Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 19 Hér helur fjarað undan Flatey, en fólkið keppist við sölvaöflunina meðan lágsjávað er. Ljósm: Hugo Rasmus. Reykhólasveit: Á sölvafjörum Mtöhúsum, Keykhólasveit, 4. september. Fyrir nokkru sendi Þörunga- vinnslan hf. fólk á Saurbæjar- sölvafjörur í Dalasýslu undir leið- sögn Karls Gunnarssonar sjávar- líffræðings og var eftirtekjan um 2 tonn af sölvum. Söl eru rauðþörungar og vaxa þau neðarlega í fjöruborðinu og er því ekki hægt að afla þeirra nema á stórstraumsfjöru og þá aðeins í 2 til 3 klukkutíma í senn. Orðið söl merkir bleikur (sam- anber mannsnafnið Sölvi) og hafa þau verið notuð hér til manneldis frá því að landið byggðist og hafa íslendingar sennilega haft þekk- ingu á neyslu þeirra frá gamla landinu, Noregi. Sagt er frá sölv- um í Egilssögu og Eggert Ólafsson skrifaði um þau í ferðabók sinni og samkvæmt heimildum úr Hlín, blaði Halldóru Bjarnadóttur, eru Saurbæjarsölvafjörur bestar á landi hér og kostur er að ekki þarf að afvatna sölin þaðan, því að ár og lækir sem um fjöruna falla minnka seltuna. Hér áður fyrr voru söl mikil verslunarvara og frá sölvafjörum á Eyrarbakka og Stokkseyri voru þau seld austur um sýslur í vætta- tali (ein vætt er 50 kg). Söl voru hér áður fyrr oft borðuð með harð- fiski og smjöri. Sölin eru ekki að jafnaði soðin heldur borðuð eins og þau koma fyrir og við geymslu kemur út á þeim hvítt efni: það er kölluð hneita og samkvæmt bók Björns L. Jónssonar, „íslenskar lækninga- og matarjurtir", eru söl ágæt til þess að auka matarlyst og talin góð við klígju, sjóveiki, upp- þembingi og harðlífi. Hins vegar hefur ekki alltaf gengið slysalaust að ná í sölin og 7. ágúst 1869 fórust 4 menn af Reykjanesi í svonefndri Hrúteyj- arröst er þeir voru að koma úr Saurbæjarfjöru. Svo segir frá þeim atburði í bókinni Fylgsnum fyrri aldar eftir séra Friðrik Egg- erz: „Þeir lögðu af stað úr fjörunni í hægum norðanstormi og höfðu hlaðið svo af sölvum, að ekki var meira en borð fyrir. Stórstraumur var og aðfall og sigldu þeir. En er kom í Hrúteyjarröst gekk sjór inn á bæði borð og svo óður að ekki varð rutt, fyllti bátinn og velti hann öllu úr sér og komust Run- ólfssynir á kjöl. Fórust þar for- maðurinn Bjarni, stúlkur og Bene- dikt með miklu orgi. Hann var tal- inn lítt vandaður og minnstur missirinn í honum.“ Þó að sölin, sem starfsfólk Þör- ungavinnslunnar aflaði, fari á er- lendan markað sem gripafóður, þá er það staðreynd að á undan- gengnum öldum björguðu sölin mörgum frá hungurvofunni, eink- um þó fólki sunnan- og vestan- lands. Jón Pálsson fyrrverandi banka- gjaldkeri gaf Helgu Sigurðardótt- ur tvær uppskriftir úr norskum blöðum um matreiðslu á sölvum og birtust þær í bók Helgu, „Grænmeti og ber allt árið". Þar sem þessi bók mun vera löngu uppseld kemur önnur upp- skriftin hér: Söl með sveskjubýting 110 gr sveskjur 30 gr söl sykur eftir vild Vi sítróna Sveskjurnar og sölin eru þvegin og lagt hvort i sína skál með Vt lítra af heitu vatni og látið standa yfir nóttina. Næsta dag eru sveskjurnar hitaðar í vatninu sem þær hafa legið í og soðnar við hægan hita í 10 mínútur. Sveskj- urnar færðar upp og steinarnir teknir úr þeim og þær lagðar í skál. Sölvunum með vatninu sem þau hafa legið í er hellt í sveskju- löginn og allt soðið í 'k klst. með sítrónuhýðinu. Þessu er hellt yfir sveskjurnar. Borðað kalt með eggjamjólk eða rjóma. — Sveinn Indíana Olafsdóttir Uetur aöl I poka. Sölvunum landað á Keykhólum. Orgeltónleikar í Fíladelfíukirkju Skoðanakönnun DV: 41,3% óákveðin Sjálfstæðisflokkur með meiri- hluta þeirra sem afstöðu tóku UM helmingur þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun I)V sagðist styðja Sjálfstæðisflokkinn, en niðurstaða könnunar þessarar birtist í DV í gær. DAVID Pizarro organleikari heldur tónleika í Fíladelfiukirkjunni nk. Tóstudagskvöld 22. okt. kl. 21. „Hinir lostafullu“ sýnd á vegum Fjalakattarins FJALAKÖTTURINN sýnir nú myndina „Hinir lostafullu", en þaö er bandarísk mynd, gerð árið 1952 af hinum nýlátna leikstjóra Nicolas Kay. Þetta er sá hinn sami Nicolas Ray og þýzki leikstjórinn Wim Wenders gerði um myndina „Nicks movie“ sem sýnd var á kvikmynda- hátíð í Regnboganum. Myndin fjallar um ródeókappa í villta vestrinu. Kannaðar eru þær hættur, sú æsing og þau vonbrigði sem þessari hættulegu íþrótta- grein fylgja. Þessi mynd er sýnd í Tjarnar- bíói, en þar sýnir Fjalakötturinn myndir sínar 6 daga vikunnar. „Hinir lostafullu" verður sýnd frá 14.—28. október. Fernandel og kýrin Margrét í aðalhlutverkum „KÝRIN og fanginn“ heitir kvik- mynd, sem Kvikmyndaklúbbur All- iance Francaise sýnir í Regnbogan- um, K-sal, klukkan 20.30 miðviku- dag, fímmtudag, og aftur sömu daga eftir viku. I aðalhlutverkum er hinn frægi gamanleikari Fernandel og kýrin Margrét. Myndin er sýnd með enskum skýringartexta. Pizarro er organleikari frá New York. Hann hefur farið tónleika- ferðir til Evrópu og leikið í flest- um þjóðlöndum Vestur-Evrópu. Hingað kemur Pizarro frá Eng- landi þar sem hann hefur undan- farið haldið tónleika. Pizarro var hér á ferð fyrir tveim árum og hélt þá tónleika í Kristkirkju. I fréttatilkynningu sem Mbl. barst um tónleika Pizarro, segir m.a. að nýlega hafi organleikarar í Reykjavík komið saman og lagt á ráðin um styrktarfélagakerfi fyrir orgeltónleikahald. Fyrsta skrefið verða áskrifendalistar, sem munu VERKALÝÐSFÉLAGID Hörður í Hvalfirði hefur nú sent sjávarút- vegsráðherra áskorun um að mót- mæla samþykkt alþjóðahvalveiði- ráðsins um bann við hvalveiðum í Noröur-Atlantshafi frá og með árinu 1986. Frestur til að mótmæla bann- inu er til 4. nóvember næstkomandi. Verði banninu mótmælt eru ís- lendingar ekki bundnir af sam- þykktinni, en verða annars að fara eftir henni. Þá hefur það komið fram, að möguleiki er á því að Bandaríkjamenn stöðvi innflutn- ing sjávarafurða frá þeim löndum, sem ekki virða hvalveiðibannið. Islenzka ríkisstjórnin hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort David Pizarro liggja frammi í Fíladelfíukirkj- unni á tónleikunum á föstu- dágskvöld. banninu verður mótmælt, en sam- kvæmt upplýsingum sjávarút- vegsráðuneytisins er það nú í at- hugun. Hér fer á eftir áskorun verka- lýðsfélagsins Harðar: „Aðalfundur verkalýðsfélagsins Harðar, haldinn að Heiðarbóli 17. október 1982, samþykkir einróma að beina þeirri áskorun til sjávar- útvegsráðherra, að hann mótmæli samþykktum alþjóðahvalveiði- ráðsins um bann við veiðum í Norður-Atlantshafi, þar sem hvalveiðar hér við land hafa mikil áhrif á atvinnulíf í hreppunum sunnan Skarðsheiðar." 41,3% þeirra sem spurðir voru sögðust vera óákveðnir, en 10,5% aðspurðra neituðu að svara. Af heildinni sögðust 25% styðja Sjálfstæðisflokkinn, 11% Fram- sóknarflokkinn, 7% Alþýðubanda- lagið og 5,2% Alþýðuflokkinn. ALLIR hclstu fjallvegir eru færir nú, cn hálka er á sumum vegum, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá vegaeftirlitinu í gær. Þeir fjallvegir sem þegar eru orðnir ófærir vegna snjóa eru Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku, styðja 51,9% að- spurðra Sjálfstæðisflokkinn, 22,8% Framsóknarflokkinn, 14,5% Alþýðubandalagið og 10,7% Alþýðuflokkinn. nokkrir óbyggðavegir, Kaldidalur, Kjölur og Sprengisandur, svo dæmi séu nefnd. Hins vegar er aurbleyta á nokkrum fjallvegum þó ekki sé þar snjór, t.d. á Axar- fjarðarheiði. Det Danske Selskab afholder andespil söndag den 24. oktober kl. 20.30 pá Hotel Loftleiöir, Vikingasal. Pladerne koster kr. 25.00 stykket. Mange gode præmier Eftir andespillet underholder den kendte danske forfatter Hans Hansen. Det Danske Selskab heldur Andespil — Bingo, sunnudaginn 24. október kl. 20.30 aö Hótel Loft- leiðum, Vikingasal. Spjöldin kosta kr. 25.00, stykkiö. Margir góöir vinningar. Eftir bingóiö skemmtir hinn þekkti danski rithöfundur Hans Hansen. Verkalýðsfélagið Hörður: Skorar á ráðherra að mót mæla hvalveiðibanninu Allir helstu fjallvegir færir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.