Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 23 Laxahafbeit í örum vexti Eftir Einar Hannesson Laxahafbeit hefur farið vaxandi síðustu ár. Á þessu ári margfald- aðist sá fjöldi gönguseiða sem sleppt var í sjó frá hafbeitarstöðv- unum hér á landi sl. sumar. í haf- beit var sleppt frá 12 aðilum seið- um. Þá er ótalinn fjöldi göngu- seiða sem sleppt var í fiskrækt- arskyni til að auka laxgengd í laxveiðiárnar. í sumar var hlutur hafbeitar 14% í heildarveiði á laxi. Sérstaka athygli vakti að þessu sinni laxagangan hjá Pól- arlaxi hf. í Straumsvík í Hafnar- firði. Um 2 þúsund laxar fengust, en þarna var í fyrsta skipti sleppt gönguseiðum í sjó vorið 1981. Stórbúskapur! Víst hafa skoðanir manna hér á landi verið skiptar um laxahaf- beitina. Margir binda miklar vonir við hana og telja að hún muni verða einskonar stóriðjufram- 'kvæmd, en hjá öðrum gætir van- trúar á hafbeit, og til hafa verið þeir, sem sýnt hafa þessari ungu grein á meiði íslenskra veiðimála fjandskap. Stundum er til þess vitnað í um- ræðu um laxahafbeit, að um árabil hafi verið ánægjulegur stöðugleiki í endurheimtu á laxi úr sjó hjá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, en þar hefur verið unnið að fisk- eldi og hafbeit allt frá fyrstu árum sjöunda áratugarins. Fram- kvæmdastofnun ríkisins lét fyrir Einar Hannesson nokkrum árum gera úttekt á fjár- hagslegri hagkvæmni fiskeldis með tilliti til endurheimtu á laxi úr sjó. Uttekt þessi var jákvæð fyrir þessi mál. Þá er athyglisvert hve hafbeitin hefur í laxveiðilægð- inni síðustu ár skilað góðum ár- angri. Þannig fengust um 5.600 laxar sl. sumar úr hafbeit eða 14% heildarveiðinnar, sem fyrr greinir. Er það svipaður fjöldi laxa og veiddist samtals í fjórum bestu laxveiðiánum í sumar. Grundvöllur: átthaga- vísi laxins Eins og flestum er ljóst, er ílafbeitarlax mældur og veg- inn í Kollafjarð- arstöðinni, við kistuna niður við sjóinn. grundvöllur laxahafbeitar hin ör- ugga átthagavísi laxins, sem leitar eftir dvöl í sjónum til baka á þann stað er honum var sleppt sem gönguseiði. Á sama hátt má segja, að bann við laxveiði í sjó hér á landi skapi fjárhagslega lykilað- stöðu til hafbeitar á laxi, að því tilskyldu að notuð séu góð sjó- gönguhæf laxaseiði, sem sleppt er á réttum tíma. Erlendis er víðast hvar leyfð laxveiði í sjó við strendur viðkom- andi landa. Til frekari glöggvunar má geta þess, að t.d. í Noregi veið- ast um 85% af laxinum í sjó við ströndina. Það gefur því auga leið hverjir möguleikar hafbeitar eru þar í landi þegar aðeins um 15% af laxagöngunni kemst á leiðar- enda. Það má því fullyrða, að það sé borin von að ætla að stunda hafbeit í Noregi. Reyndar er sömu sögu að segja frá öðrum laxveiði- löndum. IJthafsveiöar á laxi Ýmsir hérlendis óttast úthafs- veiðar á laxi sem þeir telja að muni rýra árangurinn af starfi hafbeitarstöðvanna í nútíð og framtíð. I þessu sambandi má minna á alþjóðlegan samning, sem gerður var hér á landi í febrúar sl. Með þessum samningi, sem þegar er kominn til framkvæmda, er stöðvuð frekari útfærsla á laxveiði í úthafinu. Þá hefur Efnahags- bandalaginu tekist að knýja Fær- eyinga tl að draga úr veiðiskap sínum á laxi í hafinu frá því sem þeir stunduðu hann 1980—’81 (1.017 tonn) niður í 750 tonn á vertíðinni 1981—’82 og í 625 tonn á næstu vertíð, 1982—’83. Má ætla að þeir verði knúnir til að fara enn neðar með aflamagnið á næstu ár- um. Á sínum tíma tókst að sveigja dönsk stjórnvöld til að minnka laxveiðiafla við Grænland um 50% frá því sem hann hafði verið í nokkur ár þar áður. Samkvæmt þessu samkomulagi má veiða um 1.100 tonn af laxi árlega við Græn- land. Veiðiþjófnadur Margir telja að veiðiþjófnaður í sjó sé verulegt vandamál hér á landi, sem spilli m.a. fyrir laxa- hafbeit. Ástæðulaust er að draga úr því að slíkur veiðiþjófnaður eigi sér stað. En hversu mikil brögð eru að þessu, liggur ekki fyrir ör- ugg vitneskja. Vissulega krefst þetta vandamál lausnar. Ólögleg veiði á laxi í sjó er óhæfa og til tjóns. Brýn þörf er á að þessi mál séu tekin föstum tökum og veiði- eftirlit eflt og hert til að koma í veg fyrir að laxinn sé tekinn við bæjardyrnar, ef svo má segja. I upphafi þessarar greinar er getið um fjölda gönguseiða sem sleppt var í hafbeit á þessu ári. Sömuleiðis kemur þar fram að 12 aðilar eigi hér hlut að máli, en margir þeirra eru að stíga fyrstu skrefin í hafbeit. Er þetta ljós vottur um þá grósku sem nú er í fiskeldi og hafbeit. Augljóst er að margir bíða spenntir eftir að sjá árangur af þessu stóraukna átaki í hafbeit, sem mun skila sér á næstu tveimur árum. Jafnframt er víst að ýmsir byrjunarörðug- leikar segja til sín, sem munu verða yfirstignir. Hér eru fóstrur að kaupa íspinna handa litlu börnunum á barna- heimilinu. Algengt er að sameignarfélög framleiði og selji íspinna. fátt annað en að tefja ákvarðanatöku, eru sameinuð öðrum eða lögð niður og embætt- ismönnum, sem vinna hjá Ríkis- ráðinu, ráðuneytum og öðrum valdastofnunum, er nú fækkað um 17.000 manns, niður í um 32.000 starfsmenn. Aldraðir embættismenn og þeir, sem á einhvern hátt hafa sýnt að þeir eru ekki störfum sínum vaxnir, eru látnir víkja úr starfi fyrr yngri og hæfari mönnum. Til þess að auka lýðræði og tryggja eftirlit almennings með embættismönnum sínum hefur alþýðuþingum, sem kosið er beint til í almennum kosningum, verið komið á víðs vegar um landið í héruðum, borgum og víðar. Réttur almennings til gagnrýni og athugasemda við störf einstaklinga á öllum stig- um stjórnkerfisins hefur verið tryggður. I verksmiðjum og ann- ars staðar er verið að koma á rétti verkamanna til að hafa bein áhrif á val nánustu yfir- manna sinna. Stundum er þetta gert með beinum kosningum og í öllum tilvikum hafa verkamenn rétt til að krefjast þess að skipt sé um yfirmann sem ekki sinnir starfi sínu sem skyldi. Yfirmenn eru skyldugir til að leita reglu- lega til verkamanna og kanna skoðanir þeirra og hugmyndir. Verið er að gera tilraunir með leynilegar skoðanakannanir meðal verkamanna sem aðferð til að kanna vilja þeirra ótvírætt og hver afstaða þeirra til forystumanna sinna sé. í hverri verksmiðju eru starfandi kosnir fulltrúar verkamanna sem eiga að fylgjast með starfi leiðtoga verksmiðjunnar. Embættis- mönnum er skylt að veita verkamönnum aðgang að öllum upplýsingum um skipulagningu, framleiðslu og fjármál verksmiðjanna sem þeir vinna við og útskýra ákvarðanir sínar fyrir fulltrúum verkamanna eða á almennum fundum í verk- smiðjunni. Embættismönnum er með öliu óheimilt að sölsa undir sig nokk- ur forréttindi. Verði þeir uppvís- ir að því að baka sér sérréttindi á kostnað almennings er hægt að kæra þá til dómstóla fyrir glæpsamlegt athæfi þótt oftast sé reynt að leiða þá inn á rétta braut með fortölum ef um minniháttar brot er að ræða. Lýðræði skilyrði fyrir örri efnahagsþróun Til þess að virkja frumkvæði almennings sem best við efna- hagsuppbygginguna í Kína er nauðsynlegt að auka lýðræði í landinu. Aðalritari Kommún- istaflokks Kína, Hu Yaobang, fullyrðir í skýrslu sinni til 12. þings flokksins að háþróað sósíalískt lýðræði sé | grundvallarskilyrði fyrir því að hægt sé að þróa Kína í þágu hagsmuna og þarfa almennings. Einn fremsti hagfræðingur Kínverja, Hu Qiaomu, hefur bent á í nýlegri bók sinni um kínverskt efnahagskerfi að til þess að koma í veg fyrir að hluti embættismanna ríkis og sveitar- félaga einangrist frá almenn- ingi, sölsi pólitísk og efnahags- leg völd í sínar hendur og myndi sérstakan hóp forréttindamanna í þjóðfélaginu, sé nauðsynlegt að efla lýðræði. Hann bendir á að þetta sé óvenju erfitt í Kína þar sem alla lýðræðishefð skortir og að sósíalísk umbreyting sveita landsins sé með öllu ómöguleg án lýðræðis. Sé lýðræði og alþýðueftirlit ekki aukið, jafnframt því sem miðstýring efnahagskerfisins minnki og það sé skipt úr beinni stjórnun þess yfir í óbeina stjórnun, þá sé hætt við að markaðslögmálin leiði til ójafnr- ar þróunar efnahagslífsins. Ef í stað lýðræðiálegrar stjórnunar efnahagsins kæmi forstjóravald og hörð samkeppni milli ein- stakra fyrirtækja, þá myndi fátt greina kínverska þjóðfélagið frá kapítalísku ríkjunum. Einstakl- ingsframtak og samkeppni myndi þá fá frjálsar hendur. Kínverskir kommúnistar eru ekki tilbúnir til að ganga alveg svo langt. Þess vegna leggja þeir áherslu á að lýðræði og verka- mannaeftirlit sé aukið. Þeir gera það einnig að grundvallaratriði að þó svo að efnahagslögmál vöruframleiðslu og markaðar séu notuð meðvitað, þá þýði það ekki að þeim sé gefinn laus taumurinn og þau fái að verka án takmarkana á efnahagslífið. Áki Gránz forseti bejarstjórnar Njarðvíkur, afhendir Guðjóni Klemenzsyni lækni áritaðan silfurskjöld frá Njarðvíkingum, en á bak við Guðjón stendur kona hans Margrét Hallgrímsdóttir. Læknishjónum þakkað áratuga starf í Njarðvík Bæjarstjórn Njarðvíkur hélt fyrir skömmu kveðjuhóf i félagsheimilinu Stapa fyrir Guðjón Klemenzson lækni og konu hans Margréti Hall- grímsdóttur. Forseti bæjarstjórnar, Áki Gránz, flutti ávarp þar sem hann rakti feril Guðjóns og þakkaði hon- um fyrir störf í þágu Njarðvíkinga, farsæl læknisstörf og góða viðkynn- ingu í nær þrjá áratugi. Færði forseti bæjarstjórnar Guðjóni áritaðan silf- urskjöld og konu hans blóma- skreytingu. í hófinu voru þeim hjónum af- hentar ýmsar fleiri gjafir, en eftir að Guðjón lét af störfum sl. sumar létu Njarðvíkingar í ljós óskir um að slá saman í þakklætis- og kveðjugjöf til hans. Stóðu nokkrar konur að framkvæmd málsins og var þátttaka mjög almenn. Var Guðjóni afhent gullúr og Skarðs- bók og Margréti konu hans blóma- skreyting í kristalskál með innileg- um þökkum og kveðjum frá Njarð- víkingum. Margrét Jónsdóttir afhendir Guðjóni Skarðsbók, en á milli þeirra stendur Margrét kona Guðjóns. Lengst til vinstri er Sigrún Óladóttir og við hlið hennar Anna Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.