Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 5 Sinfóníuhljómsveitin: Einleikarar eru Eugene List og Lárus Sveinsson Ólavur Gregersen Eimskipafélagið leigir færeyskt ný- smíðað frystiskip EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur tekið á leigu nýsmíðað frystiflutn- ingaskip frá Færeyjum, Ólav Greg- ersen. Mun skipið aðallega flytja frystan físk milli Islands og Evrópu. Að sögn Þórðar Sverrissonar, blaðafulltrúa Eimskipafélagsins, hefur verið gerður leigusamningur til 12 múnaða og gengið frá því, að hægt verði að leigja skipið eitthvað lengur. Sagði hann ástæðu þess, að skipið hefði verið tekið á leigu þá, að vegna þess að frystiskipið Sel- foss hefði nýlega verið selt, hefði verið nauðsynlegt að fá annað skip í stað þess. Einnig væri verið að gera tilraunir með flutning freð- fisks á brettum og væri þetta nýja færeyska skip mjög vel til þeirra flutninga fallið. Það er mjög full- komið og meðal annars væri hægt að ferma það með gaffallyfturum í gegnum lúgur á hliðum þess. Þórður sagði einnig, að skipið væri leigt samkvæmt svokölluðum þurrleigusamningi, þannig að Eim- skipafélagið annaöist allan rekstur þess og áhöfn væri íslenzk utan skipstjóra og vélstjóra, sem væru færeyskir. Skipið er byggt í skipasmiðjunni á Skála í Færeyjum og var hleypt af stokkunum fyrir rúmri viku. Það er 1.500 lestir að stærð, 67,3 metrar að lengd, 12 metra breytt og ristir 6,5 metra. I því eru tvær lestir og burðargeta er 1.350 lestir. Eigandi skipsins er hlutafélagið Dreki í Götu. AÐRIR áskriflartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands verða í Há- skólabíói annað kvöld. Á efn- isskrá eru eftirfarandi verk: Svendsen: Karnival í París, Liszt: Píanókonsert nr. 1, Shostakow- itch: Píanókonsert nr. 1, Schu- mann: Sinfónía nr. 4. Stjórnandi tónleikanna er að- alhljómsveitarstjóri hljómsveit- arinnar, Jean-Pierre Jacquillat, einleikari á píanó er Eugene List og einleikari á trompet í pí- anókonsert Shostakowitchs er Lárus Sveinsson fyrsti tromp- etleikari Sinfóníunnar. Um píanóleikarann Eugene List segir svo í kynningu frá Sinfóníuhljómsveit Islands: „Hann hefur lengi verið talinn í allra fremstu röð amerískra pí- anóleikara. Hann fæddist í Fíla- delfíu en var alinn upp í Kalif- orníu og kom þar fyrst 10 ára gamall fram sem einleikari, með Fílharmoníuhljómsveitinni í Los Angeles. Tónverkið sem hann lék var þriðji píanókonsert Beethovens, stjórnandinn var Arthur Rodzinski. Síðan hefur hann leikið með flestum fræg- ustu og bestu hljómsveitum heims og haldið óteljandi ein- leikstónleika um víða veröld. Meðal stjórnenda sem hann hef- ur unnið með má telja: Stok- owski, Klemperer, Koussevitsky, Mitropoulos Barbirolli, Bern- stein, Monteux, Reiner, Kleiber og Maxim Shostakowitch. Eugene List hefur einnig leikið inn á yfir 30 hljómplötur." Athugasemd frá fram- kvæmdastjóra SR Vegna þeirra skrifa í dagblöðum undanfarna daga um uppsagnir starfsmanna SR á Siglufirði og þá einkum og sér í lagi um uppsögn Jóhanns Möller er rétt að eftirfar- andi komi fram: Jóhann Möller hefur verið verk- stjóri hjá SR á Siglufirði í yfir tuttugu ár og síðustu árin við löndun loðnu. Sem verkstjóri hef- ur hann verið trúnaðarmaður fyrir- tækisins gagnvart þeim starfs- mönnum, sem hann hefur stjórn- að, en ekki öfugt eins og fram hef- ur komið í fjölmiðlum. Þegar hann sat i stjórn SR var hann fulltrúi Alþýðuflokksins en ekki sérlegur fulltrúi starfsmanna SR og sama er að segja um setu hans í „Loðnubrestsnefnd". Hvernig Jóhann telur sig vera einhvern fulltrúa starfsmanna SR gagnvart fyrirtækinu er óskiljan- legt. I þessum skrifum hefur einnig verið mikið talað um embættis- menn fyrirtækisins, en hjá fyrir- tækinu starfa engir embættis- menn í þeim skilningi að þeir séu skipaðir af ráðherra eða hafi lífs- tíðarráðningu. Framkvæmda- stjóri er ráðinn af stjórninni en hann ræður verksmiðjustjóra á hinum ýmsu stöðum, sem ráða aðra starfsmenn i verksmiðjun- um. Þessir stjórnendur eru allir ráðnir með gagnkvæmum 3ja mánaða uppsagnarfresti. Einnig skal það tekið fram að uppsagnir þær, sem hafa átt sér Tillaga að útivist- arsvæði kynnt SAMKVÆMT ákvörðun skipulags- nefndar Reykjavíkur hefur verið ákveðið að kynna tillögu um skipu- lag á fyrirhuguðu útivistarsvæði í Sogamýri milli Gnoðarvogs og Miklubrautar. Kynningarfundur um þetta efni verður haldinn í veitingahúsinu Glæsibæ, miðvikudaginn 20. október nk. og hefst kl. 20.30. Frummælandi verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkur. Fundur- inn er öllum opinn. stað að undanförnu hafa verið framkvæmdar samkvæmt ítrekuð- um samþykktum stjórnar SR, en mat verksmiðjustjóra á hverjum stað og framkvæmdastjóra látið ráða hverjum hefur verið sagt upp. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins. Nýja kökuhúsið: Einar Laxness les úr nýrri bók í VETIIR verða bækur kynntar í Nýja kökuhúsinu við Austurvöll. Bókaútgefendur og aðrir aðstand- endur nýrra bóka munu standa að kynningum þessum í samvinnu við ísafold og Nýja kökuhúsið. Höfundar, þýðendur eða aðrir lesarar munu lesa stutta kafla úr bókunum og ef ástæða þykir verða umræður og fyrirspurnir. Þá munu höfundar árita bækur sínar. Fyrsti upplesturinn verður fimmtudaginn 21. þessa mánað- ar, kl. 20.30. Einar Laxness les þá úr bókinni „Jakob Hálfdan- arson sjálfsævisaga, bernskuár Kaupfélags Þingeyinga." En bókin kom út hjá Isafold fyrir stuttu. Einar taxness Inngangur í Nýja kökuhúsið er frá Austurvelli, en einnig verður Bókaverslun ísafoldar opin að Austurstræti. Bad fram- kvæmdastjórann um skýringar — segir Páll Flygenring „ÉG IIKINGDI í framkvæmdastjór- ann og bað hann um að gefa mér skýr- ingar og sagðist hann ætla að setja eitthvað niður á blað,“ sagði l’áll Flyg- erning, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu í samtali við Mbl., en hann var spurður hvort gerðar hefðu verið athugasemdir vegna utanfarar stjómar Kísilmálmvcrksmiðjunnar á Keyðar- firði. Fram hefur komið í blöðum að ferð þessi hafi þótt dýr. Páll kvaðst ekki enn hafa kynnt sér skýringarn- ar, en framhaldið yrði það að hann og iðnaðarráðherra myndu kynna sér málið. Sagði hann að sumt væri missagt í frétt þeirri sem birst hefði um málið, þó sumt hafi verið rétt. Sagði hann að athuga þyrfti hvaða reglur giltu um ákveðin tilvik í mál- inu og fyrr væri ekki hægt að skýra frá málinu opinberlega. Agætt atvinnu- ástand á Súdavík SúAavík. IH. október ATVINNIIÁSTAND er hér með ágæt- asta móti um þessar mundir, en togar- inn Bessi kom til hafnar í dag með 140 tonn af ágætum fiski. l'ppistaöa aflans er þorskur, en ennfremur er einhver ýsa. Þá má geta þess, að litiu bátarnir Sigrún og Valur hafa aflað þokka- lega að undanförnu. Komu hér inn í dag með um 7 tonn. — Sigurður. p 11 !Ú r 11 n f -markai iurinn 1 kj allara Kjörgarðs | Opið kl. 12 daga kl. 12 alla virka daga, fföstu laugardaga kl. 9—12. FATNAÐUR: Á karla — konur — börn. EFNI: Efnisbútar, mikiö úrval. HLJÓMTÆKI: Videokassettur, hljómtækjaskápar, samstæöur, magnarar, plötuspilar- ar, ferðastereotæki, segulbönd, út- f/i varpstæki, hátalarar, bíltæki, bíl- loftnet, úr og tölvur. SKÓR: Á karla — konur — börn. Sængurfatnaður — Handklæöi o.fl. þess háttar. — Leikföng. ÖS.U- Karnabær — Belgjageröin — Hljómbær — Skóver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.