Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Kjarnorkutilraun- um fjölgar í Nevada \\ a.shint'lon, 19. októher. Al*. Bandaríkjamenn hafa sprengl fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á þessu ári en nokkru ödru frá 1970, samkvæmt opinberum tölum. Skýrt hefur verið frá að 17 sprennjur hafi verið sprengdar í Nevada-eyðimörkinni það sem af er þessu ári, en fróðir menn setya, að aldrei sé skýrt frá öllum til- raunasprenginKum, sem eigi sér stað á hverju ári. Flestar voru sprengingarnar 23. september þegar sprengdar voru þrjár sprengjur sama daginn. Árið 1970 voru 30 kjarnorku- sprengjur sprengdar neðanjarðar í Nevada-eyðimörkinni norðvestur af Las Vegas. Ekki hefur verið sprengt ofanjarðar frá 1963 á til- raunasvæðinu. Talsmaður orkuráðuneytisins sagði í dag að Bandaríkjamenn væru að koma nýtízkulegri vopn- um fyrir í vopnabúrum sínum og væri unnið að því að gera þau ör- uggari í meðförum. Fjárframlög til kjarnorkutil- rauna hafa rúmlega tvöföldast frá því Ronald Reagan komst til valda, og nema 354 milljónum dollara á þessu ári. V ændiskonurnar vilja borga skatta l'ordcnonf, Ítalíu. 19. októbcr. Al*. TVÆK ítalskar gleðikonur hafa nú komið af stað herferð í ítalska bænum l'ordenone fyrir því að fá viðurkenningu á starfsgrein sinni, en vændi var bannað á Ítalíu fyrir 25 árum. Konurnar, sem ekki voru nafngreindar, brugðust ókvæða við cr banki þar í bæ neitaði að veita þeim ávísanahefti eftir að þær höfðu ritað á umsóknir sínar að þær væru vændiskonur. Vændiskonurnar hafa fengið hinar 500 vændiskonur borgar- innar í lið með sér, einnig sam- tök sem hafa að leiðarljósi að berjast fyrir róttækum málum. Talsmaður þeirra samtaka, Dora Pezzili, sagði að vændiskonurnar vildu fyrir alla muni fá viður- kenningu á starfsgrein sinni, dá- litla virðingu og í staðinn myndu þær greiða skatta af tekjum sín- um, en til þessa hafa þær ekki gert það, enda vændi bannað sem fyrr segir. Hagfræðiverð- laun veitt í dag Slokkhólmi, 19. októb4‘r. Al\ TILKYNNT verður á fimmtudag, hver hlýtur bókmenntavcrðlaun Nóbels, að því er sænska akademían tilkynnti í dag. Tilkynnt verður klukkan tólf á hádegi að íslenzkum tíma hver verðlaunin hlýtur. Þá verður tilkynnt á morgun, miðvikudag, hver hlýtur Nóbels- verðlaunin í hagfræði. Aðeins er eftir að úthluta bók- mennta- og hagfræðiverðlaunum Nóbels að þessu sinni, en áður er lokið úthlutun læknisfræði-, eðlis- fræði-, efnafræði- og friðarverð- launa Nóbels. Nóbelsverðlaunahafar fá í sinn hlut hver 1,15 milljónir sænskra króna, eða jafnvirði rúmra 157 þúsund dollara. Glæpum í Japan fjölgar Tókýó, 19. oklób(‘r. Al\ GLÆPUM fjölgaði í Japan árið 1981, og hafa aldrei verið fleiri í 32 ár, samkvæmt opinberri skýrslu, Nancy Víet- nömum erfið Bangkok, Thailandi. 19. október. Al\ FELLIBYLIIRINN Nancy kom við í Víetnam á leið sinni frá Suður-Kínahafi og varð talsverð eyðilegging i kjölfarið. Um miðbik landsins fóru til dæmis hrísgrjónaekrur á kaf í flóðum sem fylgdu óveðrinu. Fóru 60.000 hektarar undir vatn í þremur sýslum og þótti þessi ógæfa koma á versta tíma þ.e. skammt var í upp- skeru. Það var útvarpið í Hanoi, höfuðborg Víetnam, sem greindi frá óveðrinu og gat þess að talsverð eyðilegging hafi einnig orðið á mannvirkj- um. Ekki var getið um mann- tjón. Nancy er þriðji fellibylur- inn sem veður yfir landið á fremur skömmum tíma. sem birt var í dag. Hefur einkum orðið mikil fjölgun á ofbeldisverkum unglinga. Alls var tilkynnt um 1,46 millj- ónir glæpa í Japan árið 1981, þar af 1,26 milljónir þjófnaða, og var þar um að ræða 7,8% fjölgun frá árinu áður. Þjófnaðir hafa ekki verið fleiri á einu ári frá 1945, en hið opinbera kveðst ekki hafa skýringar á þess- ari fjölgun. Þá varð mikil fjölgun á fangels- unum unglinga innan tvítugs árið 1981, en þá voru 303 þúsund ungl- ingar lokaðir inni, en þar er einnig um að ræða met frá því eftir 1945. Fangelsanirnar jafngilda því að 17,2 unglingar af hverju þúsundi unglinga hafi verið læstir á bak við lás og slá, en það er um helm- ingi hærra hlutfall en hjá full- orðnum. Stöðugt fjölgar glæpum, sem flokkaðir eru undir tölvusvindl, en árið 1981 voru 288 tilfelli af því tagi, miðað við 64 tilfelli 1977. Glæpir þessir felast flestir í fölsun greiðslukorta, og korta til þcss að taka peninga út úr sjáífvirkum bankavélum. V er kamannaflokkur vinnur á íhaldsflokk l-ondon, 19. október. Al\ Verkamannaflokkurinn brezki sækir nú á íhaldsflokkinn að vinsældum, samkvæmt skoðana- könnun, sem birt var í dag, og er talið að það eigi sinn þátt í því að Falklandseyjadeilan fyrnist í hug- um kjósenda. Samkvæmt könnuninni, sem kennd er við MORI-stofnunina, hlyti íhaldsflokkurinn 42% at- kvæða ef kosið væri nú, Verka- mannaflokkurinn 33%, kosn- ingabandalag Jafnaðarmanna- flokksins og Frjálslynda flokks- ins 23% og minni flokkar 2%. Forskot íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn er nú níu prósent, en var 12% í sams kon- ar könnun MORI fyrir mánuði, og 20% í júní sl. þegar Falk- landseyjadeilan stóð sem hæst. I könnuninni í júní naut íhaldsflokkurinn fylgis 48% kjósenda, Verkamannaflokkur- inn 28% og kosningabandalagið 23%, eða sömu vinsælda og nú. Jafnframt þessu hafa per- sónuvinsældir Michael Foot leiðtoga Verkamannaflokksins aukist úr 14% í sumar í 22%. Hins vegar voru 46% kjósenda ánægðir með Thatcher forsæt- isráðherra, og jafnmargir óánægðir. MORI-stofnunin gerði könn- unina fyrir kvöldblaðið Stand- ard, og sagði í blaðinu, að þótt Thatcher nyti hylli helmingi fleiri kjósenda en Foot, væri í tilkynningu ráðuneytisins sagði að flugmaðurinn hefði óskað eftir hæli sem pólitískur flótta- maður og að hann vildi fá að flytj- ast til þriðja landsins. Talsmaður ráðuneytisins vildi ekki segja hvert flugmaðurinn óskaði að flytjast, eða hversu langur tími liði þar til mál hans yrðu afgreidd, en það yrði þó ekki fyrr en að undangenginni rann- sókn á flóttanum. ekki þar með tryggt að flokkur hennar sigraði í næstu kosning- um. Fastlega er við því búist að Thatcher efni til kosninga á næsta ári, þótt kjörtímabil hennar renni ekki út fyrr en í maí 1984. Stjórnin á Taiwan hefur látið í ljós áhuga á að taka við flugmann- inum. Jafnframt var frá því skýrt, að tveir kínverksir hermenn hefðu flúið til Suður-Kóreu á lítilli flutningaflugvél af gerðinni AN-2 15. september 1961. Ekki var sagt í tilkynningu ráðuneytisins hvaða örlög þeir hefðu hlotið, eri heim- ildir hermdu að þeir hefðu flust til annars lands. Herflugmaður biður um hæli Seoul, 19. október. AP. VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Sudur-Kóreu staðfesti í dag að kínverskur orustuflugmaður hefði flúið til S-Kóreu í herþotu sinni, sem er af gerðinni MiG-19, á laugardag. Útlendingum fjölgar í bandarískum skólum New York, 19. október. AP. FJÖLDI erlendra námsmanna í Bandaríkjunum hefur stóraukist á síð- ustu árum og er hann nú tvöfaldur á við það, sem gerðist 1976. Þessar upplysingar komu í dag frá Alþjóðamenntastofnuninni í New York en þar sagði einnig, að á þessum sama tíma hefði bandarískum langskólanem- endum stöðugt verið að fækka. Á skólaárinu 1981—’82 stund- uðu 326.299 erlendir menn nám við æðri menntastofnanir í Bandaríkjunum, 6% fleiri en ár- ið áður, og er búist við að þeim eigi eftir að fjölga enn á næstu árum. Innlendum námsmönnum hefur hins vegar verið að fækka og af þeim sökum leita margar menntastofnanir annarra leiða við að fylla kennsiustofurnar og þá fyrst og fremst með því að laða til sín útlendinga. Margir erlendu námsmann- anna eru frá þriðja heiminum þar sem samfélagið og flestir siðir eru með allt öðrum hætti en í Bandaríkjunum. Sumir eiga í erfiðleikum vegna ónógrar enskukunnáttu, þeim finnst frjálsleg afstaða Bandaríkja- manna til kynlífsins hneykslan- leg og eiga í vandræðum með að bindast tilfinningalegum tengsl- um við hina innfæddu. Þetta veldur því að þeir einangrast fé- lagslega og ná minni árangri í náminu en ella hefði verið. Ýmislegt er nú gert til að búa erlenda nemendur betur undir lífið í Bandaríkjunum og eru nemendasamtökin óspart virkj- uð í þeim tilgangi. Reynt er að fá þá til að taka þátt i félagsstarf- seminni, þeim er boðið heim til bekkjarfélaganna og svo um hnútana búið að þeir fái ekki tækifæri til að draga sig inn í einhverja vanmáttarskel eins og oft vill verða með útlendinga í Bandarikjunum, einkum þá, sem koma frá ríkjum þriðja heims- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.