Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Ríkisstjórnarfundur í gær: Áður samþykkt frum- varp um orlofslög sent í ráðherranefnd Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gærmorgun voru bráðabirgðalögin og fylgi- frumvörp til umræðu, en skoðanir manna eru mjög skiptar i þeim herbúðum um hvernig standa skuli að málum, eins og komið hefur fram í fréttum. I'að bar til tíðinda á fundinum að þar kastaðist í kekki milli ráðherranna um frumvarp til breytinga á oriofslögum, en rikisstjórnin hafði samþykkt inni- hald frumvarps um það í síöustu viku og var Svavari Gestssyni félagsmála- ráðherra falið að leggja frumvarpið fram eins og það lá fyrir þá. >á voru ráðherrarnir ekki á eitt sáttir um fleiri atriði þessara mála. Orlofslaga- frumvarpið, auk annarra hliðarráðstafana sem boðaðar voru með bráða- birgðalögunum, hafnaði í lok ríkisstjórnarfundarins í þriggja manna ráðherranefnd til frekari umfjöllunar. Rússarnir stálu keppnisbúningum frá FH-ingum LEIKMENN FH í handknattleik urðu fyrir frekar óskemmtilegri reynslu er þeir léku síðari leik sinn í Evrópukeppninni í hand- knattleik síðastliðinn sunnudag í Zaporozhje i Rússlandi. Eftir leik liðanna sátu leik- menn hóf í matsal hótelsins sem gist var á. Er einn leik- manna FH brá sér upp á herb- ergi sitt, sá hann að búið var að stela öllu keppnisdóti hans. Er hann fór að gaeta nánar að öðrum herbergjum á gangin- um, sá hann mótherja sína, leikmenn Zaporozhje, þar sem þeir voru að láta greipar sópa á herbergjunum. Er þeir urðu íslenska leikmannsins varir, höfðu þeir sig á brott hið skjótasta, en tókst að stela al- veg frá þremur leikmönnum FH keppnistöskum, skóm, búningum og jafnframt galla- buxum. Höfðu þeir stolið frá fjórum leikmönnum, en köst- uðu frá sér einni töskunni er þeir hlupu út. Virtust þeir vera á höttunum eftir Adidas- keppnisskóm, -búningum og -töskum leikmanna, svo og gallabuxum. Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði í viðtali við Mbl. í gær- kvöldi, að þeir hefðu strax sett sig í samband við rússnesku lögregluna, en hún hefði ekk- ert viljað gera í málinu. Þegar kvartað var við forráðamenn Zaporzhje, sögðust þeir kippa málinu í lag og senda það sem stolið var til Moskvu. En ekk- ert slíkt gerðist. Lið FH átti að koma heim í gærkvöldi, en flugvélinni frá Moskvu seink- aði svo rækilega, að liðið komst fyrst til Kaupmanna- hafnar í gærkvöldi og kemur ekki heim fyrr en á morgun. Fyrir utan húsnæði Iðnnemasambandsins i gærmorgun, þegar sá frestur sem hin nýkjörna stjóm hafði sett fráfarandi stjórn, var útrunninn, en komið var að húsnæðinu lokuðu. Auglýsingin sem Haraldur Kristjánsson, sem kjörinn var formaöur Iðnnemasambandsins á þingi þess á sunnudag, heldur á var fest á dyr húsnæðisins, en hún er á þá leið að skrifstofan sé lokuð vegna undirbúnings að áframhaldi á þingi INSÍ. Til hægri er Þorsteinn Haraldsson, sem kjörinn var ritstjóri Iðnnemans. i.jósmynd Mbi. köe. Deilurnar innan Iðnnemasambandsins: Sambandsstjórn hefur til athugunar að leita réttar síns fyrir dómstólunum „ÉG VIL lýsa furðu minni yfir þessum orðum fyrrverandi formanns Iðnnemasambands íslands,“ sagði Gunnar Tryggvason, nýkjörinn varafor- maður INSI i gær þegar Morgunblaðið bar undir hann ummæii fyrrverandi formanns INSI, Pálmars Halldórssonar í Dagblaðinu og Þjóðviljanum þess efnis, að það væri flokkspólitísk hreyfing, sem hefði yfirtekið Iðnnemasahi- bandið, en Gunnar gegnir störfum formanns, þar til afsögn kjörins formanns Haralds Kristjánssonar, hefur formlega verið dregin til baka og samþykkt. „Hérna er um að ræða hóp ungs fólks með mismunandi þjóðfé- lagsskoðanir, en með það sameig- inlegt og sem markmið að endur- reisa iðnnemahreyfinguna. Það er furðulegt, þegar inn koma nýir menn með frjóar hugmyndir, að þeir skuli fá þetta á sig. Vissulega eru þarna sjálfstæðismenn, jafnt og menn úr öðrum flokkum, en ef- laust eru þó flestir óflokksbundn- Sú fullyrðing fyrrverandi for- manns í Þjóðviljanum í gær, að iðnnemasamtökin hafi starfað óflokkspólitískt á undanförnum árum, er beinlínis út í hött. Fyrr- verandi formaður og stjórn hafa barist hatrammlega fyrir því, að þing sambandsins ályktaði flokkspólitískt. Fyrir rúmum tveimur árum voru ályktanir Sambandsins slíkar, að halda hefði mátt að þær væru samdar beint upp úr stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins. Gleggsta dæmið um að þarna hafa ráðið önnur sjón- armið, en hagur iðnnema er það að fyrrverandi stjórnarmenn skyldu draga sig hver og einn út af lista uppstillingarnefndar og neita að vera í framboði fyrir iðnnema- hreyfinguna, eftir að úrslit for- mannskjörs lágu fyrir. Það sýndi algjört ábyrgðarleysi gagnvart Ingvar Gíslason menntamálaráðherra um fjárhagsvanda Háskólans: Verður að finna ráð til að beina stúdentum annað Má til nefna fjöldatakmarkanir — aðgangur þrengdur og gerðar meiri kröfur Á Alþingi í gær var loft lævi blandið og þrátt fyrir að ljósatöfl- ur sýndu að meirihluti þingheims væri á staðnum voru fáir þing- menn á ferli. Fáir vermdu sæti sín í deildum og aðsókn var samt sem áður óvenjudræm í kaffistofunni að sögn kunnugra. Álag á síma- borð Alþingis var þó með því mesta sem gerist. Með því að fylgjast með eftirgrennslan og leit þingvarða að þingmönnum vegna fundaboða o.fl. kom í ljós að hlið- arsalirog herbergi voru upptekin í öllum hornum hússins. Þingmenn „MÉR er fyllilega Ijóst, að það eru miklir erfiðleikar í fjárhagsmálum Háskólans, en það verður reynt að ráða fram úr þeim. Ég tel að það sé of mikið sagt að það sé beinlínis stefnt að því að fækka stúdentum, en hins vegar er alveg greinilegt að það verður að finna ráð til þess að beina stúdentum í aðrar greinar. Það getur vel farið svo að við stönd- um frammi fyrir ofvexti Háskólans á næstu árum og að það verði að fínna leiðir til að lagfæra það,“ sagði Ing- var Gíslason menntamálaráðherra aðspurður um ummæli Guðmundar K. Magnússonar háskólarektors í viðtali við Mbl. í gær, en þar segir Guðmundur m.a. að miðað við nú- þeir sem blaðamaður Mbl. hitti að máli voru sammála um að „logn“ virtist vera á yfirborðinu, en menn voru ekki á eitt sáttir hvort það „logn“ væri fyrirboði „stórviðris", eða tákn þess sem við mætti búast á næstu vikum. I gærkvöldi hafði ekki verið boðaður nýr fundur fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og stjórnarand- stöðu, en viðmælendur Mbl. úr hópi þingmanna reiknuðu ekki með að þær viðræður skiptu sköp- um um framvindu þjóðmálaum- ræðunnar. verandi forsendur í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar muni mest- allar framkvæmdir við nýbyggingar skólans stöðvast og rekstur hans dragast saman. Hann segir það geta leitt til þess að hætta verði með öllu eða takmarka mjög inngöngu nýrra stúdenta í skólann næsta haust. Ingvar var spurður hvaða leiðir væru færar að hans mati til að koma í veg fyrir ofvöxt Háskólans, eins og hann orðaði það. Hann svaraði: „Þetta er mjög vandmeð- farið mál og það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt á þessari stundu. Þetta er bæði póli- tískt mál og einnig málefni Há- skólans sjálfs. Það hefur engin stefna verið tekin í þessu nú og verður ekki án ítarlegrar umræðu milli stjórnvalda og Háskólans. Hins vegar finnst mér eðlilegt að kannað verði hvort ofvöxtur sé í Háskólanum. Menntamálaráðherra var spurður í framhaldi af því, hvort vel menntað fólk væri ekki ein að- alundirstaða sköpunar þjóðar- verðmæta. Hann svaraði: „Jú, það er mjög mikið atriði, en hins vegar kann að vera að offjölgun háskóla- menntaðra manna verði að stað- reynd. Það er heldur ekki heppi- legt. Við þurfum. menn í fleiri greinar heldur en þær sem Há- skólinn skapar. Við verðum einnig að tryggja það að háskólamenntun komi að fullu gagni og komi að notum, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Aðspurður um hugsanlegar leið- ir til að draga úr ofvexti Háskól- ans svaraði Ingvar Gíslason: „Ég vil nú ekki segja neitt ákveðið um það, en það kemur sjálfsagt margt til. Má þar nefna til að mynda fjöldatakmarkanir í einhverjum skilningi, — að aðgangur sé þrengdur og að gerðar verði meiri kröfur til þeirra sem fara þessa Ieið.“ iðnnemahreyfingunni í landinu og var í raun og veru móðgun við iðnnema almennt," sagði Gunnar. Þá sagði Gunnar, að boðað hefði verið til fundar í hinni nýju stjórn Iðnnemasambandsins klukkan 9.00 um kvöldið og væri hann þess fullviss að hún myndi taka á mál- unum af festu og ganga til starfa af krafti. Um það hvernig gengi að fá lyklavöldin að húsnæði sambands- ins og önnur gögn þess sagði Gunnar: „Við hringdum í fulltrúa fyrrverandi stjórnar í gærkveldi, mánudag, og var þeim gefinn frestur til klukkan 11.00 í morgun, til að skila fundargögnum. Þá voru vinsamleg tilmæli um það, að þeir yrðu búnir að yfirgefa hús- næðið fyrir klukkan 12.00. Því var ekki sinnt, heldur búið að setja upp auglýsingu á hurð húsnæðis- ins, undirritaða af starfsmanni Iðnnemasambandsins, þess efnis að skrifstofan væri lokuð vegna undirbúnings undir áframhald af þingi INSÍ. Það verður lagt fyrir hina nýju sambandsstjón í kvöld, hvort nauðsynlegt sé fyrir sam- bandsstjórnina að leita réttar síns fyrir dómstólunum," sagði Gunnar Tryggvason varaformaður Iðn- nemasambands íslands að lokum. 80 lítrar af spíra fundust í Eddunni ÁTTATÍU lítrar af 95% spíra fundust við tollleit I fíutninga- skipinu Eddunni við komu skips- ins til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Þá fundust 19 flöskur af áfengi, mest vodka, og þrjú karton af sigarettum. Stærstur hluti góssins fannst í holfi, sem hafði verið smíðað fyrir aftan aðalvél skipsins. Eddan var að koma frá Bretlandi og Portúgal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.