Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 32
. Æ .. — LJ ^/Vskriftar- síminn er 830 33 _pglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1982 Úttekt á fjárhag borgarsjóðs: Staðan verri nú en 1978, þrátt fyrir stóraukna skattheimtu Skuldir sem hlutfall eigna vaxið úr 41% í 57% á fjórum árum NIDI'KSTADA Olafs Nilssonar endurskoAanda á fjárhag Keykjavíkur- borgar, sýnir að fjárhagsstaða borgarsjóðs er verri nú en hún var 1978, þrátt fyrir stóraukna skattheimtu borgaryfirvalda á tímabilinu. I>ó telur endurskoðandinn að staða horgarsjóðs sé traust nú, þrátt fyrir verri stöðu en hafi verið árið 1978. I>etta kom fram á blaðamannafundi sem borgarstjórinn í Keykjavík, Davíð Oddsson, hélt í gær, en þar var kynnt úttekt Olafs Nilssonar endurskoðanda á fjárhag borgarinnar, en vinna við úttekt þessa hófst skömmu eftir borgarstjórnarkosningarnar. Sams- konar úttekt á fjárhag var gerð eftir kosningarnar 1978 og segir að grundvallarforsendur séu hinar sömu og þá, en þar sem breytingar hafi orðið, þá séu þær samræmdar. Ólafur Nilsson segir í lokaorð- um greinargerðar sinnar, að ekki verði sagt að um neinar stökkbreytingar hafi verið að ræða á innbyrðis hlutfalli eigna og skulda, á milli þess yfirlits sem nú hafi verið gert og þess sem gert var 1978 og sé fjár- hagsstaða borgarsjóðs traust. Veltufjárhlutfallið verði að telj- ast viðunandi, þótt það hafi lækkað úr 2,30 í 1,83 miðað við júnílok 1978 og 1982, en úr 2,58 í 1,65 miðað við árslok 1977 og 1981. Segir Ólafur Nilsson að þessi lækkun á veltufjárhlutfalli hafi ennþá ekki haft afgerandi áhrif eða komið fram í auknum greiðsluerfiðleikum borgarsjóðs. Veltufjárhlutfall er hlutfallið á milli veltufjármuna, þ.e. þeirra eigna sem ekki eru ætlaðar til varanlegrar eignar, eða ætlað er að breyta í handbært fé innan árs, og skammtímaskulda, en það eru þær skuldir, sem koma til greiðslu innan árs. Samkvæmt úttektinni voru veltufjármunir um sl. áramót 179,505 m.kr., en skammtíma- skuldir 108,880 m.kr. og hlutfail- ið þar á milli 1,65. Um áramótin 1977/1978 var sama hlutfall hins vegar 2,58, en þá voru veltufjármunir 42,081 m.kr., en skammtímaskuldir 16,332 m.kr. Skoðun endurskoðandans og borgarbókara er sú, að því er fram kemur í yfirliti, að út- reikningur veltufjárhlutfalls sé marktækari miðað við árslok en júnílok. Við samanburð á eignum og skuldum borgarsjóðs kemur fram að skuldir sem hlutfall af eignum, hafi vaxið úr 41% í árslok 1977 í 57% í árslok 1981. Hins vegar kemur fram að hlut- fall heildarskulda af heild- artekjum, sé nánast hið sama í árslok 1977 og 1981, en tekið er fram að ekki hafi verið gerð at- hugun á þróun heildartekjuöfl- unar borgarsjóðs á kjörtímabil- inu. Sé það hins vegar gert kem- ur fram að heildarskuldir sem hlutfall af heildartekjum án aukinnar skattheimtu hafi auk- ist úr 20,6% í 23,42%. Þá kemur fram að það geri greiðslustöðu borgarsjóðs erf- iða, að við gerð síðustu fjár- hagsáætlunar hafi verið gert ráð fyrir töku 40 milljóna króna langtímaláns sem ekki fáist. Einnig er bent á að hagur ým- issa fyrirtækja borgarinnar sé miklu óhagstæðari nú en var 1978 og geti það haft umtalsverð áhrif á stöðu borgarsjóðs. Þá segir í yfirliti frá borgarstjóra, að þótt því hafi verið haldið fram af fyrri meirihluta, að hagur borgarsjóðs hafi verið slæmur árið 1978, þá hafi staðan versnað, en sé þó traust að mati hlutlauss úttektaraðila. Frá blaðamannafundinum hjá borgarstjóra. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Óskar G. Óskarsson borgarbókari, ___________ Davíð Oddsson borgarstjóri og Gunnar Eydal skrifstofustjóri borgarstjórnar. Ljósm. Mbi. ói.k.m. LJnnið að gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir næsta ár: Steftit að lækkun fast- eignaskatta um 15,8% Þýðir um 20 milljóna tekjutap fyrir borgarsjóð VIÐ gerð fjárhagsáætlunar Keykjavikurborgar fyrir árið 1983, sem nú er í vinnslu, er við það miðað að fasteignaskattar af íbúðarhúsnæði lækki, til samræmis við það sem var í Reykjavík í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins árin 1974—1978. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra, sem haldinn var í gær, en þar var kynnt úttekt á fjárhag Reykjavíkurborgar. Skattaprósentan var 0,5% af fasteignamatsstuðlinum í tíð vinstri meirihlutans í Reykjavík sl. fjögur ár, en áformað er að hlutfallið lækki í 0,421% af fast- eignamatsstuðli. Fram kom á fundinum að þessi skattalækkun þýddi um 20 milljóna króna tekju- tap fyrir borgarsjóð, en lækkun fasteignaskattanna nemur um 15,8%. Davíð Oddsson sagði að lækkun fasteignaskatta hefði verið eitt af kosningaloforðum sjálfstæð- ismanna fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar og væri enginn bilbugur á mönnum með að lækka þá skatta. Því væri gengið til vinnu við fjárhagsáætlun með það í huga og yrðu menn að mæta tekjutapinu með því að sníða sér stakk eftir vexti. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að kanna hvar hægt væri að skera niður í rekstri borgarinnar, en ekki væri vitað hvaða árangri sú vinna skil- aði fyrir gerð fjárhagsáætlunar nú. Ekki sagði Davíð að til stæði að lækka fleiri skatta að þessu sinni, enda hefði því ekki verið lofað fyrir kosningar, en hins vegar sagði hann að unnið yrði áfram að því að kanna hvar hægt væri að lækka skatta á Reykvíkinga. Þess má geta að við afgreiðslu fjárhagsáætlana sl. fjögur ár, í tíð vinstri meirihlutans, lögðu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins það til að fasteignaskattar yrðu lækkaðir í fyrrgreint hlutfall, en þær tillögur voru jafnan felldar. Könnun á lífslíkum krabbameinssjúklinga 1971—1975: Nær helmingur kvenna fékk bata SAMKVÆMT upplýsingum úr Krabbameinsskránni hafa lífslíkur krabbameinssjúklinga vaxið til muna eftir að rannsóknir hófust hér á landi á krabbameini. 17% þeirra karla sem voru haldnir krabbameinssjúkdómum á árunum 1956—1960 lifðu eftir að meinið var greint, en hins vegar var hundraðshluti þeirra sem lifði á tímabilinu 1971—1975 30%. Sömu sögu er að segja um konur með krabba-. mein. 27% þeirra lifðu af 1956-1960, en 45% 1971-1975. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannfundi sem Landsráð gegn krabbameini gekkst fyrir vegna söfnunar á vegum þess 30. októ- ber. nk. Er þessi söfnun liður í hinu svokallaða þjóðarátaki gegn krabbameini sem nú stend- ur yfir. Sjá nánar á miðopnu. 1600—1700 lóðum úthlutað næsta vor? HUGMYND er uppi hjá borgaryfir- völdum um að úthluta á næsta vori 1600—1700 lóðum á Grafarvogs- svæðinu svokallaða, að því er fram kom hjá Davíð Oddssyni borgar- stjóra í sjónvarpsþætti i gærkveldi. Ef þannig yrði farið að, yrði hluti svæðisins, 500—600 lóðir, byggingarhæfur haustið 1983, annar hluti yrði byggingarhæfur 1984 og svo koll af kolli til 1985 eða 1986. Sagði Davíð í þættinum, að ef þessi hugmynd yrði að veru- leika, þá gætu þeir sem úthlutað fengju lóðum á svæðinu, byrjað að borga inn á þær, þó þeir fengju lóðirnar ekki afhentar fyrr en síð- ar. Sagði Davíð að þetta myndi leiða til sparnaðar og fólk gæti gengið að sinni lóð sem vísri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.