- andi. Komið hefur í ljós, að fyrir- spurn Vilmundar Gylfasonar varð formlegt mál á Alþingi. Ég spyr um það, er hægt að taka formlegt, númerað mál til afgreiðslu og at- kvæðagreiðslu í Sþ, án þess að það formlega og númeraða mál sé á dagskrá viðkomandi fundar? Ég tel það brjóta í bág við allar venj- ur og starfshætti og skapa hættu- legt fordæmi, að formlegt, númer- að þingmái er tekið til atkvæða- greiðslu, án þess að birtast á dagskrá viðkomandi fundar. Síðan endurtók Ól. R. Grímsson fyrir- spurn sína til forseta, bað hann að Vilmundur taka sér frest til svarsins og vanda það vel. Jón Helgason, forseti Sþ, sagðist engan frest þurfa. Augljóst sé, að þetta var ekki orðið formlegt þing- mál þegar atkvæðagreiðslan fór hér fram. Það var ekki búið að úrskurða það — og það hefði ekki fengið sérstakt númer. Olafur Ragnar Grímsson (Abl.) sagði ekki hægt að una við, að óiafur Ragnar fyrirspurn, sem lögð væri fram á skrifstofu Alþingis og fær þar númer, verði þá fyrst formlegt þingskjal og þingmál, þegar meiri- hluti Alþingis hefur hafnað því að hún verði þingmál. Það er regla sem ég fæ engan botn í. Að lokinni umræðu um þing- sköp var samþykkt að taka tillögu Vilmundar til einnar umræðu og formlegrar afgreiðslu. Framvarp um málefni aldraðra: Tuttugu þúsund íslend- ingar yfir sjötugt 1995 SAMKVÆMT greinargerð, sem fylgir stjórnarfrumvarpi ura málefni aldr- aöra, eru nú 21 dvalarheimili fyrir aldr- aða í landinu, samtals með 1582 vist- rými. Hjúkrunar- og langlegudeildir eru 8, samtals með 339 vistrými. Þar kemur einnig fram að 70 ára og eldri hér á landi, sem vóru um 15.000 talsins 1980, verða samkvæmt framreiknuðum mannfjölda 5.000 fleiri 1995. Helztu nýmæli frumvarpsins eru sögð þessi í athugasemdum með því: • 1. Sett er fram það markmið að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegri þjónustu, sem þeir þurfa og að þessi þjónusta sé veitt á því þjónustustigi, sem sé eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða. • 2. Lagt er til að yfirstjórn öldrun- armála sé í höndum eins ráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis, og að þar verði sett á stofn sérstök deild til að annast þennan málaflokk. • 3. Lagt er til að sett verði á stofn samstarfsnefnd um málefni aldr- aðra. Hlutverk þessarar nefndar yrði allvíðtækt, annars vegar stefnu- mótandi og hins vegar ráðgefandi. • 4. Lagt er til að stjórnum heilsu- gæslustöðva, í samvinnu við félags- málaráð, þar sem þau starfa, verði falin stjórn öldrunarmála á sínu svæði. • 5. Lagt er til að við hverja heilsu- gæslustöð starfi þjónustuhópur aldraðra. Þessi þjónustuhópur yrði samstarfshópur starfsfólks heilsu- gæslustöðvar, starfsfólks félagslegr- ar þjónustu svo og þeirra stofnana, sem vinna að öldrunarþjónustu á starfssvæði þjónustuhópsins. • 6. Lagt er til að komið verði á fót heimaþjónustu fyrir aldraða. Með heimaþjónustu er átt við þá aðstoð, sem veitt er á heimili aldraðs ein- staklings. Þessi þjónusta er tvíþætt, annars vegar heilbrigðisþjónusta og hins vegar félagsleg þjónusta. • 7. Settar eru fram skilgreiningar á því hvaða stofnanir teljist dval- arstofnanir fyrir aldraða. • 8. Lagt er til að vistunarmat fari fram áður en menn verði vistaðir á dvalarstofnunum fyrir aldraða. • 9. Lagt er til að kostnaður af vist- un á dvalarstofnunum fyrir aldraða verði greiddur af sjúkratrgginga- deild Tryggingastofnunar ríkisins eða með beinum framlögum úr ríkis- sjóði. Þó er gert ráð fyrir því að vistmenn taki þátt í greiðslu dval- arkostnaðar, eftir ákveðnum reglum í samræmi við tekjur. Forsaga málsins eru tvö frum- vörp, flutt á löggjafarþingi 1980—1981. Annars vegar frumvarp Péturs Sigurðssonar, Matthíasar Bjarnasonar og Halldórs Blöndal um sérhannað húsnæði fyrir aldraða og öryrkja (201. mál) og hins vegar stjórnarfrumvarp um hliðstætt efni, flutt síðar á sama þingi (269. mál). Árið 1979 skipaði þáverandi trygg- ingaráðherra, Magnús H. Magnús- son, nefnd, til að gera tillögur um heilbrigðis- og félagslega þjónustu við aldraða, og hefur allar götur síð- an verið unnið að samræmingu sjón- armiða og frumvarpsgerð. Eyjólfur Konráð Jónsson: Aðgerða þörf til að tryggja hafsbotnsréttindi Islands Eyjólfur Konráð Jónsson og sjö aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um hafsbotnsréttindi fs- lands i suðri. Tillagan felur ríkisstjórninni, verði hún samþykkt, að láta nú þegar á það reyna, hvort samkomulag geti náðst við Færeyinga um samciginlega réttargæzlu á Rockall-svæðinu i samræmi við ályktanir Alþingis frá 22. desember 1978 og 19. maí 1980. Jafnframt verði haldið áfram samkomulagsumleitunum við Breta og íra um eignar- og umráða- rétt hafsbotnsins á Rockall-sléttu. Sameinað Alþingi kjósi með hlutbund- inni kosningu fimm menn sem starfi með ríkisstjórninni að framgangi málsins. í greinargerð segir að strand- þjóðir víða um heim séu nú sem óðast að tryggja hafsbotnsrétt- indi sín utan 200 mílna efna- hagslögsögu, samkvæmt nýjum hafréttarsáttmála, en beinna að- gerða sé þörf af þeirra hálfu til að öðlast þessi réttindi, sbr. 76. gr. hafréttarsáttmálans. Fyrir löngu er því ljóst, segir og í greinargerð, að Islendingar þurfa að fylgja fram ályktunum sínum um þetta efni. Orðrétt segir m.a. í greinar- gerðinni: „Við íslendingar færum fjöl- mörg rök fyrir réttindum okkar á Rockall-hásléttunni og skulu nokkur talin: 1. Sanngirni er sú meginregla sem ríkja á samkvæmt orðum og anda hafréttarráðstefnu og haf- réttarsáttmála, og sanngjarnt hlýtur það að teljast, að við eig- um einhverja íhlutun í þessum réttindum, a.m.k. ef írar eiga það. Og sanngjarnt hlýtur það líka að teljast, hvernig við höf- um nálgast málið. 2. í 100 milljónir ára hafa sömu jarðfræðilegu umbrotin sett einkenni sitt á jarðsögu Rockall-hásléttu, íslands og Færeyja. 3. Eftir Íslands-Færeyja- hryggnum tengjumst við Hatt- on-banka beint, en hryggurinn er náttúrulegt framhald Islands. Eyjólfur Konráð Jónsson. 4. Íslands-Færeyjahryggurinn er af sérstakri tegund úthafs- skorpu sem kölluð er „Icelandic type crust". 5. Dýpi frá íslandi til Hatt- on-banka er hvergi meira en 2500 metrar, sem er sú viðmiðun sem getið er í 76. grein. Allmikil setlög, sem myndast hafa af framburði íslenskra fljóta, eru meðfram Hatton-banka og allt suður í Biskayaflóa. 6. Ef miðlínuregla væri látin gilda mundi svo til allur Hatt- on-banki falla í hlut íslendinga. 7. A Íslands-Færeyjahrygg hafa fundist set mynduð á landi í borkjarna á 1300 metra dýpi frá sjávarmáli. 8. Jarðfræðisaga íslandssvæð- isins allt frá Grænlandi, Jan Mayen og Færeyja- og Rockall- svæðinu er einstök á hnettinum. 9. Orðin eðlilegt framhald, „natural prolongation", hafa ekki verið skilgreind á neinn af- gerandi hátt, þannig að eðli máls á að ráða, enda tilbrigðin ótelj- andi á heimshöfunum. 10. En sú regla, sem myndað- ist með Jan Mayen-samkomu- laginu, á að vera vegvísir að lausn ágreiningsmála þessara fjögurra nágrannaþjóða. 11. Ef ekki næst samkomulag þeirra þjóða, sem tilkall gera til svæðisins, gæti svo farið að eng- inn fengi neitt, en svæðið yrði alþjóðlegt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.