Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Seyðisfjörður: Danskir skólakrakkar í heimsókn Scyóisnrói, 12. októbcr. I>RJÁTÍI) danskir skólakrakkar, frá Lyngby-Tarb«k í Kaupmanna- höfn, dvöldu í þrjá daga á Seyrtis- firrti upp úr miðjum september. Vinabæjatengsl eru milli þessara starta og komu krakkarnir, sem eru 15 ára, í för mert skólastjóra og kennurum. „Hér vildi ég eiga heima," sagrti einn dönsku krakkanna í lok dvalarinnar. Heimsókn dönsku krakkanna heppnaðist vel í alla staði og brostu veður- guðirnir við þeim. Kyrsta dag heimsóknarinnar gengu krakkarnir hringinn í kringum Bjólf og tók gangan fimm klukkustundir. Á öðrum degi var farið í sjóferð á sex trillum. Krökkunum var skipt á trillurnar og renndu þau fyrir fisk. Aflahæsti báturinn kom með 22 fiska að landi, en þeir er minnst höfðu veiddu aðeins 2. En þeir höfðu nokkuð til máls- bóta — sjóveiki hrjáði þá. Á þriðja degi var hópnum deilt, sum fóru með bæjarstjór- anum, Jónasi Hallgrímssyni, í reiðtúr og önnur með Þorvaldi Jóhannssyni, skólastjóra, á skíði upp í Gagnheiði. Dönsku krakk- arnir létu mjög vel af dvölinni á Seyðisfirði. Fréttaritari Lagt af start í reirttúr. Myndir KrÍHtján AAalMteiiMHon. Lagt frá bryggju — þessi komu svo mert mestan afla art landi. Talning i hafnarbakkanum ártur en lagt var upp í veirtitúr. 60 ára afmælis Nor- ræna félagsins minnst 60 ÁRA afmæli Norræna hússins var minnst með ýmsum hætti um siðustu helgi. T.a.m. var efnt til formanna- rártstefnu, sem um 50 manns sóttu. Þar var rætt um vinabæjasamstarfið og fluttu Grétar llnnsteinsson og Ilermann Sigtryggsson framsöguer- indi. Einnig gekkst félagið fyrir skemmtun þar sem m.a. var flutt samfelld dagskrá úr sögu félags- ins. Gils Guðmundsson tók þessa dagskrá saman, en Vilhjálmur G. Skúlason stjórnaði henni. Lesarar með honum voru Jóna Bjarkan, Lovísa Einarsdóttir og Ólafur Halldórsson. Milli atriða lék hljómsveitin Hrím. Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna fé- lagsins, hélt tölu á þessari skemmtun og heiðraði gamla fé- laga. Kynnir á hátíðinni var Gylfi Þ. Gíslason. Að dagsskránni lok- inni var síðan opnuð vinabæjasýn- ing í anddyri Norræna hússins. Sambandsstjórn Norræna félagsins á íslandi. Frá vinstri: Gunnar Ólafsson fulltrúi Austurlands, varamaður Ólafs Guðmundssonar á Egilsstörtum, Grétar Unnsteinsson fulltrúi Suðurlands, Hjálmar Ólafsson formaður samtakanna, Kristín Stefánsdóttir, æskulýösfulltrúi, Vilhjálmur Skúlason varamaður Gylfa Þ. Gíslasonar, sem er varaformaöur sambandsstjórnar, Þorvaldur Þorvaldsson fulltrúi Vesturlands, Bárrtur Halldórsson fulltrúi Norrturlands og Karl Jeppesen ritari sambandsstjórnarinnar. Lovísa Einarsdóttir úr Garðabæ við flutning hinnar samfelldu dagskrár úr sögu Norræna félagsins ásamt örtrum flytjendum: Vilhjálmi Skúlasyni, Jónu Bjarkan og lengst til hægri er Ólafur Halldórsson. í rærtustól er Vilhjálmur G. Skúlason, formartur afmælisnefndar, en hann var einn þeirra sem fluttu samfellda dagskrá úr sögu Norræna félagsins. Fremst á myndinni eru sendiherrahjón Finna, þá koma stjórnarmenn Norræna hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.