Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 15 Fæðing og heim- ferð samdægurs — á vaxandi vinsældum að fagna \ V-Þýskalandi Bonn, V-Þýskalandi. 19. oklóber. 1982. (INP). „I LÍKAMLEGU og andlegu jafnvægi." 1‘annig lýsti hin 31 árs gamla Suse líðan sinni eftir aö hafa fætt annað barn sitt á spítala nokkrum i Bonn. Allur gangur mála var nefnilega gerólíkur þeim er hún fæddi fyrra barnið þremur árum áður. „Þá lá ég í sex daga á fæðingardeild og þeir voru heila eilífð að líða. Ég var lokuð inni, sá sjaldan eða aldrei mína nánustu og var bundin við sjúkrahúskerfið," segir Suse. Að þessu sinni var hlutunum öðru vísi farið, aðeins fáeinum klukkustundum eftir barnsburðinn var Suse komin heim með litla snáðann og kvnnti hann fyrir eiginmanni sínum og Símoni litla þriggja ára. Saga þessi af Suse er saga sem sögð er æ oftar í Vestur-Þýska- landi, konur liggja ekki lengur eða skemur á sjúkrahúsunum eftir barnsburð, heldur eru komnar í heimahús aðeins fáum klukku- stundum síðar, svo fremi sem eitt- hvað alvarlegt er ekki á seyði. Eft- ir að heim er komið fylgjast ungar ljósmæður með börnunum á kostn- að þýska sjúkrasamlagsins í tíu daga til öryggis. Þetta fyrirkomu- lag þykir gefa góða raun, því hinar ungu mæður eru mun fljótari að ná sér eftir barnsburð innan veggja heimilisins, auk þess sem heimilislífið raskast ekki eins mik- ið. Þá þurfa konurnar i flestum til- vikum ekki að kvarta undan um- hyggjunni, ættingjar og eiginmenn gefa í litlu eftir hjúkrunarfólkinu. Eins og gefur að skilja, er málið ekki alltaf svona einfalt og venju- lega þarf að ákveða meðan á með- göngu stendur hvort að möguleikar á svona meðferð séu fyrir hendi. Fæðingarlæknirinn Hans Júrgen Nellen segir: „Ungir foreldrar nú til dags hafa meiri áhyggjur af því en áður að hið daglega líf þeirra raskist. Við verðum að taka tillit til þessa og verða við óskum fólks- ins um fæðingar af þessu tagi þeg- ar ekkert reynist vera til fyrir- stöðu. Lokaákvörðunin varðandi skjóta heimferð er svo tekin þegar barnið er komið í heiminn. Þó að sagan af Suse sé saga sem æ oftar er sögð, er ekkert launung- armál, að margir læknar eru alfar- ið mótfallnir þessari meðferð, telja að mæður verði að gefa sér góðan tíma til hvíldar eftir barnsburðinn. Og það eru ekki margir spítalar sem bjóða upp á þjónustu þessa þó þeim fari reyndar fjölgandi. Ef Suse er hins vegar spurð álits, þá segir hún að fyrirkomulagið geti ekki betra verið, konur njóti örygg- is fæðingardeildanna meðan á fæð- ingunni stendur, en hlýju heimilis- ins er hún er afstaðin. Æ fleiri konur í Vestur-Þýskalandi hverfa heim á ný aðeins fáum klukku- stundum eftir barnsburð. Veður viða um heim Akureyri 4 skýjaö Amsterdam 15 skýjað Aþena 25 heiðskírt Berlín 12 rigning BrUssel 18 heióskírt Chicago 22 rigning Dyflinni 14 skýjaö Feneyjar 18 þoka Frankfurt 14 rigning Genl 13 rigning Helsinki 1 heiöskírt Hong Kong 30 heiðskirt Jerúsalem 23 skýjað Jóhannesarborg 22 skýjaö Kaupmannahöfn 11 skýjaö Las Palmas 22 skýjaö Lissabon 18 skýjað London 16 heiðskirt Los Angeles 23 heiðskirt Madrid 16 rigning Mexíkóborg 24 heíðskirl Miami 26 rigning Moskva 4 sjókoma Nýja Dolhí 34 heióskirt New York 15 heiöskirt París 16 heiðskirt Perth 20 heiðskírl Rio de Janeiro 31 skýjaó Reykjavík 5 skýjaö San Francisco 24 skýjaö Stokkhólmur 4 skýjaö Sydney 23 heiöskirl Tel Aviv 27 skýjað Tókýó 18 skýjað Vancouver 10 skýjaö Vinarborg 12 heiöskirt Þórshöfn Feer. 5 rigning ■■■ ERLENT, Norræni fjárfestingalánasjóðurinn: Lánum fjölgar en upphæðin minnkar Helsinki, 19. október. AP. NORRÆNI fjárfestingalánasjóðurinn hefur veitt 34 lán á fyrstu átta mánuð- um ársins, og er þar um að ræða fjölgun miðað við sama timabil í fyrra, þegar lánin urðu 26. Heildarupphæðin til ágústloka í ár nemur 1,2 milljörðum norskra króna, og er þar um örlitla lækkun frá í fyrra að ræða, en þá var helmingur lánsupphæðarinnar veittur til þriggja orkuframkvæmda. Búist er við að á þessu ári verði heildarútlán sjóðsins 15% hærri en í fyrra, og 50% hærri en 1980. Frá því sjóðurinn var settur á laggirnar 1976, hefur hann veitt 155 lán að upphæð 5,8 milljarðar norskra króna, en það samsvarar því að sjóðurinn hafi nýtt 71% út- lánagetu sinnar. Sjóðsstjórnin hefur lagt til að eigið fé bankans verði áukið, svo hægt verði að auka útlánarammann. í ár hefur Landsvirkjun fengið 32,7 milljóna norskra króna lán vegna fjármögnunar þriðju túrb- ínu Hrauneyjafossvirkjunar, og heiur Landsvirkjun þá samtals fengið 192 milljónir norskra króna að láni hjá sjóðnum frá upphafi. Einnig fékk Isno hf. þriggja milljóna króna lán á árinu til að reisa laxeldistöð á íslandi. Eitt af dótturfyrirtækjum Norsk Hydro, Mowi a/s í Bergen, á 45% hluta- bréf í Isno, og mun leggja til tækniþekkingu og annast sölumál Isno í Evrópu. Stærsta lánið á þessu ári er veitt norska tryggingafyrirtækinu Norsk Veritas til bygginga til- raunastöðva á sviði skipasmiði, eða 200 milljónir króna. Þá var veitt 30,8 milljón króna lán vegna byggingar dieselraf- orkuvers norður af Þórshöfn í Færeyjum. Iðnþróunarsjóður Færeyja fékk einnig 35 milljóna króna lán vegna iðnþróunar þar í landi, og að auki fengu Fæeyingar 15 milljón króna byggðalán, en Finnar, íslendingar og Svíar hafa fullnýtt kvóta sína í þeim lána- flokki. Mannréttindadómstóllinn: Ekki skylda að vera í verkalýðsfélagi Strassborg, Krakklandi, 19. október. AP. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLLINN í Strassborg hefur kveðið upp þann úrskurð, að breskum stjórnvöldum beri að greiða þremur járnbrautar- starfsmönnum rúmar fjórar milljónir ísl. kr. í bætur en þeir voru reknir úr starfí árið 1976 fyrir að neita að ganga í verkalýðsfélag. Dómstóllinn kvað upp úr- skurðinn á mánudag en fyrir rúmu ári, 13. ágúst 1981, komst hann að þeirri niðurstöðu, að sá háttur, sem bresk verkalýðsfélög hefðu á, að skylda alla til að ganga í þau, bryti í bága við mannréttindasáttmálann. Árið 1975 gerðu Bresku járnbrautirnar samning við verkalýðsfélögin og fólst í hon- um m.a., að allir starfsmenn þeirra yrðu að vera féiagsbundn- ir í viðkomandi verkalýðsfélagi. Þrír menn, Ian Young, 27 ára gamall, Noel James, 52 ára, og Roy Webster, 67 ára, neituðu hins vegar að ganga í eitthvert verkalýðsfélaganna þriggja og voru þá samstundis reknir. Bretar eru ein 20 þjóða, sem undirrituðu mannréttindasátt- málann, og ber þeim að hlíta úr- skurði hans í einu og öllu. Hægt er að skjóta málum til mann- réttindadómstólsins eftir að farnar hafa verið allar lagalegar leiðir í viðkomandi ríki. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ........ 25/10 Arnarfell ......... 8/11 Arnarfell ........ 22/11 Arnarfell ......... 6/12 ROTTERDAM: Arnarfell ........ 27/10 Arnarfell ........ 10/11 Arnarfell ........ 24/11 Arnarfell ......... 8/12 ANTWERPEN: Arnarfell ........ 28/10 Arnarfell ........ 11/11 Arnarfell ........ 25/11 Arnarfell ......... 9/12 HAMBORG: Helgafell ........ 25/10 Helgafell ........ 12/11 Helgafell ......... 3/12 Helgafell ........ 23/12 HELSINKI: Disarfell ......... 8/11 Dísarfell ......... 8/12 LARVIK: Hvassafell ........ 1/11 Hvassafell ....... 15/11 Hvassafell ....... 29/11 Hvassafell ....... 13/12 GAUTABORG: Hvassafell ........ 2/11 Hvassafell ....... 16/11 Hvassafell ....... 30/11 Hvassafell ....... 14/12 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ....... 20/10 Hvassafell ........ 3/11 Hvassafell ....... 17/11 Hvassafell ........ 1/12 Hvassafell ....... 15/12 SVENDBORG: Helgafell ........ 27/10 Hvassafell ........ 4/11 Dísarfell ........ 11/11 Helgafell ........ 16/11 Hegafell .......... 6/12 AARHUS: Helgafell ........ 28/10 Helgafell ........ 18/11 Helgafell ......... 8/12 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ........ 1/11 Skaftafell ........ 1/12 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........ 3/11 Skaftafell ........ 3/12 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 löfóar til fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.