Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 17 Á blaöamannafundi Landsráös gegn krabbameini í ráðherrabústaðnum í gær. Þjóðarátak gegn krabbameini: Landssöfiiun fer fram 30. okt. Fjárþörfin talin um 15 millj. LFNT verður til landssöfnunar á vegum Landsráðs gegn krabbameini laugardaginn 30. október nk. Hér er um að ræða lið í áætlun um þjóðarátak gegn krabbameini sem nú stendur yfir. Er fjárþörf talin um 15 millj. kr., en það er um 70 kr. á hvert mannsbarn í landinu, unga sem aldna. l>etta kom m.a. fram á blaðamannafundi í gær, þar sem gerð var grein fyrir framkvæmd landssöfnunarinnar. Auk þess var ýmsum tölulegum upplýsingum komið á framfæri um bættar lífshorfur krabbameinssjúklinga hérlendis, sem birtar eru hér á síöunni. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundargesti voru forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, forsætisráðherra dr. Gunnar Thoroddsen og biskupinn yfir íslandi hr. Pétur Sigurgeirsson, en þau skipa heiðursráð Lands- ráðs gegn krabbameini. í upphafi flutti Eggert Ás- geirsson, formaður fram- kvæmdanefndar Landsráðsins ræðu. Hann gat þess að Lands- ráð gegn krabbameini hafi verið stofnað 4. maí sl. í þeim tilgangi að beita sér fyrir að þjóðin sam- einaðist í að vinna gegn hinum mikla vágesti sem krabbamein- ið er með því að gera Krabba- meinsfélagi íslands kleift að ráðast í ný og stærri verkefni. Eggert sagði ennfremur að aðil- ar að Landsráðinu væru nú 61. Þar væru flest helztu samtök þjóðarinnar á sviði heilbrigðis-, menningar-, félags-, viðskipta- og stjórnmála. Það kom fram á fundinum að í undirbúningi er á vegum Krabbameinsfélags íslands nýbygging við Hvassaleiti sem rúma mun þá starfsemi sem fyrirhuguð er. Jafnframt verða húseignir félagsins við Suður- götu seldar, en vegna þrengsla þar er ekki unnt að þróa frekari leitarstarfsemi félagsins. Gert er ráð fyrir að taka húsnæðið í notkun í áföngum en fullbyggt verður það þrisvar sinnum stærra en núverandi húsnæði. Með tilkomu hins nýja húss verður Krabbameinsfélagi Is- lands gert kleift að hefja loka- atlögu gegn leghálskrabbameini og umfangsmikla leit að brjóstakrabbameini og krabba- meini í meltingar- og þvagfær- um. Fram að þessu hefur Hér er líkan af fyrirhugaðri nýbyggingu Krabbameinsfélags íslands við Hvassaleiti. krabbameinsleit einkum beinst að konum, en nú stendur hins vegar til að byrja leit að krabbameini á byrjunarstigi í körlum ásamt nýjum verkefn- um. Dr. Snorri Ingimarsson sagði að krabbameinsskráin hér á landi væri ein sú besta sinnar tegundar í heiminum, enda væri tiltölulega auðvelt að fylgjast með krabbameinssjúklingum vegna fólksfæðar. Æ$kn&r MffðMJÍM ff/ffff ffffMffMf/ff/ Eins og áður sagði voru lagð- ar fram á fundinum tölulegar upplýsingar úr krabbameins- skránni um hundraðshlutfall þeirra krabbameinssjúklinga sem lifðu fimm ár eða lengur eftir að meinið var greint. Þau greiningarár sem hér um ræðir eru annars vegar 1956—1960 og hins vegar 1971 — 1975. Ef niðurstöður um lífslíkur krabbameinssjúklinga á þessum tveimur tímabilum eru bornar saman kemur í ljós að lífslíkur karla hafa batnað um 13% og kvenna um 18%. Þess má geta að gert er ráð fyrir að um 4 þúsund manns vinni að landssöfnuninni 30. október um allt land. Að kvöldi söfnunardags verður síðan dagskrá í sjónvarpi. Þar mun m.a. fara fram talning söfnun- arfjárins og verður því ljóst hver árangur söfnunarinnar er. Loks er að nefnam að í fram- kvæmdanefnd Landsráðs gegn krabbameini eru: Eggert As- geirsson, formaður, Bryndís Schram, Jóhannes Pálmason, dr. Snorri Ingimarsson og Þorsteinn Pálsson. Starfsmenn eru Eggert Ásgeirsson, Elsa Hermannsdóttir, Sólveig Thor- oddsen og Halldór Thoroddsen. BÆTTAR LÍFSHORFUR KRABBAMEINS- SJÚKLINGA Hundraöshlutfall þeirra krabba- meinssjuklinga sem liföu fimm ór eða lengur eftir aö meinlð var greínt. Upplýsingar úr Krabba- meinsskránni. ' Greiningarár 1956 1971 „ . +60+75 Kartar Ölf krabbamain_______ 17% 730% Blaðra----------------- 25% 57% Biööruhóiaktrt--------- 29% 42% RiatHI----------------- 16% 36% Hýrw.................... 6% 34% EndaþaniHir------------ 25% 26% Magi-------------------- 9% 13% Lungti----------------- 0% 7% Kanur öll krabbamein......... 27% 45% Skjafcikirim........... 48% 84% Leghóls.......'........ 43% 71% Legbolur............... 57% 67% Brjóst................. 48% 65% Ristlll................ 14% 34% Lungu.................. 10% 13% Magi.................... 8% 12% ALGENGUSTU KRABBAMEIN HJÁ KÖRLUM StöAluð tiðnl, mlðað vlð 100.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.